Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 10
70 VlSIR . Laugardagur 4. janúar 1964. ;z.í*- . ÁRSÞING S. Samband Dýraverndunarfélaga íslands hélt ársþing sitt þann 24. nóv. s. 1. Innan sambandsins eru 6 félög og á vegum þess starfa um 50 trúnaðarmenn. Sambandið gefur út tímaritið Dýraverndarann. Rit- stjóv er Guðmundur Hagalín, rit- höfundur og afgreiðslumaður Ingi- mar Jóhannesson, fulltrúi. Gestir þingsins voru: Hjálmar Bárðarson, yfirskipaskoðunarstjóri ríkisins og Halldór Pálsson. Ársþingið gerði eftirfarandi sam- þykktir: Ársþing S.D.Í. telur mikilsvert, að í öllum skólum sé nemendum innrætt samúð með öllu, sem lifir og hvetur því skólastjóra og kenn- ara til þess að fræða nemendur sína um dýraverndun. Ársþingið skorar á Alþingi að samþykkja löggjöf, sem banni sinu brennslu eftir 1. maí. Ársþingið skorar á hreppsnefnd- ir, sem ekki hafa tilnefnt trúnaðar menn um dýravernd að framkvæma þá útnefningu, sem fyrst. Ársþingið þakkar skipaskoðunar stjóra ríkisins, Hjálmari Bárðar- syni, störf hans að því að hindra óhreinkun sjávar af völdum olíu og skorar á hann að fá hraðað samningu reglugerðar um vamir gegn olíuóhreinkun sjávar, svo unnt sé að berjast á virkan hátt gegn þeirri olíumengun, sem nú &■ sér stað. Þá samþykkti ársþingið að skora á ríkisstjórn íslands að fá sem fyrsi samþykkta heimild Alþingis til að staðfesta fyrir Islands hönd við- auka þá og breytingar, sem á al- þjóðaráðstefnu 1962 voru gerðar á alþjóðasamþykkt um að fyrirbyggja óhreinkun sjávar af völdum olíu frá 12. mal 1954 og Alþingi sam- þykkti 1961. Ársþingið skorar enn fremur á þau stjórnarvöld, sem fara með málefni landbúnaðarins að láta framkvæma lög um forðagæzlu á raunhæfan og virkan hátt. Stjórnin var öll endurkosin en hana skipa: formaður Þorbjörn Jóhannesson, varaf. Tómas Tómas- son, gjaldkeri Hilmar Norðfjörð, ritari Þorsteinn Einarsson og með- stjórnendur Þórður Þórðarson, Ás- geir Ó. Einarsson og Guðmundur Gíslason Hagalín. Þ JONSSON &CO§ BRAUTARHOLTI 6 - SIMI 19215 ° VINNA Hagnaiurhjá Si Flugfélagasamsteypan SAS skil aði hagnaði fyrir reikningsárið 1962—1963 og er hann um 180 milij. fsl. króna. Flugfélögin ABA, DDL og DNL, sem mynda sam- steypuna fá því í fyrsta sinn í mörg ár hagnað af starfi SAS. Brúttótekjur SAS voru 12888.7 millj. norskra króna, sem er 113.6 millj. meira en árið áður, og áður en búið var að afskrifa voru brúttótekjurnar 154,6 milljónir n. kr. en raunverulegur hagnaður var 29 millj. n. kr. Mikil aukning varð á flugi SAS, einkum 1 Skandinaviu og alls juk- ust tekjurnar af farmiðasölu um 10%, en um 12% fleiri farþegar ferðuðust með SAS nú en árið áð- ur. Karl Nilsson, forstjóri SAS, skýrði frá þessu á blaðamanna- fundi í Stokkhólmi fyrir áramótin og kvaðst hann mjög ánægður eins og gefur að skilja. Sagði hann starfsfólk SAS um allan heim sýna mikla hollustu félaginu og bæri að þakka því m. a. að svo vel hefur gengið að rétta fálagið við. 4>- Fiskverðið Eins og Vísir hefur áður skýrt frá var ágreiningi Verðlagsráðs sjávarútvegsins um fiskverðið vís- að til yfimefndar. Tók yfirnefndin til starfa rétt fyrir áramót og hélt sinn fyrsta fund sl. mánudag 30. desember. Lögum samkvæmt á fiskverðið að Iiggja fyrir um ára- mót en ljóst .ur að ekki mundi takast að úrskurða verðið á bolfiski svo fljótt nú. I yfirnefnd eiga þessir sæti Hákon Guðmundsson formaður til- nefndur af Hæstarétti, Helgi G. Þórðarson framkvæmdastjóri og Valgarð Ólafsson af hálfu fiskkaup enda og Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason af hálfu fiskselj enda. Verðlagsráð náði samkomulagi um verðið á vetrarsíld og hefur það þegar verið auglýst. Vélhrein- gerning og teppa- hreinsun ÞÖRF. - Sími 20836 Vélahreingern- ing og húsgagna- Vanir og vand virkir menn Fljótleg og rifalep vinna ÞVEGILLfNN Sími 34052. VÉLAHREINGERNING Vanir menn. Þægileg Fljótleg. Vönduð vinna ÞRIF. - Sími 21857. ______r TePpa- og húsgagnahreinsunin Sími 34696 á daginn Sími 38211 á kvöldin og um heigar Heimavistarskóli fyrir telpur í HlaBgeríarkoti Borgarráð hefir hehnilað sam kvæmt tillögu fræðsluráðs, að Ieitað verði samninga við Mæðrastyrksnefnd um leigu á húsnæði í Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit til að reka þar heimavistarskóla fyrir 12 — 15 telpur á aldrinum 7—14 ára. Fræðslustjóri Jónas B. Jónsson sagði í viðtali við blaðið að hann teldi líklegt að húsnæðið fengist og skóli þessi gæti tek- ið til starfa næsta haust. Er hér um mikið nauðsynjamál að ræða. Fræðsluráð hefir sent frá sér tillögur um að reknir verði á vegum borgarinnar 3 heima- vistarskólar til viðbótar, tveir fyrir drengi og fjölmennur sam skóli á Úlfljótsvatni. Drengja- skóli er að Jaðri, en samkvæmt tillögum fræðsluráðs á að end- urbæta aðstöðuna þar og hafa þar 24—28 drengi á aldrinum 7—12 ára. Ennfrémur er gert ráð fyrir þvl í þessum tillögum fræðsluráðs að reistur verði nýr skóli 1 nágrenni Reykjavíkur fyrir 12 — 15 drengi á aldrinum 7 til 15 ára, sem þurfa að vera í sérskóla vegna djúpstæðra truflana á tilfinningalífi sínu. Loks er gert ráð fyrir 100 nemenda heimavistarskóla að Úlfljótsvatni fyrir unglinga á fyrsta og öðru ári gagnfræða- stigsins. Telur fræðsluráð brýna og eðlilega nauðsyn bera til þess að reisa þennan skóla fyrir börn borgarbúa, sem af eðlileg- um ástæðum þurfa að koma börnum sínum til náms 1 heima- vistarskóla, en eins og kunnugt er eru heimavistarskólarnir, sem fyrir eru í landinu, yfir fullir og héraðsbúar á hverjum stað sitja fyrir um námsdvöl þar. n E' ts E3 □ £3 □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ E? □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ U □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ EJ □ □ □ a □ □ □ Q □ □ □ O □ u □ □ □ □ □ a ~a □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ u □ □ n □ □ Slysavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Sími 21230. Nætur- og helgidagslækn- ir í sama síma. Lyfjabúðir Næturvakt í Reykjavík vikuna 28. des. til 4. janúar er í Ingólfs- Apóteki. Nætur- og helgidagalæknir í Hafnarfirði á laugardag og sunnu dag er Óskar Einarsson, sími 50952 (Jtvarpið Laugardagur 4. janúar Fastir liðir eins og venjulega. 7.00 Morgunútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.30 I vikulokin (Jónas Jónasson) 16.30 Danskennsla (Heiðar Ást- valdsson). 17.00 Fréttir. Þetta vil ég heyra: Karl Karlsson sjómaður vclur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Dísa og sagan af Svart- skegg“ eftir Kára Tryggva- son, I. (Þorsteinn Ö. Step- hensen). 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 20.00 „Uglan blóðugluklóa", smá- saga eftir Líneyju Jóhanns- dóttur (Lárus Pálsson leik- ari). 20.15 „Aumingja Carmen": Guð- mundur Jónsson gerir þessu hlutverki sín skil. 21.00 Leikrit: „Flýgur fiskisagan", gamanleikur eftir Philip Blaðum flett Til eru menn, sem vaka og vinna, vanda hrinda erfðasynda, nætursorta breyta 1 birtu, bjartan neista úr ösku reistu. Til er ást og hjálpfús hreysti, hógvær . snilld og göfug mildi, önd er leysa álögbundna undan köldum myrkravöldum. Örn Arnarson. Eins og menn vita er skammt síðan gert var skjaldarmerki Reykjavíkurborgar, það sem nú er notað. Áður hefur verið gert skjaldarmerki eða innsigli fyrir Reykjavík, og var það samþykkt árið 1815. Það var harla frábrugð ið því, sem nú gildir — sýndi mann með staf í annarri hendi standandi á sjávarströnd, bát fyr ir framan hann, þrjá flatta þorska á bak við hann, en svan á sundi fyrir neðan þorskana. I umgerð innsiglisins, sem var hringlaga, var letrað stórum stöfum: „SIG- ILLUM CIVITATIS REIKIA- VICAE", en það var Sigurður B. Thorgrimsen, þáverandi land- og bæjarfógeti, sem fyrir því gekkst að fá innsigli þetta gert og viður kennt. Strætis vagnshnoð Það er svo margt og víða, sem að mér amar, en óvíða og fátt, sem léð getur nokkra bót. Og þó get ég svarið, að það, sem mig þjáir og lamar, er þekktur skratti og sprottinn af gamalli rót. Og fjandinn hafi ef ég trúi og treysti á það framar þótt trésmiðir séu í verkfalli um áramót . . . Tóbaks korn Jæja — það bar ekki á öðru en þetta kæmi allt heim . . . árið hrökk upp af og annað sá dags- ins ljós, og allt gerðist það á til- teknum tíma og „eftir áætlun" — eins og þeir sögðu stundum, hérna þegar þeir voru í stríðinu . . . annars er þetta allt af göflunum gengið hjá manni með þennan tíma, hrútarnir búnir að öllu sínu löngu fyrir jól, svo að þeir þarna fyrir sunnan geti fengið lamba- kjötið milli tannanna um mitt sumar og annað eftir því . . . nú og svo er þetta ekki orðið neitt skammdegi. síðan rafmagnið kom og allir draugar dauðir og dottn- ir upp fyrir . . . ekki neinn vetur heldur, hverju sem það er svo að þakka eða kenna . . . nei, það er eins og allur kraftur sé úr öllu, svei mér þá, samanborið við það sem ég man úr mínu ung dæmi, þegar Skottur og Mórar gengu ljósum Iogum um búr og eldhús og maður óð snjóinn upp í klof á bæjarhlaðinu og ekki sá í mókofann svo dögum skipti fyr ir stórhríð . . . ég er anzi hrædd ur um að henni hefði einhvern tíma orðið kalt þá, þeirri hýalínbrúnu, sem við Laugi höf- um fengið fyrir framan hjá okkur . . . ojæja, það er eins gott að hún þurfi ekki að vaða skaflana, blessunin — það er ekki eins og hann Laugi litli yrði nokkur mað ur til að orna henni . . . og ég . . . þess er ú varla að vænta að mikið sé eftir af manni á átt- ræðisaldri og svo var maður nú aldrei neinn bógur við þessháttar, nei, sei-sei-nei . . . en maður leit þó útundan nér, o-jújú . . . Kaffitár . . . gleðilegt ár, elskurnar mfn- ar og þökk fyrir það gamla . . . þótti ykkur ekki yndislegt hvern ig hann kvaddi gamla árið, bless aður . . . nei, ég á við útvarps- stjórinn — ekki gat ég verið að hrósa hinum fyrir rokið og rign- inguna . . . ég segi það satt, að ég held bara að það yrðu ekki nein áramót — nema á papplr- unum, ef hann Vilhjálmur sæi ekki um þau . . . og svo klukkna hringingin, hvað hún getur punt- að uppá . . . reyndar finnst mér það dálítið svona hinsegin, að við skulum alltaf láta þá I Landakoti hringja inn nýja árið — mér finnst einhvernveginn að það ætti' að nota dómkirkjuklukkurnar til þess, þó að ég hafi ekkert á móti þeim í kaþólskunni, síður en svo . . . og nú er minn kall hættur við pípuna . . . jú jú, braut hana um leið og klukkunum var hringt . . . það mætti segja mér, að ég yrði öfundsverð eða hitt þó held ur næstu vikurnar — þangað til hann fær sér nýja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.