Vísir - 04.01.1964, Blaðsíða 9
V i SIR . Laugardagur 4. janúar 1964.
eru lífselixír leikarans
fyrir áhorfendum úti um landið.
Fyrsta sýningin vill oft verða
óeðlileg og ekki nándar nærri
eins góð og seinni sýningar, en
til allrar hamingju stendur ekki
allt eða fellur með þessu eina
kvöldi. Vitanlega á góður ieik-
gagnrýnandi að vera nógu mik-
ill leikhúsmaður til að kunna
að leggja við og draga frá, sem
þessu nemur, en þar reynir á
skilning hans og þekkingu á
leiidistinni".
„Hvernig verka harðir dómar
á þig?“
„Ojæja, það er svo sem aldrei
neitt gaman að fá vonda dóma,
en ég reyni að láta þá ekki hafa
of mikil áhrif á mig, nema þá
helzt til að leggja mig enn bet-
ur fram og jafnvel leitast við að
sanna, að ég geti hugsanlega
haft réttar fyrir mér en gagn-
rýnandinn með þeirri túlkun,
sem ég trúi á sjálfur. Sumum
leikdómurum hættir til að láta
sínar persónulegu skoðanir á
leikritinu lita gagnrýni sína og
hugsa meira um, hvort ieikar-
amir túlki hlutverkin I sam-
ræmi við þær, en að gefa þvi
gaum, hvað fyrir þeim sjálfum
kunni að vaka og að hve miklu
leyti þeim takist að tjá þær
hugmyndir".
HINN ÞRlSKIPTI
HAMLET
„Hvemig hugsarðu þér Ham-
let, og hvaða þáttur í skapgerð
hans finnst þér koma skýrast
fram í túlkun þinni?“
„Ég sé hann algjörlega þrí-
skiptan og get ekki hugsað mér
hann öðruvísi. Fyrst kynnumst
við Hamlet sem vonsviknum,
ráðvilltum ungum manni — ja,
við getum sagt ringluðum ung-
lingi, ef einhver kýs það held-
ur — í djúpri sorg út af föður-
missi og fullum viðbjóðs á þvf,
sem hann sér umhverfis sig.
Hann hefur dýrkað föður sinn
og móður og hjónaband þeirra,
er hann leit á sem ímynd hinn-
ar fullkomnustu sameiningar
manns og konu, og þegar móð-
ir hans lýtur svo lágt, einum
stuttum mánuði eftir dauða
konungsins, að giftast föður-
bróðurnum, sem hann fyrirlítur,
hrynur þessi fagra hugsjón til
grunna, og hann er gjörsamlega
ringlaður og skilur þetta ekki.
Hann hefur orðið fyrir þvf að
treysta of mikið á manneskjur,
og þar af leiðandi eru vonbrigð
in þeim mun þyngri. Eitt af
því, sem ég hef mikið hugsað
um í þessu sambandi, er sú
spurning, hvernig á því standi,
að hægt sé að hrifsa völdin
svona úr höndum Hamlets.
Hann er ekki barn, heldur þrf-
tugur maður, og hann, en ekki
föðurbróðir hans, er réttkjör-
inn ríkisarfi. Hvað er það f
lundarfari hans og skapgerð,
sem gerir að verkum, að hægt
er að ýta honum á þennan hátt
til hliðar, fullorðnum mannin-
um, og það enda þótt hann sé
ástsæll af almenningi og mikl-
um kostum >búinn, eins og fram
kemur í leikritinu?"
„Og hefurðu ráðið þá gátu?“
„Að einhverju leyti kannske.
Hamlet er maðurinn, sem hugs-
ar, en framkvæmir ekki. Hann
hefur mikla sjálfsgagnrýni og
horfist beint f augu við stað-
reyndirnar, en aðeins f hugáun.
ekki framkvæmd. Hann efast og
efast aftur, vegna þess að hann
þekkir sjálfan sig of vel og
vantreystir sfnu eigin lundar-
fari. Hann gefst alltaf upp fyrir
lífinu, en ekki af þvf að hann
blekki sjálfan sig og hlaupist
á brott frá veruleikanum líkt
og Pétur Gautur. Hann þekkir
veikleika sinn, og aðrir færa sér
hann f nyt“.
ÖRÐUGASTA HLUTVERK
LEIKBÓKMENNTANNA
„Hver er svo næsti þáttur
persónunnar?"
„Það er maðurinn, sem leitast
við að framkvæma verk, sem
honum er í rauninni ofviða.
Hann verður að gera það, sem
honum er sízt eiginlegt: verða
framkvæmdamaður í stað hugs-
uðar. Hann áformar sífellt
hefndina, sem vofa föður hans
særði hann til að koma fram,
en jafnframt er hann kvalinn
af efasemdum, og þetta berst
um völdin í huga hans. Hann
er haldinn sterkri réttlætis-
kennd og vill vita vissu sína
um sök konungsins, ,þvf and-
inn, sem ég sá, gat verið fjand-
inn, þvf að fjandinn hefur vald
til að birtast eins í bjartri
mynd; og hver veit nema hann
noti sér af þvf, að ég hef bæði
breyska lund og þunga, því
slíkum sálum er hann ærið
skæður, og ætlar sVo að ginna
mig f glötun'. Nú koma fram
•sjálfsmorðstilhneigingar hans,
sem stdfa af veikleika, stöðug
innri barátta, uppgerð brjálsemi
og raunverulegt æði, þunglyndi,
háð — persónan er óendanlega
margþætt; það er víst ekki að
ástæðulausu, að Hamlet hefur
löngum verið álitinn örðueasta
hlutverk, sem til er í leikbók-
menntunum".
„Og þriðji þátturinn?“
„Það er Hamlet heilbrigður.
Hann er búinn að gera reikn-
ingsskil við sjálfan sig, hann
hefur f fyrsta sinn sigrazt á
veikleika sfnum og tekið mál-
in f eigin hendur, þegar hann'
verður valdur að dauða hlnna
fölsku - og fláráðu vina sinna,
Rósinkrans og Gullinstjarna, og
hann snýr aftur úr Englands-
förinni, sem raunar var aldrei
farin, fastráðinn f að fella
konunginn og taka sjálfur við
völdum. Hann er ekki lengur
hikandi og ráðvilltur unglingur,
heldur fullþroska maður, sem
gerir sér Ijóst hvaða ábyrgð
bíður hans og er óhræddur að
mæta henni. — Svona sé ég
Hamlet, og þetta er það, sem
ég vil leitast við að túlka f
honum. Það má vel vera, að
mér takist ekki að leika hann
sómasamlega, en ég er þá f
góðum félagsskap, því að marg-
ir leikarar mér meiri hafa reynt
sig við Hamlet og beðið ósig-
SHAKESPEARE-
VERÐLAUNIN ENSKU
FYRIR LAERTES
„Hvaða Shakespearehlutverk
hefurðu Ieikið áður?“
„Aðeins Laertes".
„Sem þú fékkst fyrir Shake-
speareverðlaunin í Englandi og
alls kyns heiður?“
„Já, hann var prófverkefnið
mitt, þegar ég útskrifaðist úr
R.A.D.A. (Royal Academy of
Dramatic Art) 1947”.
„Og síðan lékstu hann f
Iðnó“.
„Já, og fékk slæma dóma“.
„Það var alltaf verið að
skamma þig fyrir útlendan
hreim — hvað finnst þér um
það sjálfum?"
„Ja, ég veit ekki, hvað hefur
skeð — annað hvort eru þeir
búnir að gefast upp á mér eða
þetta er horfið, þvf að enginn
hefur minnzt á það upp á sfð-
kastið. Ég hef aldrei getað
heyrt þennan útlenda blæ sjálf-
ur, enda hefði ég þá reynt að
laga hann. Ég hef kannske ó-
eðlilegar áherzlur, og þó er ég
ekki viss um það, þvf að fyrir
mig eru þær eðlilegar".
„Já, þú talar með allt öðrum
áherzlum en venjulegt fólk,
hvort sem þú ert að leika eða
ekki“.
Hann brosir góðlátlega og
reynir ekkert að bera á móti
þvf.
GAMAN AÐ VERA
ÁHORFANDI
„Hvernig litist þér á að taka
Pólóníus á eftir Hamlet, eins
og Lárus Pálsson hefur gert?“
„Æ, ég er nú búinn að leika
tvö hlutverk í Hamlet og hef
engan sérstakan áhuga á að
uppfylla gamla máltækið: ,Allt
er, þá þrennt er‘. Þegar hann
verður leikinn aftur hér sfðar,
vildi ég helzt fá að sitja í saln-
um og horfa á“.
„Hvernig finnst þér annars
að vera áhorfandi?"
„Mjög gaman. Maður finnur
svo mikinn skyldleika með
þeim, sem eru á sviðinu".
,,-Ertu þá ekki alltaf að hugsa
um, hvernig þú myndir sjálfur
leika þetta eða hitt hlutverkið?“
„Nei, nei, nei, öðru nær, þá
myndi ég ekkert skemmta mér,
enda væri það alltof mikil á-
reynsla".
„Þú hefur leikið unga pilta
með miklum ðgœtum — hvern-
ig hugsarðu til þess að eldast
og taka að þér hlutverk ólík
þeim, sem þú hefur leikið hing-
að til?“
„Það verður nýtt vandamál
að glíma við, en ég hef engar
áhyggjur af því, vegna þess að
ég vona, að þau tækifæri, sem
ég hef fengið til að leika ýmis
erfið hlutverk á yngri árum,
búi mig undir að leysa önnur
verkefni síðar“.
GEFUR SIG HEILAN
OG ÓSKIPTAN
„Er engin hætta á, að mað-
ur, sem alltaf er að túlka sálar-
líf annars fólks, missi sjónar
á sfnum eigin persónuleika?“
„Ég hef nú ekkert orðið var
við það, en enginn er líklega
minna dómbær á það en mað-
ur sjálfur. Auðvitað geng ég
óskaplega mikið upp í öllum
mínum hlutverkum, og sjálfsagt
er það skelfing þreytandi fyrir
þá, sem þurfa að umgangast
mig — fólk gæti haldið, að
maður hugsaði aldrei um neitt
nema sjálfan sig, en ég held
samt, að þetta sé ekki tóm
eigingirni, þó að það kunni að
lfta þannig út. Ég get ekki ann-
að en gefið mig heilan og ó-
skiptan, þegar ég leik — ef
ég gerði það ekki, fyndist mér
ég vera að svíkja bæði áhorf-
endurna og sjálfan mig“.
„Þú leikur af mikilli innlifun
— finnurðu raunverulega til
allra þessara geðshræringa, sem
þú túlkar, eða byggjast þær á
tækni?“
„Það er misjafnt. Stundum
geta tilfinningarnar orðið næst-
um óviðráðanlegar, og þá verð
ég að hemja þær og leiða í rétt-
an farveg, þvf að auðvitað dug-
ir ekki að missa stjórn á sér,
hversu sterkt sem leikið er;
allt verður að vera innan vissra
takmarka. Stundum verð ég
aftur á móti að grfpa til tækni
til að vekja tilfinningarnar
innra með mér. Þetta er ýmist
— engar tvær sýningar eru
eins, en það var ég þegar búinn
að segja“.
„Leikurðu aldrei á tækninni
einni?“
„Nei, það vona ég sannar-
lega, að ég þurfi aldrei að
gera. Ég dáist að leikurum,
sem geta það, en samt vildi ég
ógjarnan vera laus við allt mitt
tilfinningarót, þó að það væri
kannske minna slítandi. Ég get
ekki hlíft mér og vil ekki hlffa
mér“.
STJÖRNULEIK BER
AÐ FORÐAST
„Hvernig er að vera stjörnu-
leikari hjá svona lftilli þjóð?
Ertu ekkert hræddur við, að
áhorfendurnir geti orðið leiðir
■ á þér?“
„Stjörnuleik ættum við að
halda okkur frá f lengstu lög;
hér á landi er um að gera að
byggja upp sem beztan ensem-
bleleik, hugsa um samspilið
og heildarmyndina, en ekki
halda fram einhverjum stjörn-
um á kostnað hinna. Að vfsu
hljótum við að gera okkur grein
fyrir, að það eru alltaf vissir
leikarar. og leikkonur, sem bera
uppi sýningar, en þar er öðru
máli að gegna. Hvað snertir
hina spurninguna, má segja, að
alltaf sé dálítil áhætta að leika
mörg stór hlutverk, þar sem
áhorfendahópurinn er jafntak-
markaður og á íslandi. En ég
held, að ef fólkið finnur, að
leikarinn gefur sig allan f
fyllstu einlægni og auðmýkt
gagnvart list sinni, kunni það
að meta slíkt og verði ekki leitt
á honum“.
„Heldurðu, að þú hefðir orð-
ið hamingjusamur í nokkru
öðru starfi en leiklistinni?"
„Ég hef reynt alla mögulega
aðra vinnu, en kem alltaf aftur
að þessu. Ég get ekki hætt,
hvort sem ég vil eða ekki; leik-
húsið á of sterk ftök f mér til
þess, og þetta er ómótstæðileg
þrá. Ég álít, að það sé heilög
skylda hvers manns að reyna
að vera sannur og trúr sjálfum
sér, og getur hann gert það
betur en með því að rækta hjá
sér eins vel og honum er únnt,
það sem Guð hefur gefið hon-
um í vöggugjöf?” — SSB.
ISi