Vísir - 24.03.1964, Side 8

Vísir - 24.03.1964, Side 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 24. marz 1964. VISIR Otgefandl: Blaðaotgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði I Iausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Starf Hagstofunnar ífagstofa íslands er fimmtug í dag. Hún er ein af merkustu þjónustufyrirtækjum íslenzka ríkisins og gegnir mikilvægu hlutverki, þótt ekki sé daglega haft ýkja hátt um starfsemi hennar. Jón Sigurðsson forseti benti á gildi þjóðhagsþekkingar í Skýrslum um Lands- hagi 1875, er hann sagði: „Svo má og hver sá þykja harla ófróður um landsins hag, sem ekki þekkir ná- kvæmlega fólkstölu í landinu eða skiptingu hennar eða tölu gangandi fjár eða sérhverja grein í atvinnu landsmanna“. Þekking á landshögum er einmitt hin mesta nauðsyn og án hennar er ekki unnt að leysa þau efnahagslegu og félagslegu vandamál, sem uppi eru á hverjum tíma. Þess vegna hefir verk Hagstof- unnar mikið grundvallargildi, hvort sem það er hin margvíslega skýrslugerð hennar um atvinnuvegina eða Þjóðskráin, þar sem hver íslendingur á sinn vísa stað. En þótt Hagstofan hafi starfað í hálfa öld, og hlið- stæðar stofnanir síðar bætzt í hópinn, þá skortir þó enn mikið á, að íslendingar kunni að notfæra sér þau merku heimildargögn og niðurstöður, sem þar eru fengnar. Réttar ályktanir þarf að draga af rannsókn- unum og haga stefnunni í stjómmálum og efnahags- málum samkvæmt þeim. Niðurstöðurnar um kaup- mátt launa eru hér gott dæmi, sem sýnir að verklýðs- samtökin hafa ekki dregið réttar ályktanir af þeim né hagað stefnu sinni eftir þeim upplýsingum, sem þar er að finna. Og fleiri svipuð dæmi mætti nefna af vett- vangi efnahagslífsins. Þess er að vænta, að með frek- ari kynningu megi starf hagstofnana þjóðarinnar verða áhrifameiri leiðarvísir en hingað til hefir reynzt. Jafnvægi í byggðinni ]\fikið hefir verið rætt og ritað um jafnvægi í byggð landsins á undanförnum árum. Eðlilega hafa menn áhyggjur af því að æ þunnbýlla verði utan stærstu bæj- anna. Þess vegna er sú stefna sjálfsögð og viturleg, sem miðar að því að staðsetja atvinnutækin sem víð- ast um landið, en ekki einungis í hvilftinni við Faxa- flóann. Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður gerir hér í dag í blaðinu grein fyrir merkilegu máli og fjallar um einn þáttinn í lausn dreifbýlisvandans. Við- reisnarsjóður Evrópu hefir veitt mörgum aðildarþjóð- unum dyggilega aðstoð við að efla atvinnustarfsemi í afskekktum landshlutum. Þess vegna er eðlilegt að við íslendingar gefum sjóði þessum einnig gaum, en við erum aðilar að þeirri alþjóðastofnun, sem að baki hans stendur. Það er hin mesta nauðsyn að veita meira fjármagni til hinna afskekktari staða úti um land til þess að unnt sé að byggja þar upp margvíslegan at- vinnurekstur, t. d. ýmsan iðnað, sem atvinnu veitir jafnt sumar sem vetur. En verkefnin eru mörg og víða barf fjármagnið. Þess vegna væri það hin ákjósanleg- ista lausn ef unnt reyndist að fá aðstoð Viðreisnar- sjóðs Evrópu til þess að efla atvinnulífið í afskekkt- ari stöðum þessa strjálbýla lands. ÞRÖNGT Á ÞINGI Þingsveinar í „þingsætum“ sínum. Fremstir eru (frá v.): Sigurður Sigurðsson, Sigurður Hansson, í miðjum stiga er Steingrímur Stefánsson, og efstir eru þeir Stefán Bjarkason, Gestur Guðmundsson og Páll Biering. — hjá þingsveinum Þegar við vorum á ferð í Al- þingishúsinu fyrir skömmu, rákumst við, okkur til mik- illar furðu, á hóp ungra manna sem sat í einum stigan- um. Við staðnæmdumst og virt- um þá fyrir okkur, og það var ekki um að villast. Piltarnir voru að spila rommý, Iesa ævin týrabækur og drekka kók. Það lá við að okkur blöskraði ósvlfn in. Sitja að spilum f stiga sjálfs Alþingishússins. Skyndilega leit einn þeirra upp, og horfði fremur fjand- samlegum augum á okkur. — Lokaðu munninum og reyndu að líta dálítið gáfulega út, sagði hann við mig. Ég lokaði munninum með smelli, og opnaði hann slðan aft ur og spurði: - Hvað eruð þið að gera hér? Ungi maðurinn horfði þögull á okkur andartak, eins og hann_ væri að yfirvega hvort hann ætti að svara svo kjánalegri spurn- ingu, en sagði síðan, og það gætti vorkunnsemi I rómnum: — Við erum þingsveinar. Og skyndilega rann upp fyrir okkur ljós. — Þið sendist fyrir þing- mennina? — Við erum hinn lifandi slmi þessarar stofnunar, svaraði hann virðulega. — Og hvað borga þeir mikið afnotagjald af ykkur? — 3000 krónur á mánuði, plús 232.50 til viðhalds hjólunum. — Og hvað ætlið þið að leggja fyrir ykkur I framtlðinni? Þingmennsku? Þeir hrista höfuðið. — Þið eruð ekki sérlega ræðn- ir. Þeir hristu aftur höfuðið. — Hvar eruð þið I pólitík? Ég sé af augnagotum þeirra að mér hefur enn tekizt að hitta á „forboðna" spurningu. — Hvernig er aðbúnaður ykk- ar hérna? — Hörmulegur, segir tals- maður þeirra alvarlegur. Við erum að semja frumvarp þess efnis, að þegar nýja þinghúsið verði reist, þá verði gert ráð fyr ir hljóðeinangruðu herbergi með Isskáp fyrir þingsveina. — Hvers vegna hljóðeinangr að? Hann bandar höfðinu þótta- Iega I átt að þingsölunum, en þaðan heyrist þrumandi rödd. — Það er til þess að við séum ekki neyddir til að hlusta á hvaða vitleysu sem er. Þetta er Einar Olgeirsson. — Hvernig veiztu? — Þekki röddina. Auk þess eru það ekki margir sem hafa svona hátt. Ekki svona lengi I einu. Meðan við vorum að ræða við piltana hefur þeim fækkað smám saman því að það virðast vera margir þingmenn sem þurfa að „hringja“. Loks er bara einn eftir og hann handleikur spilin annars hugar meðan hann svarar spurningum okkar — Við hvaða þingmann líkar ykkur bezt? Hann lítur upp alvarlegur. — „No comment" Við viljum ekki gera upp á milli þeirra. — Hvað mundir þú gera, ef þú mættir skipta við þá á störf um I einn dag? Hið alvarlega yfirbragð hverf ur eins og dögg fyrir sólu, og virðuleikinn líka. Hláturinn sýð- ur I pilti þegar hann svarar með hrekkjalegu brosi: — Ég myndi senda þá alla á tvíhjólum I miðbæinn. Kaffistofa á Akureyrarflugvelli Flugkaffi nefnist ný kaffistofa sem opnuð hefur verið í Flug- stöðvarbyggingunni á Akureyrar flugvelli. Góðtemplarareglan á Akureyri rekur þessa kaffi- stofu, en reglan rekur þar einn- ig hótel Varðborg og kaffi Scandia. Fjölmargir gestir voru viðstaddir opnun kaffistofunn- ar, og bauð Stefán M. Krist- jánsson þá velkomna. Sagði hann að þetta mál hefði verið nokkuð lengi í undirbúningi, en 6. júlí s.I. hefði verið undirritað ur samningur milli Góðtemplara reglunnar og Flugmálastjórnar- innar um rekstur kaffistofunnar og gildir samningurinn til 5 ára. Slippstöðin á Akureyri hefur séð um alla innréttingu, sem er hin vistlegasta. Sjálfs- afgreiðsla er og geta því nijög margir notið þar veitinga sam- tímis. Flugkaffi verður fyrst uni sinn opið aðeins i sambandi v'ð flugumferð um Akureyrarflug- völl. 1 i' j i ii r

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.