Vísir


Vísir - 10.12.1963, Qupperneq 8

Vísir - 10.12.1963, Qupperneq 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 10. desember 1963. VISIR Utgetandi: Blaðaútgáfan VISIiL Ritstjóri: Gunnar G. Schræm. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasðlu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Sökin er kommúnista J>egar þetta er skrifað, virðist einsýnt að verkfall verklýðsfélaganna skelli á. Sökina á því að samning- ar tókust ekki, bera kommúnistar í verklýðshreyfing- unni. Þeir drógu það þar til fyrir hálfum mánuði að skipa samninganefnd sfna. Fyrir vikið gátu viðræður ekki hafizt fyrr en þá. Og ekki var farið að ræðast í alvöru við fyrr en fyrir tæpri viku. Þannig voru vinnu- brögð hinnar kommúnisku verklýðsforystu. 3Jeð því að gangast fyrir því að samstaða allra félaga yrði við samningana, vildi ríkisstjórnin reyna að leysa málin í heild og það á málefnalegum grundvelli. En nú er komið í ljós að kommúnistar höfðu ekki á því minnsta áhuga. Eftir að hafa tafið alla samninga, virtu þeir einskis tillögur ríkisstjórnarinnar til lausnar vand- anum. Fólu þær þó í sér mikilsverð atriði, eins og mikla útsvarslækkun og kauptryggingu launa. Og höf- uðatriði þeirra var að þær hefðu reynzt raunhæf kjara- bót, og mest fyrir þá lægst launuðu. Þess í stað hafa kommúnistar hvergi viljað hvika frá hinum algjör- lega óraunhæfu kröfum sínum um 30 -40% beina launahækkun. Þeir vita þó allra manna bezt hvaða dilk slík hækkun hlýtur að draga á eftir sér. Geysileg verðlagshækkun hlýtur óhjákvæmilega að fylgja í kjölfarið. Sú verðbólga gerir kjarabæturnar að engu. Atvinnuvegirnir fá heldur alls ekki borið slíka hækk- un. Gengislækkun er á næsta leiti. þetta hafa kommúnistar kallað yfir launþega með því að þykjast vilja semja, án þess að nokkur hugur fylgdi máli. Sannast hér enn sem fyrr, að þeim er í engu treystandi í verklýðshreyfingunni. Hlutur laun- þega sem þeirra forsjá lýtur verður hinn hörmuleg- asti. Hagur þeirra mun í engu batna, þrátt fyrir verk- fall næstu daga. Það er líka reynsla allra undanfar- inna ára, að hlutur Dagsbrúnarmannsins hefur farið versnandi en ekki batnandi undir verkfallsforystu kommúnista. Þess vegna munu þau verkföll, sem kommúnistar hafa nú blásið til, reynast verkamann- inum gjörsamlega gagnslaus og kjarabótin engin. Það er kaldhæðinn sannleikur. Urelt baráttutæki (jnnur ríki leysa vinnudeilur sínar á mun skynsam- legri hátt og friðsamlegri en við íslendingar. Þeim er Ijóst að illvíg verkföll eru ekki lengur bezta ráðið til þess að ná fram kjarabótum. Þar fara mikil verðmæti til spillis og launatapið er verulegt. Þess vegna er tíma- bært að við komum á einhverju því samningakerfi í vinnudeilum að hætti annarra menningarþjóða, sem tryggir kjarabætur án verkfalla. MEISTARI LITA OG FORMS T ISTAVERKABÓK Gunnlaugs u Blöndals er mikill viðburð- ur. Sjálfur var hann afburða mál ari, meiri en margir sérstak- lega af yngri kynslóðinni hafa gert sér ljóst. En hitt er ekki sfður mikilsvert um þessa bók hve falleg hún er og afbragð að allri gerð af hálfu forlagsins, Helgafells. Sú bókaútgáfa er löngu orðin rótföst í menningarsögu síðustu áratuga. Það fer ekki alltaf sam an að forleggjarar séu bæði and ans menn og fjármálamenn, en hvort tveggja sannast þetta ágætlega vel á Ragnari I Smára, og þá ekki slzt það fyrrnefnda. Listaverkabækur Helgafells eru meðal hæstu tindanna I Islenzkri bókagerð. Þær eru sannkallað safn án veggja. Þær’ hafa flutt Iistina um landið I bókstafleg- um skilningi. Á síðum þeirra hafa menn fyrir norðan, austan og vestan kynnzt verkum meist ara íslenzkrar myndlistar, fólk sem aldrei hefur séð frummynd irnar einfaldlega vegna þess að þær eru ekki til I dölum og sjávarþorpum. 1V"Ú er bók Gunnlaugs Blöndals komin, og líklega er hún bókanna allra bezt gerð af hálfu Utgáfunnar. í henni eru margar heilsíðumyndir sem maður kann ast við af sýningum, aðrar sem eru augunum ókunnar. Inngang að bókinni ritar. Kristján Karls son og segir þar réttilega um bókina að hún hafi að geyma margar frábærar myndir eftir þann íslenzkan listamann, sem málað hefir fegurstar módel- myndir og óskeikulast seitt út úr ásýnd landsins ljóðrænan un- að hverfullar íslenzkrar sumar- dýrðar, Ekki þarf annað en líta á myndir Gunnlaugs frá Þing völlum og úr Borgarfirði, t.d. myndina I' Grábrókarhrauni, til þess að sjá að hér er hvergi of djúpt í árina tekið. Bókin Forsíða bókar Gunnlaugs Blöndals. minnir enn á það hver snilling ur Gunnlaugur var í gerð manna mynda. Þarna eru hinar kunnu myndir hans af Tómasi og Egg- ert Stefánssyni. þar sem bak- grunnurinn túlkar ekki síður sál fyrirsætunnar en svipurinn. Og myndin af Einari Benediktssyni sýnir hann skyggnan skáldsnill- ing og stórhöfðingja í senn. Auk Kristjáns skrifar Tómas ^ Guðmundsson um Gunnlaug og einnig fornvinur hans Eggert Stefánsson. Og I bókarlok rit- ar Ríkharður Jónsson kveðju frá gömlum vini. Er þar vel haldið á penna sem vænta mátti en þó saknar maður lengra máls um listamanninn, ævi hans og störf. Sú bók biður sins tíma. Myndirnar í bókina eru gerð- ar hér á landi, I Prentmót, og prentaðar í prentsmiðju forlags- ins. Sú staðreynd sýnir að leng- ur þarf í.!. bókagerð ekki að seilast til útlandsins góða. g- Hafin er útgáfa ritsafns Guðmundar Daníelssonar ísafold hefur sent frá sér 2. út gáfu af fyrstu bók Guðmundar Danielssonar, sem nefnist Bræð- urnir í Grashaga. Bók þessi er fyrsta bókin í væntanlegu rit- safni Guðmundar, sem ísafold hyggst gefa út, en fyrsta útgáfan er löngu uppseld. „Bræðurnir í Grashaga“ kom út árið 1935 og hlaut ágæta rit- dóma, m.a. sagði Sigurður Einars son: „Þetta er í rauninni í fyrsta sinn, sem sunnlenzk byggð er leidd fram á sjónarsviðið í skáld sögu“. Og Guðmundur G. Haga- lín skrifaði einnig: „Hann hefur næma skynjun á allt, sem er og bærizt i kringum hann þarna á bernskustöðvunum, fólkið, hús- dýrin, fuglana, gróðurinn, veðrið, — og stundum iðar og glitrar stíllinn af lífi og litum, sem spegl ast vel í áhrifum hins ytra á til- finningalíf höfundarins“. Eins og fyrr segir gerist sagan í sunnlenzkri sveitabyggð á fjórðungi þessarar aldar. Persón- ur sögunnar eru gæddar ósvikn- um veruleikablæ og örlagasaga þeirra er rakin af þeirri íþrótt og skyggn að hún verður sannan- ieg, enda mjög áhrifarík. Áætlað er að allt ritsafnið verði gefið út í eins bandi og fyrsta bók in, enda vel til þess vandað og frágangur allur góður. Verð bók- arinnar er 206 krónur. Nýtt frímerki Hér birtist mynd af nýju frímerki, sem póststjórn- in gefur út 17. janúar n. k. í tilefni 50 ára afmælis Eimskipafélagsins. Á frímerkinu er mynd af flagg- skipinu Gullfossi, Verðgildi er 10 kr. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.