Vísir - 24.03.1964, Page 7

Vísir - 24.03.1964, Page 7
V1SIR . Þriðjudagur 24. marz 1964. EO ? Nýir möguieikar til að stu uð jafavæm / hygað landsins? Gíðastliðinn miðvikudag flutti Þorvaldur Garðar Kristjáns- son framsöguræðu á Alþingi fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur í sameinuðu þingi, um að- stoð frá Viðreisnarsjóði Evrópu- ráðsins í þeim tilgangi að stuðla að jafvægi í byggð landsins. Hóf hann mál sitt með því að víkja að umræðum um jafnvægi I byggð landsins, sem verið hef- ur mjög á dagskrá hin síðari ár og mælti síðan: Tilflutningar fólks innanlands þurfa ekki að vera óeðlilegir. Breytt tækni og ^atvinnuhættir geta gert slíkt óhjákvæmilegt. Slíkt hefur þjóðin undirgengzt og verður að vera viðbúin að undirgangast. En slík þróun á ekki og þarf ekki að þýða það, að meginhluti þjóðarinn ar setjist að á litlum eða takmörk- uðum hluta íandsins. Nú um ára- tugaskeið hefur þróunin stefnt um of í þessa átt. Þessir fólksflutningar stafa ekki nema af nokkru leyti af breyttri tækni og breyttum at- vinnuháttum. Gæði Iandsins og náttúruauðlindir er að finna víðs vegar um !°ndið og geta verið hag- nýttar víðs vegar um landið með þeirri tækni og atvinnuháttum, sem við búum við. Fólksflutningar utan af landsbyggðinni til Reykjavíkur og nágrennis eru því tvímælalaust þjóðhagslega óhagstæðir, ef þeir fara fram úr ákveðnu marki. En hér kemur fleira til en það, sem metið verður beinlínis í tölum og fjárhagsútreikningum. Menning okkar, erfðir og saga er tengd við ísland allt. Heilir 'landshlutar mega ekki leggjast í eyði eða ganga svo saman að fólksfjölda, að áhrifa þeirra gæti lítið eða ekkert á þjóðlífið. Það væri að glata fortíð- inni á kostnað framtíðarinnar. Þjóð menning okkar gefur okkur rétt og mátt til frelsis og sjálfstæðis. Þjóð menning okkar er bundin við Is- land allt. Sögur herma að landið hafi verið alnumið á 60 árum. Það er okkar hlutverk nú, að halda því öllu í byggð. Þá á ég ekki við, að ekkert bóndabýli megi fara í eyði og jafn- vel að enginn hreppur megi fara í eyði, heldur hitt, að við höldum byggð uppi, þar sem nútímatækni og atvinnuhættir leyfa. Hér þarf sérstakra aðgerða við. I því skyni hafa margar þings^lyktanir verið samþykktar á Alþingi og löggjöf - sett. 'Svo mjög hefur verið rætt um þetta vandamál hér á hátt- virtu Alþingi, að ég sé ekki ástæðu til að vera fjölorður um það út af fyrir sig. Mín hugsun beinist og frekar að úrræðum til þess að leysa vandann. Þannig er tilkomin. þings ályktunartillaga sú, sem hér ligg- ur fyrir til umræðu. HLUTVERK VIÐREISNAR- SJÓÐSINS Á vegum Evrópurúðsins er svo- kallaður Viðreisnarsjóður, (Resett- lement Fund), sem hefur það hlut- verk að aðstoða Evrópulön' við ',ausn vandamála, sem stafa af til- flutningi fólks, þar með talið land- ilóttamanna. Sjóður þessi var stofn aður 16. apríl 1956, af 8 aðildar- ríkjum Evrópuráðsins og var Is- and eitt þeirrá. En hin ríkin voru: Selgía, Frakkland, Vestur-Þýzka- and, ítalfa, Luxembourg, Grikk- iand og Tyrkland. Síðan gerðist Kýpur aðili að sjóðnum árið 1962. Þessi sjóður gegnir hlutverki sínu neð því að veita lán eða tryggingu veitt 200 þúsund dollara lán til efl- ingar tækni og iðnskólum, sem stofnaðir hafa verið af Tæknistofn fyrir lánum til framkvæmda sem i Áþenu með heimavist fyrir um 600 ætlað er að skapa nýja möguleika ! nemendur. Ennfremur hefur verið til lífsframfæris, þar sem þess ger- ist þörf vegna tilflutninga fólks. Að ildarríki sjóðsins hafa lagt honum til stofnfé, að upphæð 6,7 millj. uninni f Aþenu dollara. Þar af er framlag íslands ! 10 þúsund dollarar. Síðan Viðreisnarsjóðurinn tók til j starfa árið 1957 til ársloka 1962, ! hefur hann veitt lán samtals að ' upphæð 25,4 millj. dollara og árið j 1963 námu lánin 5.5 millj. dollara eða alls nema nú lánin frá upphafi 30.9 milljónum dollara. Lán þessi eru til 15 eða 20 ára með 5-6% ársvöxtum. Lánin skiptast þannig á aðildarríkin að Ítalía hefur hlotið 12,7 millj. dollara Vestur-Þýzkaland 11,3 millj. dollara Grikkland 4,0 millj.. dollara Tyrkland 2,4 millj. dollara Kýpur 0,5 millj. dollara. Fyrstu árin var aðalverkefni sjóðs ins bundið við flóttamannavanda- mál Vestur-Þýzkalands. Með því að það vandamál er nú í þessu sam- bandi að mestu úr sögunni, hefur starfsemi sjóðsins síðustu árin beinzt einkum að Grikklandi, Tyrk- landi, Ítalíu og Kýpur. I þessum löndum hafa vandamálin aðallega risið af fólksflutningum innan hvers lands. Aðstoð Viðreisnarsjóðs ins hefur hér ekki miðað fyrst og fremst að því að skapa fólkinu lífsskilyrði þar sem það leitar, held- ur eigi síður hitt, að bæta aðstöð- una í þeim landshlutum, sem fólk- ið flytzt frá til þess að stöðva fólksflóttann, þ. e. viðhalda jafn- vægi í byggð landsins. Þorvaldur G. Kristjánsson. Til Tyrklands hefur sjóðurinn lán að 1,5 milljónir dollara til Tækni- stofnunar nálægra austurlanda, sem hefur aðsetur í Ankara og var féð einkum notað til kaupa erlendis áj;* tækjum tíl verkstæðiskennsju, svo og á ý'msum öðrum iðnkennslu tækjum. Þá hefur sjóðurinn lánað til Tyrklands 870 þúsund dollara í öðru skyni, svo sem til stofnunar fyrirmyndarbýla og byggðahverfa í sveitum landsins og til byggingar smáíbúðarhúsa í Ankara. Úr ræðu Þorvulds Garðars Kristjúns- sonur i snmeinuðu þingi s.S. miðvikud. Hér er um að ræða hliðstæð vandamál og þau, sem við höfum við að glíma. Spurning er þvi, hvort við getum hagnýtt okkur aðstoð Viðreisnarsjóðsins með svipuðum hætti og þessar þjóðir hafa gert. Til þess að skýra þetta nánar, þykir mér rétt að gera grein fyrir lánum, sem Viðreisnarsjóðurinn hefur veitt í þessu skyni. Eins og ég hefi áður sagt eru lán þau, sem Viðreisnarsjóðurinn hefur veitt til Vestur-Þýzkalands tengd^ vandamálum landflóttafólks og hafa þau verið notuð einkum til húsbygginga í Vestur-Þýzkalandi. Til Grikklands hefur Viðreisnar- sjóðurinn lánað 3,25 millj. dollara til framkvæmda í norð-vesturhluta landsins, Epirus. Þessi hluti Grikk- lands var álitinn eiga við mesta örðugleika að stríða m. a. vegna erfiðra og ónógra samgangna, vegna of einhæfs atvinnulífs, þ. e. ónógs iðnaðar, og vegna skorts á rafmagni. Gríska stjórnin gerði á sínum tíma 5 ára áætlun um jarða- bætur, samgöngubætur, virkjanir, og íbúða- og hótelbyggingar í þess um landshluta og gengur lán Við- reisnarsjóðsins til framkvæmda í sambandi við þá áætlun. Þá hefur sjóðurinn lánað 500 þúsund dollara til stofnunar verkstæðisskóla í Til ítalfu hefur Viðreisnarsjóð- urinn lánað 6 milljónir dollara til að setja upp verkstæðisskóla í 5 borgum Italíu á vegum Uppbygging arstofnunar iðnaðarins þar í landi. I Lánaðir hafa verið 600 þúsund doll arar til byggingar alþjóðlegs verk- stæðisskóla í Salerno. Ennfremur hafa verið lánaðir 360 þúsund doll- arar til byggingarsamvinnufélaga ítalskra verkamanna í Frakklandt. 1 þvf skyni að örva félagslega og efna hagslega þróun Sikileyjar hefur sjóðurinn lánað 5 milljónir dollara til framkvæmda f borginni Gela í sambandi við nýjan iðnað, sem sett ur var þar á laggirnar. Lánsféð fór til byggingar á íbúðum fyrir verka- menn og til bygginga félagsheimila, sjúkrahúsa, íþróttamannvirkja og skóla. Þá hefur sjóðurinn lánað 2,1 milljón dollara til húsbygginga fyrir ítalska verkamenn, sem flutzt hafa til Ástralíu. Til Kýpur lánaði Viðreisnarsjóð- urinn á s. I. ári 500 þúsund dollara til vatnsveitna og skólabygginga í sveitum Kýpur. Lánið var veitt með því, að talið var að vatnsskort ur stæði f vegi fyrir efnahagsleg um og félagslegum framförum. Einnig var talið, að bæta yrði á- stand barnafræðslunnar í sveitum, til þess að unglingar gætu sfðar verið tækir í verkstæðis- og iðn- skóla. Það, sem ég hef nú greint frá lánveitingum Viðreisnarsjóðsins sýnir, að hann hefur látið til sín taka margháttuð verkefni. Margt af því, sem þar er um að ræða er alls óskylt okkar vandamálum. Hins vegar eru aðrar framkvæmdir, sem sjóðurinn hefur lánað til svip aðs eðlis, eða jafnvel hliðstæðar þeim, sem til greina gætu komið hér á landi, til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Tökum t. d. Vestfirði. VANDAMÁL VESTFJARÐA. Samkvæmt skýrslum um mann- fjölda á Vestfjörðum hefur fbúum þar fækkað um 19,7% á hálfri öld eða á tímabilinu frá 1912 — 1062.. Hér er um nokkra sérstöðu að ræða, því að þetta er eina kjördæmið á landinu, þar sem um beina fólks- fækkun hefur verið að ræða. Að nokkru leyti hefur þetta verið ó- hjákvæmileg afleiðing af þróun- inni í tækni og atvinnuháttum lands manna og af því leyti er ekki um að sakast. En þó að þróunin hafi verið óhagstæð þessum landshluta síðustu hálfa öld, er ekki þar með sagt, að svo þurfi að vera fram- (vegis eða í næstu framtíð. Þvert i á móti erum við nú þar á vegi j staddir í tæknilégu og atvinnulegu ! tilliti, að við höfum ekki einungis möguleika til að stöðva þennan ifólksflótta frá Vestfjörðum, heldur i og að snúa þróuninni við, En það Jeigum við að gera vegna þess, að ' það er þjóðhagslega hagkvæmara i að öðru jöfnu, að búa fólkinu lífs- skilyrði, þar sem það er, heldur en þar sem það leitar. En hverjar eru þær orsakir fólks flóttans frá Vestfjörðum, sem við ættum að hafa tök á að ráða við. Ástæðurnar eru aðallega tvenns konar. Annars vegar einhæfur at- vinnurekstur, hins vegar ófullnægj- andi aðstæður til félagslegra og menningarlegra iðkana að nútíma háttum og venjum. Einn höfuðvandinn við að eiga er einangrun og samgönguleysi hinna einstöku og afmörkuðu byggð arlaga meirihluta ársins, Skipu- Ieggja þarf byggðina svo hér verði ráðin bót á, í samræmi við nútíma þarfir og lifnaðarhætti. Stefna þarf að þvf að koma upp seníh öflugust um byggðasvæðum, sem myndi eina heild atvinnulega, menningar lega og félagslega. Slíkt þróunar svæði á að mynda um höfuðstaðinn ísafjörð og nágrenni og á ég þá ekki aðeins við Bolungarvík, Hnífs dal og Súðavik, heldur einnig Suð- ureyri, Flateyri og Þingeyri. En eitt þýðingarmesta skilyrði til þess, að svo geti orðið eru öruggar sam- göngur milli þessara staða, jafnt að vetri sem sumri. Til þess að svo megi verða, þarf að gera jarð göng gegnum Breiðdalsheiði. Hliðstætt þróunarsvæði eða kjarna byggðarinnar á Vestfjörðum ])arf að mynda um Patreksfjörð, Bíldudal og Tálknafjörð og þriðja aðalbyggðasvæðið ætti að vera með Hólmavík og Drangsnes. Með því að leggja áherzlu á myndun slíkra þróunarsvæða feng ist sá grundvöllur, sem þéttbýlið skapar fyrir nútíma atvinnuháttu, og menningar- og félagslíf. Byggðahverfi þarf að efla á nokkrum stöðum í sveitum Vest- fjarða, menningarlegar miðstöðvar, félagslegar miðstöðvar og þjóAustu miðstöðvar í þágu landbúnaðarins. Slík byggðahverfi þarf að efla á Reykhólum og t. d. í Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Ein orsök vandamálanna á Vest- fjörðum er fábreytni atvinnulífs- ins. Höfuðverkefni er að bæta úr þessu með því að efla þar iðnað. Margs konar smáiðnaður getur þar verið rekinn með jafngóðum árangri og annars staðar á landinu. Auk þess hafa Vestfirðir skilyrði á ýmsum sviðum til jafns við aðra Iandshluta, til að vera hlutgengur aðili á öld þeirrar stóriðju, sem vonandi er nú að renna upp hér á lándi. Ég nefni nú aðeins eitt í því sambandi. Þegar ákveðin var stað- setning Sementsverksmiðjunnar, Þótti ýmsum eins koma til greina, að staðsetja hana á Patreksfirði eða í Önundarfirði, og sumir kunnáttu- menn töldu, að þar væru aðstæður hér á landi heppilegastar til fram- leiðslunnar. Meðal annars með til- liti til innanlandsmarkaðarins var ekki horfið að þvf ráði að reisa sementsverksmiðju á Vestfjörð- um. En ef við förum að framleiða sement fyrir erlendan markað, sem við reyndar höfum lítillega gert nú þegar og virðast geta orðið mögu- leikar á, þá á vissulega að taka til athugunar, að framleiðsluafköst verði aukin með nýrri sementsverk smiðju f Önundarfirði eða Patreks- firði. Ég ætla mér ekki þá dul, að fara að telja hér upp allt það, sem hugs anlega kæmi til greina til eflingar byggðinrii á Vestfjörðum, enda þykir sumum kannske nóg komið. En mín skoðun er sú, að allt það sem ég hér hefi nefnt, séu verk- efni, sem vel gæti komið til álita, að Viðreisnarsjóður Evrópuráðsins fáist til að ljá lið. JAFNVÆGI í BYGGÐINNI. Ég hef hér talað um Vestfirði. Það er annars vegar vegna þess, að Vestfirðir hafa nokkra sérstöðu við alla aðra landshluta, eins og ég áður hef greint, og það er hins vegar vegna þess, að þar er ég staðháttum kunnugastur. En þetta þýðir það alls ekki, að aðstoð frá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins geti ekki komið til greina við úrlausn verkefna annars staðar á landinu. Mér virðist, að það geti líka komið til greina við úrlausn svipaðra verk efna í einstökum kauptúnum, kaup stöðum og sveitum norðanlands og austan. Ég sagði áðan, að jafnvægi í byggð landsins hefði oft verið á dagskrá hins háa Alþingis og ég hygg, að Alþingi hafi að jafnaði tekið með skilningi á þessum mál- um. Það hefur ekki skort á það, að samþykktar hafa verið margar þingsályktunartillögur varðandi þetta mál. Þannig samþykkti Al- þingi árið 1963 t. d. tillögu til þingsályktunar frá þeim alþingis- mönnunum Gísla Jónssyni og Kjartani J. Jóhannssyni um 5 ára framkvæmdaáætlun til stoðvunar á fólksflótta úr Vestfjarðakjör- dæmi. Skyldi ríkisstjórnin fela Framkvæmdabanka íslands að semja 5 ára framkvæmdaáætlun í samráði við stjórn Atvinnubóta- sjóðs til stöðvunar fólksflóttan úr Vestfjarðakjördæmi. Á vegum Framkvæmdabanka íslands og Efnahagsstofnunarinnar er nú þeg- ar hafinn undirbúningur að verki þessu. Að því verki starfar nú Valdimar Kristinsson, viðskipta- frseðingur, en hann hefir sett fram merkar hugmyndir um þróunar- svæði á íslandi og hvernig þau gætu haft áhrif á dreifingu byggð- arinnar. Framhald á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.