Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 2
14 V í SIR . Mánudagur 27. apríl 1964. :::X' tenglar eru við hvert borð og lýsing mjög góð. Bifreiðavirkj- arnir bera ábyrgð á verkum sfn- um og gert er ráð fyrir að á- kvæðisvinna verði tekin upp strax og starfsliðið hefur komið sér saman um tilhögun hennar. Sérstök plasthúð er á gólfi og einnig upp á miðja veggi og má það teljast alger nýjung í sam- bandi við útbúnað bifreiðaverk- stæða, en Steinúðun sf. hefur séð um framkvæmd verksins. Tilkoma þessa nýja Fiat-verk- stæðis er án efa til mikilla hags- bóta fyrir alla Fiateigendur, en þeir eru nú milli 500 og 600 á öllu landinu. Fyrirhugað er að framkvæma allar helztu við- gerðir, sem til falla, en þó ekki neinar „boddy“-viðgerðir, né meiriháttar viðgerðir á mótor- um. En verkstæðið mun taka við bifreiðum og sjá um að koma þeim til slíkra aðgerða, fylgjast með þeim og afhenda eiganda bifreiðina að viðgerð lokinni. allt hreinlæti og vinnuhagræð- ingu. Á þessu verkstæði má sjá margt, sem áður hefur ekki þekkzt á íslenzkum bifreiða- verkstæðum. Verkstæðið hefur yfir að ráða góðu úrvali alira handverkfæra og „specialverk- færa“. Hverjum manni er skammtað yisst magn af hand- verkfærum, sem hann kemur fyrir í til þess gerðri kistu á vinnuborðinu, og einnig er hverjum manni ætlað sérstakt „pláss“, sem hann verður að sjá um að halda hreinu. Enn fremur hefur hver maður sér- staklega byrgt vinnuljós. Raf- Orka h.f. hefur nú stóraukið þjónustu slna við Fiat-eigendur. Nýl. opnaði fyrirtækið nýtfzku bifreiðaverkstæði að Laugavegi 178. Fréttamönnum blaða og út- varps var þá boðið að skoða verkstæðið. Með þessu verk- stæði gerir fyrirtækið tilraun til að setja á stofn fyrsta flokks blfreiðaverkstæði, sem getur orðið til mikilla hagsbóta fýrir alla Fiat-eigendur, en nú eru í notkun milli 500 og 600 Fiat- blfreiðir f landinu. Það, sem vaktj einkum at- hygli fréttamanna1 er, hversu mikil áherzla er lögð á TÍZKAN - Framhald af bls. 19. skemmtistöðunum sér maður svart, svart og aftur svart og alltof fátt til að upplífga það. Nú eru djarfar litasamsetningar mjög f tízku, en kona, sem ekki vill fá sér heilan kjól eða dragt í sterkum lit, getur gert tilraunir með t.d. hanzka og tösku í staðinn eða hatt, skó eða klút. Og skartgripi mega þær sannarlega nota meira en þær gera, ekki hvað sízt eyrna- lokka, sem sjást orðið alltof lítið hér. „Hvað kostnaði viðvíkur, þá er úrvalið orðið svo mikið, að fólk getur keypt eftir sinni pyngju og fengið fallega hluti, án þess að þeir þurfi að vera mjög dýrir. Útsöiur eru líka orðnar afar hentugar, og þar er oft hægt að fá ágæta vöru á lágu verði. Konur, sem fá sér mikið af fötum, geta keypt ó- dýrari flíkur og skipt oftar um, en þær sem vilja eiga kjólana sína lengi, ættu að velja vandað efni og sígilt snið. „Jersey er alltaf vinsælt efni og sérlega gott fyrir veðráttuna okkar, og mér finnst síðbuxur geta verið mjög smart og þægilegur klæðaburður t. d. með fallegum, litrfkum úlpum á veturna eða blússum og skyrtum á sumrin. Nú eru kon- ur hér farnar að nota meira svalirnar og garðana, þegar gott er veður, og þá er auðvitað skemmtilegra að vera í sætum sumarkjólum, sólfötum eða strandfötum en venjulegum nærfötum, sem enginn má helzt sjá nema í mesta lagi fjölskyldan. Það á að vera hægt að klæða sig smekklega á hvaða árstíð sem er, ef rétt er farið að. Svo er ein klæðategund, sem mér finnst íslenzkar konur ailtof ragar við að nota, og það er alls konar heimafatnaður, þ. e. síðir kjólar og sloppar, jakk- ar og buxur, sem sagt fallegar flfkur til að slappa af f heima fyrir, þegar maður vill hafa það náðugt. Umfram allt úr efnum, sem vandalaust er að þvo og strauja, t. d. bómull, en þetta er fjarska hentugur klæðnaður og mjðg mikið notaður annars staðar. Þýðingarmest að kunna að velja og hafna. „Og að lokum myndi ég segja, að ekkert væri eins þýð- ingarmikið og að hver kona lærði að velja sér þau föt, sem klæða hana bezt og gera mest fyrir persónuieika hennar. Hún þarf að vega og meta hverja ný- breytni í tízkunni, velja úr það sem hæfir henni og hafna hinu. Það eru fáar konur fæddar með öruggan tízkusmekk og dóm- greind í þessum sökum, en allar geta þær lært að þroska smekk sinn, ef vilji og áhugi eru fyrir hendi. Við höfum tízkublöð og kvennablöð af ýmsu tagi, kvennaþætti f dag- blöðunum með myndum og ráð- leggingum, tízkusýningar og fulla glugga af glæsilégum varningi ... það hefur aldrei verið jafnauðvelt og nú fyrir konur að klæða sig vel og smekklega undir öllum hugsan- legum kringumstæðum". - SSB. f) Næsta fátítt atvik átti sér J) Jstað í Reykjavík sl. miðviku-A ydag, sem varð með þeim hættiw yað maður festist við peninga-A Vkassa og gat ekki losnað fráW vhonrnn. J x Ekki veit blaðið um atvik að7 })þessu en á fjórða tímanum yfiry (^hádegi var hringt til lögregl- 7 Iunnar og hún beðin um aðstoð V í- húsi einu sið BankastrætiX Þar hafi drengur fest fingur í}) peningakassa og gat ekki með á nokkru móti losað hann. #) Lögreglan náði í þúsund þjala smið Westlund á Klapparstígy sér til aðstoðar og fór með hann y á staðinn. Tókst Westlund fljótt/ og giftusamlega að losa dreng-\ inn og peningakassann hvorn frá öðrum og þess ekki getið}) að drengnum hafi orðið meint^ Shakespeare — Framh. af 13. síðu. Síðast eru evo Shakespeare- þýðingar Sigurðar Grímssonar og Helga Hálfdánarsonar. Og svo er reyndar til önnur Hamlet þýðing en sr. Matthíasar, ókunn því að hún hefur ekki komizt lengra en f handrit. Hún er eftir Ingjald Nikulásson á Bíldudal, sem einnig þýddi Kaupmanninn í Feneyjum „handa alþýðu“, seg ir hann, og hann samdi sjálfur leikrit. TTeil bókasöfn hafa verið skrifuð um Shakespeare og það er ótrúlegt hversu fjöl- breytt viðfangsefnin eru og hversu víða má þar leita til fanga. í bindinu af „Shakespe- are Survey", sem kom út í ár, eru t.d. ritgerðir um London og hirðina á dögum Shakespeares, um sveitalíf, um sjómenn og sjósókn, um uppeldismál, um lög og lögfræðinga, um fangelsi, um vísindalega hugsun, um læknisfræði og heilsuvernd, um þjóðsögur um bókaprentun og tónlist o.fl. — á dögum Shake- speares og eins og þetta kemur fram í leikritum hans. Mikil saga er af áhrifum Shakespeares og þeim viðtökum sem leikrit hans sættu á ýmsum tímum T d. tók Leo Tolstoy hann einu sinni harðlega til bæna, þ.e.a.s. lífsskoðun hans og kenningar, en taldi gildi hans fólgið í málsnilli hans og kveð- andi. Hér á landi kom líka fram gagnrýni á Shakespeare og nokkrar deilur urðu um þýðing- arnar. T.d sagði Benedikt Grön dal í blaðdgrein út af Othello 1885 „... ég held það sé ýmis- legt hér, sem fremur þyrfti að laga en ein lína í Shakespeare. Ég sjálfur hef aldrei lagt mig sérstaklega eftir Shakespeare, og það er mín skoðun, að fólk hér á landi hafi ekkert við hann að gera, því það skilur ekkert í honum.“ Hins vegar hafði Steingrímur Thorsteinsson áður talað um „undragáfu" Shake- speares og sagt að „Leair kon- ungur er orðalaust hin mikilfeng asta og mest grípandi, en um leið hin voðalegasta af tragedi um Shakespears og um leið mætti segja af öllum tragedíum heimsins, jafnvel meiri en Pro- meþeus Eskýlosar". Ég þekkti í æsku minni víðlesna og ljóð- elska konu, sem taldi einlægt að eitthvað það fáránlegasta sem hún hefði lesið í skáldskap væru þessar tvær línur úr Haml et þýðingu sr. Matthíasar: „Hinn mikli Cæsar, löngu orðinn leir, má láta í gat, svo haldist úti þeyr.“ Hins vegar hefur Guðmund- ur á Sandi sagt frá þingeyskum bónda um síðustu aldamót, Tómasi á Hróarstöðum, er nam ensku af bókum, til þess að geta lesið Shakespeare á frum málinu. Shakespeare er nú meistari meistaranna á leiksvið um heimsins. TVú eru til á íslenzku 29 ” þýðingar á leikritum Shakespeares. í Þjóðleikhúsinu hafa verið Ieikin 4 Shakespeare- leikrit, alls 115 sinnum fyrir nær 38 þúsund áheyrendum. Hamlet hefur nú verið sýndur 35 sinnum í Þjóðleikhúsinu. Nú, á fjögur hundruð ára af- mælinu, er hans minnzt hér í Reykjavík með flutningi á 5 leikritum, 3 í útvarpi og 2 í leikhúsum, Þjóðleikhúsinu og Iðnó og 3 kvikmyndum í Þjóð- leikhúsinu, fyrirlestrum og blaðagreinum og svo;< þessari sýningu, sem nú er'opnuð í Þjóð leikhúsinu. Það er því hvorki að tilefnislausu, né af yfirlæti, að Shakespeares er nú minnzt hér og ekki einungis gert af því, hversu „Feikilegur jötunn þessi maður hefur verið“, heldur einn ig af því að mörg leikrit hans og list þeirra eru í ágætum þýð- ingum orðin samgróin íslenzku máli og íslenzku leiksviði. TVÖ NÝVARÐBERGS- FÉLÖG STOFNUÐ Dagana 14. og 15. apríl s.l. voru stofnuð tvö ný Varðbergsfé- lög, á Siglufirði og í Skagafirði. Eru þá starfandi sex Varðbergsfé- lög á landinu, og ráðgerð er stofn- un fleiri félaga á næstu mánuðum. Stofnfundir félaganna í Skaga- firði og Siglufirði voru mjög vel sóttir, og voru stofnfélagar um 30 á hvorum stað. Á fundunum voru samþykkt lög fyrir félögin, kjörið í stjórnir þeirra, og um- ræður fóru fram um starfsemi fé- laganna á næstunni. Kom fram mikill áhugi á starfi Varðbergsfé- Iaganna á fundunum. Hörður Einarsson, ritari Varð- bergs í Reykjavík, mætti á báðum fundunum og flutti þar erindi um tilgang Varðbergs, starf þess að undanförnu og framtíðarverkefni. Á stofnfundi Varðbergs, Siglu- firði, sem haldinn var þriðjudags- kvöldið 14. apríl, voru þessir menn kjörnir I stjórn félagsins: Pétur Gautur Kristjánsson (for- maður), Hörður Arnþórsson (rit- ari) og Bogi Sigurbjörnsson (gjald- keri). 1 varastjórn voru kjörnir: Gústaf Nílsson, Guðmundur Árna- son og Sigurður Þorsteinsson. — Fundarstjóri var Stefán Friðbjarn- arson og fundarritari Sigurður Þorsteinsson. Stofnfundur Varðbergs, Skaga- firði, var haldinn á Sauðárkróki miðvikudagskvöldið 15. apríl, og f stjórn félagsins voru kjörnir: Birgir Dýrfjörð (formaður), Hall- dór Þ. Jónsson (ritari) og Gísli Felixson (gjaldkeri). í varastjórn voru kjörnit: Jón Karlsson, Ole Aadnegaard og Haukur Stefánsson. Endurskoðandi félagsins var kjör- inn Helgi Rafn. — Fundarstjóri var Árni Guðmundsson og fundar- ritari Gunnar Haraldsson. Að loknum stofnfundunum komu stjórnir beggja félaganna saman til funda, þar sem rætt var um starfsemi þeirra á næstunni. Varðbergsfélögin eru félög ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, og er tilgangur þeirra fyrst og fremst að efla skilning ungs fólks á íslandi á gildi lýð- ræðislegra stjórnarhátta og að skapa aukinn skilning á mikilvægi samstarfs lýðræðisþjóðanna til verndar friðinum. Var fyrsta félag- ið stofnað í Reykjavfk í júnímán- uði árið 1961, en síðan hafa verið stofnuð félög á Akureyri, í Vest- mannaeyjum, á Akranesi og nú siðast í Skagafirði og á Siglufirði. (Fréttatilkynning frá Varðbergi.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.