Vísir - 21.12.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 21.12.1963, Blaðsíða 3
VISIR . Laugardagur 21. desemrer i„— 3 Vinna hafin — Framh. af bls. 1. ánægður með hina nýju samn- inga. Klofningur verkfallsmanna Áður en samningar tókust um lausn hinar víðtæku vinnu deilu áttu sér stað heiftarleg átök í forustuliði verkfalls- manna, einkum í landsnefnd verkamannafélaganna. Var ágreiningur þessi fyrst og fremst milli Eðvarðs Sigurðsson ar formanns Dagsbrúnar í Reykjavfk og Bjöms Jónssonar formanns Einingar á Akureyri. Eðvarð vildi Ijúka verkföllunum og semja um 15% kauphækkun til hálfs árs, en Björn Jónsson og aðrir norðanmenn vildu fá meiri kauphækkun og alls ekki semja lengur en til 15. maí, svo að samningar yrðu lausir, er undirbúningur síldarvertfðar hæfist. Svo mikill var ágrein- ingurinn milli verkfallsforingja kommúnista, að hann kom opin skátt fram á fundum samstarfs- nefndar verkalýðsfélaganna. Ekki tókst að jafna þennan á- greining að fullu. Björn Jónsson féllst að vísu á 15% kauphækk un, en reyndist ófáanlegur að semja til lengri tíma en 5 mán- aða Rofnaði samstaða verka- mannafélaganna vegna þessa á- greinings. Víðtækustu verkföllin Verkföllin hófust 10. desem- ber. Tóku þátt í þeim um 60 verkalýðsfélög með um 20 þús. félaga innan sinna vébanda. Hafa verkföll aldrei áður ver- ið eins víðtæk hér á landi. Með- al verkalýðsfélaganna, er tóku þátt f verkfallinu, voru félög verzlunar og skrifstofufólks, en þau tóku nú þátt í verkfalli í fyrsta sinn. Þegar verkfallið hafði staðið í 4 daga, gerðust þau tíðindi, að verzlunarmenn sömdu og afléttu verkfalli sínu. Náðu félög verzlunarmanna samningum um 10% kauphækk un þegar f stað og samkomulag varð um að vísa deilunni að öðru leyti til kjaradóms. Sam- komulag varð um 11 launa- flokka verzlunar- og skrifstofu- fólks, en kjaradómur skyldi úr- skurða skipan f flokka og hæð launa á hverjum þeirra. ■Skal kjaradómur ljúka störfum fyrir 1. febrúar n. k., en úrskurður hans skal gilda frá 1. október 1963 til 31. desember 1965. 1 kjaradómi sitja 7 manns, 3 frá Hæstarétti, 3 frá vinnuveitend- um og 3 frá launþegum. 10% kauphækkunin, sem samið var um, skal gilda frá 1. október, eins og kjaradómur og verða liður f þeirri kauphækkun, er kjaradómur ákveður. Iðja í Reykjavík semur. Iðja, félag verksmiðjufólks f Reykjavfk, samdi 18. desember og hófst vinna í verksmiðjun- um f Reykjavík daginn eftir. Samdi Iðja um 14% kauphækk- un á alla taxta félagsins og þar með talið á ákvæðisvinnutaxta einnig. Félagið samdi til eins árs. Iðja á Akureyri samdi að- faranótt 20. desember um 15% kauphækkun einnig til eins árs. Eftir sáttafund f fyrrinótt var ljós, að lausn allrar deilunnar væri skammt undan. Hafði þá náðst samkomulag um 15% kauphækkun á sáttafundi, sem staðið hafði alla nóttina. En þegar fundum var frestað snemma í gærmorgun, var enn ekki komið fullt samkomulag um lengd samningstfmans. — Vinnuveitendur vildu semja til eins árs, Dagsbrún til 6 mánaða, en Eining á Akureyri til 5 mán- aða. Eitt félag hafði þó á þess- um tíma náð samkomulagi við sína viðsemjendur um lengd samningstfmans, þ. e. Hið ísl. prentarafélag, sem hafði ákveð- ið að semja til 1. október. Var þá í rauninni komið samkomu- lag milli samninganefnda prent ara og prentsmiðjueigenda og var haldinn fundur í HlP kl. 6 f gær og samkomulagið staðfest og ákveðið að aflýsa verkfall- inu. Prentsmiðjueigendur sam- þykktu samkomulagið einnig f gærkveldi og vinna hófst þegar í öllum prentsmiðjunum. Unnið var áfram að lausn deilu annarra verkalýðsfélaga í gærkveldi og fram eftir nóttu. Kl. 4 í gær gerðist það, að Verkalýðsfélagið Eining á Ak- ureyri og Bílstjórafélag Akur- eyrar samþykktu að aflýsa verk föllunum og auglýsa 15% hærri taxta, er gilda skyldi til 15. maf. Höfðu þessi félög þá f rauninni klofið sig frá öðrum félögum til þess að fá fram sér- sjónarmið sfn varðandi lengd samningstímans og var þá ljóst, að samningstíminn yrði ekki mikið deiluefni lengur. TiIIögur lagðar fyrir félögin. Um kl. 9 í gærkveldi var Frá fundi Dagsbrúnar í gær þar sem samþykkt var að semja. ákveðið að gera hlé á sátta- fundum og var samkomulag um að leggja skyldi þær til- lögur, er þá lágu fyrir um 15% kauphækkun til 6 mánaða fyrir fundi f öllum félögum deiluað- ila. Voru þessar tillögur sam- þykktar í öllum félögunum og stjórnum félaganna heimilað að ganga frá samningum og aflýsa verkföllum. Síðan hófust sátta- / fundir að nýju og stóðu til kl. 5 í morgun. Verkalýðsfélögin, sem enn stóðu í verkfalli, höfðu ákveðið að aflýsa verkföllum öll samtímis. Var beðið eftir staðfestingu nokkurra félaga til kl. 5, en þá var verkföllunum aflýst. Eftir var þó að ganga frá samningum nokkurra iðnað- armannafélaga er vinna eftir uppmælingu. Mikið starf hvíl diá sátta- semjara ríkisins og sáttanefnd í þeirri kjaradeilu, sem nú er lokið. 1 sáttanefnd áttu sæti: Torfi Hjartarson sáttasemjari, Logi Einarsson varasáttasemj- ari, Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri og Jónatan Hall- varðsson hæstaréttardómari.. HótuSu Eyjubúum Flugfélag islands hugðist í verkfallinu fljúga m. a. til Vest- mannaeyja, en samgöngur til Eyja hafa skiljanlega verið mjög litlar meðan á verkfallinu stóð. Herjólfur hefur þó haldið sinni áætlun og hafa farþegar komið annanhvern dag, en einnig nokk uð með Flugsýn Birni Pálssyni og minni flugvélum. Ástæðan fyrir því að ekki var flogið á Vestmannaneyjar, eins og til stóð, mun vera sú, að verkfallsstjórnin hótaði að setja bann á alla mjólkurflutninga til Eyja, ef Flugfélagið hæfi flug þangað. Mun bæjarstjómin þvi hafa farið þess á leit við Flug- félagið að það hætti vlð ferðir þangað, til að koma í veg fyrir það ófremdarástand, sem hlyti að skapast ef mjólkurlaust yrði. Svipað mun hafa verið uppi á teningnum á Akureyri, þ. e. að hótanir voru hafðar frammi, en ekkert varð þó úr þeim og flug þangað var að mestu með eðlilegum hætti. Iimanlandsflug þrátt fyrír verkfaKð íslenzku flugfélögin hafa að miklu leyti haldið ásetlunum sín um þrátt fyrir verkfallið. Loft- leiðir fengu í upphafi undan- þágu til að halda áfram að fljúga um Reykjavík með er- lenda farþega, en tóku ekki inn- Ienda farþega. Eftir að verk- fall verzlunarmanna leystist flutti Flugfélag íslands þær flugvélar, sem tiltækar voru til Keflavíkur og héldu uppi flugi þaðan, bæði innanlands og utan og einnig ísleitarflug til Græn- Iands. „Ég vil sérstaklega undir- strika“, sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugfélags Is- lands í gærkvöldi, „að við fór- um áð einu og öllu eftir lögum og frömdum engin verkfallsbrot með flugi okkar. Það, sem gerði okkur fært að fljúga, voru benzínbirgðir, sem við eigum jafnan til á flugvöllum úti á landi og farþegar báru töskur sínar í vélamar sjálfir. Við sótt- um 1 upphafi um undanþágu til verkfallsnefndanna en bréfi okk ar var aldrei svo mikið sem svarað. Þegar verzlunarmenn sömdu ákváðum við svo að flytja allar tiltækar vélar til Keflavíkur og fljúga þaðan, eink um þó á staði úti á landi, sem svo til algjörlega hafa verið ein angraðir. Þetta flug hefur komið sér mjög vel og allflestar ferðir fullsetnar, einkum af námsfólki, sem komið var í mestu vand- ræði og hafði á orði að halda jólin f heimavist skóla sinna eða í leiguherbergjum sínum“. Sveinn sagði enn fremur: „Annars skiljum við ekki af- HundruBum milljóna veitt Eðlilegt er að spurt sé hve miklu fé í krónutölu þær kaup- hækkanir nemi sem nú hefir verið samið um við margar stétt ir launþega. Við því verður ekki gefið fullnægjandi heildarsvar þar sem er. hefir ekki fengizt ráðrúm til þess að reikna það út. Hins vegar er unnt að gera sér nokkra grein fyrir því, ef Iitið er til þess hverri upphæð allar launagreiðslur í landinu námu fyrir þessa hækkun. öll laun munu nema um 7 milljörð um á ári. 15% hækkun á þau myndi þýða 1-2 milljarði í aukn um Iaunum. Þess ber að gæta að 15% hækkunin nær ekki til allra starfshópa, þótt meirihluti launþega fái nú þessa kaup- hækkun, og liggur því talan vafalaust nær milljarði, eða þús und milljón krónum. Þannig er svo kveðið á í lögum um kjör opinberra starfsmanna að þeir skuli fá samsvarandi launa- hækkun ef almennar verulegar kauphækkanir verða í Iandinu. Ljóst er því að mjög aukið fé kemur á næstunni í umferð með þeim afleiðingum á verð- myndunina sem alkunnar eru. stöðu verkfallsmanna til flugs- ins, þar sem þeir leyfa öðru flugfélaginu að fljúga en virða hitt ekki viðlits varðandi undan- þágu. Við vorum einnig furðu lostnir þegar Loftleiðir, sem reka Reflavíkurflugvöll sem al- þjóðlegan flugvöll fyrir ríkið, neita Flugfélaginu um alla þjón- ustu, t. d. mann til að leið- beina flugvélum að flugstöðinni, setja klossa fyrir hjól, neita um afnot af teleprinter og sitthvað fleira. Við sannreyndum einnig þessa daga okkar í Keflavik að flug þaðan verður alla tíð afar erfitt og þungt í vöfum, ekki hvað sízt innanlandsflugið“. Starfsemi Loftleiða truflaðist ekki að neinu leyti, nema hvað íslenzkir farþegar komust hvorki heim né að heiman. Var ringulreið meðal farþega, sem ekki komust á nokkurn hátt til íslands og komu flugvélar Flug- félagsins því sem frelsandi engl- ar fyrir marga farþega, sem orðnir voru félitlir og lejðir f prísundinni. Kristján Guðlaugsson, stjóm- arformaður Loftleiða, sagði í við tali við okkur í gærkvöldl, að ásökun Flugfélagsins í garð Loftleiða veeri út í hött. „Við neituðum Flugfélaginu aldrei um afgreiðslu, en báðum aðeins um undanþáguheimild frá Verka IýðS' og Sjómannafélagi Kefla- víkur, en hana gátu þeir ekki lagt fram. Þess vegna gat ekki orðið af afgreiðslu, af skiljan- legum ástæðum“. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.