Vísir - 08.04.1964, Page 15

Vísir - 08.04.1964, Page 15
VI S IR . Miðvikudagur 8. apríl 1964. wm*»-~ ^\ • r>-nK«we»w.... «BW B22E Vér bjóðum /ður Ödýr plastskilti svo sem Nú var sem mikil breyting yrði á Emmu Rósu. Hún kippt- ist við og leit ringluð í kring- um sig. - Ó, guð minn góður, þetta er herbergið, sem þrælmennin fóru inn í með mig undir því yfirskini að ég mundi hitta hér móður mína. Hvar eru þeir? — Þeir eru á hröðum flótta — þeir tóku til fótanna, er þeir heyrðu okkur koma. Þekktuð þér þá? — Að minnsta kosti annan þeirra — morðingja Jacques Bernier, en hann reyndi svo að drepa mig. - Eins og mig grunaði. Segið mér hvað gerðist, ungfrú. — Þeir þvinguðu mig til að drekka eitthvað, sem var mjög beiskt_ Svo missti ég meðvit- und, og ég man ekkert, fyrr en ég opnaði augun áðan. Ef þess- ir menn koma aftur, drepa þeir mig, vemdið mig fyrir þeim. — Verið óhrædd, sagði Óskar. Þér eruð hjá fólki, sem vill yð- ur vel. Þessi kona er Soffía Rigault, systir mín, sem á hús- ið héma. Hún hefur hjarta úr gulli, skal ég segja yður. Og ég, ja, ég hef tvöfalda ástæðu til þess að vilja hjálpa yður. — í fyrsta lagi vil ég vernda yður fyrir þessum þorpara, og í öðru lagi vil ég hefna mín á honum fyrir að leiða grun að mér fyrir morð, sem móðir yðar enn er grunuð um. — Þér trúið þó ekki, að móð- ir mín sé sek, spurði Emma Rósa áköf. — Að hún sé sek, nei, ég held nú ekki — ekki sekari en ég, en um það skulum við tala seinna. Nú þarf ég bara að fá vitneskju um sitt af hverju, vltneskju, sem ég get aðeins fengið frá yður. Emmú Rósu var svo hrollkalt, að tennumar glömruðu í munn- inum á henni og hún titraði frá hvirfli'til ilja. — Æ, þér eruð votar í fæt- uma. Setjizt nú hérna með fæt- urna að eldinum, meðan Soffía býr um yður. Svo er mest um það vert að reyna að sofa til morguns. - Já, sagði Soffía og faðm- aði Emmu Rósu að sér, nú skul uð þér vera alveg róleg, við skulum gæta yðar. — Þökk, þér eruð mér svo góð, sagði Emma Rósa hrærð. Hún bar allt í einu hönd að aug | um sér og hún varð skelfd á ! svip. — Hvað — er eitthvað að? — Þetta er einkennilegt, mér líður eins og þegar ég vaknaði úr dái eftir fyrstu morðtilraun- ina. Það er eins og ég sjái hér allt í þoku. - Það stafar sjálfsagt af geðshræringunni, sagði Soffía. Það líður vafalaust fljótt frá. - Já, sagði unga stúlkan, nú greiðist þokan dálítið frá. — Það er gott, talið nú við ibróður minn, meðan ég bý um j yður. — Eruð þér nógu hress til |að svara mér? spurði Óskar. - Já. — Segið mér þá hvernig þessi þrælmenni gátu lokkað yður hingað. Emma Rósa sagði honum allt af létta um það. — Og þetta bréf, sem notað var sem beita — hafið þér það íennþá? — Já, ef þeir hafa ekki stolið því frá mér. Hún þuklaði í vasa sínum. — Nei, hérna er það, sagði hún og rétti Óskari það. Hann las það með athygli. — Já, þetta eru ekki neinir bjálfar. — Og þér hafið þannig ekki sagt þernu yðar neitt. — Nei, hún hlýtur að óttast um míg. ' " .■-• •• - . | — Við reynum að róa hana. — Ætlið þið að fara með mig til hennar í fyrramálið? — Nei, það væri heimskulegt. — Hvers vegna? — Vegna þess, að þrælmennin myndu þá komast að raun um, að yðúr hefir verið bjargað, og þar sem þeir hafa nú fengið þá flugu í kollinn að ryðja yður úr vegi, mundu þeir gera nýja til- raun, og þá er ekki vist, að ég komi á réttu augnabliki til að bjarga yður. Eigi okkur að tak- ast að uppgötva hinn seka, er nauðsynlegt að menn telji — að minnsta kosti í bili, að þér sé- uð horfnar. Við tökum yður með til Parísar til Soffíu systur minn ar, sem mun annast yður. — En vesalings móðir mín — á hún líka að vera áhyggjufull út af hvarfi mínu, ef það berst henni til eyrna?' — Það skulum við athuga. Berið þér ekki traust til mín, ungfrú? — Fyllilega, sagði Emma Rósa áköf. — Þakka yður fyrir, ungfrú, sagði Óskar glaður, og ég á það líka skilið, og yður mun aldrei iðra þess, því að það er ég, :Rigolo, sem skal sanna sakleysi móður yðar og afhjúpa hinn arma. — Hve ég mun blessa yður alla mína daga, sagði Emma Rósa hrærð. — Tölum ekki um það nú, sagði Óskar, ég á hvorki bless- un eða þakklæti inni hjá yður, því að ég er jafn áhugasamur um þetta og þér. Við erum í rauninni samherjar, og þegar ég vinn fyrir yður, er ég líka að vinna fyrir mig. — Jæja, sagði Soffía, hefirðu nú fengið að vita það, sem þú vildir? Hún hafði komið inn í þessu. — Já, svaraði Óskar. — Ágætt, þá getur blessuð stúlkan komið að hátta. — Æ, ég er fegin, ég er alveg úrvinda. — Komið þá, sagði Soffía. — Ég ligg hérna á legubekkn- um, sagði Óskar, og læt fara vel um mig, og strax og dagur rennur, athugum við okkar ráð. — Þökk, sagði Emma Rósa-og rétti honum hönd sína. — Ekkert að þakka, sagði Óskar —. fyrr en sakleysi móður ýðar œr:<sannað fyrir mitf starf. — Þánn dag mun 'ég' leggja hendurnar um hálsinn á yður. — Það væri nú ekki sem verst að fá slík laun, sagði Óskar bros andi. Soffía hjálpaði Emmu Rósu ;til að háttta og lagðist svo til i svefns í herbergi við hliðina á því, sem Emma Rósa svaf í, en 'niðri sat Óskar makindalega í hægindastól og tottaði pípu sína og hugsaði sem svo: Þetta eru fífldjarfir fantar, : sem ekki láta sér neitt fyrir jbrjósti brenna, en svo sannar- j lega skal sonur hans föður míns sáluga klekkja á þeim. Hvernig væri annars að líta í kringum sig í borðstofunni, þar sem þeir héldu sjálfum sér gildi? Hér hefur ekki verið snert við neinu, — þar átti víst stúlkan að sitja, hugsaði hann, — nú, þeir hafa keypt sér smurt brauð og kökur, sennilega verið búnir að kaupa birgðirnar, þegar ég sá vagninn í Charentongötunni. HURÐARNAFNSFJÖLD, HÚSNÚMER, FIRMASKILTl, MINNINGARPLÖTUR o. m. fl Plasthúðum pappír—Spraut- um flosfóðringu. SKILTI & PLASTHÚÐUN S.F. , ■■ , í. li S' í ' '■/.<&'■* vi- -x Hreinsum Sækjum — sendum. samdægurs Efnalaugin Lindin Skúlagötu 51, sími 18825 Hafnarstræti 18, sími 18821 Oill€l ÚRIN bimsfrægu Fást hjá GARÐARI ÓLAFSSYNl úrsmið Lækjartorgi. Sími 10081 15 3 herb. íbúð við Óðinsgötu. 5 og 6 herbergja íbúðir x Hlíðunum, 5 herbergja fbúð við Skipasund, hús með tveimur ibúðum við Lang- holtsveg. Risíbúðir í Teigun I smíðum í Kópavogi. um. 2 og 3 herbergja fbúðir í miðborginni. Einbýlishús í Höfum fjársterka kaupend ur að 2 herb. íbúðum og 3. herb. íbúðum, ris kemur til greina, 4 herb. íbúðum. Út- borgun getur verið 450 þús. og meira í suraum tilfellum. JÚN MGMARSSON tögmagur___________ HAFNARSTRÆTI 4 SiMi 20788 sölumaður: Sigurgeir Magnússon 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Fanný ienonýs T A R Z A H 7UEING THE NIGHTOF THE FULL /AOON > THERMAL WATEE GUSHE7 FORCEFULLY FR0WÍ GLÍFF R0CR, AGAIWST NURSE NAOttl'S EACK/. I Att G01UG.TO \\ PLUG THE ENP k • OF THE LOG- S SHELL.TARZAN..'. , TELLYOUK K, WOttAN NOT , fei' TO BE f K. FRI5HTENEF! ...BUT, AT PAWN THE GEYSER'S ttYSTEKIOUS FOKCE FlttlNISHES, UNTJL ONLY AGENTLE .Rtt SPRING FLOWS THROUÍH THE FUG- 'OUT LOG. , SOttSTHINS 500? IS HAPPENING TOttE... - I FEEL IT IN MY SFINE! Bh.l tLLOT dOH4 'CMSV0 Copr. U40. M|U Rlc4 Surrourh*. 13t^Tm. Bm V. B.r»l Otf. Distr. by United Feature Syndicate, Inc. Alla nóttina gusast vatnið i ar dagur rennur minnkar kraftur- loka fyrir endann á trjábolnum, ekki hrædd. Mér líður svo vel, gegnum trjábolinn, og baðar lík inn, og það er aðeins lítill lækur segir Medu. segðu henni að vera andvarpar hún. Mér finnst ég ama hjúkrunarkonunnar, en þeg sem rennur áfram. Ég ætla að ekki hrædd. En Naomi er alls vera að lifna við. sémi 16738 ; Gæruiíipur kr. 998,00 I Miklatorgi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.