Vísir - 23.12.1963, Side 8
8
y
VISIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
! Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
■HBMHBVKiceMN.uwMuiHnnaBHnmmHar
Ný Sturlungaöld
Hin tíðu verkföll að undanförnu leiða hugann til
þess upplausnarástands sem hér ríkti á Sturlungaöld.
Þá glataði þjóðin frelsi sínu sökum flokkadrátta og
óeindrægni, samfara skorti á styrku framkvæmda-
valdi. Sagt hefir verið að sagan endurtaki sig og víst
er um það að ástandið í hinu íslenzka ríki er um margt
ískyggilega líkt og á þeirri blóðöld. Hér hafa orðið
miklar framfarir á skömmum tíma, svo miklar að undr
un sætir. En þær eru á hinu verklega sviði. í andans
afrekum stöndum við sízt framar forfeðrum vorum
og ekki hefir siðferðisþroski og samheldni aukizt, né
skilningur á því að það er kröfuharkan og stéttadeil-
urnar sem hættulegastar eru sjálfstæði þjóðarinnar.
Um það er hátt geipað að sjálfstæði landsins
stafi eina hættan af erlendum varnarstöðum á Reykja-
nesskaga. Þetta er alrangt. Sjálfstæði okkar í dag
stafar stærsta ógnin af öfund og afbrýði stéttanna,
hinum sífellda metingi um þau verðmæti sem mölur
og ryð fær grandað og af því að fæstir vilja takast
byrði á herðar í þágu þjóðar sinnar og lands. Það er
þessi skortur á skapandi þjóðerniskennd sem vekur
ugg um framtíð þeirrar þjóðar sem í hinu ytra býr
við velsæld meiri en flest önnur lönd jarðarinnar.
RáÖstafanir ríkisstjórnarinnar
Við síðustu umræðu fjárlaga á þingi gat fjármála-
ráðherra þess að gera þyrfti nýjar ráðstafanir í efna-
hagsmálum, vegna verkfallanna og 15% kauphækk-
unarinnar. Þessa yfirlýsingu túlkar Þjóðviljinn svo
að ráðherrann hafi haft í hótunum! í gær lýsir for-
maður Dagsbrúnar því síðan yfir í sama blaði að kaup
hækkunin hafi verið allsendis ónóg og enn verði að
knýja á dymar síðar og fá hærri hækkun.
Þessi tvenn ummæli sýna ljóslega að það ser»
fyrir kommúnistum vakti í verkfallinu var fyrst og
fremst það að gera atlögu að ríkisstjórninni — ekki það
að tryggja launþegum kjarabætur sem entust lengur
en fram yfir áramótin. Það er öllum mönnum ljóst
að auðvitað verður ríkisstjórnin nú að gera róttækar
ráðstafanir vegna kauphækkananna. Ekkert efnahags
kerfi þolir 30% kauphækkun á einu ári, en það em
þær nú samtals orðnar hjá flestum stéttum. Það er
auðskilin staðreynd, og því er fjarstæður áróður að
kalla slíkt hótanir. Foringjar Dagsbrúnar vita það ofur
vel að atvinnuvegirnir þola ekki slíkar kauphækkan-
ir án íhlutunar ríkisvaldsins. Kjararannsþknarnefnd
hefir að hálfu leyti starfað á þeirra vegum og niður-
stöður hennar liggja á skrifborðum foringja Dagsbrún
ar og ASÍ.
Á þessu stigi er ekki unnt að skýra frá því í
hverju nýjar og óhjákvæmilegar efnahagsráðstafanir
verða fólgnar. í lengstu lög verður reynt að komast
hjá gengisbreytingu. En það væri fávísi að ætla, að
engar byrðar þyrfti þjóðin í heild að bera, eftir það
sem á undan er gengið.
V1 S I R . Mánudagur 23. desegiber 1963.
HREINVIÐRI
Mælt mál eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi
Útg. Helgafell, 1963.
„■tFvar sem ég er staddur í
x heiminum, er skammt heim
( Fagraskóg“. Þetta segir Davíð
skáld Stefánsson, sem kennir
sig við fæðingarstað sinn, í
fyrstu ritgerðinni í „Mælt mál“.
„I haustblíðunni" heitir rit-
gerðin, óður I óliðuðu máli til
æskustöðvanna og uppeldis og
arfs, sem Davíð hlaut í föður-
garði, Fagraskógi við Eyjafjörð.
Þar gerir skáldið þá játningu
óbeinum orðum, að leiðarljós
sitt hafi verið tryggðin, sem
hann batt við upprunann („Það
svikur engan að taka tryggð við
Eyjafjörð", segir hann).
Ritgerðin er melódía um
Fagraskóg og umhverfi, „fjörð-
inn" — og jafnframt skýring á
heiðri skáldsýn, sem einkennir
verk skáldsins frá upphafi. Ein-
hver hefur sagt, að það þyrfti
sterka skaphöfn til að elska mik
ið, og það hlýtur líka að gilda
um ást á stað. Lýsing Davíðs
af eyfirzkri náttúru er f skáld-
Iegum skilningi hluti fyrir heild
eða Iýsing af íslandi, smbr. loka-
orðin í ritsmíðinni: „Þetta er
Eyjafjörður, heimur ljóss og
lífs, undursamleg veröld: ísland
I haustblíðunni".
TTJavíð Stefánsson er einn
þeirra Islendinga, sem ekki
hafa rótslitnað þrátt fyrir
breytta tíma og aðstæður. Rauði
þráðurinn í Mæltu máli er heil-
lyndi og viss festa í hugsun og
viðhorfi til manna og málefna,
iilýtt þel, sem á skylt við gamla
íslenzka gestrisni. Maður er í
góðum félagsskap við lesturinn.
ur, heldur orðstír þeirra. Sé
hann reistur á lognum forsend-
um, verður hann stundum
skammlífur...“).
heild má skoða þessa nýju
bók Davíðs sem eins konar
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
uppgjör við líðandi tíma. Þetta
eru ennfremur minningar og
hugleiðingar um ákveðnar sam-
ferðamanneskjur skáldsins og
atvik, sem hafa verið sterkir
þættir í lífi hans. Heillandi er
ritsmíðin, „Kynni mín af sira
Matthíasi" (raunar er önnur
grein f bókinni um skáldið og
skáldskap hans, „Að Sigurhæð-
um“). Höfundur dregur upp
mynd af persónuleika séra
Matthíasar með einföldum drátt-
um; hann kann þá hefðbundnu
list í mannlýsingum.
Minningin um Davíð Þorvalds-
son heitinn rithöfund jafnast að
gæðum á við grein Kiljans um
Jóhann ..eitinn Jónsson skáld,
ekki síðri. Það er ljómi yfir frá-
sögninni og sérstakt næmi.
Ritsmíðin um Ólaf Davíðsson,
móðurbróður skáldsins, hefur
verið höfundi nærtækt efni —
það er aðdáunarvert, hvemig
Davíð tekst að skyggnast inn í
kvikuna á þessum dula menn-
ingarmanni, einum merkasta ís-
lendingi sinnar tiðar.
Þá eru í bókinni nokkrar ræð-
ur, sem Davíð hefur flutt á und-
anförnum árum við ýmis tæki-
færi. Allar eiga’ þær sammerkt
í þvf að endurspegla persónu
mikilla sanda, sem er gædd jafn-
vægi í orði og æði. Og höfund-
urinn skirrist ekki við að stinga
á kaunum, sem spretta upp með
nýjum þjóðfélagsháttum. Allur
málflutningur hans einkennist af
því að kunna meðalhóf — yfir-
leitt ekki skotið yfir markið.
Sérstaka athygli vekur síðasta
ritgerðin, „Á leið til Gullna
hliðsins" — sem er eins konar
samvizkuleit höfundar í trúnnl
á guð og eilíft líf og jafnframt
skilgreining á „bamatrú", er
þjóðin sagði aldrei skilið við
gegnum aldirnar.
Það er þrifnaður í að sökkva
sér ofan í Iestur þessarar bókar;
hún orkar á mann eins og hreint
veður, kærkomið eftir sudda í
loftinu.
— stgr.
Falleg dýrabók
Það kemur glöggt fram f þess-
ari bók, að það, sem prýddi ís-
lenzkt hugarfar, kynslóð fram
af kynslóð, voru tengslin við
mold og haf — og þótt heimur
skálds sé að miklu leyti inn-
hverfur, virðist höfundur geyma
íslenzkan þjóðlífskjarna margra
alda í heila og hjarta. Það er
forði, sem aldrei þrýtur, ef hann
er fyrir hendi á annað borð.
Þetta gerir ritgerðasafnið líka
svo einkar geðfellt: Það er eins
og þessi gamli íslenzki hugsun-
arháttur standi af sér öll nei-
kvæð áhrif — að andlega prjál-
ið og yfirborðsmennska hvers
kyns lúti í lægra haldi, smbr.
berorðu greinina „Bréf til upp-
skafningsins". Þar gerir Davíð
upp sakir við ákveðna deili-
tegund mannpersóna, fugla, sem
alltaf em að rísa upp og reyna
að hrifsa til sín andleg og bók-
menntaleg metorð, og ekki eru
vandir að meðölum. (... Við er-
um þegnar þjóðfé’-gs, sem elur
hjá sér mannúð og miskunn-
semi. Þess vegna getur þú neytt
brauðs og víns óhultur í veit-
ingasalnum og notið þíns fánýta
frama. En til em önnur vopn
en sverð og byssukúlur. Þau
vopn stytta mönnum ekki ald-
„Borin frjáls" heitir ein sér-
kennilegasta og jafnframt ein
fegursta dýrabók, sem gefin hef
ur verið út á íslenzku.
Höfundur bókarinnar er kona,
Joy Adamson, en maður henn-
ar, Georg Adamson, var veiði-
málastjóri í Austur-Afríku. —
Starf hans var einkum í þvi
fólgið að viðhalda villidýralífinu
að svo miklu leyti sem það
kemur ekki í bága við mennina
og verk þeirra. Af því leiddi
einnig að hann þurfti, þegár þörf
krafði — að drepa hættuleg og
mannskæð villidýr svo sem
Ijón, fíla o. fl. Hann þurfti enn
fremur að elta uppi veiðiþjófa,
en af þeim var meir en nóg.
Við þetta starf sitt komust
þau hjón yfir ljónskettling og
ólu hann upp. Um það fjallar
bókin '„Borin frjáls". Frásögn
höfundarins um þetta grimma
villidýr, hvernig það venst mann
heimum, festir ást á og bindur
tryggðir við húsbændur sína, er
blátt áfram ótrúleg, furðuleg.
Þessu er hvað bezt lýst í inn-
gangsorðum Pitman’s veiði-
málastjóra í Úganda, þar sem
hann segir: „Þessi frábæra lýs-
ing á merkilegu, sennilrja ein-
stæðu sambandi manns *-dýrs,
er ljóst dæmi um það hvernig
sannleikurinn getur verið ótrú-
legri en skáldskapurinn."
í bókinni er mikill fjöldi
mynda, sem út af -fyrir sig eru
einnig einstæðar í sinni röð.
Sumar þeirra eru litprentaðar.
Gísli Ólafsson íslenzkaði bókina,
en Ileimskringla gaf út.