Vísir - 21.12.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 21.12.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Laugardagur 21. desember 19C3, Utgefandi: Blaðaútgáfan VISHL Ritstjóri: Gunnar G Schranc. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn 0 Thorarenseu Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasólu 5 kr eint. — Simi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Blikur á lofti I sjálfu sér er það gleðiefni að vinnudeilunum er nú lokið og störf aftur hafin um land allt, á þessum að- fangadögum jóla. En hverjar verða afleiðingar vinnu- deilunnar? Verkfallið og þeir samningar sem nú hafa verið gerðir boða uggvænleg tíðindi í efnahagslífi þjóðar innar. Það mun spilla að miklu þeim árangri sem náðst hefir síðastliðin þrjú ár: traustu efnahagslífi, giald- eyrissöfnun og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þess í stað er nú aftur horfið út á ófæru verðbólgu og ójafn- vægis. , * / Hin 15% almenna kauphækkun, kemur ofan á 13% kauphækkanir sem veittar voru í sumar. Margar stétt- ir hafa því fengið um 30% kauphækkanir á árinu. Aug- ljóst er að ekkert efnahagskerfi þolir svo miklar launa- hækkanir án sérstakra efnahagsráðstafana. Ekki verð- ur komist hiá að gera einhverjar slíkar ráðstafanir nú þegar áður en í óefni er komið. Alþingi heldur í dag í jólaleyfi og kemur ekki aftur saman fyrr en 16. janúar. Þann tíma mun ríkisstjórnip nota til þess að undirbúa nauðsynlegar aðgerðir. f»á hlýtur það að sæta mikilli gagnrýni að verk- lýðssamtökin neituðu að semja nema til örstutts tíma, fram í júnílok. Sú neitun hlýtur að vekja tortryggni og grun um að enn á ný eigi að lama atvinnulífið,- og þá í upphafi síldarvertíðar. Önnur stéttarfélög fóru hins vegar skynsamlegar að í þess máli. .Verzlunar- menn gerðu sína kjarasamninga til tveggja ára og iðn- verkafólk samdi til eins árs. Þar réði ábyrg verklýðs- forysta sem skildi að fárra mánaða samningstími er hvorki í hag launþega né vinnuveitenda og kallar á nýjar deilur eftir skamma hríð. J>að mun ekki strax gleymast að forustumenn verka- manna þverneituðu tillögum ríkisstjórnarinnar um að bæta fyrst og fremst kjör láglaunamanna, með hærri kaupprósentu og útsvarsfríðindum. í upphafi samn- inga neituðu bæði Eðvard Sigurðsson, formaður Dags- brúnar, og Björn Jónsson, form. Einingar á Akureyri, að ganga til samninga nema iðnaðarmenn fengu sömu kaupprósentu og verkamenn! Með því hafa þeir raun- verulega skert kjör verkamanna borið saman við aðr ar stéttir. Enn sem fyrr eru það þeir launalægstu sem harðast verða úti og lægstu krónutöluna fá, vegna þessa framferðis foringja sinna. Það er jólagjöf verk- lýðsforustunnar til þess fólks, sem þeir hafa nú haldið kauplausu í nær hálfs mánaðar verkfalli. ]\fiðað við árslaun verkamanna er 15% launahækkun mun minni kjarabót en verkamenn hefðu fengið ef til- boði ríkisstjórnarinnar um 12—13% launabót hefði verið tekið, og ekkert vinnutap orðið vegna verkfalls. Það er hin bitra uppskera þeirra sem lúta kommún- iskri verklýðsforystu, þar sem annað siónarmið ræður en hagur launþegans og framtíðarheill hans. Vilhjálmur Þór syknaður þar sem sök hans varfymd En Haukur Hvannberg fékk 4 mánaða fangelsi Fyrri Iaugardag þann 14. des. kvaB Hæstiréttur upp dóm 1 Oliumálinu, sem höfðað var gegn fyrrverandi framkvæmdar stjóra Olíufélagsins, dótturfél- ags SÍS og stjórnarmönnum þess fyrir margháttuö brot gegn gjaldeyrislöggjöflnni og fleiri brot. □ Niðurstaða dómsins var sú, að Vilhjálmur Þór, bankastjóri var sýknaður, þar sem sök hans var talin fyrnd. Var þetta rök- stutt svo, að Vilhjálmur hefði gengið úr stjórn Olíufélagsins um áramótin 1954 — 55 og var sök hans fyrnd eftir tvö ár um áramótin 1956 — 57. Málsvarnar- laun Vilhjálms, 50 þús. kr., skulu greiðast úr ríkissjóði. □ Þá var fyrrverandi fram- kvæmdarstjóri Olíufélagsins, Haukur Hvannberg, dæmdur í 4ra ára fangelsi, sama refsing og honum hafði verið dæmd í héraðsdómi. Haukur var og dæmdur til að endurgrelða Hinu íslenzka steiinoliuhlutafél- agi, (Systurfélagi Olíufélagsins) mikið fé, sem hann hafði dregið sér frá því. Nema þessar greiðsl ur 65 þús. ísl. krónum, 131 þús. dollurum og 11 þúsund sterlings pundum. Haukur skal greiða verjanda sinum Benedikt Sigur- jónssyni 130 þús. kr. 1 máls- varnarlaun og 7/10 hluta af sak arkostnaði þar með saksóknar- laun sem nema i heild 180 þús. krónum. □ Sök annarra stjörnarmeðlima Olíufélagsins og Hins Islenzka steinolíuhlutafélags er ekki fyrnd og er refsing þeirra á- kveðin svo I dómsorðum Hæsta réttar: Jóhann Gunnar Stefánsson greiði 200 þús. kr. sekt I rlkis- sjóð og verði hún ekki greidd komi 9 mánaða varðhald. \ Helgi Þorsteinsson greiði 100 þús. kr. sekt I rlkissjóð og verði hún ekki greidd komi 5 mánaða varðhald I staðinn. Ástþór Matthlasson, Jakob Frlmannsson og Karvel ög- mundsson skulu hver um sig greiða 75 þús. króna sekt I rlkissjóð og komi varðhald 4 mánuði I stað sektar hvers um sig ef hún verður eigi greidd. Þá er ákveðið í dóminum, að þeir Jóhann Gunnar, Helgi, Ást- þór og Karvel greiði óskipt máls verjandalaun verjanda síns Guð mundar Ásmundssonar að upp- hæð 100 þús. kr. og 3/10 hluta sakarkostnaðar. □ í dómsorðum segir frá þvl, að þann 16. september 1954 hafi Jóhann Gunnar Stefánsson ritað að fyrirlagi Vilhjálms Þórs tii fyrirtækisins Esso Export Cor- poration 1 New York og lagt fyrir það að greiða 145 þús. doll ara úr reiL.dngi Olíufélagsins inn á reikning TÍS. Hagnýtti SÍS "ér þetta fé til vörukaupa en endurgreiddi Olíufélaginu það nærri tveim árum síðar. Þetta var gert án leyfis gjaldeyrisyfir- valdanna. Sök Vilhjálms af þessu broti er fyrnd, en ekki sök Jóhanns Frá málflutningi Ollumálsins. Valdimar Stefánsson saksóknari flytur sóknarræðu. í baksýn Benedikt Sigurjónsson verjandi Hauks Hvannbergs. Gunnars, þar sem hann fór á- fram með fyrirsvar I Olfufélag- inu. Þessi ráðstöfun hanságjald eyrismisferlinu var einn þáttur framhaldandi gjaldeyrisvan- skila. Haukur Hvannberg stóð ekki upphaflega að þessari gjaldeyris ráðstöfun, en varð kunnugt um hana árið 1955. Ritaði hann þá gjaldeyriseftirlitinu bréf þar sem rangt var skýrt frá um gjaldeyri þennan, með þvf að skýra gjal.deyrisyfirvöldunum rangt frá braut hann m.a. 147 grein hegningarlaganna. □ Þá er og greint frá því í dóms orði Hæstaréttar, að Haukur Hvannberg hafi vanrækt að skýra gjaldeyriseftirliti frá gjald eyristekjum að upphæð 12,6 milljónir dollara. En þessi gjald eyrir var síðar notaður til greiðslu á innfluttum olfuvörum, sem auðsætt er að gjaldeyris- yfirvöld hefðu heimilað, ef til þeirra hefði verið leitað. □ Um sök þeirra stjórarmeðlima Oh'ufélagsins og Hins íslenzka steinolíuhlutafél. segir, að ekk- ert sé komið fram, sem bendi til þess að beir hafi átt bátt í rangri tilgreiningu. En ákærðu fóru með. fvrirsvar fyrir nefnd félög og verður því að gera þær kröfur til þeirra, að beir hefðu eftirlit með rekstri félagsins I meginefnum. Er u mt á, að hinn ólöglegi innflutningur hafi farið fram að staðaldri um langan tfma. Sé þvl sýnt, að skort hafi á eftirlit af þeirra hendi. Verða þeir þvl að bera refsiábyrgð. Þá er kafli I dómsorðum Hæstaréttar um fjárdráttarbrot úr sjóði Hins íslenzka steinolíu félags og er sagt, að hér hafi verið um að ræða framhaldandi röð samkynja fjárdráttarat- hafna, enda eru fjárdráttará- kærurnar í mörgum liðum á- kæruskjalsins. Jólasýning Þjóðkikhússins Jólaieikrlt Þjóðleikhússins, verð ur að þessu sinni sorgarleikur- inn um Hamlet danaprins, eftir Shakespeare. Á næsta ári verð- ur þess minnzt í öllum helztu Ieikhúsum heims, að liðin eru 400 ár frá fæðingu Williams Shakespeare, og gera flest þeirra það með 'ví að taka eitt hvert verka hans til sýninga. Þjóðleikhússtjðri, Guðlaugur Rósinkranz sagði, að Hamlet hefði verið vaiinn, bæði vegna þess að það er eitt stórbrotn- asta og vlnsælasta verk höfund- arins, og eins með tilliti til leik- enda, en I aðalhlutverkum eru Gunnar Eyjólfsson, sem leikur Hamlet, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Lárus Pálsson, Rúrik Haraldsson, og Þórunn Magnúsdóttir. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en hann er fastráð'nn sem iéikari við Þjóðleikhúsið síðan I haust. — Leiktjöld eru gerð af Disley Jon es og lauk þjóðleikhússtjóri lofs orði á þau.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.