Vísir - 08.02.1964, Page 6

Vísir - 08.02.1964, Page 6
6 V í SIR . Laugardagur 8. febrúar 1964. Jonny Nilsson „fann aft- ur formið“ í 10.000 metra skautahlaupinu á OL í gær- dag, en þá vann hann glæsi legan sigur á mjög góðum tíma. Hins vegar voru Norðmennirnir nokkuð ó- heppnir því þegar þeir voru ræstir var kominn vindur og brautin orðin slæm, en Jo*ny var í 1. pari og naut því betri skil- yrða. Gullverðlaunin komu J.onny Nilsson. annars á réttum tíma sem afmælisgjöf fyrir hann, því á morgun verður hann 21 árs gamall. „Þegar ég gekk niður á skauta- völlinn hafði ég það á tilfinning- unni að mér mundi ekki takast upp,“ sagði Jonny, „Þetta fór þó betur en á horfðist.“ Sigur Jonny Nilsson á þessari vegalengd kemur mjög á óvart. Jonny Nilsson fékk tímann 15.50.1, en annar varð Fred. A. Maier frá Noregi og kom hann ekki hvað sízt á óvart með stór- glæsilegu. hlaupi í strekkingsvindi. „Glæsilegasta 10.000 metrá hlaup í skautasögp.iini", j sggði, landf’hans. Knut Johannessen, sem Maier tók silfurverðlaunin af með hlaupi sínu á 16.06.0, en Knut Johannessen fékk tímann 16.06.3. Rússnesku stúlkurnar unnu 10 km gönguna f gær. Þar vann Claudia Bolsjarskik önnur gullT verðlaun sín á leikunum, og það var ekki þreytu á henni að sjá þegar hún kom í mark nær tveim mínútum undan sænsku sveitinni. Finnar áttu þriðju sveitina í mark, en voru óheppnir þar eð stúlkan sem tók endasprettinn fékk snjó- blindu og átti erfitt með að halda sér Við brautina og missti hvað eftir annað tíma og varð loks að sjá sænsku stúlkuna Barbro Mar- tinsson fara fram úr sér. Kanada fékk gullverðlaun fyrir bobsleðaakstur fjögurra manna, en næstir komu Austurríkismenn og ítalir. í dag verður keppt í svigi karla á Olympíuleikunum og þar munu íslendingar verða meðal þátttak- enda. Einnig fer fram í dag 4x10 km boðganga karla og nokkrir leikir í ísknattleik. Spennmdi leikir í fyrstu og annarri deild um helginu Fram og FH leiða enn einu sinni saman hesta sína að Hálogalandi um helgina. Getur sá leikur ráðið miklu um úr- slitin f mótinu. Fram vann FH f fyrri umferð með 27:20, en naumast verður um svo mikla yfirburði að ræða nú. Stóri borinn — Framh. af bls. 16 1000 metra dýpi eða þaðan af dýpra á norðvesturhluta Heima- eyjar. Gunnar Böðvarsson taldi mjög vafasamt að þessi borun bæri árangur, en það hafi af öllum aðilum verið talið sjálf- sagt að reyna hana, þvl að öðr- um kosti yrðu Vestmannaey- ingar að leiða neyzluvatn úr landi, en slík leiðsla myndi ó- hjákvæmilega kosta offjár. Við þessa borun i Vest- mannaeyjum myndi Norður- landsborin verða 2 — 3 mánuði að öllu forfallalausu. Þegar í 2. deild fer fram leikur, sem f rauninni sker úr um hvort Þróttur fari f l.deild. Þróttur leikur við Hauka, en Þróttarar hafa ekki tapað leik til þessa og Haukar ekki heldur. Þróttur hefur m. a. unnið Val, sem á- litið var að væri skæður keppi- hlutverki hans væri lokið þar væri ætlunin að senda hann norður í Eyjafjörð, en þar er ekki ólíklegt að undirbúnings- boranir verði áður gerðar í leit að heitu vatni með minni bor- um. Um þetta hefur þó ekki endanleg ákvörðun verið tekin ennþá. Jarðhitadeildin hefur auk stóru boranna yfir tveim litlum snúningsborum að ráða og bíða þeirra ýmis verkefni. Hugmynd- in er að senda annan þeirra til Húsavíkur, en þegar hann hefur leitað þar að jarðhita verður hann sendur suður á Reykjanestá og að Stapafelli á Reykjanesi með rannsóknarbor- anir fyrir augum, bæði vegna nautur um 1. deildarveruna. Á sunnudagskvöldið leika auk FH og Fram í I. deild ÍR og Víkingur. Á laugardagskvöldið fer einn ið fram leikur milli Akraness og Vals í 2. deild. hugsanlegrar saltvinnslu þar syðra og eins vegna hitaveitu til Keflavíkur. Hinn snúningsborinn er sem stendur á Reykjum í Miðfirði og er að bora þar eftir jarðhita með upphitun hverfisins þar fyrir augum. Hann er búinn að bora 180 metra djúpa holu, en árangur ekki fengizt ennþá. Þegar hann hefur lokið sínu ætlunarverki þar, hefur komið til greina að senda hann til Ak- ureyrar. Loks má geta þess að Jarð- hitadéildin hefur 7 minni bora í notkun, bæði við kaldavatns- boranir, rannsóknarboranir vegna virkjana og fleira þess háttar. aaamM | Framh. af bls. 16 Kjararáð höfðaði málið vegna Steinunnar Þorsteinsdóttur, er vinnur í skurðstofu Landspital- ans og ber starfsheitið skurð- stofuhjúkrunarkona. Flutti Harald- ur Steinþórsson málið af hálfu Steinunnar en Jón E, Þorláksson af hálfu fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Málið var þingfest á fundi Kjara- nefndar 3. des. 1963 og gerði sókn araðili þá kröfu, að Steinunn Þor- steinsdóttir skyldi bera starfsheitið sérlærð hjúkrunarkona, og að hún skyldi þiggja iaun samkvæmt 15. launaflokki ríkisstarfsmanna í sam ræmi við launastiga þann, er ákveð inn var með dómi Kjaradóms 3. júlí 1963. En varnaraðili krafðist þess að staðfest yrði, að Steinunn skyldi þiggja laun samkvæfnt 13. flokki. Rök sóknaraðila voru þau að þegar gengið hafi verið frá samn- ingi milii aðila um röðun starfs- manna ríkisins í launaflokka, hafi í upphaflegum tillögum beggja aðila verið starfsheitið „sérlærðar hjúkr- unarkonur" án frekari skilgreining- ar. En þegar bætt hafi verið yið „framhaldsnám eitt ár“ þá hafi það verið til þess að taka af allan vafa um að stutt námskeið eða fyrir- lestrar væru ekki talin nægja til þess að hækka um tvo flokka. Sóknaraðili benti á, að bók- legt nám fylgdi hinu verklega 9 mánaða sérnámi skurðstofuhjúkr- unarkvenna hér. Taldi sóknaraðili, að sérhæfing hjúkrunarkvenna hér væri svipuð og í Svíþjóð. Meirihluti Kjaranefndar Páll S. Pálsson, Ragnar Ólafsson og Ólafur Björnsson felldu þann úrskurð að synja bæri kröfu sóknaraðila. En tveir skiluðu sératkvæði þ. e. Jón Þorsteinsson og Kristján Thorlacius Jón kvaðst samþykkur niðurstöðu Norðurlandsborinn að störfuni í Bjarnarflagi í Mývatnssveit á s.I. sumri. I meirihluta Kjaranefndar á þeim for sendum að Steinunn Þorsteinsdóttir j hefði aðeins hlotið starfsþjálfun en I ekki stundað sérnám sem samning- urinn um launaflokkun tilskildi. En Kristján Thorlacius taldi að verða , ætti við kröfu sóknaraðila. í Stúdentafél- ogsfundur ! ism iund- búnoð í dag kl. 2 e. h. hefst almenn- ur umræðufundur Stúdenta- félags Reykjavíkur í Lídó. Um- ræðuefnið er: Ástandið í íslenzk um landbúnaði. Frummælendur eru Gunnar Bjarnason kennari á Hvanneyri og Stefán Aðalsteinsson búfjár fræðingur Búnaðardeildarinnar. Mjög eru deildar skoðanir frum mælenda og má búast við að um ræður um efnið verði fjörugar og miklar á fundinum. Öllum er heimill aðgangur, svo sem venja er á umræðufund um Stúdentafélagsins _ Blaðamanna- klúbburínn opnar ú ný Blaðamannaklúbburinn er nú að byrja á ný í nýju húsnæði og með nýju sniði. Verður klúbburinn fram vegis í hl ðarsal Þjóðleikhúskjallar- ans og hefst n.k. þriðjudagskvöld kl. 9.30. Sá háttur verður hafður á, að fá einhvern gest á hvern fund, sem spjalla mun við blaða- menn um eitthvert mál, sem efst er á baugi. Verður fyrsti gesturinn Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, sem tala mun um samkeppni blaða og sjónvarps og áhrif sjón- varps á blöð og blaðaútgáfu. Framreiddur verður í blaðamanna klúbbnum sérstakur blaðamanna- réttur. ... ■ ' ■ " ■ Lélegur afll tírindavskur- búta Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér í Grindavík, er frámunalega tregur afli þar á báta og eru menn mjög uggandi um útgerð þar, ef þessu heldur á- fram. Það fiskaðist sæmilega tvo fyrstu daga vertíðarinnar, en síðan ekki söguna meir að heitið getur. Sjó- menn segja, að ýsan sé að hverfa af miðunum og þorsks verði naum- ast vart. Milli 30 og 40 bátar, smáir og stórir, eru gerðir út frá Grindavík og í gær lögðu 33 bátar þar upp afla sinn. Meðalafli á bát mun hafa verið hátt á 5. lest, sem þykir mjög rýr afli í góðu veðri. Sá, sem minnst aflaði fékk um 2 lestir, en sá aflahæsti 9.9 lestir. Veiðimenn! Laxaflugur, silunga- flugur fluguefni og kennslu I fluguhnýtingu getið þið fengið hjá Analius Hagvaag, Barmahlfð 34. 1. hæð. Sími 23056. GS0aa&£L-&. ... --r

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.