Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 5
V1SIR . Laugardagur 4. janúar 1964. 5 Póstur — Framh. af bls. 1 frá Þýzkalandi, var sent af um- boðsmanni togara fyrirtækisins þar, Jansen & Co. í Bremerhaf- en. Júpiter ritaði þegar til Þýzkalands og spurðist fyrir hjá umboðsmanninum hvort bréfið hefði verið frímerkt og fékk jákvæð svör. Hefir það því sjáanlega verið rifið upp, um- slaginu kastað og nýtt umslag sett um bréfið — en engin frf- merki látin á það. Þannig var það borið til viðtakanda af Póst- stofunni hér í Reykjavík. Eftir þennan atburð ritaði Júpiter h.f. Póststofunni kvörtunarbréf um málið. Tvö rifin upp. Nú rétt fyrir jólin bárust Júpiter tvö bréf frá umboðs- manni firmans f Bretlandi, Helli er & Co. f Hull. Bæði höfðu þau verið rifin upp áður en þau bár ust viðtakanda og aðeins hluti eftir af umslögunum. Hins vegar voru það greinilega upprunalegu umslögin því bréfin i voru póst- stimpluð í Bretlandi. Furðulegt framferði. — Ég tel það augljóst mál, sagði Tryggvi Ófeigsson að ein hver hefir rifið bréfin upp og lesið þau, einhver sem hefir á- huga á að fylgjast með við- skiptum okkar við umboðsmenn okkar erlendis. Ummerkin á bréf unum, sem komu beint af Póst- stofunni sýna það svo ekki verð ur um villzt. Og þá ekki sfður það að hér er um ítrekað brot að ræða. Kvörtun okkar til Póststofunnar hefir greinilega verið gagnslaus. Má þetta fram ferði furðulegt teljast. Sfrætisvagn — Framh. af bls. 16. vagnabílstjórarnir höfðu verið á leið til vinnu sinnar, og að sjálf- sögðu tekið einn sinna ágætu vagna. Á hálkunni við Sogablett mun hann svo hafa runnið til, út af veginum og inn í blómabeð Ólafs. Hafði hann litla viðstöðu á grind- verkinu. Sem betur fór meiddist enginn, en telja má mikla heppni að vagninn skyldi ekki velta, því að hann hallaðist mikið. Skemmd ir urðu þó litlar á honum, og gátu bílstjórarnir því haldið áfram til vinnu sinnar eins og ekkert hefði í skorizt. Dixon veðurfræðingur f sal veðurathuganastofunnar um borð í Alfa. Hann heldur hér á veðurrannsóknatæki og senditæki, sem notað er til háloftarannsókna. stund við mann nokkurn að nafni Dixon, sem er yfirveður- fræðingur á skipinu. Hann skýrði frá því að þeir hefðu haldið jólin á skipinu, úti í reginhafi. Ekkert hefði ver ið þar til hátíðabrigða annað en að matsveinar hefðu eldað enskan jólamat. Við urðum al- veg eins á jólunum og á öðrum dögum ársins, að gégna skyld- um okkar, sagði hann. Alfa er það veðurathugunar- skip, sem verður fyrst vart við rokin, fárviðrin, rigningarnar, já þessar kröppu lægðir, áður en þær skella yfir suðvestur-iandið. Sannleikurinn er sá, að engin veðurathugunarstöð hefur meiri þýðingu fyrir ísland, en þessi al þjóðlega stöð á skipi úti f hafi. Það var yfirleitt rólegt í sjóinn í þessari ferð, segir Dixon veð- urfræðingur, nema á gamlárs- dag, þá skall mikið rok yfir. Urðu þá Iftilsháttar skemmdir á skipinu og einn skipverjinn slasaðist, er hann féll úr stiga í vélarúmi. Liggur ha>sn nú á sjúkrahúsi f Reykjavík. — Við spurðum um, hvernig starfið færi fram á veðurathug unarstofunni og skýrði Dixon okkur frá því, að þar væri unnið allan sólarhringinn, gerð veð- ur og sjóathugun einu sinni á hverri klukkustund. Athugun þessi er fólgin í þvf að mæla lofthita, lfta á skýjafar og sjó- iag. Fata af sjó er tekin úr sjón- um og mældur hiti hans, svo er vindátt mæld og hraði vinds ins í hnútum. Þetta er gert á hverri klukkustund. Auk þess eru loftbelgir sendir upp fjórum sinnum á sólarhring og fylgzt með þeim í ratartæki, má af þvf sjá stefnu og hraða vinda í háloftunum. Neðan f loft belgina eru fest senditæki, sem eru notuð til að mæla hita, raka stig og loftþrýsting í háloftun- um. Dixon veðurfræðingur gekk með okkur aftur í skut skips- ins, en þar hefur verið útbúið sérstakt skýli til að dæla vetni í loftbelgina. Sfðan eru veðuriýsingar send- ar út jafnóðum tii Washington og Englands. Á Alfa eru starfandi sjö veð- urfræðingar. Þeir dveljast um sex vikur á athugunarstöðinni f einu, þá kemur annað skip og leysir þá af hóimi. Athugasemd 1 tilefni af frétt Vísis um nýja samninga yfirmanna á vélbátunum hefur Kristján Ragnarsson fulltrúi hjá LÍU beðið blaðið að taka fram, að LÍO hafi ekki farið fram á lækkun hjá öðrum en skipstjórum. Stýrimenn og vélstjórar hafi hins vegar viljað fá stærri hlut en þeir hafi haft undanfarið en á það hafi LÍÚ ekki viljað fallast. Sagði Kristján, að LlÚ hefði sagt upp sámningunum við yfirmenn á bát- unúm. f því skyni einu að fá fram lækkun á 'kjörum skipstjóra en það hefði aldrei vakað fyrir út- gerðarmönnum að fá fram lækkun hjá stýrimönnum eða vélstjórum. íslenzkir — armanna og hins vegar erfingjar Bjarna frá Vogi. Samkeppninni skal vera lokið og dómur kveðinnn upp fyrir afmælisdag Bjarna í haust, en hann er 13. okt. Ein verðlaun verða veitt og nema þau 25 þús. kr. Hugsað er að minnismerkið verði reist f Reykjavík þegar þar að kemur. Ekki er talið að það þurfi fremur að vera líkneski af Bjarna heldur en táknmynd. Á s.l. hausti var af- hjúpuð andlitsmynd af honum vestur að Vogi í Dölum pg'áttu fslenzkir iistamenn einnig.frum- kvæðið að því, fyrst og fremst Jón Leifs. Akrabrg — Framh. af bls. 1. Um áramótin kom inn á Reykjavíkurhöfn brezka veðurathugunar- skipið Weather Monitor, en það hefur nú undan- farinn mánuð gegnt skyldu sinni, sem veður athugunarskipið Alfa á hafinu miðja vegu milli Hvarfs á Grænlandi og fslands. Fréttamaður Vísis fór um borð f skipið og rabbaði þar um Framh. af bls. 16. verður skipuð til að dæma um hugmyndirnar og skal hún ennfremur semja samkeppnis- útboð. I dómnefnd eiga sæti fulltrúi frá Bandalagi ísl. lista- manna, sem jafnframt verður formaður hennar. Hefur hann þegar verið skipaður og er það Björn Th. Björnsson listfræð- ingur. Hina fulltrúana skipa annars vegar Félag ísl. myndlist Heyrzt hafa þær raddir uppi á Akranesi, að Skipaútgerðinni hefði verið nær að hlaupa undir bagga í þessum samgönguerfiðleikum og lána Akumesingum skaðvaldinn Skjaldbreiðu, en allan tfmann frá því áreksturinn varð hefur Skjald breið iegið gersamlega ónotuð í Reykjavíkurhöfn, þar til hún var nú að fara út. Hátt á 3 þús. árekstrar , , , Ekki liafa fullnaðarskýrslur borizt til rannsóknarlögreglunn- ar ennþá um samanlagðan á- rekstrafjölda í Reykjavík á s. 1. ári, en þó er talið að þeir sem koma munu til bókunar í um- ferðardeild rannsóknarlögregl- unnar verði um 300 fleiri en árið næsta á undan, eða einliyersstað ar milli 2750 og 2800 talsins. I gær var lögreglan búin að bóka sem næst 2750 árekstra, en þá var vitað um nokkra sem ekki hafði birzt skýrsia um eða verið tilkynntir. Hafa ávallt kom ið fram nokkrar eftirhreytur við hver áramót, þannig að fulln- aðarskýrslur liggja ekki fyrir fyrr en nokkrum dögum seinna. Á árinu 1962 urðu samtals 2587 árekstrar sem til bókunar komu hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. En það ár hafði árekstrafjöldinn tekið gífurlegt stökk frá því næsta ár á undan, eða um meir en 500 árekstra. Árið 1961 nam tala árekstranna 2057. Þess má geta, að sá árekstra- fjöldi sem rannsóknarlögreglan hefur með að gera, er engan veginn endanleg tala árekstra ár hvert. Meir að segja langt frá því, þar eð fjöldi minni háttar árekstra kemur aldrei til kasta hennar, heldur eru þeir tilkynnt ir beint til tryggingarfélaganna. Það má því nokkurn veginn ör- uggt telja, að árekstrar bifreiða á s. 1. ári séu komnir á fjórða þúsund. Kristmundur Sigurðsson yfir- maður umferðardeildar kvaðst vera þess fullviss, að árekstrar og slys hefðu orðið enn fleiri í Reykjavík á árinu ef ekki hefði komið til verkfalls. Des- ember er að jafnaði í röð verstu árekstramánaða, enda dagur þá stytztur, umferð mest og oft meira eða minna örðug skilyrði til aksturs. Strax og verkfallið hófst fækkaði bifreiðum á götum borg arinnar stórlega og jafnhliða fækkaði árekstrum, jafnvel þótt oft væri flughálka þessa daga og akstursskilyrði öll hin verstu En um leið og verkfallið hætti, komu bifreiðarnar aftur á göt- urnar og þá var ekki lengur nð sökum að spyrja. Ekki liggja fyrir neinar tölur um slys á fólki á síðasta ári, en lögreglan telur þó vfst að þau séu miklu fleiri heldur en árið 1962 og jafnframt meira um stórslys. Árið 1962 urðu 408 umferðarslys á fólki í | Reykjavík og nágrenni, en ekki nema 246 árið þar á undan. Það er því greinilegt, að bæði árekstrum og slysum fjölgar með hverju árinu sem líður, sem raunar er eðlilegt með tilliti til stóraukins bílafjölda ár frá ári. Um slys á fólki komst Krist- mundur Sigurðsson þannig að orði, að úr þeim myndi ekki draga fyrr en hert væri stórlega á umferðarreglum gangandi fólks og það sektað umsvifa- laust við brot á settum reglum. Hann sagði það vera furðulegt hvernig sumt gangandi fólk hag aði sér og engin furða þótt stór slys hlytust af. Eldgosið Framh. af bls. 1. gosið milli Surtseyjar og Geir- fuglaskers hefur heldur ekkert orðið vart frá því á nýársdag, en þá sáust óverulegar hreyfingar og kraftlitlir gosstrókar upp úr sjón- um um stund. I hvert skipti sem gosið liggur niðri og einkum þó þegar veður- átt stendur ekki af eynni, verða Vestmannaeyingar hressari i bragði og líta bjartari augum á framtíðina. — Þeir hafa þá a.m.k. ekki öskufallið yfir sér. ESílveBta — Framh. af .bls. 16 4642. Öll vinstri hlið bifreiðar- innar dældaðist mikið og einnig þakið nnkkuð. Hinar bifreiðarn ar tvær skemmdust einkum að aftan. Svo heppilega vildi til að engin slys urðu á mönnum, þrátt fyrir harðan árekstur. %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.