Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 8
20 VISIR . Mánudagur 27. apríl 1964. SHAKESPEARE Framhald af bls. 15. am Shake spurre skrifaði þettá leikrit og starfaði í leikhúsinu". Með þessu sýndi séra Nicolson fram á hve reglur Donnellys voru handahófskenndar og lítils virði. Aðrar röksemdir Bacon-ist- anna eru enn veigaminni og hefur þeim ekki tekizt að bera fram neinar sannanir fyrir, ekki einu sinni styrkja grun um, að Bacon sé höfundurinn. Og staðhæfingar þeirra um að hann hafi trúað einhverjum bókaútgefendum fyrir þvl að hann hafi skrifað leikritin verða lítilsvirði, þegar hann minntist ekki einu orði á það í erfðaskrá sinni. Sumir Baconistarnir hafa síðan farið út £ algerar öfgar. Hugmyndaflugi þeirra virðast engin takmörk sett, þeir halda því fram að hann hafi verið launsonur Elísabetar drottning- ar og eigna honum auk leikrita Shakespeares skáldskaparverk nærri allra samtímamanna hans. Jarlinn af Oxford. Þeir sem halda því fram að höfundur leikritanna sé Ed- ward de Vere, jarl af Oxford hafa nú á síðustu áratugum dregið nokkuð úr staðhæfing- um sínum. Á síðustu öld héldu þeir því fram að hann væri hinn eini rétti höfundur leikritanna. Nú hafa þeir dregið nokkuð I land og telja að hann hafi sam- ið leikritin I félagi með öðrum. Þeir halda því fram, að hann hafi verið forustumaður og fjárhagslegur uppihaldsmaður hóps skálda og menntamanna, sem hafði samið leikritin i sameiningu. I þessum hópi hafi Wiiliam Shakespeare verið sem kunnur leikari. Helztu sönnunargögn áhang- enda jarlsins af Oxford eru tvær tilvitnanir I samtímabækur sem staðfesta, að jarlinn af Ox- ford hafi samið leikrit. í bók- inni „Arte of English Poesie" eftir George Puttenham er talað um „hóp hirðskálda, aðalsmanna og heiðursmanna, sem hafa samið ágæt verk, sem myndu fá góðar við- tökur ef þau væru birt og þar er fremstur í flokki hinn göfugi heiðursmaður, jarlinn af Ox- ford.“ Þessi setning sannar vissu- lega, að jarlinn af Oxford og hópur aðalsmanna umhverfis hann séu ágæt skáld árið 1589, það er fimm árum áður en fyrsta leikrit Shakespeares var prentað. Hin tilvitnunin er níu árum yngri og er í bókinni „Palladis Tamia“ eftir bókmenntagagn- rýnandann Francis Meres, sem kom út I London árið 1598. í henni segir Meres, að jarlinn af Oxford hafi skrifað gaman- leiki og þeir séu meðal beztu gamanleikja. Ekki nefnir hann heiti neins leikrita hans. Þessi ummæli sýna, að jarl- inn af Oxford hafi verið kunn- ur leikritahöfundur. Hins vegar sanna þau með engu móti að hann hafi samið Shakespeare- leikritin. Og það sem er enn verra fyrir áhangendur Oxford- kenningarinnar er að I þessari sömu bók skrifar Francis Meres fullur aðdáunar um Shakespeare og leikrit hans. Hann segir að Shakespeare beri af öðrum enskum leikritahöfundum eins og Plautus og Seneca báru af leikritahöfundum Rómverja og nefnir ýmis leikrit hans með nafni svo sem Kaupmanninn I Feneyjum, Titus Andronicus og Rómeo og Júlía. Svo að bók Meresar verður sízt til að styrkja kenningar Oxfordist- anna. Jarlinn af Derby. Enn þynnri verður ísinn hjá þeim sem halda því fram, að höfundur Shakespeare-leikrit- anna hafi verið William Stan- ley, jarl af Derby. Þær hug- myndir byggjast helzt á skrif- aðri athugasemd jesúíta eins, er starfaði sem kaþólskur njósnari I Bretlandi," Njósnari þessi hét Fenner og hafa varð- veitzt njósnaraplögg, sem enska lögreglan náði frá honum þegar liann var handtekinn. I þessum skjölum stendur eftir- farandi setning: „Our Earle of Derby ist busye in penning commodyes for the comoun players“, sem þýðir: „Jarlinn af Derby vinnur að því að skrifa leikrit fyrir almennings- leikhús". Plagg þetta sýnir fyrst og fremst að kaþólska kirkjan, sem var að undirbúa sókn gegn ensku siðbótinni taldi jarlinn af Derby hugsanlegan banda- mann. Auk þess sýnir það, að hann hafi skrifað leikrit, en heldur ekkert annað. Þar er ekkert vikið að því, að leikrit hans hafi verið gefin út undir nafni Shakespeares. Derby-istarnir hafa reynt að leita að öðrum sönnunargögn- um. Eitt þeirra er varðveitt handrit af leikriti einu „Sir Thomas More“ og sést af rit- höndum, að það er verk sem fleiri menn hafa unnið I félagi. Nú halda Derby-istarnir því fram, að ákveðinn partur af þessu Ieikriti sé saminn og skráður af Shakespeare. Síðan hafa þeir rannsakað þennan leik ritspart og komizt að þeirri niðurstöðu að rithöndin sé rit- hönd jarlsins af Derby. Þannig telja þeir sig hafa slegið tvær flugur I einu höggi, fundið handritspart eftir Shakespeare óg sannað um leið, að rithönd Shakespeares sé I rauninni rit- hönd jarlsins af Derby. Þannig ætti I þeirra augum að vera komin sönnunin fyrir þvf, hver sé hinn eiginlegi höfundur verka Shakespeares. En því miður, þessar stoðir eru ekki sérlega sterkar. í fyrsta lagi hefur Derby-istun- um ekki tekizt að sanna að Shakespeare hafi átt nokkurn þátt I þessu leikriti. f öðru lagi hefur þeim ekki einu sinni tekizt að sanna, áð rithöndin á leikritskaflanum sé rithönd jarlsins af Derby. Svo að lítið stendur eftir af þeim staðhæf- ingum. Þriðja virki Derby-istanna er Shakespeare-leikritið „Measure of measure". Franskur vísinda- maður, prófessor Lambin upp- götvaði að árið 1582 gerðist I Parls atburður sem líkist mjög atburðarás leikritsins. Nú er það einmitt sannað, að Derby lávarður var einmitt staddur I París þegar þessi atburður gerðist og telja Derby-istarnir, að hann hljóti að hafá skrifað þetta leikrit I samræmi við málið sem hann kynntist í París. Þetta virðist I fyrstu all sterk röksemd. En því miður, fyrir- mynd leikritsins er þrátt fyrir það önnur. Hún er tekin úr eldra ensku leikriti „Promos and Cassandra" eftir George W stone, sem aftur sækir viðfangsefnið I enn eldra leik- rit. Og leikrit Whetstones kom út fjórum árum áður en til- greindir atburðir I París gerð- ust. Þannig hjaðna einnig þess- ar röksemdir. Jarlinn af Rutland. Nú er komið að þeirri kenn- ingu, að Roger Manners, jarl af Rutland hafi samið Shake- speare-Ieikritin. Sú kenning byggist einkum á því, að Rut- land lávarður þekkti mjög vel til á Ítalíu og er því einn þeirra sem Iíklegastur væri að hafa haft þekkingu til að skrifa leik- rit eins og „Kaupmanninn frá Feneyjum", „Tveir menn frá Verona“ og „Rómeo og Júlía“. Ennfremur er vitað að hann dvaldist sem sendiherra Jakobs I. við dönsku hirðina, sem gerir hann líklegan til að hafa átt þátt I Hamlet og enn lenti hann I miklu fárviðri á siglingu til Azor-eyja og ætti þannig að hafa fengið reynslu til að skrifa „The Tempest“. I sambandi við þetta er að segja frá einni furðulegustu uppgötvuninni, sem gerð hefur verið I Shakespeare-rannsókn- um. Célestin Demblon, sem var prófessor I bókmenntum við há- skólann I Brtissel tók til við að rannsaka námsmannaskrár frá miðöldum við háskólann á Padua á Ítalíu. Þar komst hann að því að um sama leyti og Rutland lávarður var við nám I Padua voru þar tveir danskir stúdentar að nafni Rosencrantz og Guildenstern. Nú vitá allir, að fylgdarmenn Hamlets frá Danmörku eru I leikritinu þeir Rosenkranz og Giildenstern. Það er því vægast sagt furðu Iegt, að þessir tveir dönsku menn skuli finnast I skrám suð- ur I Padua, sem skólafélagar Rutlands Iávarðar. Að vísu sannar þetta ekkert, en það vekur grunsemdir. Þessu svara dýrkendur Shakespeares með því að sennilega hafi Shake- speare þekkt jarlinn af Rutland og heyrt hjá honum sögur og æskuminningar frá skólaárun- um og hafi honum þá þótt þessi tvö dönsku nöfn svo sérkenni- leg og skemmtileg, að hann hafi notað þau til að gefa myndinni af hirðlífinu danskan svip. Auk þess er Rutland lávarð- ur svo miklu yngri en Shake- speare, að hann getur tæpast hafa samið leikritin. Átján ára hefði hann átt að vera búinn að semja „Hinrik VI“, „Ríkarð III“, „Titus Andronicus" og tvltugur ætti hann að hafa samið Rómeó og Júlíu og Kaupmanninn af Feneyjum. Hann lifði og svo skámmt, að engu er líkara en hann hefði átt að semja „Hinrik VIII“ eftir andlát sitt. Christopher Marlowe Og þá er komið að síðustu tilrauninni, sem gerð hefur ver- ið til að ræna Shakespeare heiðrinum af leikritum sínum. Hana hefur gert bandarískur blaðamaður að nafni Calvin Hoffman, sem hefur síðan 1955 haldið uppi stöðugri herferð til að telja fólki trú um, að höf- undur Shakespeare-leikritanna hafi verið dauður maður sem þó ekki var dauður. Það athyglisverðasta við kenningar Hoffmans er að hann nefnir til sem höfund Shakespeare-leikritanna mann, sem var mikið skáld og kæmist að því leyti að andagiftinni næst öllum þeim, sem orðaðir hafa verið við leikrit Shake- speares. Christopher Marlowe var vjssulega skáld og bráðgáfaður maður. Hann hafði til að bera þá menntun, sem ætla verður að til hafi þurft. Hann var skóara- sonur frá Canterbury, en fékk háskólamenntun I Cambridge, þar sem hann náði M.A. prófi. Háskólastjórnin var hikandi, hvort hún ætti að veita Mar- lowe M.A. stig, vegna þess að hann hafði þá dvalizt um skeið I Reims I Frakklandi, en þar var miðstöð kaþólskra flótta- manna frá Bretlandi. En enska hirðin kom Marlowe til að- stoðar og upplýsti háskólann um, að Marlowe hefði dvalizt I Reims I þágu ríkisins, það er sem njósnari nfeðal kaþólskra flóttamanna. Marlowe varð snemma kunn- ur I London sem leikritahöfund ur og urðu leikrit hans „Tam- erland", „Dr. Faust“, og „Gyð- ingurinn frá Malta“ mjög vin- sæl. Hann tók mjög þátt í félags og samkvæmislífi I London, var meðlimur I klúbb mennta- manna, sem Sir Walther Raleigh hafði forustu 1, fékk á sig orð fyrir léttúð og trúleysi. Árið 1593 var einn af með- limum klúbbs þessa handtek- inn og fannst hjá honum guð- leysis-rit. Þá var refsingin fyr- ir slíkt rit dauðadómur. Hinn handtekni, sagði að höfundur væri Marlowe. Stóð fyrir dyrum málsókn gegn Marlowe, þegar það gerðist, að hann fannst myrtur með rýtingsstungu 1 gistihúsi 1 bænum Deptford. Bandaríski blaðamaðurinn Calvin Hoffman heldur þvl fram, að morð þetta hafi al- gerlega verið sett á svið. Það hafi ekki verið Marlowe, sem var myrtur, heldur óþekktur sjómaður. Hann heldur þvl fram, að Marlowe hafi síðan farið I felur, flúið til Italíu og byrjað þar nýtt líf. Með þessu dó Christopher Marlowe, en þá fæddist líka „leikritaskáldið Shakespeare". Hoffman byggir kenningar sínar aðallega á því, að Mar- lowe sé eini maðurinn sem hægt sé að finna á þessum tím- um, sem hafi haft til að bera þá þekkingu og skáldlegu anda- gift, sem til þurfti. Hann hefur gengið lengst I því, og borið fram sterkustu röksemdimar fyrir því, að Shakespeare hafi ekki getað ritað leikritin. Hann geti ekki hafa flogið svo út úr egginu, sem fullskapaður lista- maður. En hugmyndin um Mar- lowe I felum leysi öll vanda- mál, hún geti gengið sem lyk- illinn að öllum ósvöruðum spurningum um Shakespeare vandamálið. Já, öllum spurningum, nema þeim sem fjalla beint um dauða Marlowes. Þvl að vegna morðs hans. var skipuð rannsóknar- nefnd og þar var meðal annars gengið úr skugga um það og vottorð rituð staðfest af fjölda manns um að þetta væri Iík hans. Var þeim e.t.v. öllum mútað. Og erfitt reynist Hoff- man að svara viðunandi spurn- ingu hvers vegna naúðsynlegt var að setja þetta morð á svið, gat Marlowe ekki einfaldlega flúið til Ítalíu án þess að leggja á sig alla þá fyrirhöfn sem hlyti að hafa fylgt morðverkinu. Þannig stöndum við að mestu I sömu sporum og áður. Við vit- um jafnlítið um Shakespeare og áður og engin rök sem nokkurs eru virði geta talizt sanna þær hugmyndir og grun, að annar maður en Shakespeare hafi samið þessi meistaraverk heims bókmenntanna. Þvl heldur allur heimurinn um þessar mundir upp á fæðingardag Shake- speares, en um leið er haldið áfram að leita að einhverjum nýjum þekkingarbrotum, jafn- vel rafeindaheilar eru teknir I notkun til að kanna rithátt leik- ritanna og bera hann saman við Vithátt annarra verka sam- tíma Shakespeares. 1* : ■ I BLOM og tækifærisgjafir. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. Sendum heim. Blóma og gjafavörubúðin Sundlaugaveg 12, sími 22851. Vér bjóðum yður Ódýr plastskilti svo sem HURÐARNAFNSPJÖLD, HÚSNÚMER, FIRMASKILTI, MINNINGARPLÖTUR o. m. fl. Plasthúðum papplr—Spraut- um flosfóðringu. SKILTI & PLASTHÚÐUN S.F. |H Hreinsum gg Sækjum — H sendum. ic’ samdægurs Efnalaugin Lindin Skúlagötu 51, sími 18825 I1 Hafnarstræti 18, sími 18821 Hópferðo- bílar Höfum nýlega 10—17 farþega Merzedes Bens-bíla I styttri og lengri ferðir. HÓPFERÐIR S/F Símar 12662-17229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.