Vísir - 08.04.1964, Blaðsíða 2
2
V í S I R . Miðvikudagur 8. apríl 1964.
Fréttabréf frá Jóni Þ. Qlafssyni úr „paradis
Það varð að samkomulagi
áður en ég hélt utan að ég
skrifaði íþróttasíðunni frétta
bréf héðan af Kyrrahafsströnd
Bandaríkjanna, sem segja má
að sé Paradís frjálsíþrótta-
manna. Að loknu löngu, til-
breytingarmiklu og skemmtiiegu
ferðalagi er ég kominn hingað
til Los Angeles, þar sem ég
mun verða mikinn hluta þess
tíma sem ég verð hér í Banda-
ríkjunum. Hér í Los Angeies
eru flestir beztu frjálsíþrótta-
menn Bandaríkjanna og héruð-
in hér umhverfis eru aðal vett-
vangur frjálsíþróttamanna bæði
hvað viðvíkur æfingum og
keppnum. Eftir að hafa ferðázt
um 'það bil 5000 mílur hingað
til Los Angeles, í flugvélum 17
klst. og 21 mín., og 32 klst.
Johnson að nafni. Hann var
meðal beztu spretthlaupaia
heimsins 1959 en þá hljóp narm
100 mtr. á 10,3 og 200 mtr. á
20,8. Hann hefur ekki haft að-
stöðu til mikilla æfinga núna ev.
telur sig geta hlaupið „bara"
á 10,4—10,5 sek. Margt var að
sjá í Washington, merkar bygg
ingar skoðaðar og farið á ýmis
söfn. Eitt þeirra safna sem mér
þótti mikið til koma var Smith-
sonian Institution. Þetta safn er
nokkurs konar þjóðminjasafn
og kennir þar margra grasa
Meðal þeirra hluta sem mér
þótti gaman að sjá var flugvél
sú er Charles A Lindberg flaug
frá New York til Parísar árið
1927 og flaug hann þessa leið
án viðkomu og var 331/2 klst.
á leiðinni en vegalengdin er
frjálsihróttamanna":
sökum þess að bæði var stokkið
hærra í stangarstökki og há-
stökki kvenna en gert var ráð
fyrir. í stangarstökki sigr-iði
Uelses og setti hann nýtt USA
innanhússmet og stökk harm
16 — 414 eða 4.99 m. Var gaman
að sjá hann stökkva því 'nann
er með afbrigðum skemmtilegur
stökkvari, sterkur, sprettharður
og notaði hann glass-fiber
stöngina til hins ýtrasta. í há-
stökki kvenna stökk kanadísk
stúlka Diane Gerace 1.75 m.
sem er annar bezti árangur
kvenna innanhúss í heiminum.
Að þessum greinum loknum
hófst keppnin í hástökkinu.
Sex keppendur voru mættir til
keppni en einn af skráðum kepp
endum, sjálfur John Thomas,
staulaðist um salinn með siaf
Jón Þ. Ólafsson.
— eitthvað er að hjá okkur
segja Bandaríkjamenn
samfellt í lest er frá mörgu að
segja, en þar sem meiningin
er að segja frá því, sem við-
kemur íþróttum verður ferða-
sögunni sleppt að mestu. For-
mála þennan hef ég þá ekki
Iengri, og hér á eftir fer frétta-
bréf nr. 1.
UTANFERÐIN O
FYRSTA KEPPN*
Ferðasaga þessi hefst aðfara-
nótt 10. marz, en þá fór ég ut-
an með flugvél frá Loftleiðum.
Lenti flugvélin í Keflavík, tók
þar eldsneyti og flaug að bví
loknu vestur um haf. Lent var
í New York um kl. 9,30 *ð
morgni næsta dags. Flugtíminn
var þó með lengra móti, þvi
mikill mótvindur var og flogið
var heldur norðar en venjulega
en það gerði ekkert til því að
farþegar höfðu nóg að gera við
að raða f sig ýmsu góðgæti,
bæði mat og drykk, sem borið
var fram rausnarlega og per-
sónulega hefði ég ekki haft á
móti því að flugferðin hefði
tekið lengri tíma. Það mætti
ætla að ódýr fargjöld Loftleiða
gerðu það að verkum að þjón
usta við farþega væri ekki jafn-
góð og hjá hinum sem meira
vilja hafa fyrir sinn snúð en það
er misskilningur, því að þjón-
usta Loftleiða við farþega sína
er betri en hjá flestum þeim
flugfélögum sem ég ferðast með
og eru þau mörg.
í New York var lent 1 rign-
ingarsudda og þoku og að einni
klst. liðinni flug ég til Was-
hington D.C. þar sem ég hafði
tæpra þriggja daga viðdvö).
Tíminn þar var notaður til æf-
inga, ýmsir merkir staðir skoð-
anir og var þar margt að sjá
Aðstoðarmaður minn í Was-
hington var blökkumaður,
elskulegur piltur, Brooks T
=3600 mílur og var hann einn
í flugvélinni. Þarna var einnig
fyrsta vélknúða flugvélin, flug-
vél bræðranna Wright. Þarna
var einnig flugvél sú er fyrst
flaug hraðar en hljóðið og einn-
ig mátti sjá þarna geimhylki
það er John Glenn jr. hafðist
við í á geimférð sinni 20. febr
1962.
Að lokinni þriggja daga við-
dvöl í Washington flaug ég til
Cleveland, Ohio til þess að taka
þátt í síðasta innanhússmótirui
í Bandaríkjunum á þessum
vetri. Kunni ég heldur betur
við mig i Cleveland að þvi
leyti hvað veðráttu snerti þv:
þar var heldur svalara. Kom ég
til Cleveland á föstudegi en
mótið var daginn eftir.
Mót þetta fór fram í stærsta
íþróttahúsi borgarinnar. Hús
þetta var hið stærsta þó gamait
væri orðið. Var húsið notað til
ýmissa íþróttakeppna og kvöld-
ið fyrir frjálsíþróttakeppnina
var keppt þarna í íshocky.
Heldur varð ég undrandi er
ég kom inn í íþróttahöllina því
þar var ekki hægt að gera það
sama og ég hef oft gert á frjáls-
íþróttamótum heima, þ.e.a.s. að
dunda við að telja áhorfendur
á milli þess sem maður er að
keppa. Áhorfendur sem keyptu
sig inn á þetta mót voru ahs
10478 sem er svipað aðsókn á
landsleiki í knattspyrnu á
Laugardalsvellinum heima. Ekki
bætti það úr skák að ég var
eini eriendi keppandinn á þessu
móti og þótti mönnum eitthvað
skrýtið að sjá keppanda með
ICELAND á brjóstinu. Svo mik-
ið var víst að ég hélt mig mes'
[ búningsklefanum þá þrvá
klukkutíma sem ég beið eftir
því að hástökkskeppnin hæfist
Hófst hún seinna en ætiað var
í hönd og var hann meiddur á
fæti og gat því ekki tékið þátt
í mótinu. Var hann mjög vin-
sæll, því þegar tilkynnt var ao
hann gæti ekki verið með, þá
andvarpaði ® áhorfendaskarmn
líkt og þegar landinn brennir af
í dauðafæri í knattspyrnulands-
leik heima á Fróni. Eftir nokk-
ur uppmýkingarstökk hofst
keppnin. Byrjunarhæð var 6,4.
Ég var fyrstur í stökkröð og
tók ég þann kostinn að sleppa
því eftir að hafa athugað mót-
stöðumennina stökkva taidi ég
að mögulegt væri að sigra þá
ef rétt væri að farið.
Þeir byrjuðu allir á 6,4, þrír
þeirra felldu byrjunarhæðina
sem ég get ekki skilið hvernig
hægt er þar sem að þeir áttu
allir frá 2,04—2,10. Vorum við
þá þrír eftir, en hinir tveir sem
stukku á þessa hæð fóru
vfrr í annarri ög þriðju tilraun.
Næst var hækkað í 6 — 6
Byrjaði ég því á þeirri hæð og
fór vel yfir í fyrstu tilraun.
Hinir felldu báðir naumlega en
í þriðju tilraun tókst öðruin
þeirra að fara yfir en ninn
felldi þrisvar og var þar með
úr leik.
Næsta hæð var 6,714 og fór
ég yfir þá hæð í fyrstu tilraun
og var vel yfir. Hinn keppand-
inn, Jim Oiiphant að nafni, fór
yfir í þriðju tilraun og var hann
vel yfir. Síðan var hækkað í
6, — 9,14 en þá hæð tókst hvor-
ugum okkar að komast yfir þó
að litlu munaði. Það háði okkur
nokkuð að byggð hafði verið
stangarstökksbr. í miðjum saln-
um og var þessi braut um það
bil fet á hæð svo að ekki var
um annað að gera en að
klöngrast yfir hana til þess
að ná fullu tilhlaupi en enginn
notfærði sér þennan möguieik'
enda óhægt um vik. Fengum
við því ekki fulla atrennulengd
og hafði það áhrif á képpnina
Keppendur voru bæði hvítir og
svartir og tveir þeirra, Oliphant
og Littlejohn eru meðal beztu
hástökkvara hér í Bandaríkjun-
um. Var rætt um það að eitt-
hvað væri orðið bogið við getu
Bandaríkjamanna í íþróttum
þegar íslendingar sigruðu þá
bæði í handknattleik og há-
stökki.
Daginn eftir keppnina fór ég
með þotu til Denver, Colorado
og var ég þar yfir nóttina.
Næsta dag fór ég með lest
yfir Klettafjöllin og var það
skemmtileg ferð og útsýni stór-
kostlegt á köflum og breyci-
legt. Þegar við vorum hæst
uppi var snjór á báða vegu upp
á íjailatoppa, en er við ókum
niður hlíðarnar Kyrrrahafsmeg-
in, var hitinn kæfandi, allt grasi
vaxið og ávextir héngu í
trjánum. Fór ég úr lestinni i
San Francisco, og var ég þar 1
þrjá daga. Þessa þrjá daga nuc-
aði ég til æfinga, einn dag.nn
æfði ég í San Jose en þangað
fór ég til að hitta ísl. friáis-
íþróttamann sem þar hefur
dvalið síðan í sept. 1961. Þessi
maður er Jóhannes Sæmunds-
son sem er þarna við nám og
leggur hann stund á íþróttir
og er hann orðinn fróður vel i
íþróttakennslu.
Æfði ég þarna í steikjandi
hita og stökk ég í fyrsta skipti
á asphalt-braut þarna, en þessi
braut er þó frekar lík gúmmí-
mottu og er mottan ca. 3 cm.
þykk og líkaði mér vel að
stökkva á slíkri braut. Væri
æskilegt að fá slíka mottu neim
því hún verður ekki há! i rign-
ingu. Um kvöldið gafst mér
kostur á að fylgjast með 'yft-
ingaæfingu hjá kösturum há-
skólans. Salur sá sem þeir nota
til þeirra hluta er mjög fuil
kominn og voru þar margvísleg
tæki og margt manna var við
æfingar. Þarna var meðal ann-
arra við æfingar náungi nokkur.
Kelson að nafni, og hefur nann
kastað rúmlega 18 metra Var
mér tjáð að hann væri cnrar
sterkasti kúluvarpari Banda-
ríkjanna - lyftingum og svo
mikið er vlst, að ekki hef ég
séð sterkari mann. Fór hann í
hnébeygjur með rúml. 500 Ibs.
og var stöngin bogin á herðun-
um á honum af þunganum á
endunum. Ekki var það heidur
mikið fyrir hann að jafnhatta ,
300 lbs.
Frá San Francisco flaug ég til 1
Los Angeles og bý ég í heima- |
vist nemenda University of |
Southern-California en þar mun g
ég stunda enskunám. Þjálfari |
við skólann er Vern Wolfe, einn |
bezti þjálfari í Bandaríkjunum
og meðal nemenda hans hafa
verið m. a. Dallas Long, heims- |
methafi í kúlpuvarpi, og hefur
hann kastað 20,07 mtr. og p
margir aðrir góðir frjálsíþrótta-
menn.
Einn af nemendum hans núna
er Lew Hoyt en hann er rnjög
góður hástökkvari og stökk
innanhúss í vetur 2,16 og sigr-
aði þá John Thomas og Sncas-
vell frá Ástralíu sem hefur
stokkið 2,20 utanhúss. Mun ég
æfa með Lew Hoyt og Joe
Faust sem hefur stokkið 2,15
mtr. Aðstæður hérna eru hinar
fuilkomnustu., völlurinn góður
og góður lyftingasalur.
Hef ég nú æft þrisvar sinnum
hérna og verða æfingarnar
sóttar af kappi þann tíma sem
ég verð hérna.
Þetta er einstakt tækifæn
sem mér hefur þarna gefizt og
vonast ég til þess að ég geti
náð góðum árangri hérna og er
þá tilganginum náð. . Er ég
Frjálsíþróttasamb. íslands þakk
látur fyrir þeirra hluta í þessari
ferð og er mér kunnugt um að
þeir hafa lagt mikla vinnu I að
úr þessu gat orðið. Einnig er ég
þakklátur þeim bandarísku að-
ilum sem að þessu hafa stuð’.að. |
Lýk ég þessu fréttabréfi þá að
sinni, og bið ég að heilsa ölium
kunningjum og vinum heirna.
Einhver bið verður á því að
ég skrifi aftur því mér er ekki
kunnugt um nein mót á næst-
unni.
Los Angeies, 22. marz 1964.
Jón Þ. Ólafsson.
Utanáskrift mín í USA:
Jon Th. Ólafsson, I
University of Southern
California, |
36th Place, Stonier Hall. |
Los Angeles,
California,
USA. ;■
íiSJ
Stálu
peningum
IAðfaranótt laugardagsins var
stolið nokkur þúsund krónum úr
fórum gests á einu gistihúsi borg-
arinnar.
Hafði gestur þessi boðið til sín
Ímönnum, en þegar þeir voru farn-
ir, saknaði hann nokkur þúsund
króna úr fórum sínum og gerði
’ögreglunni aðvart.
ÍLögreglan hafði strax á laugar-
daginn upp á tveim mönnum, sem
i viðurkenndu að hafa stolið pen
0 ingunum af hótelgestinum. Hafa
p menn þessir komið við sögu hjá
' 'ögreglunni fyrir svipað tilfelli
B áður.