Vísir


Vísir - 08.06.1964, Qupperneq 2

Vísir - 08.06.1964, Qupperneq 2
V í S IR . Mánudagur 8. júní 1964. BÍRGÍR PETURSSON Hvernig fer 5-manna nefndarínnar ? Weirður reynsðulífið úrvnlsflii fiS nfhEægis gegn Wnnderers i kvöld? í kvöld fer fram stærsti leik- ur ársins til þessa á knattspyrnu sviðinu. Það er leikur brezku knattspyrnumannanna Middles- ex Wanderers, sem undanfarið hafa hlotið mikið lof fyrir Ieik sinn hér, og sterkasta úrvalsliðs okkar, eða svo má heita. Fimm menn háfa undanfarið setið nótt og dag á rökstólum um lið þetta. Aldrei fyrr hafa eins margir menn komizt að svo lítiLli niðurstöðu, og þó. — Hver veit nema hér hafi einmitt framtíðarlausn landsliða vorra verlð fundin? Vonandi, að hin- um vísu mönnum hafi tekizt það. í liðið hefur þessi landsliðs- nefndarkvintett fundið unga menn, sem Iftt háfa komið við sögu. Kannski eiga þeir eftir að duga betur en hinir gö'mlu, þrátt fyrlr reynsluleysi sitt i leikjum sem þessum. Svar við þessari spurnjngu og öllum öðrum spurr/nguni, sem upp kunna að koma, kemur væntanlega I kvöld, þegar þessi lið mætast, en eflaust munu mörg þúsund manns fara inn í Laugardal til að horfa á þennan leik. Liðin í kvöld eru þannig skip- uð, og var ekki vitað um nein forföll, þegar blaðið fór í press- una: MIDDLESEX WANDERERS: Swannell — Taylor — Leon- ard — Cantwell — Cole — Brown — Candey — O’Rourke Brima Fay — Quail (fyrirliði) combe. ÚRVAL: Heimir Guðjóns- son (KR) -— Jóhannes Atlason (Fram) — Magnús Torfason (Keflav.) — Ómar Magnússon (Þrótti) — Jón Stefánsson (Ak- ureyri) — Matthias Hjartarson (Val) — Reynir Jónsson (Val) Hermann Gunnarsson (Val) — Jón Jóhannsson (Keflav.) — Ei- leifur Gunnarsson (Akranes) — Gunnar Guðmannsson (KR). Leikurinn hefst kl. 20.30 stundvíslega og er fólki ráðlagt að mæta tímanlega til að forð- ast troðning við innganginn. Brazilía vann Brazilíumenn unnu f gær Portúgali í Ríó með 4 mörkum gegn 1 f hinni svokölluðu „litlu heimsmeistarakeppni“, sem fram hefur farið undanfar ið þar í borg. í hálfleik stóðu leikar 2:1 fyrir Brazilíu. vaun VIKINGUR BREIÐABLIK 2-1 Vxkingur vann Breiðablik i 2. deildarkeppninni í knattspyrnu í gærkyöldi á Melavellinum i Reykja- vfíí með 2:1 eftir allspennandi leik, en fremur illa leikinn af báð- um aðilum. Það voru Víkingar sem tóku frumkvæðið í sínar hendur með að skora úr vítaspyrnu í fyrri hálf- leik. Það var bakvörðurinn, Brynj- ar Bragason, sem framkvæmdi hana og skoraði örugglega. Snemma í seinni hálfleik skor- aði Bergsteinn Pálsson 2:0 fyrir Víking, en mark Breiðabliks kom eftir 30 mínútna Ieik í seinni hálf- leik og sfðustu 15 mínúturnar má segja að Kópavogsmennirnir hafi sótt án afláts, án þess þó að takast að skora, en segja má að jafn- tefli hefði verið fyllilega verð- skuldað. Voru Breiðabliksmenn mjög óheppnir og áttu meðal anu- ars gott skot í stöng. Mark þeirra skoraði Júlíus Magnússon. UNGLINGAR UNNU 1:0 Lið unglinganefndar KSÍ vann FH sem styrkt var „gömlum stjör/i um“ víðs vegar að, m.a. Albert Guðmundssyni og Hermanni Her- mannssyni, sem vöktu mikla at- hygli áhorfenda í Hafnarfirðí, en þeir voru fjölmargir. Leiknum lauk með 1:0. Myndirnar á siðunni eru frá leiknum. Efsta myndin er af Her- manni og Albert. Hermann er með gömlu. rauðu Valshúfuna s.'na, scm hann bar stoltur í markinu í mörg ár. Næsta mynd er úr leiknum. Það er Ragnar Jónsson, hand- knattleikskappi úr FH, sem er að glíma við boltann, en álengdar er efnilegur piltur, Ingvar Steinþórs- son úr Þrótti. Þriðja myndin er svo af fiði FH ásamt styrktarmönnum. Hörður Markan skoraði tnark unglingaliðsins eftir 15 mínútna leik.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.