Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 27.04.1964, Blaðsíða 3
75 V í SIR . Mánudagur 27. apríl 1964. I ÝMSAR GETGÁTUR UM ÞAD HVER HAFI VERIÐ HIHH RAUHVERULEGI HÖFUHDUR , Þess er nú minnzt um gervallan heim, að fjög- ur hundruð ár eru liðin frá fæðingu hins mesta stórmennis mannsand- ans, Williams Shake- speare. Þó að leikrit hans séu nú sýnd I öllum löndum veraldar er 6- trúlegt, hve fátt er vitað um ævi hans. Það er ekki einu sinni vitað með vissu um fæð- ingardag hans, aðeins að þann 26. apríl 1564 var hann skírður 1 fæðingarbæ sfnum Stratford við Avon-fljót. Út frá þeirri staðreynd, sem sjá má í prest- þjónustubókum hefur verið dregin sú ályktun að fæðingar- kaupmanns þar á staðnum. Þá er það vitað, að hann fluttist til London, gerðist þar leikari og græddist svo fé af því starfi, að hann gat tiltölulega snemma snúið aftur til fæðingarbæjar síns Stratford og lifað þar góðu, áhyggjulausu lífi unz hann andaðist árið 1616. Var Shakespeare óskrifandi? Auk þessa er það vitað um Shakespeare, að til eru sex undirskriftir hans, sem hann hefur ritað í sambandi við málsóknir á hendur nokkrum skuldunautum sínum í London og ein undir erfðaskrá hans. Árið 1600 stcfnir hann manni að nafni John Clayton vegna sjö punda skuldar, á sama ári Philip Rogers vegna tveggja shillinga skuldar, þvf næst sama Rogers vegna 15 shillinga Helgríma, sem sögð er vera af Shakespeare. Hver dagur hans hafi verið þremur dögum fyrr, þann 23. april. Fánýtt er að ætla sér að vega skáldskap f mælikerjum eða bregða upp * einhverjum mælikvarða um hvaða skáld og listamenn hafi verið öðrum meiri. Hvor er t. d. meiri Dante eða Goethe, Leonardo da Vinci eða Michelangelo, Wagner eða Verdi, Dostojevsky eða Balsac? Þrátt fyrir það virðist okkur, að hægt sé að halda því fram, að Shakespeare hafi verið öll- um öðrum meiri f þeim 37 leik- ritum sem varðveitzt hafa eftir' hann. Snillingurinn sem hefur gefið okkur lýsinguna á hefnd- arhug Hamléts Danaprins, brjálaðri afbrýðisemi Othellos, töfraheimi Jónsmessunætur- draumsins, ágirnd Shylocks, fölskvalausri ást Rómeó og Júlíu, ákæruræðu Antoníusar, eintal Lears konungs — hefur búið yfir slíkum andlegum krafti, mannviti og tilfinningum að hans finnst enginn líki f öll- um leikbókmenntum heimsins. Og okkur finnst svo ótrúlegt, að engar heimildir að ráði skuli vera til um Iff og starf þessa manns, áð það hefur margsinnis verið dregið í efa, að hann hafi sjálfur nokkru sinni skrifað þessi miklu leikrit. Þó að leikrit hans hafi varð- veitzt, hefur ekkert hans eigin handrita geymzt, ekki ein lína úr leikritum hans skráð með eigin hendi, ekki minnsta brot dagbókar eða bréfa. Það sem um hann sjálfan er vitað og beint frá honum komið er ekki meira en svo, að auðveldlega mætti koma því fyrir í einni lítilli málsgrein. Það er sem sagt vitað, að hann var skírður í Stratford 26. apríl og að hann var sonur 1 10 pence skuldar og loks árið 1608 manni að nafni John Addenbroke vegna sex punda skuldar. Enski sagnfræðingurinn Hugh Trevor-Roper segir: „Það er athyglisvert, að við dauða og útför Shakespeares var minning hans ekki heiðruð á neinn sérstakan hátt. Frá- sagnir herma, að hann hafi enga skójamenntun hlotið, hafi enga vini átt með bókmennta- þekkingu, hafi engar bækur átt við andlát sitt og hafi verið ó- skrifandi. Svo mikið er vfst, að í þeim sex undirskriftum hans sem varðveitzt hafa er staf- setningin á nafni hans mis- munandi og að öðru leyti eru þær svo illa skrifaðar, að rit- handafræðingar telja að hönd hans hafi verið stýrt.“ Það er því engin furða, þótt sú spurning hafi vaknað á grundvelli slíkra staðreynda, hvort William Shakespeare hafi yfirhöfuð nokkru sinni samið þau leikrit sem bera höfundar- nafn hans, hvort það séu yfir- leitt nokkrar líkur til að hann hafi verið fær um að skrifa slík verk. Á þessum grundvelli var það í rauninni mjög skilj- anlegt, að Delia Bacon setti fram kenningar sínar um hinn „rétta“ höfund leikritanna. Síðan hafa fleiri fetað í fótspor hennar og er nú svo komið, að kenningar hafa verið settar fram um að 57 aðrar persónur en Shakespeare séu eða geti verið höfundar leikritanna. í hópi hugsanlegra höfunda hafa m. a. verið nefndir landkönn- uðurinn Walter Raleigh, sjó- ræninginn Francis Drake, skozka drottningin Maria Stuart og jafnvel sjálf Elísabet drottning. Fimm líklegustu höfundamir. Mikill meirihluti þessara hug- mynda er þó ef málið er athug- að byggður á algerum firrum og rökleysum og fá því ekki á nokkurn hátt staðizt. Aðrar hugmyndir eru lífseigari og eru enn stöðugt umræddar sem hugsanlegur möguleiki í hópi bókmenntafræðinga. Þeir sem vefengja höfunda- rétt Shakespeares hafa einkum bent á eftirtalda menn sem hugsanlega höfunda: 1) Francis Bacon, heimspek- ing og lögfræðing sem lifði 1561-1626. 2) Edward de Vere, jarl af Oxford sem lifði 1550 — 1604. 3) William Stanley, jarl af Derby, sem lifði 1561 — 1642. 4) Roger Manners, jarl af Rutland sem lifði 1576 1612. 5) Christopher Marlowe, skáld, sem lifði 1564 — 1593. Svo margvislegar sem hug- myndirnar um aðra höfunda en Shakespeare eru, þá er þeim öllum sameiginlegt, að sönnun- arbyrðin um þrjú atriði hvílir á þeim sem berjast fyrir þeim. Þeir verða að sanna eftirfar- andi: -A- í fyrsta lagi, að leikarinn William Shakespeare hafi ekki skrifað leikritin sem bera höfundarnafn hans, en að hann hafi samt lát- ið það óátalið, að þau væru flutt og birt undir hans nafni. ★ í öðru Iagi, að höfundur sá sem þeir berjast fyrir hver um sig hafi samið leikritin. + í þriðja lagi verða þeir að sýna fram á, að hinn tilgreindi höfundur hafi haft gildar ástæður til að dylja bæði meðan hann var á iífi og eftir dauða sinn að hafa samið leikritin. í fyrsta þætti þessara sönn- unargagna geta allir andstæð- ingar Shakespeares starfað sam an að því að bera brigður á, að Shakespeare hafi verið fær um að semja leikritin. Um það eru þeir allir sammála og bera fram lík rök. Leikrit Shake- speares sýna góða þekkingu á rómverskum bókmenntum, þau Ein af sex undirskriftum Shakespeares, sem varðveitzt hafa. eru full af dæmum um land- fræðilega, sagnfræðilega og goðfræðilega þekkingu, þau sýna víðtækan skiining á lög- fræðilegum, siglingafræðilegum atriðum og hirðsiðum. Leikar- inn frá Stratford, sem hvorki gekk á skóla í Cambridge né Oxford getur ómögulega hafa haft svo víðtæka þekkingu — um það eru þeir sammála. Francis Bacon. Áhangendur Bacon-kenning- arinnar geta vissulega með réttu haldið því fram, að þessi frægi lögfræðingur og heim- spekingur hafi einmitt haft til að bera þá þekkingu, sem Shakespeare skorti. Vafalaust var Bacon einn lærðasti maður sinnar samtíð- ar, þótt honum hafi ekki verið ljós þýðing kenninga Kopernik- usar og Galileis um skipun al- heimsins. En lærdómur einn er ekki nógur fyrir leikritahöfund og það nægir ekki sem sönnun fyrir því, að Bacon hafi verið höfundur Shakespeare-leikrit- Bacon-áhangendurnir styðja kenningu sína fleiri rökum. í bréfi einu sem maður að nafni Tobie Mathew skrifaði til Bacons frá meginlandinu stend- ur þessi setning: „Sá mesti andans maður þjóðar vorrar ber nafn yðar, þótt hann sé þekktur undir öðru nafni." Úr þessari setningu gerðu á- hangendur Bacons mikið og iiC'.t þóttust hafa fundið þar lykil- inn að gátunni, þar til á það var bent, að bréfritarinn ætti við rithöfundinn Thomas South- well, sem kallaði sig öðru nafni Bacon. Aðrar röksemdir Bacon-ista bar bandaríska konan frú Pott fram. Hún birti lista yfir 4400 parorð, sem fyndust bæði í rit- um Bacons og leikritum Shake- speares. En Shakespeare-fræð- ingurinn Jean Paris sýndi fram á að þessi iisti væri lítils virði, þar sem hér var mestmegnis um almenn orð að ræða eins og „Góðan daginn", „Amen“, „Ég fullvissa yður“, „Trúið mér“. Sá rökstuðningur Baconista sem vakið hefur einna mesta athygli og valdið mestum heila- brotum kom fram í ritgerðum bandaríska lögfræðingsins Ignatius Donnelly á síðustu öld. Hann hélt því fram, að Bacon hefði skrifað leikritin og falið leyniorð inni 1 texta frumútgáfunnar. Síðan tók hann sér fyrir hendur, að leita uppi þessar dulmálssetningar eftir flóknum reglum og fann hann þá meðal annars eftirfarandi dulmálssetningu á einni blað- síðunni: „Shak spur never writ a word of them“ eða „Shak spur skrifaði aldrei orð af þessu“ Donnelly var mjög ofstækisfullur í kenningum sín- um og vöktu þær talsverða at- hygli unz prestur nokkur að nafni Nicholson fann aðra dul- málssetningu með því að beita regium Donneliys Iítið eitt öðru visi og fékk hann þá fram þessa setningu: „Master Will-I-am Shake spurre writ tli Play and was engaged at the Curtain" eða „Meistari Will-I- Framh. á bls. 20

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.