Vísir - 08.04.1964, Page 16

Vísir - 08.04.1964, Page 16
VÍSIE MttMkudagur 8. april 1964. Tilkynnti stuld til að villa lögreglunni sýn Um sfSustu helgi lentu tveir bilar í kappakstri um götur bæj- arins og var iögregiunni tilkynnt um háskalcgan akstur þeirra á Langholtsvegi. Eftirlitsbifreið frá lögreglunni var send til að hafa upp á bif- relðunum og tókst henni fljótlega að fmna aðra þeirra. Var ökumað- ur hennar og farþegar fluttir í Jögreglustöðina og tekin skýrsla af þeim. Rétt á eftir barst tilkynning til lögreglunnar frá eiganda þeirrar kappakstursbifreiðarinnar, sem enn var ófundin að henni hefði verið stolið og lögreglan beðin um að- stoö við að finna hana. Eitthvað þótti lögreglunni grun- samlegt við þessa tilkynningu, og kom heldur ekki heim við fram- burð piltanna sem lögreglan hafði Framh. af bls. 6 Féll út um glugga Fyrir miðnætti á sunnud.-nótt féll maður út um glugga á 1. hæð hússins nr. 133 við Laugaveg. Maðurinn hrapaði niður í kjallara- tröppur og var þarna um 3ja metra fall að ræða Maðurinn sem varð fyrir þessu óhappi heitir Sigurður Jónsson. Ekki er blaðinu kunnugt um hve alvarlega Sigurður meiddist, en það mun þó hafa verið talsvert því hann var fluttur í Landspítal- ann i gærmorgun eftir að hafa leg- ið í slysavarðstofunni um nóttina. Bcinin sem komu upp úr greftrinum á Tjömesi. Bein úrkaþóhkum tíma fínn ast við uppgröft á Tiörnesi Bóndinn á Sandhóluni á Tjör- nesi, Sigurþór Baldvinsson, kom í vetur niður á beinagrindur í túni sínu, er hann var að grafa fyrir fjárhúsi. Er talið að þarna hafi staðið gamalt bænhús og séu beinagrindurnar úr graf- reitnum við það. Er þá líklegt, að beinagrindur þessar séu frá því fyrir siðaskipti. Blaðið átti stutt samtal við bóndann, hann sagði að fyrir nokkrum árum hefði hann verið að byggja hlöðu f túninu og þá hefði einnig orðið vart við bein. En nú, þegar verið var að grafa fyrir fjárhúsinu hefðu komið upp tvær beinagrindur. Bóndi tilkynnti ekki um fund þennan til Þjóðminjavarðar, sennilega af ótta við að það hefði f för með sér röskun á túni hans og tafir á framkvæmdum. Hann segir, að sagnir hafa verið um það á bæn um, að þarna hafi staðið bæn- hús og hefði verið talið að gömul skemma sem þar hefði staðið hefði áður verið bænhús, Engir munir hefðu fundizt hjá beinagrindum þessum. Beinun- um kom bóndi aftur fyrir í rnold inni. Blaðið átti tal við Kristján Eld járn um þetta. Hann kvað það miður, að fundurinn hefði ekki verið tilkynntur. Hins vegar sagði hann, að Þjóðminjasafnið hefði ekki látið framkvæma neinn uppgröft. Litlar minjar væri að finna í kristnum gröfum Það eina sem gert væri í slíkum tilfellum væri að skrá staðsetn ingu bænhússins og grafreits- ins. Þá talaði blaðið og við séra Svein Víking, sem er að vinna að skrá um bænhús á íslandi. Hann sagði að vitað hefði verið um fjögur bænhús á Tjörnesi, að Saltvík, Bakka, Syðri Tungu og Isólfsstöðum. Ekki hefði ver ið vitað um staðsetningu tveggja bænhúsa til viðbótar, en sr. Sveinn hafði getið sér til, að þau mundu hafa verið að Sandhólum og Máná. Þótti hon um vænt um að heyra, að upp- gröftur þessi hefði sýnt að til- gáta hans hefði verið rétt. Fjöldi ísleazkra ferða- manna á heimssýninguna Eftir rúman hálfan mán- uð hefst heimssýningin í New York. Verður sýning- in haldin í Flushing Meadow á Long Island og er á sama stað og heims- sýningin 1939, en þar stend ur þó eftir aðeins eitt af þeim mannvirkjum, sem hyggð voru fyrir þá sýn- ingu. Ferðaskrifstofurnar íslenzku hafa auglýst ferð- ir á sýninguna og talsvert liefur borizt af pöntunum á miðurn Njáll Simonarson hjá Ferðaskrif- stofunni Sögu sagði í gær, að hann hafi heimsótt sýninguna í febrúar s.l. og hafi þá allt verið á tjá og tundri. ,,Ég gat ekki ímynd að mér að takast mundi að ljúka ! undirbúningi fyrir 22. april. En það |voru 8000 manns að störfum og nú j virðist sem allt ætli að standa jheima". Njáll kvað talsvert mikið bókað af pöntunum 2. júní og sömu I leiðis í haustferðina á heimssýning |una. Mjög gott tilboð hefur komið ifram frá 13 bandarfskum flugfélög- um, sem bjóða sameiginlega far- miða, sem nota má eins mikið og jviðkomandi mögulega getur á 15 dögum og kostar aðeins 100 dali. ' Slíkur miði sem gildir 45 daga, jkostar hinsvegar 200 dali og má ; á heimssýninguna og eins til Miami Beach. Þannig Iagu beinin í jaroveginum. segja að með slíkan miða í hönd unum sé hægt að skoða öll Banda- ríkin. Hjá Lönd og leiðum eru 3 ferðir ráðgerðar. Fyrsta ferðin er 17. maí og hafa mjög margir látið skrá sig. Tv^er ferðif til viðbótar verða í sumar, 7. júlí og 15. sept. Eru það ferðir, sem farnar verða bæði DRANGAJÖKULÍ SIGLIR - MEB NÝRRIÁHÖFN Látlaus rannsókn stendur yf- ir i smyglmáli skipshafnarinnar á m.s. Drangajökli og á meðan hefur öll skipshöfnin verið sett í farbann. Þetta mun þó ekki tefja ferð- ir skipsins úr þessu, því að ný áhöfn hefur verið ráðin á M.s. Drangajökul. Lét hann úr höfn í gærkveldi og fór þá til Ólafs- víkur að iesta fisk. Þaðan er hann væntanlegur til Keflavik- ur í fyrramálið, fer að því búnu til Vestmannaeyja og siglir það- an til Rússlands. Skipstjóri í þessari ferð verður Jón Þor- valdsson, sem áður var skip- stjóri á m.s. Vatnajökli. Eins og áður hefur verið skýrt frá hófst rannsókn á máli áhafnar m.s. Dranga- jökuls s.l. laugardag. Þá varu 10 skipverja teknir fastir oa fluttir í fangageymslur lög- reglunnar. Fleiri hefðu verið teknir ef húsnæði hefði verið fyrir hendi. Þrem þessara manna var sleppt um kvaldið, en sjö úrskurðaðir í gæzlu- Framh. á- bls. 6

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.