Vísir - 26.11.1963, Side 16

Vísir - 26.11.1963, Side 16
Nærrí 100 milljóna króna aukning tryggingabóta Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stórfelld ar hækkanir á bótum almanna- trygginga. Gert er ráö fyrir að allar bætur nema fjölskyldubæt ur hækki um 15%. Mundi þá aukning elli- og örorkulífeyris nema um 90 millj. króna, slysa- trygginga 3.5 millj. og sjúkra- tryggingar 2,3 millj. eða alls um 96 millj. króna. Gert er ráð fyrir að hækk- anirnar gildi frá 1. júlí sl. Þær eru gerðar vegna launahækkana sem orðið hafa að undanförnu, sem nema um 12,875% frá 23. júní sl. Lætur nærri að bótaþeg- ar fái hlutfallslega sömu hækk- un á árinu og almennir laun- þegar hljóta. Um fjölskyldubætur segir í greinargerð frumvarpsins: „Segja má að fjölskyldubætur hafi lík áhrif og persónufrádrátt ur, sem veittur er vegna barna við álagningu tekjuskatts og út- svars. I því sambandi má benda á það að í Danmörku og Sví- þjóð er enginn persónufrádrátt ur veittur vegna barna, en í þess stað eru veittar jafnháar fjöl- skyldubætur með öllum börnum og er ekki lagður skattur á þær. Ákvæðin um persónufrá- drátt eru nú í athugun hjá rík- isstjórninni. Með hliðsjón af því þykir ekki rétt að hækka upp- hæð fjölskyldubóta að svo stöddu, því síður sem gera má ráð fyrir að persónufrádráttur verði hækkaður allverulega. SkátahckistöB byggð í Reykjavík Borgarstjórn gefur skátum lóð og veitir þeim styrk til byggingarinnar Þriðjudagur 26. nóvember 1963. -----------------------L Fullveldisfagn aður Stúdenta félagsins Stúdentafélag Reykjavíkur efnir til fullveldisfagnaðar laugardaginn 30. nóvember að venju. Verður fagnaðurinn haldinn að Hótel Borg og hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. Dagskrá er á þá lund að Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra flyt- ur ræðu og formaður félagsins dr. Gunnar G. Schram stutt ávarp. Jón Sigurbjörnsson óperusöngvari syngur og þeir Karl Guðmundsson og Jón Gunnlaugsson flytja skemmtiþátt. Þann þátt hefur Loft- ur Guðmundpson rithöfundur sér- staklega samið fyrir fagnaðinn og kennir þar margra grasa. Veizlumatur verður á borðum, m. a. humar og rjúpur en að borð- haldi loknu verður stiginn dans þar til kl. 2 eftir miðnætti. Að venju verður fagnaði Stúd- entafélagsins útvarpað að kvöldi hins 1. desember. Mun dr. Benja- mín Eiríksson bankastjóri flytja erindi á vegum félagsins það kvöld í útvarpssal. Framh. á bls. 6, Allt bendir til þess að ekki líði langur tlmi þar til hafin verðí bygg ing skátahúss I Reykjavík. Skáta- félögin í Reykjavík hafa fengið loforð fyrir lóð þeirri sem Skáta- heimilið nú stendur á og borgar- stjórn hefur þegar greitt 100 þús. kr. sem fyrsta framlag til bygg- ingarinnar. í gær var stofnað Skátasamband Reykjavfkur, sem er samband Kvenskátafélagsins og Skátafélags Reykjavíkur. Bygging skátahúss I Reykjavjk hefur verið I deiglunni nokkuð lengi og undanfarið hefur verið unnið að því að skapa málinu raun hæfan grundvöll og benda allar lík- ur til að því verði lokið í vor. f gær var stofnað skátasamband Reykjavfkur og verður bygging þessarar skátabækistöðvar eitt af verkefnum þess. í viðtali við Skátann, félagsblað skátafélaganna í Reykjavík, skýrir Þór Sandholt félagsforingi S.F.R. frá hugmynd sinni að hinu vænt- anlega skátahúsi. I viðtalinu segir Þór að mikið hafi verið rætt um að reisa þriggja hæða hús, en jafn framt gengið þannig frá því að hægt verði að byggja ofan á. Á fyrstu hæðinni hefur komið til greina að hafa verzlanir og einnig þarf að skapa þar góða aðstöðu fyrir þá skáta sem eru að fara eða koma úr ferðalögum. Á næstu hæð yrðu samkomusalir og herbergi fyrir skáta, svo og stjórnarherbergi. Hugsanlegt er að draga þriðju hæð- ina inn og myndast þá gott svala- pláss, þar sem hægt verður að kenna skátum að stilla sér upp og æfa fánaburð. Eins og áður er frá sagt var I gær stofnað Skátasamband Reykja- víkur, sem er sá aðili sem kem- ur fram út á við fyrir hönd skáta í Reykjavík. j Þess má geta að lokum að skát- ar hafa tekið að sér útburð sjúkra- samlagsskírteina og fá þeir fyrir það álitlega upphæð sem mun renna beint í byggingarsjóð. í fyrstu stjórn Skátasambandsins eiga sæti: Þór Sandholt, Gunnar Möller, Jón Mýrdal, Ragnhildur Helgadóttir, Þórunn Elfa Magnús- dóttir og Erla Gunnarsdóttir. Gamli Landakotsspítalmn horfinn Nú er rétt verlð að Ijúka við ing sést nú glöggt og er það að rífa gamla Landakotsspítal- vissulega hið stæðilegasta hús. ann svo ~*S hin nýja spitalabygg Ljósmyndari VIsis tók þessa Breytt ddpulag landbúnaðarins? Síðdegis í dag kemur saman þrem frá Búnaðarfélagi islands. á fyrsta fund sinn nýskipuð Af hálfu Búnaðarfélagsins nefnd, eins konar skipulags- eiga sæti í nefndinni þeir Hall- nefnd landbún~3arins,hún hefur dór Pálsson, búnaðarmálastjóri, miklu hlutverki að gegna um öll Siggeir Björnsson bóndi á Holti framtíðarmálefni landbúnaðarins á Siðu og Hjörtur Þórarinsson á íslandi. Eldjárn bóndi og alþm. á Tjörn Nefndin er skipuð sex mönn- í SvarfaðarJal. Frá Stéttarsam- um, þrem frá stéttarsambandi bandinu hafa þeir Sveinn bænda, en þaðan er frumkvæðið Tryggvason, framkv.stjóri Fram komið um skipan hennar, og Framhald á bls, 6. ■ f' //* JJ ■>'. *' mynd I gær af nýja Landakots- spftalanum. Sigurjón Kjartans- son, tók að sér að rifa gamla spftalann. Hefur hann stundað það starf að rffa gamlar bygg- ingar, m.a. reif hann gömlu Hótel Heklu. Viðinn úr gamla spítalanum kveðst hann selja viðsvegar, en mestur hluti hans fer þó upp á Hvítárvelli í Borgarfirði, þar sem nota á timbrið til að stækka veitingastofuna á staðnum. Thor Thors 60 ára í dag er Thor Thors sendi- herra sextugur. Ritar Pétur Benediktssor. grein f þvf tilefni á 9. síðu Vísis í dag. Thor er nú staddur f New York og heimilisfang hans þar: Hotel Beverly, at Lexington Aveenue and 50th Street, New York, N.Y. U.S.A. Straumur á nýju írafossstöðina í dag t dag um hádegisbilið var straumnum hleypt I fyrsta sinn á hina nýju írafossviðbótarvirkjun. Við það eykst orka írafossstöðvar- innar um 50%. Írafossvirkjunin er nú 10 ára, tik til-'starfa í október 1953. Þetta er þriðja vélasamstæðan sem nú I yfir í um það bil eitt ár og gengið >. tekin f notkun og var áætlað að vel. hún myndi kosta um 65 millj.! Viðstaddir opnun hinnar nýju króna. Er þetta 15.500 kílóvatta-1 stöðvar var Sogsstjórnin, en for- aukning en alls er öll Sogsvirkjun, maður hennar er Gunnar Thorodd in 87 þús. kílóvött. Framkvæmdir við hina nýju virkjun hafa staðið sen fjármálaráðherra, og ýmsir gestir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.