Vísir - 08.04.1964, Side 5

Vísir - 08.04.1964, Side 5
VfSIR . Miðvikudagur 8. apríl 1964, .utlönd 1 morgun útlönd 3, morgun utlönd í morgim Htröiid í morguii „LEYNDARMAL Er trúlofun hennar og Hugó prjns að fara út um þúfur? Blaðið Daily Mail i London birt- ir forsiðufrétt frá fréttaritara sin- um um, að vaxandi líkur séu tald- ar fyrir því í Hollandi að trúlofun Irene prinsessu og Hugo prins fari út um þúfur. Blaðið birtir fréttina undir fyrirsögninni „Leyndarmál Irene“. Það er að minnsta kosti vist, símar fréttaritarinn að sigrast þarf á alvarlegum erfiðleikum. — Þau Irene og Hugo voru ekki sam- an um páskana. Hollenzkur emb- ættismaður sagði við fréttaritar- ann: „Prinsinn er áreiðanlega ekki í Holiandi". — Kunnugt sr, að viku samkomulagsumleitunum til þess að ákveða brúðkaupsdag, lauk án þess nokkur dagur væri ákveðinn. Hollenzka stjórnin hefir haft til umræðu ríkisborgararétt prinsins, sem er varaliðsforingi í franska hernum og sonur hins 75 ára Xaviers prins, Carlista, sem gerir tilkall til ríkiserfða á Spáni. — Hugo prins og Marijnen forsætis- ráðherra Holiands hefir ekki samið. DEILT UM MEXICOFÖR. Prinsinn hafði óskað eftir að verða þátttakandi i fyrirhugaðri Mexico-för holienzku konungsfjöl- skyldunnar, Júlíönu drottningar, Bernhards dröttningarmaka, Bea- Foreigner — seeks work Young foreigner seeks work in Reykjavik. Offers initiative and drive plus fluent control of English, German and Norwegian. Please send offers to Vísir Ingólfsstræti 3 marked „Foreigner 300“. í Bretlandi 11. júnii trix ríkisarfa og Irene prinsessu, en Marijnen vildi ekki á það fall- ast. Og fleira mætti telja. Irene og Hugo kynntust í nauta- atsbænum Pamplona f fyrrasumar. Hún fékk ást á honum þá. 8. fe- brúar afsalaði hún sér rlkiserfða- réttindum. Þegar hún gerðist ka- þólsk hneykslaði hún 4 y2 milljón mótmælendur í Hollandi, segir D. M. — Tilkynnt var, að hún og Hugo ætluðu að stofna heimili ut- an HoIIands. Og mikið gekk á. Barátta Irene var hörð vegna and- spymu nær allra heima fyrir, — en sigraði, og brosti þá sem að of- an má sjá, en nú brosir hún ekki. Kosningar Gefið var I skyn af hálfu íhaldsflokksins brezka í gær, að efnt kynni að verða til al- mennra þingkosninga í landinu 11. júní næstkomandi. Látin var í Ijós örugg trú á sigri flokks- ins. Lokaákvörðun um kosninga- daginn verður þó ekki tekin fyrr en síðari hluta vikunnar, en þá verða kunn úrslit í bæj- ar- 'og sveitarstjórnarkosning- um, sem þessa viku fara fram í Englandi og Wales, en talið er, að þær muni gefa mikil- ilvæga vlsbendingu um fylgi flokkanna. Yerði úrslitin vænleg ■lil<y'Wfaii)il4,i,.,». ■■ wmm fyrir stjórnarflokkinn mun 3ir Alec Douglas Home forsætis- ráðherra tilkynna kosningadag- inn fyrir næstu helgi. Það hefir verið alkunnugt á Bretlandi vikum og jafnvel mánuðum saman, að um þetta leyti yrði kunnugt hvort ef it yrði til vor- eða haustkosninga. Margt styður það, að Sir Alec láti tii skarar skríða nú og á- kveði vorkosningar. Ríkisreikn- ingarnir fyrir s.l. ár eru nýbirt- ir og sýna ágæta afkomu og fjárlagafrumvarpið er að fæð- ast, en það er vitanlega samið með hliðsjón af afkomunni á nýloknu fjárhagsári. Sir Alec Douglas-Home sagði í gær, að Bretland væri stór- veldi, sem beitti orku sinni og vitsmunum, til þess að efla vel- gengni landsmanna og einnig í þágu friðar og velmegunar annarra þjóða. Hann kvað 98 af hundraði landsmanna hafa góða atvinnu og hafa gott kaup. — Forsætisráðherrann hefir ferðazt mikið um landið að und- anförnu og verið bjartsýnn í ræðum. Orð hans í gær voru nýtt lúðrakall til liðssafnaðar undir kosningabardagann, sem framundan er. KÍSILGÚRVERKSMIÐJA VIÐ MÝVATN Fundir voru í báðum deildum Alþingis I gær. í efrj deild voru enn á dag- skrá frv. um stofnlánadeild og jarðræktarlög. 1 neðri deild voru m. a. á dagskrá frv. um launa- skuldir iðnaðarins, skipulagslög og frv. um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Kísilgúrverksmiðja. Iðnaðarmálaráðherra Jóhann Hafstein mælti fyrir frv. ríkis- stjórnarinnar um kísilgúrverk- smiðju við Mývatn, í neðri deild. Rakti hann í fyrstu aðdrag- anda málsins, sagði að upphaf ið mætti rekja til rannsókna Baldurs Líndals á árunum ’50 — ’53 á kísilgúrn- um 1 Mývatni, en hann hefði allan tímann haft mikinn áhuga á þessu máli. Á árunum ’55-’57 hefði Tómas Tryggvason jarðfræðingur athug- að magn þess hráefnis sem þarna var fyrir hendi, og upp úr þvi athugaði Baldur á eigin spýtur möguleika til að vinna kísilgúr. Um sama leyti var haft samband við tækniaðstoð Vestur-Þýzka- lands og var samin álitsgerð sem lá fyrir í marz 61. Um þetta leyti fékk stóriðjunefnd málið til með ferðar og kom þá í ljós að holl- enzkt fyrirtæki Aime hafði áhuga á málinu. Síðan hefur verið náin samvinna milli íslenzkra að- ila og þess hollenzka fyrirtækis um vinnslu kísilgúrs. Þá vitnaði ráðherrann í greinar gerð, þar sem skýrðar eru ástæð- urnar fyrir því að gerður var samningur við erlent fyrirtæki og segir þar, að: „Kísilgúrverksmiðja við Mývatn yrði ekki mjög stórt iðjufyrirtæki, t. d. samanborið við Sementsverksmiðjuna og Áburðarverksmiðjuna. Fjárhags- lega og tæknilega væri ekki úti- lokað fyrir íslendinga eina að reisa verksmiðjuna, enda kæmi erlent lánsfé til. Vandamálið ligg- ur hins vegar í því, að allur kísil- gúrinn yrði að seljast úr landi í harðri keppnj við gróna keppi- nauta um markaðinn andstætt því sem gegnir að mestu um sement og köfunarefnisáburð. Þar við bætist hið sérstaka eðli markaðs ins fyrir kísilgúr. notkun hans er afar margbreytileg en sjaldnast notað nema mjög Iftið magn hjá hverjum kaupanda auk þess, sem kröfur um gæði og afhendingu eru mjög mismunandi. Af þessum ástæðum er sala á kísilgúr mjög mikið starf, sem krefst góðrar skipulagningar og ekki síður traustra viðskiptasambanda, þar eð kísilgúrmarkaðurinn í Evrópu er í höndum tiltöluleg fárra en sterkra aðila. Aðstæður þær, sem lýst hefur verið hér að framan, benda eindregið til, að alíslenzk kfsilgúrverksmiðja, sem sjálf mundi annast sölu gúrsins, mundi mæta miklum söluerfiðleikum”. Fyrsta samkomulagið við hið hollenzka félag er frá ’61 um að það léti gera miklar rannsóknir á kísilgúrnum. En seinni hluta árs ’62 kom upp efasemdir um að vinnsla kísilgúrs væri eins hag- kvæm og af var látið og þá segja hinir erlendu aðilar upp samkomu laginu sem gert hafði verið við þá. Þá er það sem Baldur Lfndal heldur rannsóknunum áfram, og lauk þeim í des. sl. með jákvæð- um árangri en þá hafði að nýju vaknað áhugi hjá hinu holienzka félagi og leiddi það til þess að samningur var undirritaður í febrúar sl. að fulltrúum frá stór- iðjunefnd og hinu hollenzka félagi. Er þar gert ráð fyrir að mynd- uð verði tvö félög, fram leiðslufélag við Mývatn, og væru íslendingar aðaleigendur þess, og sölufélag í Hollandi sem fram- leiðslufél. fengi aðstöðu til að vera hluthafi f. Þá rakti ráðherrann framleiðslu möguleika og áætlaða stærð verk- smiðjunnar, sölumöguleika o.fl. En þar sem það hefur þegar kom ið fram í fréttum verður það ekki rakið nánar hér. Um lagahlið málsins er það að segja, að Ólafur Jóhannesson pró- fessor hefur komizt að þeirri nið urstöðu, að vatnsbotn utan net- laga, sem ná 115 m. út, sé al- menningseign. Innan netlaga tilheyrir botninn þeirri jörð, er á land að vatninu. Þá gat hann þess, að í jan. s! hefði Magnús Jónsson banka- stjóri haldið fundi með landeig- endum og sveitarstjórn Mývatns sveitar og hefðu þeir aðilar haft jákvæða afstöðu til málsins. Að lokum rakti ráðherrann efni frumvarpsins sjáifs þ. e. a. s. sam komulagið, sem að fengnu sam- þykki Alþingis, verði undirritað við hið hollenzka félag Aime. Að lokinni ræðu ráðherrans tók Eysteinn Jónsson tU máls. Sagði hann, að hér væri merkilegt nýmælj á ferð- inni, en það kæmi hins veg ar alltof seint fram. Þá benti hann á, að þetta mál hefði orðið að þingmáli vet urinn ’58 —’59, er Karl Krist- jánsson fiuttj þáltill. sem gekk í þessa átt. Síðan sagði hann, að samkvæmt greinargerð frv. hefði tæknihlið málsins algjörlega ver- ið í höndum íslendinga og væri ánægjulegt til þess að vita að svo fámenn þjóð gæti komizt svo langt í þessum efnum. Og sjálf- stæði okkar byggðist að verulegu leyti á því, að við séum tækni- lega sjálfstæðir. Þá hélt hann því fram, að þar sem fjármagn það, sem erlendir aðilar ættu í félaginu, og þar sem tæknihliðin hefði verið í höndum íslendinga, þá væri engin ástæða til að taka útlendinga inn í félag- ið. Og við eigum sjálfir að brjót- ast inn á erlenda markaði í stað þess að afhenda fyrirtæki, sem íslendingar ættu ekkert í og hefði einkarétt á sölu vörunnar. Ennfremur taldi hann vanta uppsagnarákvæði [ samninginn við hið hollenzka félag, svo og hafði hann ýmislegt að athuga við tollskráninguna. Að lokum taldi hann upp ýmis atriði, sem Framsóknarmenn héldu vanta í frv og verða þau ekki rakin hér. Var fundi síðan slitið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.