Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 3
VlSIR . Mánudagur 27. apríl 1964. 3 lilK SÍNUM UM ÁRABIL Það eru mörg ár síðan FH hefur sýnt annan eins leik og liðið gerði í Háloga- landi á laugardagskvöldið. Sannarlega glæsilegur loka leikur á þessari „vertíð“ þeirra í handknattleik. Lið- in léku annars bæði vel, FH og norska liðið Fred- ensborg, og sennilega tókst Norðmönnunum einna bezt upp nú, - en Hafn- firðingamir vom bara miklu betri og sigur þeirra varð því stór, 32-18. - í heild var leikurinn einhver sá bezti, sem leikinn hefur verið í Hálogalandi í vetur og verður áhorfendum minnisstæður. Narðmenn hófu að skora með marki hin^fnilega unglingalands- liðsmanns A. Johansens, en Páll og Birgir færðu FH aftur forystuna sem þeir héldu eftir þetta til leiks- loka og segja má að Norðmönn- um hafi aldrei tekizt að ógna á neinn hátt, enda þótt þeir hafi al- drei látið sig hið minnsta í barátt- unni, sem á stundum var kannski einum um of, enda var þrem leik- manna þeirra vísað út af í leiknum en einum Hafnfirðingi, öllum f 2 mínútur. í hálfleik höfðu Hafnfirðingar unnið sér 7 marka forskot, 15-8, en segja má að í fyrri hálfleik iiafi lánið ekki beint leikið við Norð- menn, sem skutu 8 sinnum í stang- irnar. Seinni hálfleikur var svipaður hinum fyrri og héldu Hafnfirðingar áfram að hlaða upp mörkunum og lauk leiknum með stórum sigri sem fyrr segir, 32-18, sem er mesta tap Norðmannanna í Is- landsheimsókn þeinra. FH-liðið leiddi spilið allan leik- inn að heita má og það voru þeir sem réðu þeim fimbulhraða, sem leikurinn bauð upp á. Norska lið- inu hentar ekki síður en Hafnfirð- ingum að setja upp hraða og fylgdu þeir vissulega eftir, en ekki með jafngóðum árangri og FH. Lið Hafnfirðinganna átti undan- tekningarlaust mjög góðan leik og segja má að þar hafi enginn verið öðrum fremri. Þó vakti Ieikur Krist jáns Stefánssonar, Birgis Björns- sonar og Ragnars einna mesta at- hygli. Norska liðið heldur nú heim á leið, með aðeins einn sigur í poka horninu, eitt jafntefli og þrjú töp. Þetta sannar ekki vanmátt norska liðsins, en undirstrikar aðeins styrk íslenzkra handknattleiksliða og er ekki að efa að beztu félagslið okk ar standa ekki að baki beztu félags iiðum heimsins. Að vfsu verður að reikna íslenzkum liðum til ávinn- ings að leika í Hálogalandssalnum gegn erlendum liðum, sem aldrei hafa augum litið svo lítið íþrótta- mannvirki. Beztu menn Norðmann anna á laugardagskv. voru hinn leikglaði Kongstein og Arne Johan sen, aðrir leikmenn margir þokka- legir. Skortur á langskyttum er greinilegt vandamál Fredensborg númer eitt, skortur á ýmissi leik- tækni númer tvö, en hraði og skiln ingur á leiknum nægur Dómari var Hannes Þ. Sigurðs- son og dæmdi vel. Valur og KR keppa f kvöld ð Melavelli í Reykjavfkurmótinu í knattspyrnu. Hefst leikurinn kl, 8. Valsmenn tefla nú fram tveim nýjum leikmönnum, þeim Reyni Jónssyni (áður í Breiðabliki) og Ingvari Elíassyni (áður Akranes). Eru þeir bóðir taldir styrkja Iiðið mjög miklð og verður fróðlegt að sjá hvernig Valsmönnum vegnar gegn KR-liðinu, sem sjaldan hef- ur komið svo sterkt til leiks að vorlagi. KR-sveitin, sem sigraði f 3ja og 5 manna sveitakeppni drengjahlaupsins. Hér skorar Jensen fyrir Fredensborg í Ieiknum gegn FH. Örn Hall- steinsson reyndi að hindra en tókst ekki. umui sigraisa í Drengjahlaupi Armanns Þórarinn Magnússon afhendir hér sigurvegaranum Halldóri Guðbjörns- svni verðlaunin fyrir drengjahlaupið. .* . Halldór Guðbjörnsson var sig urvegarinn í hinu árlega drengja hlaupi Ármanns. Félagar hans úr KR unnu sveitakeppnirnar báðar, 3ja og 5 manna, en alls voru 7 keppendur úr KR í hlaup inu af alls 15 þátttakendum. Halldór hlaut tímann 4.53,3, en Jón H. Sigurðsson úr HSK varð annar á 4.59,2 og þriðji varð Ólafur Guðmundsson úr KR á 5.00,9 o§ fjórði Þórður Guðmundsson úr Breiðabliki í Kópavogi á 5.18,7. Hlaupið var úr Hljómskála- garði út í Vatnsmýrina og hlaup inu lauk aftur í Hljómskála- garði. og unnu stúdentar bæði körfuknatt leik og knattspyrnu, en töpuðu naumlega í handknattleik. í körfuknattleik unnu þeir úr- valslið frá Reykjavík með miklum yflrburðum, 72:42, og Þrótt í knatt spyrnu með 6:5 og í handknattleik háðu stúdentar mjög harða og tví- sýna keppni, en töpuðu fyrir FH með 32:37. Samkvæmisslór Nýkomnar samkvæmisslár. SKINNATÍZKAN, Grettisgötu 54, sími 14032 Stúdentar sigursælir í gær kepptu stúdentar Háskóla íslands við ýmis af beztu íþrótta- liðum landsins í íþróttum að Há- logalandi. Var keppni miöa hörð HRINGUNUM. í&ýuaAslltaÉÍi. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.