Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 2
V í SIR . Mánudagur 27. apríl 1964.
FRAM VANNUMT OfiRFYNSLU-
LÍTIÐ UÐ VlKINSS 8:2
ÞaB rak marga í rogastanz, er
þeir komu á Melavöllinn í gær og
sáu eftir 3 mínútur aB Vikingur
hafBi 1—0 yfir gegn Fram. Vik-
ingur var ekki meB í Reykjavíkur-
mótinu í fyrra, en kemur nú meB
mjög ungt knattspyrnuliB, sem hef-
ur þjálfað vel undir leiSsögn dansks
þjálfara í vor. Ekki leið þó á Iöngu
áSur en Fram náði forystunni í
leiknum og sigurinn hlaut einnig
aB verða þeirra, að visu of mikill
eftir gangi leiksins, 5—2 hefði verið
réttlátara en 8—2, en slík urðu
úrslitin.
Framliðið var eins og við mátti
búast mun sterkari aðilinn í þess-
um leik, en Víkingsliðinu unga
tókst furðu oft að koma Frömur-
um í bobba. Sem dæmi má nefna,
að Anton Bjarnason, bakvörður
Fram vann það afrek að bjarga
þrívegis á línu á aðeins 5 minút-
um í leiknum. Hins vegar voru
Framarar líka óheppnir með tvö
skot í seinni hálfleik, sem skullu
á þverslá.
Seinni hálfleikur var oft nokkuð
fjörugur og allskemmtilegur á að
horfa og verður ekki annað sagt
um leikinn en hann spái góðu, ekki
sízt fyrir hina ungu Víkinga, sem
ættu að geta spjarað sig er frá
líður.
Markasaga leiksins er annarsþessi:
Örn Henningsson skorar 0 — 1 fyrir Viking á 4. mín.
Baldur Scheving skorar 1 — 1 fyrir Fram á 15. mln.
Baldur Scheving skorar 2 — 1 fyrir Fram á 25. mín.
Baldvin Baldvinsson skorar 3 — 1 fyrir Fram á 34. mín.
Baldvin Baldvinsson skorar 4 — 1 fyrir Fram á 46. mín.
Guðmundur Óskarsson skorar 5—1 fyrir Fram á 49. mín.
Baldvin Baldvissson skorar 6 — 1 fyrir Fram á 57. mín.
Gylfi Haraldsson skorar 6—2 fyrir Víking á 70. mín.
Hallgrímur Scheving skorar 7—2 fyrir Fram á 80. mln.
Baldvin Baldvinsson skorar 8—2 fyrir Fram á 85. mln.
Brynjar Bragason bjargar hér fyrir Víking.
4>--------------------------------
„Vinakoss“ hjá Víkingunum Pálma
markverði og Frank miðverði.
ÍR í Evrópubikarinn
Á fundi stjórnar K. K. 1., sem
haldinn var laugard. 25. þ. m., var
samþykkt að veita lslandsmeistur-
um ÍR leyfi til að tilkynna þátt-
töku sína I Evrópubikarkeppni
meistaraliða 1964. Keppnin fer
fram á tlmabilinu 1. nóv. 1964 til
31. marz 1965.
Um 30 meistaralið taka árlega
þátt I keppni þessari, sem er út-
sláttarkeppni, þannig að leikið er
heima og heiman og það lið er
sigrar eða hefir hagstæðara hlut-
fall, heldur áfram. Sovétmeistar-
arnir hafa unnið keppnina undan-
farin ár, en Real Madrid verið I
öðru sæti.
Pálmi markvörður Vfkings gómar boltann hér á marklfnu eins og greini-
lega má sjá á myndinni. Aftarlega á myndinni sækir Baldvin Baldvins-
son, sem skoraði 4 mörk i leiknum.
Stórkostlegt boð berst KKI
FRÍ FERÐ FYRIR LANDSUÐIÐ
TIL BANDARÍKJANNA 1965!
Körfuknattleikssambandi ís-
lands hefur borizt stórkostleg-
asta boð, sem islenzkum iþrótta
mönnum hefur nokkru sinni
hlotnazt, og er það boð frá fé-
Iagssamtökum í Bandaríkjun-
um, sem heita „People to people
Sports Committee, Inc.“. Bjóða
samtök þessi ókeypis ferðalag
fyrir íslenzka landsliðið ti! USA
í ársbyrjun 1965.
Bogi Þorsteinsson staðfesti
þessa frétt i gærdag og sagði
hann að sér hefðu borizt fyrir-
spurnir frá samtökum þessum
fyrr i vetur og hefði hann svar-
að þeim og sent úrklippur úr
blaðinu White Falcon um ísl.
körfuknattleik og sagt frá þátt-
töku okkar í Polar Cup. Og nú
hefði þetta glæsiboð borizt og
stjórn KKÍ hefði hreinlega rekið
í rogastanz, eins og skiljanlegt
er.
Ráðgert er að liðið fari utan
í janúarbyrjun og leiki 12 leiki
við skóla- eða áhugamannalið
á austurrlrönd Bandaríkjanna.
Félagsskapur sá, er að boðinu
stendur, mun greiða ferðakostn
að landsliðsins milli Islands og
Bandaríkjanna, allan ferðakostn
að milli leikstaða, svo og allt
uppihald meðan á ferðinni stend
ur. Hins vegar er gert ráð fyrir
að s^Idur aðgangseyrir að leikj-
um liðsins muni standa straum
af kostnaði þessum.
Þetta mun vera eitthvert
glæsilegasta tilboð, sem ís-
lenzkum íþróttaflckki hefir
nokkru jinni bórizt, svo sem
fyrr segir, og sannar það hvert
álit íslenzkur körfuknattleikur
hefir unnið sér á undanförnum
mánuðum. Árangur unglinga-
landsliðsins í París s. I. haust
og góður leikur landsliðsins á
Polar Cup í Helsinki áttu sinn
þátt í að liðinu er boðið í þessa
för.
Landsliðsnefnd K. K. 1. mun
á næstunni velja 20—30 pilta
til landsliðsæfinga.