Vísir - 22.05.1964, Side 3

Vísir - 22.05.1964, Side 3
■Sv**: > “'W?l ' y - t' i % í-'íí'^ /'."i :'-;;X. ■ •• ;■: J ' . 7 t< 'í'ív : XX; ■;;;.; V í Sfí R • Föstudagur 22. maí 1964. HÁKARLI TJFákarlinn lá þarna í grasinu um morguninn. „Auðun“ úr Hafnarfirði hafði komið með hann um nóttina og fengið hann f hetið, í endann á því, brjóstið svokallað. Það hafði gengið illa að koma hon- um inn — hann var óvenju stór — alit að því tíu metrar á lengd. „Þegar þeir fluttu hann hing- að, var hann Iifandi“, sagði há- karlsskerinn. Hann stóð yfir fengnum í klofháum sjóstígvélum, klæddur duggarapeysu og brýndi sveðj- una. Niðri í flæðarmáli Iogaði f rusli. Hjallurinn kúrði hrá- blautur á fjörukambinum eins og mynd úr ferðabók um ísland fyrr á öldum. Skrápurinn á skepnunni gljáði elskulega, og annað augað var opið — það var blátt eins og djúp hafsins. Skolturinn var ramlega lokað- ur . . . Rétt í þessu kemur maður að- vífandi — hann var eins og bjarndýr á vöxt, og leiddi snáða sér við hlið. „Hver lét þig fá hann þenn- an, ljósið“, rumdi í honum eins og óveðri. „Ég dró þetta á færi í nótt“, sagði hákarlsskerinn. „Það þykir mér sennilegt — ég man, að við fengum einu sinni þrettán svona kóða á Halamiðunum — þeir voru víst eitthvað minni, en þeir eyði- lögðu'1 alveg trossuna, helvítin þau arna“, sagði halamiðakarl- inn. Hann tvísté þarna við há- karlsskrokkinn og beið eftir því, að sjá blóð renna. Hákarlsskerinn brýndi haus- ingarsveðjuna og fór sér að engu óðslega. „Er hann margra kúgilda virði þessi?“ spyr tíðindamaður. „Þetta gæti orðið hvalreki“, sagði hann og náði í gogg og stakk á kaf f kvið dýrsins. Gárar hlupu eftir skrápnum, og nú gekk sveðjan djúpt inn. „Látið ykkur ekki bregða, þótt maður komi út úr hon- um“. „Það skyldi þó ekki vera falleg stúlka með slegið hár“, segir einn viðstaddra. — stgr. Halamiðakarlinn og hákarlsskerinn opna ginið á „vininum". . ................. • .■■■.v.■.•.■■■. ........... • k Hvað skyldi vera inni í skepnunni — katmski falleg stúlka með slegið hár? /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.