Vísir


Vísir - 26.11.1963, Qupperneq 7

Vísir - 26.11.1963, Qupperneq 7
V í S I R . Þriðjudagur 26. nóvembe; 1 ó63 7 forsetanum JOHN KENNEDY var ástsæll forseti í Bandaríkj- unum. Ef til vill hefur enginn forseti þeirra notið jafn mikillar hylli og aðdáunar sem hann. Þetta sást bezt af þeim ótölulega grúa bréfa, sem honum barst á hverj- um degi frá alþýðufólki úr öllum héruðum Bandaríkjanna. Þetta sást ekki sízt á bréfunum sem bömin skrifuðu honum, bréf sem voru oft hrífandi í einlægni sinni. Á síðasta ári voru gefin út í bókarformi nokkur valin bamabréf til Kennedys. Vísir birtir hér fáein þeirra, því að þau sýna hvert viðhorf þjóðarinnar var til hins unga forseta. minn. Viltu vera svo góður að senda mér mynd af þér eins og þú sendir Lou. Bill S. Kæri hr. Kennedy. Halló, Þú þekkir mig ekki, ég heiti Ann P. Ég er níu ára. Ég geng í skóla í Denver. Fjöl- skyldan okkar er eins og þín fjölskylda, nema við krakkarn- ir erum sex. Vertu blessaður. — Ann, P.S. Ég er kaþólsk eins og þú. Kæri Kennedy forseti. Ég er níu ára. Ég hef séð þig í sjónvarpinu og mig langar til að fá eins klippingu og þú hef- ur, ég hef oft beðið mömmu um að fá svona klippingu. Gæt- irðu skrifað mér aftur og ráð- lagt mömmu að láta klippa mig þannig. Þinn Wiley M. Kæri hr. Kennedy. Ég er að byrja að safna frf- merkjum og mér datt í hug að skrifa þér, þar sem þú færð svo mikinn póst og spyrja þig hvort þú getir tekið frá fyrir mig nokkur útlend frímerki. Með þökkum, Roger M. Kæri hr. Kennedy. Ég er 12 ára gömul. Ef þig vantar barnapíu, máttu hringja f mig í síma LE 5-3773. Þín einlæg Annie H. Kæri hr. Kennedy. Hér með er þér boðið að vera viðstaddur knattspyrnukappleik sem haldinn verður í skólaum okkar. Hann fer fram 11. októ- ber. Viltu gera svo vel að koma með Jackie og Caroline. Þinn einlægur, George R, forseti skólafélagsins. Kæri hr. forseti. Hvernig hefurðu það? Hvern- ig hafa konan þfn og börnin það? Ég vona að þið hafið það gott. Á sumum myndunum sem ég sé af þér virðist þú svo þreytulegur. En þú veizt að þú verður að halda heilsunni fyrir landið og fjölskylduna. Mig langar til að fá klippingu eins og þú. Ég býst við, að sumarið hafi ekki verið skemmtilegt fyrir þig með þessu Berlínarvandamáli. Fólkið hefur trú á þér, hr. fpr- seti og ég er viss um, að hvaða ákvörðun sem þú tekur í Berl- ínar-vandamálinu, þá verður hún skynsamleg. Einlæglega Arthur D. Kæri Kennedy forseti. Hvað segirðu um að eignast lítinn kettling. Þeir eiga að yf- irgefa mömmu sína 10. október. Einlæglega Eddie T. Kæri hr. Kennedy forseti. Hvernig hefurðu það? Geym- irðu enn bréfið sem Lou E. sendi þér? Jæja, Lou er frændi Kæri Kennedy forseti. Ég heiti Carole M. Ég held, að þú sért bezti forseti, sem við höfum nokkurn tíma haft. Mér finnast ræðurnar þínar svo góð- ar. Ræðan þfn um Berlín var mjög góð. Ég er 11 ára. Ég er kaþólsk. Mér finnst Caroline dóttir þín yndisleg og konan þín er falleg. Ég veit annars ekki mikið um John son þinn. Einlæglega, Carole M. Kæri hr. Kennedy. Mér þykir gaman að þú skulir hafa orðið forseti, því að allir f bekknum voru með þér. — Pabbi minn, Lester S. er að horfa á fótboltaleikinn f sjón- varpinu. Mamma mín, Martha S. er að búa til pikkles. Ég, .••jcíMIIUJu-. Mig langar til að taka i höndina á þér. ÚtvarpiS og lát Kennedys Sr. Björn O. Björnsson, sendi okkur eftirfarandi bréf með at- hugasemdum sfnum um útvarp- ið og flutning þess á skemmti- efni eftir að fregnin um lát Kennedys hafði verið birt: „Ég get ekki orða bundizt vegna frammistöðu Ríkisútvarps ins, er fréttirnar bárust um Kennedy forseta. Verið var að leika einhverja gamanmúsík, er fréttin barst um að forsetinn hefði verið skotinn í höfuðið. Er þulur hafði rofið það útvarp til að segja fréttina, var umsvifa- Iaust tekið þar til sem frá hafði verið horfið. Ég ætlaði varla að trúa mfnum eigin eyrum, og hafði ég þó hvað eftir annað — að vfsu ekki síðustu missirin, kannski — heyrt furðulegar hátt vísileysur til útvarpsins við flutn ing harmatíðinda. Hvers konar barbarar erum ^ið eiginlega, hér úti á íslandi? Rétt á eftir er útvarpið enn rofið — annað dagskráratriði — og nú tiikynnt að forsetinn sé andaður. Á eftir var leikinn ör- stuttur kafli úr Mattheusar- passíu Bachs. Það var háttvísi- leysa líka — að hafa þann hljóm leik svona stuttan, og það ofan á ósköpin. Jú, það var að vísu nauðsynlegt að tilkynna dag- skráratriði, er að því kom, en að öðru leyti átti ekki annað að koma til greina, en að leika á- fram monumentala harmsmúsík fram að fréttum. 1 þess stað var leikin hlutlaus píanómúsik fram að fréttum. Það var meinglettni lífsins að útvarpsfréttirnar sögðu m.a. frá því, að útvarpsstöðvar víðsvegar um heim hefðu margar ýmist stöðvað útvarp sitt, eftir að hafa flutt fréttina um andlát for setans, eða útvarpað sorgar- músík einvörðungu. Moskva-út- varpið útvarpaði sorgarmúsík af orgeli. Seyðisfirði, 22. nóv. 1963. Björn O. Björnsson. Ríkisútvarpinu verður að sjálf sögðu gefið rúm í dálkinum til andsvara ef það óskar þess. í þessu sambandi er ekki úr vegi B gð nefna þá skoðun margra að ríkisstofnanir geri of lítið af því að virða menn svars, jafnvel þótt gagnrýni þeirra sé eingöngu málefnaleg og laus við alla ó- eðlilega áreitni. Þetta virðingar- ' leysi vk borgarana er ekki til fyrirmyndar. m er að byggja eldflaug. Joanne S. — Ég er auðvitað að skrifa þér. P.S. Viltu skrifa mér aftur. Kæri hr. Kennedy. Ég hef heyrt að þú sért fljót- ur áð lesa. Ég er það líka. Ég er fljótust allra í bekknum að lesa. Ég get Iesið 725 orð á mín útu og skilið hvað stendur í þeim, Þín einlæga Frances P. Kæri hr. forseti. Vildirðu gera svo vel að koma til Dallas og heimsækja mig og koma með börnin þín. Börnin geta fengið að synda i sund- lauginni. Herbert T. Kæri hr. Kennedy. Það sem mig langar mest til næst á eftir því að komast til himins, er að taka f hendina á þér. Einlæglega, Harold D. Kæri hr. forseti. Ég veit að þú ert alltaf önn- um kafinn ,en éf þú gætir hjálp að mér til að komast til Hvita hússins, skyldi ég útskýra fyrir þér, hvernig ég held að verði hægt að sigra Kúbu-menn. Þinn vinur, Mickey M Kæri hr. forseti. Ég hef fengið myndina, sem þú sendir mér og mér finnst hún svo góð. Það getur verið, að ég geti einhvern tima heim- sótt Hvíta húsið. Það næsta, er ég héf komizt því var 28. iúlí (afmælisdaginn minn), þá kom ég að rimlagirðingunni og þá sá ég endurnar hennar Car- olinu á tjörninni. Mikið held ég að hún hafi gaman af þeim. En ég hef annars mest gaman af bílum og vörubflum. Annars eigum við að flytja til Chicago eftir nokkrar vikur. Ég skal skrifa þér, þegar við erum búin að flytja og segja þér, hvernig það er að búa í Chicago. Jæja, það er orðið dimmt og kotnið fram yfir háttatíma, svo að það er lfka bezt að segja, vertu blessaður. Einlæglega Julio S. Hr. Kennedy. Ég er að byggja eldflaug. Ég er 7 ára gamall. Tommy G. Kæri Kennedy forseti. Ég held að það sé heimsku- legt að vera að reyna að kom- ast til tunglsins. Væri ekki nær að reyna að sigrast á þessum vírusum og öðrum sjúkdómum. Þinn einlægur, Fred F. Kæri Kennedy. Mikið finnst mér leiðinlegt, að þér skuli alltaf vera svona illt í bakinu. Mér finnst að þú ættir að leggja þig, þegar þú ert heima og sofa mikið. Þinn vinur, Rudolph F. Kæri herra. Þar sem það er rétt að kynna sig, þegar maður hittir ein- hvern, ætla ég að kynna mig. Ég heiti Nina G. Ég er ekki að skrifa þér til að nauða á þér að gera eitthvað eða þreyta þig með vandamálum eða hótunum. Ég ætlaði bara að skrifa þér til styrks og hughreystingar. Til þess að breyta um umræðu- efni vildi ég bara segja. Þú ert sanarlega hamingjusamur mað- ur að eiga svona fjölskyldu. Með beztu óskum, aðdáandi þinn — Nina G.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.