Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 27. aprfl 1964.
17
Shakespeare-
sýning í
Þj óðleikhúsinu
jþjóðleikhúsið minnist um
þessar mundir mesta
skáldanda, sem uppi hefur
verið. Hamlet er ennþá sýnd
ur á fjölum hússins með
Gunnari Eyjólfssyni sem
túlkanda eins allra erfiðasta
hlutverks í leikbókmenntum
heimsins, og nú er verið að
opna sýningu í Kristalsalnum
á bókum og myndum, sem
kynna WiIIiam Shakespeare í
tilefni af fjögur hundruð ára
afmæli hans.
Tíðindamaður Vísis og Ijós-
myndari brugðu sér á vettvang
til að skoða þetta menningarinn
legg sem verður til sýnis fyrir
almenning kl. 5-7 e.h. næstu
daga eða til næstkomandi Iaug-
ardags
Þessari sýningu hefur verið
komið upp við erfiðar aðstæður
en brezka sendiráðið hljóp und
ir bagga og útvegaði bækur
og myndir af fremsta megni.
Hafa þeir Klemenz Jónsson Ieik
ari, blaðafulltrúi Þjóðleikhúss-
ins og Guðlaugur Rósinkrans
Þjóðleikhússtjóri átt veg og
vanda að því að gera hana úr
garði ásamt síðast en ekki sízt
Gunnari Bjarnasyni, leiktjalda-
málara, en hann réð að miklu
leyti útliti og skipulagi sýning-
arinnar.
Þarna innan um brjóstmynd-
ir af höfuðleikritaskáldum,
Kamban, Matthíasi, Jóhanni Sig
urjónssyni, Davíð Stefánssyni,
Einari Kvaran, Indriða Einars-
syni, er andans jötunninn Shake
speare hylltur með ýmsu, sem
minnir á verk hans. í glerkistu
eru verk hans í viðhafnarútgáfu,
þýðingar íslenzkar, eftir Matt-
hías, Steingrím, Eirík Magnúss.,
Helga Hálfdánarson og Sigurð
Grímsson, en alls munu vera til
um þrjátíu íslenzkar Shake-
speareþýðingai;. Bezta þýðingin
er án efa eftir Steingrím Thorst
einsson, þ.e. „Lear konungur."
Þá eru leikprógröm af fyrstu
Shakespearessýningum hér á
landi. Indriði Waage færði upp
Þrettándakvöld leikárið 1925-26
Þá var hann nýkominn frá námi
í Þýzkalandi. Það þótti vel
heppnuð sýning og veturinn eft
ir var hann leiðbeinandi (eins
og það er orðað í sýningar-
skránni) £ Vetrarævintýri. Ind-
riði var snemma stórtækur leik
húsmaður og allra leikstjóra list
fengastur, en fór sínar eigin
Ieiðir eins og smekkmönnum
er tamt. Þrettándakvöld var aft
ur fært upp leikárið 1932-33, og
verður talsvert langt hlé eða
þar til veturinn 1944-45, að
Kaupmaðurinn I Feneyjum er
tekinn til sýningar en þar fór
Haraldur Björnsson með aðal-
hlutverkið og sló í gegn. Bend-
ir margt til þess nú, að Shake-
speare sé að dafna í íslenzku
leikhúsi, og er það vel, því það
liggur í hlutarins eðli, að leik-
arar og leikstjórar geta af fáu
lært meira en takast á við þessi
klassisku viðfangsefni, þar sem
saman fer leikrænt skyn höf-
undar og botnþekking á mann-
lífinu og manneðlinu. íslenzkur
andans- og menntamaður (þjálf
aður frá gömlu Kaupmannahöfn
á Brandesar-tímabilinu) var eitt
sinn spurður að því, hvar í
heimsbókmenntunum hann hefði
mest lært lífssannindi: „Othello
leiksýningu hér á landi.
eftir Shakespeare" sagði hann,
„og í Njálu“ bætti hann við eft
ir stundarkorn.
Þarna eru ljósmyndir af ýms-
um glæsilegum uppfærslum á
Shakespeare-Ieikritum, þarna
getur aá líta ýmsa kunna Ham-
let-leikendur, t.d. Sir Laurence
Olivier, Gunnar Eyjólfsson og
John Gielgud (sá, sem mestan
þátt átti í því að koma Alec
Guiness til vegs og virðingar í
leikhúsheiminum). Ennfremur er
þarna Ijósprentað eintak af
erfðaskrá skáldsins (sönnunar-
gagn þess, að Shakespeare var
Shakespeare). Á einum stað seg
ir hann: „Item, I gyve unto my
wief my second best bed with
the furniture." Það stendur
hvergi, hvern eða hverja hann
arfleiddi að bezta rúminu sínu,
en ýmsar getgátur eru til um
það.
Þetta er forvitnileg sýning,
snoturlega úr garði gerð, og gef
ur fyrirheit um, að leikmennt
hér sé að færast á kröfustig
stgr.
W. SHAKESPEARE:
V O R
Er hrafnaklukka, baldursbrá
og brekkusóley, gul og blá
og hagabrúða í hvítum kjól
svo hæversk prýða grænan hól,
má heyra gauk í hverju tré
að hinum kvæntu gera spé:
kokk-kó!
Það stendur ógn af orðum hans
sem angra hlustir kvongaðs manns.
Er smali í brekku blístrar hátt
og bóndann vekur stelkurinn,
í hugann kemur hreiður smátt,
og hnátan bleikir kjólinn sinn,
má heyra gauk í hverju tré
að hinum kvæntu gera spé:
kokk-kó!
Það stendur ógn af orðum hans
sem angra hlustir kvongaðs manns.
Helgi Hálfdánarson þýddi.
Horft yfir Shakespeare-sýninguna í „Kristalsal“ Þjóðleikhússins. (Ljósm. Vísis: I.M.). Frumprentuð útgáfa harmleiksins um Hamlet Danaprins.