Vísir - 30.11.1963, Side 8
V1 S I R . Laugardagur 30. nóvember 1963.
Utgerandi: Blaðaútgáfan VISIH.
Ritstjóri: Gunnar G. Schrajr.
Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn 0 Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
I lausasólu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 llnur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Hefur Framsókn hreytzt
Tíminn er alltaf að minna á það, hve sigur Fram-
sóknarflokksins í síðustu kosningum hafi verið glæsi-
legur. Þetta er svo sem meinlaust gort, en sumar álykt-
anirnar, sem blaðið dregur af þessari fylgisaukningu
flokksins, eru þó ærið vafasamar. Kommúnistar töp-
uðu sem kunnugt er miklu fylgi og talsvert af því fór
yfir til Framsóknar. Margt af Þjóðvarnarfólkinu, sem
neitaði að hlýða skipuninni um að fylgja kommúnist-
um, var gamalt Framsóknarfólk og hvarf nú aftur heim
til föðurhúsanna. Eigi að síður er mikið af þessu óvisst
fylgi, sem hæpið er fyrir flokksforystuna að reikna
með til frambúðar.
Það er hæpin ályktun hjá Tímanum, svo ekki sé
meira sagt, að kosningaúrslitin séu sönnun þess, „að
launþegar geri sér í víðtækari mæli grein fyrir því, að
Framsóknarflokkurinn sé sá flokkur á íslandi í dag,
sem bezt sé trúandi fyrir hagsmunum hinna efnaminni
í þjóðfélaginu, bænda, verka- og iðnaðarmanna og
hinnar sívaxandi stéttar skrifstofufólks“. Gegn því
mælir öll fortíð flokksins, að honum sé trúandi fyrir
hagsmunum launafólks. Tíminn segir að vísu að Fram-
sóknarflokkurinn hafi nú „breytzt úr hreinum bænda-
flokk í frjálslýndan, framfarasinnaðan bænda- og
launþegaflokk“! Er helzt svo að skilja, að þessi breyt-
ing hafi átt sér stað nýlega, enda hlýtur svo að vera,
ef eitthvað væri hæft í þessu.
En ef rétt er munað hefur nú Tíminn haldið því
fram áður, að Framsóknarflokkurinn léti sér einkar
annt um hag launþega og verkamanna, en þessar stétt-
ir telja sig hafa orðið lítið varar við þá umhyggju, þeg-
ar flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Hann hefur að
vísu undanfarið leikið launþegaflokk og þreytt kapp-
hlaup við kommúnista í kröfum um hækkað kaup-
gjald, og vera má að eitthvað af launafólki hafi látið
blekkjast af þessum loddaraleik í síðustu kosningum.
Það hefur ekki athugað að flokkurinn er í stjórnarand-
stöðu, en þá hefur hann ævinlega þveröfuga stefnu
við þá, sem hann fylgir þegar hann er í ríkisstjórn.
Þeir sem vilja nota Framsóknarflokkinn til þess
að berjast fyrir hækkuðum launum, verða þá jafnframt
að gæta þess, að hann komist ekki í ríkisstjóm, því að
þá or hætt við að annað hljóð komi í strokkinn hjá
foringjunum og launabaráttan yrði fljótlega lögð á
hilluna.
Baráttan fyrir hagsmunum sveitafólksins, sem
Framsóknarmenn hafa lengst og mest gumað af, hefur
ekki reynzt því heilladrýgri en svo, að því hefur jafnan
vegnað verst, þegar Framsókn hefur ráðið mestu um
landsmálin. Mörg mestu hagsmunamál bænda hafa
verið flutt og borin fram til sigurs af sjálfstæðismönn-
um, stundum gegn andstöðu Framsóknar, af því að
hún gat ekki unnt andstæðingnum að eiga frumkvæð-
ið, og ósjaldan hefur hún fellt slík mál á Alþingi eða
svæft þau, af sömu ástæðu, þegar húa hefur haft
bolmagn til þess. Slíkum flokki má enginn treysta.
Frakkland er vara-
forsetalaust
Þegar De Gaulle Frakkiands-
forseti kom heim, eftir að hafa
verið við útför Kennedys for-
seta, voru uppi miklar deilur
með mönnum í Frakklandi,
hvort stofna bæri varaforseta-
: embætti í landinu. Nú er það
ekki svo, að forsetamorðið hafi
, hrundið af stað þessum deilum,
því að þetta hefir verið á dag-
skrá á undangengnum tíma, en
m á hinn bóginn má telja víst, að
harmaatburðurinn vestra verði
mikil hvatning til þess, að gera
eitthvað í málinu, vegna þeirra
erfiðleika sem það gæti skapað,
ef forseti landsins félli frá
skyndilega.
Það er ekki hægt annað,
segja þeir, sem vilja stofna
embætti varaforseta, en taka til-
lit til eftirfarandi staðreynda:
í fyrsta iagi er De Gaulle gam-
all maður, og þótt hann kunni
að lifa mörg ár enn og haldi
andlegri og líkamlegri heilsu,
eru margfalt meiri líkur fyrir,
að jafngamall maður verði að
fara frá heilsu sinnar vegna, en
maður á bezta alc'.ri. f öðru lagi
H hafa þegar verið gerðar til-
* , raunir til þess að ráða De
Gaulle af dögum. Og það er ekki
II hægt að loka augunum fyrir
þeim möguleika, að slíkt verði
enn reynt, og þá gæti verr farið
en til þessa, þrátf fyrirflJllíá*
f? ', vekni og varúðarráðstafanir..
Um þetta mál er m. a. símað
frá París:
Harmaatburðurinn f Washing-
ton rekur á eftir, að eitthvað
Í!.®ff verði gert f máiinu. Allt bendir
j til þess, ef De Gaulle félli frá
1 skyndilega, að ekki myndi nást
f f samkomulag fyrr en eftir
I | nokkra daga í fyrsta lagi, um
eftirmann hans. En þrátt fyrir
þetta er mikill skoðanamunur
um málið meðal stjórnmála-
manna og sagt er, að De Gaulle
III sjálfur sé mótfallinn því, að
skipaður verði varaforseti.
En samt hefur heyrzt, að De
Gaulle verði brátt afhent form-
lega tilkynning, að innleitt
verði í Frakklandi það fyrir-
komulag, að skipaður verði
varaforseti. Meðal þeirra, sem
standa að þessari tillögu eru
nokkrir gaullistar, sem sátu
landsfund flokks gaullista fyrir
skemmstu i Nizza.
Georges Pompidou staðfesti á
fundinum, að De Gaulle hefði í
hyggju að bjóða sig fram til
forsetakjörs, er núverandi kjör-
tímabili lýkur 1965, en stuðn-
ingsmenn tillögunnar um vara-
forseta halda því fram, að það
sé ekki verjandi að bíða svo
lengi með val varaforseta.
Þessir menn munu leggja til,
að fram fari þjóðaratkvæða-
greiðsla næsta vor um stjórn-
lagabreytingu, til þess að kleift
verði að kjósa varaforseta i
.síðasta Iagi haustið 1964. Ef til
vill yrðu þá einnig greidd at-
kvæði um breytt hlutverk sen-
atsins, þ. e. að þar fengju sæti
fulltrúar atvinnuveganna.
SKIPTIR DE GAULLE
UM SKOÐUN.
Það er nú mikið um það rætt
f París, eftir forsetamorðið
vestra, hvort De Gaulle muni
skipta um skoðun varðandi
varaforseta — þar sem hann
hafi þar staðið augliti til aug-
litis við þær hryililegu afleið-
ingar harmleiks, sem eins gæti
gerzt í Frakklandi sem í Banda-
ríkjunum, — hvort hann muni
Inú.^eta faíiizt á, að varaforseti
yrði valinn í beinum kosningum
um leið og ríkisforsetinn.
En hverjar eru ástæður þess,
að de Gaulle og margir aðrir
hafa verið mótfallnir varafor-
seta-fyrirkomulagi? Höfuð-
ástæðan er sú, að þá gæti svo
farið, að Frakkland fengi vara-
forseta, sem — ef það yrði hans
hlutverk að taka við — hefði
ekki nógu sterkan vilja og ein-
beitni, og afleiðingin sama öng-
þveitisátand og á tima Fjórða
lýðveldisins. Nú gæti það heppn
azt, að vísu, að fá traustan
varaforseta kjörinn um leið og
De Gaulle yrði endurkjörinn,
en gera yrði ráð fyrir, að síðar
yrði ókleift að fá kjörna tvo
sterka menn í embætti forseta
og varaforseta. Félli forsetinn
frá væri hættan sú, að einhver
De GauIIe.
miðlungsmaður yrði forseti,
með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um, og þá betra, að forseti
senatsins tækí við embættinu,
félli ríkisforseti frá, og gegndi
þvf, þar til annar hefði verið
skipaður. Nú yrði það hlutverk
forseta senatsins, að gegna for-
setaembættinu í 40 daga, með-
an undirbúið væri nýtt forseta-
kjör. — Þótt af þessu leiddi
veikt stjórnarfar í nokkrar vikur
væri það betra en nokkurra ára
veikt stjórnarfar.
Um afstöðu stjórnarflokkanna
í þessu máli verður ekki sagt
að svo stöddu. Hún er óljós, en
þó má fullyrða, að róttæku
flokkarnir hirða lítt um sterk-
an forseta, en þar sem málið
er nú rætt — raunverulega um
allt Frakkland — má vænta
þess, að horfur skýrist innan
tíðar. Og svo gæti farið, að
eitthvað gerðist í þessu máli
fyrr en síðar. — a.
IWI
Stöðugir fundir
í Hvíta húsinu
að hraða afgreiðslu jafnréttis-
laganna, en frumvarpið hefir
Iegið óhreyft 1 nefnd, og stafar
það af þvf, að formaður henn-
ar, sem er Suðurríkjamaður
hefir legið á málinu. Fjöldi þing
manna hefir undirritað áskorun
um að hraða málinu.
Loks ræddi Johnson við dr.
Glenn T. Seaborg, formann
kjamorkumálanefndar.
Lyndon B. Johnson hélt í gær
áfram viðræðum við helztu ráð-
herra í stjórninni og aðra ráðu-
nauta, en nánustu samstarfs-
menn og ráðunautar Kennedys
hcitins forseta verða áfram
ráðunautar Johnsons.
Fyrst ræddi Johnson við
yfirmenn landvarnanna, sem
gerðu honum grein fyrir á-
standi og horfum á sviði her-
mála og landvarna í Bandaríkj-
unum sjálfum og út um heim,
þeirra fremstan Maxwell Taylor
hershöfðingja, formann hins
sameinaða herforingjaráðs
Bandaríkjanna — og svo við
MacNamara landvamaráðherra.
Að svo búnu ræddi hann við
yfirmann upplýsingamála John
McCone og annan helzta mann
á sviði upplýsinga- og öryggis-
mála McGeorge Bundy. Einnig
ræddi Johnson við Dean Rusk.
Meðal stjórnmálamanna hefir
það einnig vakið athygli, að
Johnson ræddi við Roy Wilkins
formann Landssamtakanna, sem
vinna að því að viðurkennd séu
í reynd réttindi blökkufólks.
Þetta er talið benda til, að for-
setinn ætli að láta hendur
stancr fram úr ermum til þess
að reyna að ná samkomulagi um
► 5.1. laugardag var hringt til
lögreglunnar i Stokkhólmi og
sagt, að til stæði að skjóta til
bana Erlander forsætisráðherra.
Kvöldið áður hafði verið hringt
heim til hans og haft i hótun-
um. Kona hans svaraði í sim-
ann, en lét hótunina sem vind
um eyrun þjóta og sagði ekki
einu sinni manninum sinum
frá henni, fyrr en Iögreglan
kom, og öryggis vegna hafði
hún vörð með forsetanum, er
hann ók til stöðvarinnar, en
hann var á förum til Gauta-
borgar. Og öryggisvörður var
hafður í lestinni.
/ i