Vísir - 21.12.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 21.12.1963, Blaðsíða 1
53. árg. — Laugardagur 21. desember 1963. — 170. tbl. VERKFÖLLUNUM VAR AFL YST KL 5 / Vinm héfst alls staðar í morgun stjórn Dagsbrúnar Á fundi Dagsbrúnar í gær- kveldi um hina nýju kjara- samninga kom fram greinileg ó- ánægja verkamanna með það að Dagsbrún skyldi í kjara- deilunni tengjast féiögum iðn- aðarmanna, sem væru með mun betri laun en verkamenn. Tveir verkamenn gerðu þetta atriði sérstaklega að umræðu- efni. Gagnrýndu þeir forustu Dagsbrúnar harðlega fyrir að tengja félag verkamanna félög- um, er hefðu allt annarra hags- muna að gæta en verkamenn. Sögðu ræðumenn þessir, að Dagsbrún hefði í verkfallinu ekki aðeins barizt fyrir 15 prósent kauphækkun fyrir BBuðido á dag verkamenn heldur einnig fyrir iðnaðarmenn, sem ekki hefðu þurft á svo mikilli hækkun að halda. Eðvarð svaraði þvf til, að jafn eðlilegt væri að verka- menn og iðnaðarmenn stæðu saman eins og verkamenn á lægsta og hæsta taxta Dags- brúnar. Formaður Dagsbrúnar upplýsti á fundinum, að hálf önnur milljón króna væri nú i verkfallssjóði félagsins. Mynd þessi var tekin í nótt, er samningar Dagsbrúnar voru undirritaðir. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar (t.v.) sést undirrita fyrir hönd verkamanna en Björgvin Sigurðsson (t.h.) undirritar fyrir hönd vinnuveitenda. Að baki þeim standa (talið frá vinstri): Hjörtur Hjartar forstjóri Skipadeildar SfS, Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður, Jón Bergs forstjóri Sláturfélags Suðurlands og Torfi Hjartarson, sátta semjari ríkisins. (Ljósm. Ingimundur Magnússon). — 7 Pingtíðindi. — 13 Gengið á land í Surtsey. — 19 Húsmæður og vöru skortur. Tillaga ríkisstjó rnarhsnar hefði fært verkam. meiri kjarakætur Nú þegar verkfalli verka- manna og annarra launþega er lokið er fróðlegt að athuga hver hinn raunverulegi ávinningur af verkfallinu hefur orðið, þegar frá hefur verið dreginn tekju- missirinn vegna verkfallsins. Sú athugun er Iærdómsrik fyrir verkamenn. Verkamenn hafa fengið 15% kauphækkun. Árskaup verka- manna var fyrir verkfallið til jafnaðar um 72.000 kr. miðað við dagvinnu eina. Við 15% hækkun verður það 10.800 kr. hærra. 11 daga verkfall hefur svipt verkamenn 3% af árs- kaup’nu eða 2200 kr. Eftir standa því aðeins 12% eða 8640 kr. Tilboð ríkisstjórnarinnar um 8% kauphækkun verkamanna og skattalækkun, er samsvarað hefði 5% kauphækkun, hefði því fært verkamönnum meiri kauphækkun en verkfallið hefur gert. Eins og Vísir skýrði frá, er tillögur rikisstjómarinnar voru lagðar fram, hefði árskaup verkamanna hækkað um 9360 kr. ef tillögur ríkisstjórnarinnar hefðu náð fram að ganga. Þá kjarabót gátu verkamenn fengið án verkfalls. Nú fá verkamenn 8640 kr. í 11 daga verkfalli. Til laga rikisstjórnarinnar gerði einnig ráð fyrir verðtryggingu á kaup verkamanna og hún gerði ráð fyrir minni kauphækk un til handa öðrum launþegum svo unnt yrði að koma í veg fyrir, að kauphækkunin breiddi sig út um allt launakerfið og gerði kjarabót hinna lægst laun uðu að engu. Og hún átti ekki að ná til opinberra starfs- Framh. á bls. 2 Som/ð var um 15°/o kauphækkun til 21. júní Víðtækustu verkföllum, sem háð hafa verið hér á landi lauk í nótt eftir að hafa staðið í 11 daga. Hófst vinna í morgun við nær öll fyrirtæki, er stöðvazt höfðu við verkfallið. Flest verklýðsfélaganna af- Iýstu verkföllum kl. 5 í morgun. Höfðu þá verið undirritaður samningur um 15% kauphækkun og ákveðið að gildistími samninga yrði hálft ár. og félögin fyrir norðan að aug- lýsa taxta og aflýsa verkföllum án samkomulags við atvinnu- rekendur". Einnig lýsti formað- ur Dagsbrúnar því yfir, að stjórn félagsins sæi sér ekki fært að láta verkamenn í Reykja vík vera áfram f verkfalli eftir að ljóst væri, að önnur félög væru að semja og aflýsa verk- föllum. En ekki kvaðst Eðvarð Frh. á bls. 3. Verklýðsfélögin á Norður- landi og Austurlandi eru ekki aðilar að samkomulagi þvi, er náðist fyrir milligöngu sátta- nefndar. Hafa nokkur verklýðs- félög fyrir norðan aflýst verk- föllunum og auglýst nýja kaup- taxta, sem eru 15% hærri en hinir eldri taxtar og jafnframt hafa þessi félög tilkynnt, að hin- ir nýju taxtar muni gilda til 15. maí n, k. Áður höfðu fulltrúar þessara félaga barizt fyrir því á sáttafundum, að allir samningar yrðu gerðir til 15. maí en þegar það náði ekki fram að ganga í samningum, fóru þeir út á þá braut að gefa út einhliða til- kynningar um nýja taxta og gildistíma þeirra. Samningur Dagsbrúnar og flestra annarra verkalýðsfélaga gildir til 21. júnl. Lýsti Eðvarð Sigurðsson forma(Sur Dagsbrún ar því yfir á fundi Dagsbrúnar um samningana I gærkveldi „að félagið hefði ekki treyst sér til þess að fara út á þá sömu braut Verkamenn gagnrýna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.