Vísir - 25.05.1964, Page 7

Vísir - 25.05.1964, Page 7
V1SIR . Máandagur 25. maf 1964. Blaðamaður og Ijósmyndari frá VISI fóru fyrir nokkru austur að Þingvallavatni ásamf Andra Heiðberg kafara, og brugðu sér í heimsókn i undirdjúpin fram hjá, ryðgaður háfur stóð upp úr lítilli sprungu, og ára- bátur lá á hliðinni upp við ég að hinu opinu, sem var tæp- lega meira en 1—2 metra undir yfirborðinu. En þar kom held- ur babb í bátinn. Gatið var allt- of þröngt til þess að ég kæmist þar út með geymana á bakinu. Það var ekki um annað að ræða en skríða öfugur út aftur, þvi að hellirinn var of þröngur til þess að ég gæti snúið mér við. En það ætlaði ekki að ganga of vel, því að geymarnir, sem voru farnir að léttast, rákust i hellisþakið, og ég var fastur. Ég greip annarri hendinni um ólina, sem var spennt yfir brjóstið, og togaði í hana, svo að geymarnir þrýstust niður að bakinu á mér. Þannig reyndi ég svo að mjaka mér afturábak. En ég hafði ekki nema aðra hendina lausa, og sá ekkert aft- urfyrir mig, svo að það gekk fremur hægt. Við óttann sem nú var óneitanlega farinn að gera vart við sig, dró ég and- ann tiðar, og varð að sleppa ólinni til að skrúfa betur frá ioftinu. Svo tók ég aftur í hana, kannske ekki verið mjög hetju- leg frammistaða af minni hálfu, kærði ég mig kollóttan. Þegar úr kom, gaf Andri mér merki um að við skyidum fara að halda upp á yfirborðið, því að við vorum búnir að vera niðri í tæpan klukkutíma. Og þó að mér væri það mjög móti skapi, fylgdi ég eftir. Nærri drukknaður. Nokkru seinna horfði ég með sárri öfund á Ingimund síga í djúpið, því að ég var alls ekki búinn að fá nóg. En Andri hafði sagt við hann, að þeir gætu ekki verið jafnlengi niðri, þvi að loftið væri farið að minnka, svo að eftir kortér var ég orðinn hálf órólegur. Rétt í því að ég stóð á fætur, skaut samt Andri upp kollinum við bakkann, með myndavélina í hendinni. Ég starði niður i vatnið og bjóst við Ingimundi á eftir, en hann kom ekki þar. Aftur á móti skaut honum upp með miklum buslugangi, nokkru lengra úti. Ég skildi Hér er ljósmyndarinn að koma upp úr eftir köfunina.. (Ljósm. Ó.TJ.) ÞING VALL AVATN S einn dranginn, — það var stórt gat á botninum. Fastur í helli. Við vorum komnir nokkuð langt út á vatnið, og ég var að hugsa um að færa mig nær ströndinni, þegar ég sá dimman hellisskúta nokkuð fyrir fram- an okkur. Ég synti að opinu og leit inn. Þar var niðamyrkur fyrir utan smá ljósdepill nokkuð langt inni. Hellirinn Iá uppávið, og ég bjóst við að þarna væri annað op, nær yfirborðinu. Eftir nokkurt hik, þvi að hellirinn var þröngur, smeygði ég mér inn í hann, og þreifaði mig varlega inn eftir honum. Ég fann að þrýstingurinn minnkaði stöð- ugt. Þegar ég hafði skriðið svona eina 12—14 metra, kom pressaði geymana vel niður, og hélt áfram að mjaka mér. Skyndiiega læstist eitthvað um hægri ökla minn, og hjartað tók kipp niður á við, og var þó áð- ur komið anzi langt I þá áttina. Það fyrsta sem mér datt í hug var skrímslið I Svartalóni, og ég sparkaði frá mér, staðráðinn í að fara út um bannsett gatið, hversu þröngt sem það væri. Við umbrotin snerist ég til hálfs við, og sá þá að loftbólur lagði upp frá „andstæðingi" min um. Skildi ég þá að þar var Andri kominn. Hann hafði beðið fyrir utan hellinn, þegar hann sá mig fara inn, en þegar ég kom ekki út aftur, fór hann að lengja eftir mér, og kom alveg mátulega. Hann dró mig afturábak út úr hellinum, og þó að það hafi ekki almennilega af hverju hann hamaðist svona, en þegar ég sá Andra fleygja frá sér mynda- vélinni og geysast af stað út til hans, skildi ég að loftið var að verða búið. Ingimundur teygði handlegginn afturfyrir, og reyndi að skrúfa frá varabirgð- unum, en geymarnir höfðu af- lagazt á bakinu á honum, svo að hann fann ekki ventilinn. Þegar Andri kom til hans, sneri hann honum á bakið og reif grímuna frá andliti hans. Og þegar ég heyrði sogandi andardrátt kappans, byrjaði ég aftur að anda sjálfur. En ég gat ekki að mér gert að brosa að félaga mínum, þvi að hálf- drukknaður eins og hann var, hrópaði hann hástöfum til mín: — Þvílík litbrigði maður, þvflík mótív. — Já, þó að við höfum séð marga fallega sjón um dagana, hefur ekkert jafnazt á við það sem við sáum þarna. Og þrátt fyrir það að við vorum hálf- drukknaðir (að eigin áliti), og þrátt fyrir það að við vorum hálfdauðir úr hræðslu, værum við tilbúnir hvenær sem er að leggja í aðra ferð um botn Þing- vallavatns. -ótj. BIFREIÐ TIL SÖLU Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðu- múla er til sýnis og sölu 4 manna Volkswag- en-bifreið, árgerð 1960. Upplýsingar á staðn- um. Tilboð sendist Skúla Sveinssyni, varð- stjóra, fyrir 29. þ. m. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. maí 1964. © VEX HANDSAPAN Vex handsápurnar hafa þrennskonar ilm. Veljid ilmefni vid ydar hœfi. Hreinsum samdægurs Sækjum — sendum. Efnalaugin Llndin Skúlagötu 51, sími 18825 « Hafnarstræti 18, sími 18821 EFNAVER.KSM IDJ A N

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.