Vísir - 08.04.1964, Blaðsíða 7
VlSIR . MiJMkudagui- 8 aprí' 1964
Brynja Benediktsdóttir í hlutverki sínu,
Tilraunaleikhúsið:
REIKNIVÉLIN
i . ' • ■ . ■ ' • , - • ' ' V; ' '
Höfundur og leikstjóri: Erlingur E. Halldórsson
Kannski er þarna verðandi snill
ingur að taka fyrstu, hikandi
skrefin, kannski láta þær vonir,
sem hann vekur með þessari frum
smfð sinni, sér til skammar verða,
hver getur spáð um það. Ef til
vill kemur það á daginn, að hæfi-
Ieikar hans duga ekki til stærri
átaka, eða þá að hann skortir
viljastyrk og staðfestu eða — það
sem hverjum listamanni er hættu-
legast, en þó engum hættulegra
en þeim, sem fást við leikritun, —
að hann finni ekki hjá sér nejna
köllun, þegar til kemur. Sannar-
lega væri það illt, ef eitthvað af
þessu yrði honum að fótakefli,
það er löngu tími til þess kominn,
að við eignumst nokkra snjalla
leikritahöfunda. Og kannski er
það skemmtilegast við þessa frum
smíð Erlings E. Halldórssonar,
hve þar bregður til beggja vona
um framhaldið, með öðrum orð-
um, að hún útilokar ekki að hann
kunni að reynast annað og meira
en meðaldúllari um leið og hún
slær ekki neinu föstu um það, að
hann eigi eftir að skapa form-
snjöll og rismikil leikhúsverk. Og
fjarri sé það mér, að ætla mér
þá dul að fara að segja honum
til, gefa í skyn að þetta hefði farið
betur þannig eða þannig, annað-
hvort sér hann það sjálfur þegar
frá líður eða hann sér það ekki.
Ég ætla ekkj einu sinni að taka
mér í munn hina margþvældu
tuggu um sjálfsögun og vinnu
og aftur vinnu, þó að slíkt fari
ákaflega vel í munni almennings,
þegar hann les gagnrýnina, ef
hann þá les hana, gæti það orð-
ið höfundinum mesta Lokaráð,
færi hann eftir því. Hvort tveggja,
sjálfsögun og vinna, er hverjum
listamanni nauðsyn, í hófi. Fram-
yfir það getur sjálfsögun og vinna
slökkt neista listarinnar smátt og
smátt.
„Reiknivélin" hefur sína kost.
og galla. En þeir gallar, sem einna
mest ber á, eru tiltölulega mein-
litlir, í því fólgnir að höfundur
lætur um of eftir þeirri löngun,
sem ekki er annað en heilbrigðis
vottur í fari ungra listamanna,
að ganga fram af áhorfendum.
Það þarf að minnsta kosti síður
en svo að bera vitni neinni sjúk-
legri sóðahneigð, þó að hann ger-
ist óþarflega klúr í þeim tilgangi
— sérhverjum höfundi er það
nefnilega ljóst, að þannig er auð-
veldast að ganga fram af áhorf-
endum, og þá er það ekki nema
mannlegt að falla fyrir þeirri freist
ingu og gerast klúrari en listrænt
tilefni gefst til. En eins og ég
Ríkisstarfsmenn
mótmæSa dómnum
Bandaiag starfsmanna rfkis og
bæja boðaði til fundar ríkisstarfs-
manna í Austurbæjarbíói f fyrra-
kvöld, um úrskurð Kjaradóms, og
gerði fundurinn svoíellda ályktun:
„Almennur fundur Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja lýsir yf-
ir íullum stuðningi við mótmæla-
ályktun þá, sem stjórn BSRB gerði
vegna dóms kjaradóms frá 31.
marz s.l. og birzt hefir i blöðum
og útvarpi.
Fundurinn telur að ríkisstarfs-
menn hafi samkvæmt 7. grein
samningsréttarlaganna átt ótví-
ræðan rétt á kauphækkun til sam-
ræmis við kauphækkanir annar/a
stétta á liðnum vetri. Telur hann
vítaverða þá röskun, sem með
dóminum er gerð á launahlutfall-
inu milli ríkisstarfsmanna og ann-
arra launþegar.
Um leið og fundurinn mótmæiir
harðlega niðurstöðum dómsins
skorar hann á opinbera starfs-
menn að styrkja samstöðu sína um
rétt sinn og hagsmunasamtök"
Ræður fluttu á þessum fundi
Kristján Thorlacius, formaður
stjórnar BSRB, Guðjón B. Bald-
vinsson, Haraldur Steinþórsson og
Magnús Eggertsson. Auk þess
fluttu formenn 9 félaga rfkisstarfs-
manna ávörp. Voru ræðurnar ”f-
irleitt í anda tillögunnar.
Vísir átti stutt tal við Guðjón B.
Baldvinsson í gær og innti m.
a. nánar eftir því, á hvern hátt
opinberir starfsmenn hygðust
styrkja samstöðu sfna um rétt sim
og hagsmunasamtök, eins og skorað
er á þá að gera með fyrrnefnlri
tillögu.
Guðjón kvað þetta m. a. geta
orðið með þeim hætti, að ríkis-
starfsmenn, sem enn væru ófélags-
bundnir, gengju í samtökin, sem
þyrftu að eflast fjárhagslega t.d.
til þess að geta sinnt brýnum
verkefnum, svo sem fræðslunám-
skeiði um samtökin og þá löggjöf
sem opinberir starfsmenn byggju
við, í fyrra var skipuð nefnd
innan vébanda BSRB til þess að
undirbúa slíkt námskeið, sem
hún og gerði. En ekki hefir verið
ráðizt í að halda þetta námskuð
enn sern komið er.
sagði, þá er þetta tiltöluiega mein
laust, það eldist af leikritahöf-
undum sem öðrum, og sé skap og
þróttur í þeim, finna þeir heil-
brigðum uppreisnaranda sínum úl
rás í öðrum spjótlögum, sem
ganga dýpra, nísta sárar og skilja
ör eftir. Það gera smekkleysur
aftur á móti ekki.
En höfundur sýnir dirfsku sína
á annan og jákvæðari hátt, cg
þar koma fram kostir þessarar
frumsmíðar þeir sem vekja mest-
ar vonir. Hann fer sínar leiðir
í formi og framsetningu, að vísu
er ekki hægt að kalla það óruddar
leiðir nema í þrengri merkingu —
þó að innlendir leikritahöfundar
hafi ekki lagt inn á þær brautir í
þeim verkum, sem komizt hafa á
svið, má kalla að það séu troðnar
slóðir, kannski oftroðnar, af er-
lendum leikritahöfundum. Hér er
það hressandi og kærkomin
dirfska, að sjá þannig tekið til
höndunum. Enn er það kostur
um þjálfaðra og traustra leikar;
nýliðar í tveimur, skila allir sfnr
og nýliðarnir líka'. Bjarni Steir
grímsson er efnilegur nýliði, e'
dæma má eftir þvf hvernig hanr
meðhöndlar Þormóð gamla, þar
er ylur og nærfærni á bak v.f
og það vegur drjúgan á móti á
göllum byrjandans, sem Ieyna sé:
ekki að vísu. Emanúel barþjónn
er í góðum höndum, Erlingur
Gíslason leikur hann af öryggi og
skilningi og nær sterkustum áhrif
um fyrir það hve mjög hann still
ir allri tjáningu í hóf. Valdimar
Lárusson leikur Natn B. — og
hef ég oft séð Valdimar takast
betur að vísu, og kann þarna
að valda nokkru um, að ekki er
Iangt síðan ég sá hann í ekki ó-
keimlíku hlutverki á þessu sama
sviði, allt um það var persónu
sköpun hans yfirleitt trúverðug.
Þorleifur Pálsson leikur Lilla —
ég vil ekki fullyrða að hann nái
öllu, sem má mætti f því hlut-
Þormóður gamli.
við þessa frumsmíð, að hún sýnir
og sannar að höfund; eru gefnir
hæfileikar til að skapa skilmerki
legar og sennilegar persónur, þó
að form það, sem hann hefur
valið sér bjóði þeirri hættu heim
að ýkja persónurnar úr hófi og
skrumskæla, fellur hann ekki fyrir
þeirri freistingu, hvorki sem höf
undur né leikstjóri, og því verða
Ul.utverkin mannleg en ekki „týp-
isk". Ekki þar fyrir,, að „týpu-
gerðin" getur líka átt rétt á sér
innan þessara formmarka — en
þá skal líka kunnáttu og snilli til,
meira en í meðallagi, ef vel á til
að takast. Þar er mjótt mundangs
hófið.
Og hvort sem það er nú heppm
að þakka, eða einhverju öðru, þá
hefur yfirleitt valizt vel í þessi
hlutverk. Þrjú þeirra eru í hönd-
verki, og nokkur byrjendabragur
er stundum á leik hans, en þó er
óhætt að telja hann fara vel af
stað, og gegnir furðu, hvað hann
heldur vel í við Brynju Bene-
diktsdóttur í hlutv. Dídf, sem sýn-
ir þarna að hún er kunnáttusöm
og sviðsvön Ieikkona, og stendur
Erlingi Gíslasypi á sporði, svo að
stundum 'er vafamál hvort betur
gerir. Benedikt Gunnarsson hefur
gert leiktjöldin, vel og smekklega.
Gestir á „pressusýningu" tóku
leik og Ieikendum mætavel og
klöppuðu þeim lof í lófa í leiks-
lok, esda áttu bæði þeir og höf-
undur það skilið. Og ég vona
að ekki hafi ég verið einn um það,
þegar upp var staðið, að hugsa
sem svo, að það væri nógu fróð-
legt að vita framhaldið ...
Loftur Guðmundsson.
D