Vísir - 22.05.1964, Page 2

Vísir - 22.05.1964, Page 2
JON BIRGIR PETURSSON RITSTJÓRI ' ; Með honum eru Hreiðar Ársælsson V1SIR . Föstudagur 22. maí 1964. r Ingi ^orsfeinsson formaður F. R. 8.: BJARTSÝNN Á FRAMTÍDINA " „Ég er bjartsýnn á sum- arið framundan“, sagði Ingi Þorsteinsson, form. FRÍ í viðtali um verkefni frjálsíþróttamanna í fyrra kvöld. „Mér finnst að þær áætlanir og sú vinna sem FRÍ hefur lagt fram und- anfarin ár, sé nú að bera ávöxt, við erum að eignast bráðefnilega íþróttamenn og allgóða breidd. Ég er ekki í nokkrum vafa um að áframhaldandi vinna við þjálfunarmál og út- breiðslumál okkar á eftir að hefja frjálsar íþróttir upp“. Þjálfunarmálin eru mjög erfið hjá FRÍ ekki síður en öðrum íþrótta greinum. Sambandið hefur einn þjálfara, Hörð Ingólfsson, sem hef ur látið margt gott af sér leiða, og innan skamms hefst leiðbeinanda- námskeið að Núpi í Dýrafirði og mun Sigurður Guðmundsson, kenn ari þar sjá um námskeiðið. Seinna í sumar er von á bandarískum þjálfara, Thomas Ecker, sem mun þjáifa frjálsíþróttamenn nær tvo mánuði. ÞÓROIFUR BtCK OG KR CCGN .. IANDS“UDINU rr Spennondi leikur á sunnudng í Luugurdul Fyrsti stóri leikurinn á þessu ári í knattspyrnunni fer fram n. k. sunnudag kl. 16.00 og verður ekki annað sagt en að talsverð eftirvænting ríki fyrir leikinn, sem er milli KR og „Iands“liðs, þ.e. þegar KR- liðið hefur verið dregið frá. Með KR Ieikur okkar bezti knattspyrnumaður nú og jafn- <&- framt eini atvinnuknattspyrnu- maðurinn okkar I dag, Þórólfur Beck. Lið KR og ,,lands“liðsins hafa verið yalin og eru þannig skip- uð talið frá markverði til v. út- herja. „Lands“lið: Helgi. Dan. (ÍA) — Árni Njálsson (Val) — Guðjón Jónsson (Fram) — Jón Leósson (ÍA) — Jón Stefánsson (ÍBA) — Matthías Hjartarson (Val)) — Jón Ól. Jónsson (IBK) — Skúli Ágústsson (ÍBA) — Jón Jó- hannesson (ÍBK) — Kári Árnason (IBA) — Hermann Gunnarsson (Val). Varamenn: Guttormur Ólafs- son (Þrótti), Högni Gunnlaugs- son (iBK), Eileifur Hafsteins- son (IA) og - .Idur Scheving (Fram). KR: — Heimir Guðjónsson — Hreiðar Ársælsson — Bjarni Felixson — Þórður Jónsson — Hörður Felixson — Sveinn Jónsson — Örn Steinsen — Þórólfur Beck — Gunnar Felix- son — Gunnar Guðmannsson — Sigurþór Jakobsson. Varamenn: Gísli Þorkelsson> Kristinn Jónsson, Þorgeir Guð- mundsson og Jón Sigurðsson. Þórólfur er kominn heim frá Skotlandi fyrir nokkrum dög- um og er í hinni beztu þjálfun, varð að vísu fyrir smáóhappi í leik á dögunum, en er búinn að jafna sig að fullu og verður skemmtilegt að sjá hann nú. Þórólfur lék einn leik hér í fyrra með KR, það var gegn Haka, en þá var Þórólfur ekki I æfingu og sýndi fæst af því sem í honum býr. Búast má við óvenjumiklu fjölmenni á vellinum á sunnu- dag og er fólki eindregið ráð- Iagt að fá sér miða fyrr en sfð- ar. I fyrra mynduðust miklar biðraðir rétt í þann mund er leikur Haka og KR var að hefj- ast og komust hinir síðustu ekki inn fyrr en 20 mínútur voru búnar af leik, — og þá mátti segja að leiknum væri lokið, því búið var að skora öll mörkin. Miðar verða seldir fyrir leikinn í sölutjöldum sem verða við Útvegsbankann og eins fyr- ir utan verzlun P.&Ó. innarlega á Laugavegi. Hófst sala úr tjöldunum í morgun og heldur áfram í dag og á morgun. Leikur KR og „restar“, eins og leikurinn er oft kallaður manna á meðal, er háður í til- efni af 65 ára afmæli KR á s.l. vetri. Frjáisíþróttamenn virðast hafa æft nokkuð vel í vetur hjá félögum sínum en landsliðsæfingar féllu nið ur í vetur. Um páskana dvöldust landsliðsmenn við æfingar austur í Haukadal hjá Sigurði Greipssýni og leiðbeindi Benedikt Jakobsson þar. 1 sumar er skipulögð mikil út- breiðsluherferð víða um land undir stjórn Höskuldar Goða Karlssonar. Á landsliðið hafa hlaðizt verkefni og vónandi tekst liðinu betur upp nú en áður og vissulega eru sterk- ar vonir til að svo verði. Meistara- mót Norðurlanda fyrir unglinga fer fram í fyrsta skipti í Osló 8. og 9. ágúst og er ráðgert að FRÍ sendi 6 — 8 unglinga þangað. Boð hefur borizt um að senda fararstjóra og keppanda til A-Berlínar í júní á alþjóðlegt frjálsíþróttamót og á heimavelli eiga íslendingar eftir að glíma við V-Norðmenn 21. og 22. júlí og 8. og 9. ágúst fer fram I Reykjavík tugþrautarlandskeppni milli íslands, Norðmanna og Svía Framh. á bls. 6 ' Úr landskeppni Islendinga og Dana I fyrrasumar — þá unnu Danir okkur í fyrsta skipti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.