Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 08.02.1964, Blaðsíða 9
* V í SIR . Laugardagur 8. febrúar 1864. Þjóðverjar annast sjálfir reikningsskil Það er vissulega liðinn lang- ur tími frá þessum afbrotum, en við það ávinnst það, að það er hlutverk Þjóðverja sjálfra að rannsaka og dæma þessa glæpi. Virðist sem slíkt verði miklu áhrifaríkara, þjóðin verður þann ig sjálf að gera upp sína eigin glæpastarfsemi, fremur en ef hernámsstjórarnir, hið erlenda setulið í landinu eftir stríð hafi framkvæmt refsinguna. Ákæruskjalið í málinu er 700 þéttskrifaðar arkir, 350 vitni verða leidd og er búizt við að réttarhöldin standi í sex mán- uði. Ákæran fjallar um mann- dráp á ótilteknum fjölda fólks. Menn kynnu að ætla að menn sem hefðu framið slík ódæðis- wk, sem koma fram í máls- skjölunum, væru glæpamenn að eðlisfari. Þeir hljóti oft að hafa brotið refsilögin. En svo er þó ekki, aðeins tveir þeirra, Step- han Baretski og Hans Stark hafa áður hlotið dóm. Sakaskrá allra hinna er hrein. Og meira en það, sumir þeirra höfðu kom izt vel áfram, töldust til betri borgara. Gefur þetta nokkra hugmynd um það, hvemig hið grimma dýrseðli mannsins getur brotizt út við sérstakar kring- umstæður. Virtir borgarar Robert Mulka var orðinn virt- Sakbomingamir fyrir rétti í Frankfurt og við hlið þeirra lögregluverðir. Fremstur er Wilhelm Boger, fyrir aftan hann dr. Victor Capesius og því næst Iengst til vinstri á myndimri Oswald Kaduk. 1 röðinni f baksýn sjást talið frá hægri: Franz Hofmann, Herbert Scherpe og Josef Kiehr. Wilhelm Boger var fulltrúi hjá verzlunarfyrirtæki í WUrt- temberg. Hann er sakaður um að hafa haft fyrir sið, að reyna hnakkaskot á föngum. Klaus Dylewski starfaði sem verkfræðingur I Rínarhéruðum, þegar hann var handtekinn. Hann er sakaður um að hafa framkvæmt „braggatæmingu". Gerhart Neubert var starfs- Af ákæruskjalinu má greina ofboðslega framkomu og dráps nautn hinna ákærðu. En á hinn bóginn kemur þar líka fram, að kona eins þeirra hélt því fram, að það gæíi ekki verið að mað- ur hennar væri slíkt illmenni. Til sönnunar skýrði hún frá því, að þegar bíll keyrði yfir kisu þeirra, hafi hann syrgt kisu litlu einlæglega. tala hans 12 þúsund. Staðurinn er fremur afskekktur í tungu mi'lli fljótanna Vistulu og Sola, en þó eru samgöngur þangað auðveldar hvort sem er með járnbrautum eða vörubflum. Herbúðunum var breytt í fanga- búðir, þegar í apríl 1940 en í maí 1941 kom skipun þeirra Himmlers og Eichmanns um að breyta þeim i útrýmingarfanga- VCRSTU STRÍBSGIÆPINA ttr útflutningskaupmaður I Ham borg, þegar hann var. tekinn. Hann var SS-foringi, aðstoðar- maður fangabúðarstjórans í Auschwitz. Hann er sakaður um að hafa stjómað fjöldaútrým- ingu á fðngum. maður I aðalbækistöðvum vest ur-þýzka hersins (Bundeswehr), þegar hann var handtekinn. Hann er sakaður um að hafa farið um sjúkraskála Ausch- witz til þess að velja fórnardýr fyrir gasklefana. Upphaf Auschwitz- fangabúðanna Fangabúðirnar í Auschwitz voru upphaflega herbúðir pólska hersins. Þær liggja rétt við samnefndan bæ og var íbúa búðir. Þessari skipun fram- fylgdu fangabúðastjórarnir dyggilega, Auschwitz varð skelfingartákn um allt Pólland. í Auschwitz voru skráðir á strlðsárunum 400 þúsund fang- ar. Af þeim lifðu aðeins 60 þús- Leifamar í Auschwitz-fangabúðunum i stríðslok. Hlaðar af skóm og stfgvélum fanga, sem teknir höfðu verið af lífi. und af. En við það verður að bæta, að mikill fjöldi fanga var aldrei skráður, fangahóparnir voru teknir beint frá járnbraut- arlestunum og færðir inn í gas- klefana. I fyrstu framkvæmdu aftöku- itir aftökurnar. En stjórnend ur fangabúðanna komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki nógu góð aðferð. 1 fyrsta lagi var fyrirhöfnin of mikil og tók of langan tima. í öðru lagi varð vart óheppilegra sálrænna áhrifa meðal hermanna I aftöku sveitunum, var mikið um áfeng- isneyzlu og sjálfsmorð meðal þeirra. Rottugas notað Þetta vandamál varð að leysa, en engin fyrirmæli komu um það frá æðri stöðum. Svo að starfsmennimir I Auschwitz fundu upp sína eigin aðferð. Þeir tóku að nota blásýrugas, sem ætlað vax til útrýmingar rottum og öðrum sníkjudýrum. Kallaðist þetta gas Zyklon-B. Var fyrsta tilraunin með þetta gas gerð í júní 1941 I loftþétt- um, sterkbyggðum skála nr. 11. Gekk tilraunin ákjósanlega, að þvl er þeim fannst. Síðan var hafizt handa um fyrsta verk- efnið, útrýmingu 10 þúsund Rússa. Einn fangabúðarstjór- anna hefur gefið þessa lýsingu á þessum atburði: — Eftir að gasduftinu hafði verið kastað inn I skálann heyrðist einhver hrópa: „Gas!“ Síðan kváðu við gífurleg öskur og mikill þrýstingur lagðist á báðar dyrnar, en þær þoldu þrýstinginn. Nú fóru flutningalestirnar að streyma til Auschwitz. Móttaka fanganna var með ýmsu móti. Oftast voru valdir úr þeir fangar, sem höfðu góða starfs- orku og voru þeir látnir vinna I verksmiðjum I Póllandi og Sles- íu, hinir voru leiddir inn I gasklefana. Lestir koma Tökum sem dæmi skýrslu um komu flutningalestar til Ausch- witz 13. marz 1943. 1 henni voru skráðir á farmskírteini 964 Gyðingar, þar af voru 218 karl- menn og 147 konur valin úr I vinnusveitir. Hins vegar voru 126 karlmenn og 473 konur og börn leidd I gasklefana. Þessar fjöldaaftökur voru ekki einu afbrotin, sem framin voru 1 Auschwitz. Auk útrým- ingarklefanna voru þarna stór- ar fangabúðir, þar sem þúsund- Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.