Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 3
3 tTlSIR . Laugardagur 4. janúar 1034. BMBB3 II ■■III IIWI Hallgrímskirkja f Reykjavík fékk góða jólagjöf frá Alþingi að þessu sinni. Við lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1964 — á síðasta starfsdegi Alþingis nú fyrir jólin — samþykktu alþingis- menn með samhljóða atkvæð- um tillögu fjárveitinganefndar upi 1 millj. kr. framlag til bygg ingar Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuhæð. Þetta góða, einhuga framlag og sú viðurkenning Alþingis við Hallgrímskirkju, sem í því er fólgin, hefir orðið til veru- iegrar uppörvunar og gleði fyr- ir hina fjölmörgu velunnara Hallgrímskirkju. + Eins og kunnugt er, þá eru á næsta ári 350 ár liðin frá fæðingu trúarskáldsins sr. Hall- gríms Péturssonar. Árið 1914 var 300 ára afmælið hátíðlegt haldið með eftirminnilegum hætti — að sögn eldri manna. 350 ára afmælis sr. Hallgríms verður að sjálfsögðu einnig minnzt með verðugum hætti. Framlag það sem Alþingi hefir nú samþykkt til Hallgríms kirkju á árinu 1964 er bæði vel við eigandi og tímabært. Skrið er nú komið á byggingu kirkj- unnar og hafa framkvæmdir á yfirstandandi ári verið miklum mun meiri en á nokkru einu ári áður, frá því bygging hennar hófst. * Eins og áður hefir verið skýrt frá í fréttum hefir nú Skipulag Skólavörðuholtsins með Hallgrímskirkju. KIRKJA SÁIMASKÁIDSIHS RÍS verið gerð framkvæmda- og kostnaðaráætlun um byggingu Hallgrímskirkju í áföngum, sem miðast við að kirkjan verði fullgerð og vígð á 300. ártíð sr. Hallgríms árið 1974. Sam- kvæmt þessari nýgerðu áætlun hefir nú verið ákveðið að vinna framvegis að byggingu klrkj- unnar — eftir því sem fjárhags ástæður frekast leyfa — og stefnt að því æskilega marki að hún verði fullsmíðuð 1974, Margt bendir til þess nú — auk hins myndarlega framlags frá Alþingi — að á 350. afmæl- isári sr. Hallgríms muni kirkja hans á Skólavörðuhæð hljóta verulega aukinn stuðning víðs- vegar að. Má i því sambandi m.a. nefna, að á fjárhagsáætlun Reykja- víkur fyrlr árið 1964, sem borg- arstjórn samþykkti skömmu fyrir jólin, er framlag til kirkju- Fyrir 15 árum — hinn 5. des. 1948 — var Hallgrímskapellan vígð og tekin í notkun. Myndin er af kapellunni, sem raunar er neðsti hluti hins væntanlega kirkjukórs. I okt. s.l. var lokið undir- stöðum turnsins, en kjallari er undir mið-turni. 1. hæð turns- ins er nú í smíðum og er mynd in tekin nú í des. af þeim fran- kvæmdum. bygginga í Reykjavík hækkað um tæp 35% frá þvl sem verið hefir undangengin ár — en Hallgrímskirkja fékk s.l. vor fyrirheit borgaryfirvalda um aukinn stuðning í framtíðinni. Lútherska heimssambandið — sænska deildin — hefir sýnt sérstaka áhuga á byggingu Hallgrimskirkju með þvl að senda hingað til lands fulltrúa sinn til að kynna sér sem bezt allt, sem lýtur að byggingu kirkjunnar. Mun stuðnings að vænta úr þeirri átt — í ein- iiverri mynd — þegar á árinu 1964. Hallgrímssöfnuður í Reykja- vík Ieggur að sjálfsögðu árlega fram álitlega upphæð til kirkju- byggingarinnar, auk þess sem kirkjunni berast stöðugt stærri og rninni áheit og gjafir víðs- vegar að. Skipshafnir á fslenzkum skip um hafa einnig sent Hallgríms- klrkju góðar gjafir og nú fyrir jólin barst tæpl. 20 þús. kr. gjöf frá skipverjum á m/s „Hamrafell“, Húsameistari rikisins hefir yflrumsjón með byggingu kirkj- unnar, en Jörundur Pálsson arkitekt vinnur sérstaklega og eingöngu á teiknistofu húsa- meistara fyrir Hallgrímskirkju. Verkfræðistörf eru unnin á Verkfræðistofu Sig. Thorodd- sen af Sigurbirni Guðmunds- syni verkfræðingi. Verktaki er: Halldór Guðmundsson húsa- smíðameistari. Formaður sóknarnefndar og byggingarnefndar Hallgríms- kirkju en Sigtryggur Klemenz- son ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu. ☆ BZSŒB^-aSSWSEWSBaBHaS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.