Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 26.11.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Þriðjudagur 26. növember 1963. 15 UURSENA OíM KEF’OirnMG... •< VO YOU LKE MV NEW UAIRTO? Digtr. by l'tiiteij Keature Syndícatc, lnr. LAUGAVE6I 90-02 Seljum í dag Landrover- diese! árgerð 1962. sér vel að hafa tappatogaran, einkum á ferðalagi. XV. — Jæja, sagði Parísarbúinn, eftir nokkra umhugsun. Ég vegna tappatogarans — og svo kaupi hann, þótt ekki sé nema er þetta eins konar minjagripur, sem ég get haft með mér héðan frá Marseille til Parísar. — Þér eruð þá á leið til Par- ísar? — Já, ég er fæddur þar — og er enn Parísarbúi í húð og hár, vona ég. Og ég á þar unga syst- ur, sem vafalaust hefir breytzt mikið öll þau ár, sem við höf- um verið aðskilin. — Hafið þér verið lengi að heiman? — Þrjú ár, ég er að koma frá Afríku, en þangað fer ég ekki aftur. Ég fékk þar hitasótt og hún fer illa með mig. Það er bara í París, sem maður getur haft ofan af fyrir sér sem blaða- sali og við slík störf, og þess vegna fer ég heim. — Gerið þér svo vel, sagði kaupmaðurinn og lét hann fá til baka af 20 franka gullpeningi, sem Oscar Rigault hafði rétt hon um. — Ég fer ekki fyrr en eftir 2—3 daga, ég ætla að fkoða mig um í Marseille. Hér er víst mikið af fallegum stúlkum? Þessari spurningu svaraði kaupmaður ekki, en sagði: — Á ég að pakka inn hnífn- um? — Nei, þökk, ég sting honum bara í vasann. — Ef þér týnið honum getið þér fengið annan eins hér. — Þökk, en það yrði dálítið útgjaldafrekt. Kaupmaðurinn fylgdi til dyra, hinum unga Parísarbúa, sem fór sína leið blístrandi, og sneri kaupmaður sér nú að Paroli: — Afsakið, en ég varð að af- greiða þennan mann fyrst. — Hvers óskar herrann? — Mig vantar hníf? — Lítinn, fínan hníf? — Sterkan hníf. sem hægt er að treysta á — ég ætla í langt ferðalag, og það er hvggilegast að vera við öllu búinn. — Kannske þér vilduð sams- konar hníf og þann. sem ég seldi áðan? — Ég veit ekki, en ég gæti athugað þá tegund betur. Kaupmaðurinn rétti honum sams konar hníf og hann hafði selt Oscar Rigault. — Þér ábyrgist, að hann sé sterkur — bili ekki? — Ég get fullvissað yður um, að þér fáið ekki sterkari og betri hníf. —Gott og vel, ég kaupi einn. Og Paroli borgaði hnífinn og fór sína leið, en kaupmaðurinn skrifaði í kladda: 2 Korsíkuhnífar á 6 fr ... 12 frankar. Þegar ítalinn var kominn f gistihúsið og inn í herbergi sitt heyrði hann mannamál í herberg inu við hliðina á, herberginu sem Jacques Bernier bjó í, — faðir Cecile Bernier. Og Paroli lædd- ist þegar að skráargatinu. Paroli kipptist við og mann- vonzkan og fjárgræðgin glamp- aði í augum hans. Hann sá Jac- ques Bernier standa við borð og vera að troða búntum af pen- ingaseðlum í eina af þessum léttu töskum með handfangi, er margir hafa í ferðalögum, og aldrei setja í farangursgeymslur. heldur hafa nálægt sér. Og Jacq ues Bernier tróð æ fleiri búnt- um ítöskuna og la^ði handklæði yfir. ! — 350.000 frankar, tautaði hann, — mér ættu að nægja þess ir 20.000, sem ég er með í vesk inu. Það er annars bezt að setja skjölin og kvittanirnar í töskuna. Varhugavert, að vera með þetta allt í vasanum. Er þessu var lok- ið tautaði hann enn: — Jæja, þá er þessu lokið. Á morgun geng ég frá viðskiptum mínum hér og hinn daginn legg é gaf stað og heimsæki minn gamla vin Benjamín Leroyer i Dijon. Æ. það var bréfið til henn ar Cecile . . Svo læsti hann töskunni með lykli, sem var á lYklahring, og stakk undir kodda sinn. Hann hafði þann hættulega á- vana, að tala við sjálfan sig — hann hafði vanið sig á það á einverustundum. er hann stóð í hinu langa málastappi sínu. Nú hafði hann sigrað, unnið málið. en ekki lagt niður þennan vana. Hann fór að afklæðast, var fljót- ur að því, slökkti svo ljósið, og fór að sofa. Paroli þurrkaði svitann af enni sér, — það lá við, að hann félli í yfirlið, er hann sá alla peningana og hann var nú blátt áfram grimmdarlegur á svip. Svo fór hann að hátta, en gat ekkr sofnað. Reyndi að lesa, en gat ekki fest hugann við það. Hon- um kom ekki dúr á auga því að illar hugsanir voru ásæknar. — Klukkan fjögur um nóttina rauk hann á fætur og klæddist og er niður kom gaf hann dyraverð- inum þjórfé og lagði svo leið sína til járnbrautarstöðvarinnar. Lestin átti ekki að fara fyrr en kl. 6.10, svo að hann fór inn i í upphitaða biðstofuna, og beið þess að farmiðasalan yrði opn- uð. Honum fannst biðin löng og þegar hún loks var opnuð keypti hann miða á öðru plássi til Dij on, þótt hann þyrfti ekki að vera kominn þangað fyrr en aðra nótt klukkan 4. Og við yfirgefum hann í bili, þar sem hann var kominn af stað í áttina til hins gamla höf- uðstaðnr Búrgúnd-hertoganna. I Það var klukkan átta að mrrgni. daginn sem ítalinn fór fráUnaur maður, um tvítugt, ungur og hraustlegur, sem bar sig vel. kom inn í stöð- ina í Dijon. Hann var klæddur veiðimannafötum og var með i veiðibyssu og veiðitösku. Hann lagði leið sína inn í! skrifstofu stöðvarstjórans. I — Góðan daginn herra Leon, sagði stöðvarstjórinn, ætlið þér á veiðar? — Eins og þér sjáið, sagði ungi maðurinn. og heilsaði stöðv arstjóranum með handabandi. j Ég fékk bréf frá einum minna | gömlu félaga í gær. Fjölskylda j hans býr í Saint-Julien-du-SauIt. j og hann bauð mér á villisvína-; veiðar með sér í Villenauve-sur Jonne skógi. Á villisvínaveiðar hefi ég aldrei farið fyrr. — Ég ekki heldur. svaraði stöðvarstjórinn. — Nei, en þér stundið ekki veiðar, sagði ungi maðurinn hlæjandi. — Alveg rétt. Og þér ætlið sem sé á veiðar í dag? — Veiðarnar byrja nú raun- ar ekki fyrr en þann 12., en ég er svona snemma á ferðinni, því að ég ætla að heimsækja frænku mína í Laroche. — Já, frú Fontana. — Já, þá indælu konu, ég hefi ekki séð hana síðan í septem- ber — fríinu mínu. — Hefir nú faðir yðar loks fallizt á, að þér færuð til París- ar til þess að lesa lög? Já, en það ætlaði nú ekki að ganga vel. Honum fannst, að ég gæti alveg eins lesið lög hérna í Dijon. Ég fer til Parísar eftir nýárið. — Þér hlakkið sjálfsagt til þess að njóta hins frjálsa stúd- entalífs, sagði stöðvarstjórinn brosandi. — Já, það veit sá sem allt veit. Ég hefi ekki mikil kynni af Par- ís, en ég veit, að þar muni mér finnast gott og gaman að vera, og ég tala nú ekki um, þar sem ég get verið þar minn eigin herra, enda þótt . . . Ungi maðurinn þagnaði skyndi- lega. — Enda þótt, hafði stöðvar- stjórinn upp eftir honum, enn brosandi. Þetta hljómar eins og um eitthvert leyndarmál sé að ræða, en ég get verið þögull, megið þér vita, ef þér svalið for- vitni minni, og segið mér, hvers vegna þér þögnuðuð skyndilega, er þér höfðuð sagt enda þótt..? Þér hafið kannske orðið að skilja hjartagullið yðar eftir í Dijon? — Væri hún í Dijon mundi ég eins vilja lesa lög þar. — Ég sé, að þér munið vera alvarlega ástfanginn, ungi vin. — Það geta menn sjálfsagt verið á mínum aldri. Og stúlkan? — Hún á heima í Laroche. — Og faðir yðar, vinur minn, ég er vinur ykkar beggia, mun- ið það, — hann veit vitanlega ekkert um leyndarmálið enn. — Rétt til getið — Vonandi verður sá heiðurs- maður ekki fyrir vonbrigðum — tengdadóttirin sé góð og dygðug stúlka yður og ætt yðar samboð in. Vafalaúst er hún fögur. — Ég mundi segja, að hún hefði til að bera þokka hinna dygðugu jómfrúa sem Rafaeli málaði og samtímis yndisleik Parísarkonunnar. — Hve gömul er hún? — í hæsta lagi 16 ára. — Vel efnuð? — Ég hygg, að ekki mikið af* 1 þessa heims veraldlegum gæð- um hafi fallið henni í skaut. Bílakjör | Nýii bflai Comrrier Cope St. rtlFREIÐALEIGAN. | öergþoruaötf 12 Slmai 13660 I 14475 og -Í659N IWntun ? prentsmlðja & gúmmlstlmplagerð Elnholti 2 - Síml 20960 HLIÐGRINDUR ■JLjú bjargaðir mér frá Moto Motounum, segir hjúkrunarkonan. og fleygir sér í fang Tarzans. Og nú ætla ég að hjálpa þér. Ég varð að taka hana með, segir flugmaðurinn við Joe, Ég heyrði hana segja við Yeate hershöfð- ingja að Tarzan vaari hennar mað- ur, og hún vildi fara til hans, svo að hér er hún komin. Naomi heils ar hinum furðu lostna Tarzan að hermannasið. Naomi hjúkrunar- kona gefur sig fram til skyldu- starfa . . . hvernig finnst þér nýja hárgreiðslan mín? Og svo fleygir hún sér aftur í fang hans. Stóri dásamlegi maðurinn minn, segir hún, ef þú ekki vilt kyssa mig, kyssi ég þig. Sniíðum hliðgrindur úr fer- strendum og rúnum vörum., MÁLMIÐJAN Barðavogi 31 Sími 20599 ÞJONUSTAN HJÓLBARÐA SALA - VIÐGERÐIR Sími 3 29 60 Barnasokkiibuxur frá kr. 59.00 Miklatorgi ^ I HAP TO BRING HER., CAFTAIN WILFCAT! I HEARI7 HEZ TELL GENEKALYEATS TAKZAN WAS HER MAN- ANP1 SL)T WE VE SOT A PEAhLY EPI7E/AIC HEÍZE, AAAONG THE5E SlCK. PUNOS, , NUKSE NAOMl'. IT’S NO PLACE P0R YOÚ TO &E! / 6K- . "

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.