Vísir - 22.05.1964, Side 5
5
Gallabuxur — Zippbuxur — Drengja
peysur — Telpupeysur - Skyrtur -
Nærföt — Sokkar — Regngallai
Regnkápur — Úlpur — Jakkar
utíötíd
1
1 niorgun
útlönd. í norgun
útlönd í morgun
V í SIR . Föstudagur 22. maf 1964.
útlond í
upphaf frekarí aðgerða
Adlai Stevenson, aðalfulltrúi
Bandarikjanna hjá Sameinuðu
í þjóðunum, lýsti yfir þvi í ræðu
á fundi Öryggisráðs í gær-
kvöldi,' að Bandaríkjastjórn ætl-
aði sér ekki að sitja hjá og
horfa á það, að vopnuðu of-
beldi væri beitt og vaðið yfir
Suðaustur-Asíu.
Hann lagðist eindregið gegn
nýrri ráðstefnu um Laos, —
ákvarðanir 14 þjóða ráðstefn-
unnar frá 1954 hefðu marg-
sinnis verið þverbrotnar, og eins
myndi fara ef ný ráðstefna tæki
einhverjar ákvarðanir. Einföld
úrlausn varðandi Laos væri að
flytja burt erlent herlið þaðan
og svo yrðu nágrannaþjóðir að
láta það í friði. Stevenson
sagði, að íhlutun Bandaríkjanna
í Suður-Vietnam væri að beiðni
löglegra ríkisstjórna í landinu.
Einnig ræddi hann umkvartanir
Sianhouk prins, valdhafa
Cambodia, og sagði að bezta
lausniri til að tryggja hlutleysi
þess lands væri að hafa gæzlu-
: lið frá Sameinuðu þjóðunum til
þess að gæta þeirra.
Stevenson hafði verið kvadd-
ur heim f skyndi frá London
til þess að flytja þessa ræðu,
og er það álit látið í ljós, eftir
flutning ræðunnar, að Banda-
ríkjastjórn ætli ekki að láta
sitja við orðin tóm og séu vænt
anlegar tilkynningar um að-
gerðir.
Það stóð heldur ekki á því,
að eitthvað gerðist því að nærri
þegar eftir að Stevenson hafði
flutt ræðuna, bárust fréttir um
það frá Kína, að skotið hefði
verið á „bandarískar njósna-
flugvélar yfir Krukkusléttu“,
sem nú er á valdi kommúnista
svo sem fyrr hefir verið getið.
Talsmaður utanríkisráðu-
neytisins gerði þessar kínversku
fréttir að umtalsefni og sagði,
að bandarískar, óvopnaðar flug
vélar hefðu í gær flogið yfir
Krukkusléttu til þess að afla
upplýsinga um stöðu Pathet
Laos liðsins þar, sem stutt er
af Norður-Vietnam. Kvað hann
allar upplýsingar sem aflað
væri í könnunarflugferðum
Iátnar í té hlutlausu stjórninni
í Laos og Alþjóðaeftirlitsnefnd-
inni.
Kfna og Norður-Vietnam
standa að bak: Pathet Laos og
svonefndir sjálfboðaliðar og
jafnvel reglulegir hermenn frá
Norður-Vietnam hafa sem fyrr-
um tekið sameiginlegan þátt í
hernaðaraðgerðum, sem nú hafa
leitt til þess að mikilvægur
landshluti er á þeirra valdi —
og nú er látið sklna í, að Path-
et Laos vilji semja, og þannig
er gleypt meira smám saman.
Það er þetta sem Bandaríkin
vilja girða fyrir og segir í
NTB-frétt frá Washington að
könnunarflugið kunni að verða
„aðeins hin fyrsta af mörgum
hernaðarlegum aðgerðum í Suð-
austur-Asíu“ og er þetta haft
eftir bandarískum embættis-
mönnum.
Vegna hættunnar, sem staf
ar af kommúnistum í Laos, hafa
verið til athugunar ýmsar að-
gerðir til þess að bægja hætt-
unni frá Suður-Vietnam og öðr
um rfkjum Suðaustur-Asíu, m.
a. aðgerðir gegn Norður-Viet-
nam, flutningur herliðs til þessa
heimshjara — liðsflutningur til
Thailands, fallist stjórn landsins
á það, og bein hernaðarleg íhlut
un í Laos,
„Frekari aðgerðir verða fyrir
skipaðar," segja embættismenn
„ef horfurnar versna enn frá
því sem komið er.“
Tilgangurinn með könnunar-
fluginu er ekki eingöngu að
afla upplýsinga, herma sömu
fregnir, hann er einnig til að
sýna vald og getu Bandaríkj-
anna í Suðaustur-Asíu.
Bandarísk flotadeild, sem f
eru flugvélaskip, er farin frá
Indlandshafi, og hefir samein-
azt aftur Sjöunda flotanum á
Kyrrahafi. Hafa þá Bandaríkin
þrjú stór flugvélaskip í Austur-
og Suðaustur-Asíu.
JLeiðtogamir í Laos: Souphanavon, Souvanna og Phoumi.
Newsweek birtir myndina og bætir við (um Phouma):
Kannski honum sé líka sama.
Bifvélavirki
Bifvélavirki eða bifreiðasmiður óskast. Uppl.
í síma 10154.
Iðnaðarhúsnæði
Iðnaðarhúsnæði óskast ca. 100 ferm. helzt
í Austurbænum, má vera í skemmu. Sími
21962.
Forstofuherbergí
Forstofuherbergi óskast í Hlíðunum eða
Norðurmýri. Uppl. í síma 17891
EtDEffi
með fairiaðinn á fjölskylduna
Laugaveg 99, Snorrabrautar megín - Sími 24975
Með kveðju fró hr. Brown
Hörkuspennandi saka-
málasaga eftir
Agatha Christie
er á þrotum hjá forlag-
inu, en fæst enn í flest-
um bóksölustöðum.
Þórsútgáfan, Sími 50802.
Skerpingaverkstæðið
er flutt af Grenimel 31 í Grjótagötu 14.
BITSTÁL. Sími 21500.
M.s. Skjaldbreið
fer vestur um land til ísafjarðar
23. þ.m. Vörumóttaka í dag til Ól-
afsfjarðar, Grundarfjarðar, Stykkis
hólms, Patreksfjarðar, Sveinseyrar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar,
Suðureyrar og ísafjarðar. Farseðl-
>ar seldir á föstudag.
GRIIFBNN AF
MONTE CHRISTO
ein frægasta skáldsaga heims, eftir
Alexandre Dumas, nær 1000 bls.,
verð kr. 100.00. Fæst I Bókaverzl-
uninni Hverfisgötu 26
RÖKKUR pósthólf
956, Reykjavík
Keflavík — Keflavík
Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Keflavík
efnir til kvikmyndasýningar fyrir almenning í Nýja
Bíó, Keflavík n. k, laugardag kl. 17.00.
Þessar kvikmyndir verða sýndar:
1. Bandaríkin kjósa Kennedy forseta.
2. Innsetningarathöfnin.
3. Evrópuferð Kennedys.
1. Indlandsferð Jackie Kennedy.
5, Heimsókn Kennedys til Vestur-Berlínar.
3. Kvikmynd frá atburðinum í DaJIas
og útför forsetans.
Öllum heimill ókeypis aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
Heimir FUS.