Vísir - 30.11.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 30.11.1963, Blaðsíða 4
V1SIR . Laugardagur 30. nóvember 1963. leiklistarinnar Njörður P. Njarðvík: SÁ SVARTI SENUÞJÓFUR. - Haraldur Björnsson i eigin hlutverki. Útg. Bókaútgáfan Skálholt. 264 bls. Verð kr. 350,20. Prentsmiðjan Oddi. — Tj1g hef aldrei getað gert mér fyllilega grein fyrir þvl, hvað það var sem kom mér til að leggja út á hina erfiðu braut leikarans . . . Allir voru á móti þessu, fjölskylda mln, jafnvel konan mín, en ég blátt áfram gat ekki hætt. Ég var vakinn og sofinn I leikhúsinu og smám saman varð mér ijóst, að ég gat ekki hugsáð mér að gera neitt annað. Fengi ég ekki að helga mig leiklistinni fyrir fullt og allt, þá gat ég varla hugsað mér að lifa. Þess vegna hef ég alltaf sagt við nemendur mína: — Ef þið getið ekki lifað án þess að leika, þá skuluð þið gera það, annars ekki. Þetta er munurinn á starfi og list. Starf- ið á aðeins hluta af manninum, en listin á hann allan. Þannig skýrir Haraldur Björns son leikari frá tildrögum 'þ'éss að hann steig það afdrifaríka skref 34 ára gamall með konu og tvö börn að selja allar eigur sínar á uppboði á Akureyri og halda út í heim til leiknáms. — Fólkið á Akureyri var sem þrumu lostið, segir hann. — Þú átt- eftir að sjá eftir þessu, sagði það við mig og það snart mig illa. jþannig er upphaf hinnar eigin- legu leiksögu þess manns, sem nú er viðurkenndur og dáður af allri þjóðinni fyrir stórbrotna list sína. Og saga hans sjálfs, sem Njörður P. Njarðvík hefur nú fært í letur, sýnir að líf Haraldar hefur ekki orðið neinn farsi, heldur stór- kostlegt og erfitt hlutverk í baráttu- og sigurleik. Það var um mitt sumar, sem ég frétti, að Njörður væri farinn að "vinna að því að skrá sögu Haraldar. Ég get ekki neitað því, að mér kom fyrst í hug, að í þessari væntanlegu bók myndi Haraldur koma fram meðal okkar sem skemmtilegur húm- oristi og sögumaður eins og hann er þekktur f hópi kunn- , ingja sinna, bókin yrði yfir- full af leiftrandi gamansögum um það sem gerðist að tjalda- baki í leikhúsunum. En þessi bók, sem ég hef nú á borðinu fyrir framan mig varð auðvitað ekki svo billeg. Hún er mjög alvarleg bók, hún fjallar um mann, sem átti þrá til fullkominnar listar og tók hlutverk sitt alvarlega. Og öðru vlsi getur hann ekki skilið að hægt sé að taka listina. Hér er m. a. að finna skýringu á þeim snöggu viðbrögðum hans, þegar hann hvarf frá leikskóla Þjóð- leikhússins á s.l. vori. í minn- ingum sínum frá leikskólanum I Kaupmannahöfn segir hann frá einum kennara slnum Neiiendam, sem mislíkaði við stúlku I skólanum og sagði miskunnarlaust við hann: — Hvad har De at göre her- ind? Gá hjem og fá born. Og hún gerði það. í leikskóla Þjóð- leikhússins eru , hins vegar teknir nemendur, sem skrifa leikari með y, nemendur sem skortir almenna menntun og á æfingum I skólanum og jafnvel á prófum gerir ekkert til þó nemandinn kunni ekki hlutverk sitt, hann fær að hafa hvfslara sér til aðstoðar. Þetta sárnar Haraldi, vegna þess að hann telur það niðurlægingu fýrir listina. Jj’rá þvl þau Haraldur og Anna Borg sátu saman I leikskóla úti I Kaupmannahöfn og voru kölluð „de to tavse" hefur hann átt aðeins eitt stefnumið, að rísa upp sem r.?,ls/a.,í?,lenz,kan lelk.úpp í.hæðir ósvikinnar jist- ar, Þetta,.yar yiðþurðarík og oft 'erfiorarátta. ÍÍahn segTst hafa komið hingað heim sem óvel- kominn listamaður, áhugamenn- irnir, sem haldið höfðu uppi leiklistinni litu hann hornauga sem atvinnumann, er þeir ótt- uðust að myndi skáka sér. Áður hafði hann kynnzt leik- ararígnum úti I Kaupmanna- höfn, en ekki reyndist hann minni hér, þar sem allt logaði I illdeilum I Leikfélaginu og hiti og ofsóknaræði gerði vart við sig í leikdómunum. Þetta voru kreppuár, ár sem hann var út- skúfaður frá Leikfélaginu og hann varð að hefja kennslu við Austurbæjarskólann. Hann seg- ist sjálfur hafa haft ánægju af kennslunni, en ég efast um að hann hafi haft nokkurn áhuga á slíku starfi. kartöflur sfnar í. Ekki var að- búðin heldur betri þegar farið var I leiksýningar út um land og leikið í lekum skúrum og jafnvel inni í stofum. TJaraldur Björnsson er mikill skapríkismaður. Þó forðast hann hatrið, nú þegar hann lítur yfir farinn veg. Einu menn- imir I HFinu sem hann virðist enn hata eru tveir nafnlausir iðnaðarmenn, sem byggðu hús hans við Bergstaðastræti. Við þá skiiur hann með þessum orðum: — Nú em þessir menn báðir dauðir og svíkja hinu- megin. Slðar I bókinni segir hann og: — Ég hef horft á hefnd náttúrunnar og vei þeim sem kallar hana yfir sig. Aðrir sem árekstrar urðu við fá sínar sneiðar, en að jafnaði rökstuddar og kurteislegar eins og í umræðum um málefni. Hann dregur t. d. enga dul á það, að núverandi Þjóðleikhús- þess ög einnig telur hanii það óhæfú/áð sömu mennirnir sitji ár eftir ár I Þjóðleikhúsráði. Clíkur maður sem Haraldur er skiljanlega ailfrekur og sjálfsfullur og þess gætir víða f bók hans, að hún snýst um hann sjálfan. Það kemur engum á óvart þó hann hafi alltaf haft rétt fyrir sér I leikararígnum — það hafa allir. En maðurinn verður strax þekkilegur fyrir eina setningu, þar sem hann viðurkennir, að hann hafi ekki sjálfur verið neinn friðarins maður. Og þrátt fyrir allt áér hann hina mjög vel. Hann dáist að önnu Borg I hlutverki Höllu, hann segir okkur söguna af Haraldur Bjömsson í einu hlutverki sínu, sem Botard í Nashym- ingunum. hans stóra tækifæri, að leika Shylock. T>ókin er ekki sérlega kröftug að stllbragði. Fyrsti hluti hennar sem fjallar um æsku Haraldar og störf hans sem verzlunarmanns er stundum heldur daufur. En svo rls bók- in þegar komið er á leikskólann og Haraldur fer að íhuga mann- lífið I nýju ljósi. Saga hans Þann tón verður leikarinn að magna og laða fram til þess, að maðurinn verði ekki að hreinum djöfli." I BÆKUR 0G HOFUNDA E r r Og síðan hinn mikli sigur hans, er hann lék Shylock en eftir það hefur hann getað helg- að sig allan leiklistinni. Allt er þetta margbrotin saga af ótal verkefnum, mannamót- um, ummælum, sem lýsa snögg- lega upp manngerð samferða- mannanna. Þetta var hörð bar- átta I féleysi, húsnæðisleysi og skilningsleysi og I tuttugu ár starfaði leiklistin I skugga hins ófullgerða Þjóðleikhúss, sem brezka hernámsliðið geymdi gamanleikaranum Alfreð og hann tregar fráfall Öldu Möller, dáist að Arndfsi I Finnlands- ferðinni og lýsir trausti sínu á Þorsteini Stephensen. Hann fylgdist I eftirvæntingu með ungu leikurunum, dáist að Róbert Arnfinnssyni og segir okkur hvenær margir hinna komu fyrst fram á sviðið. Þrátt fyrir allan ríginn eru líka sterk bönd samheldni sem halda þess- um félagsskap saman, hann minnist þess t .d. að það var Lárus Pálsson sem gaf honum verður sterkust I þvl mannlega. „Ég er einn þeirra," segir hann, „sem hefur orðið fyrir þeirri reynslu að hafa leikið marga brotamenn og jafnvel ill- menni . . . Það er mjög lær- dómsríkt að leika brotamenn. Þeir er„ oft stórgáfaðir og undarlega samansettar persón ur, sem gaman er að brjóta til mergjar. Það kennir margra grasa I þeirri ruslakistu, sem á að heita sál þeirra. En undir niðri er alltaf einhver tónn, sem er ekta og mannlegur. slíkum hugleiðingum um mannlífið, tilgang þess I daglegu lífi, túlkun þess á leik- sviðinu nær bók þeirra Njarðar og Haraldar hæst. Or hans eig- in llfi verða unaðslegir þeir kaflar sem fjalla um föðurgleð- ina og um garðinn hans. Það er I þessu efni, sem bókin hrífur, en skortir nokkuð á að hún nái að tungu og stll þvf flugi sem fremstu rithöfundar ná. Sér- vizkuleg stafsetning á þremur orðum, sem ganga I gegnum alla bókina gerir lesanda gramt I geði. Ég býst við að Njörður hafi skráð söguna beint af vörum Haraldar, en starf skrásetjarans er jafnan mikið. Bókin eins og hún kemur okkur fyrir augu er hans verk. Og þessari bók um hinn svarta senuþjóf hlýt ég að stilla upp við hliðina á Skáldatíma, sem merkustu bók þessa jólakauptlma. Áð lokum ber að hrósa góð- um frágangi bókarinnar. Þorsteinn Thorarensen. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.