Vísir - 08.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 08.06.1964, Blaðsíða 7
V1 S I R . Mánudagur 8. júní 1964. 7 Gunnlaugur Scheving T hvert sinn er ég dvelst fjarri íslandi birtast mér endur- minningar um land og þjóð eins og í myndum Gunnlaugs Schev- ings, líkt og list hans hafi kennt mér að skynja og skilja sál og fegurð þessa lands. Þar birtist ísland „ögrum skorið“, þar sigla íslands hrafn- istumenn á hallandi bátadekki í haugasjó. Lítil sjávarþorp kúra í þunglyndislegri fegurð sinni. Þar ríkir kyrrð sveitasæl- unnar undir tærum bláma vor- himinsins, birta sumarsins breið ist með næstum suðrænni gnægð yfir fjall og dal. Fagrar heyrast raddirnar um „sumar- arlangan dag“, og fagrir ljóma þar litirnir. Þó eru það ekki einungis nátt úran og fegurð þessa lands, sem eru geymdar í myndum Gunn- laugs — þar óma einnig mann- ... FERÐIR I VIKU BEIIMA LEIÐ TIL LONDON leg örlög og saga þeirra frón- búa, er byggðu það frá önd- verðu. Menn, sem hann mótar, eru stórbrotnir og svipmiklir. Bókaskreytingar Gunnlaugs í Njálu og Grettissögu jafnast á við það bezta, sem á því sviði hefur gerzt á Norðuriöndum. Gunnlaugur málar sægarpa, sveitarstúlkur, búkarla, smiði og smaladrengi, börn og dýr. Litlu máli skiptir, hvort hann lýsir sambúð manna i sínum hvers- dagsleika eða í æðri veruleika sagna og ævintýra. Myndir hans eru alitaf sanr.ar. Þetta listræna jafnrétti mismunandi stiga vit- undar og veruleikans — er einn- ig fremst í verkurn Ásgríms og Kjarvals — er einkenni, sem setur sérstakan og persónulegan svip á iist Gunnlaugs og veldur þvi, að hún er þjóðleg í eigin- legri merkingu orðsins „öll góð list er þjóðleg“! Að sjálfsögðu má draga upp aðra mynd af íslandi eins og raun ber vitni. En Gunnlaugur þræðir sína braut alltaf sjálfum sér sam- kvæmur, óháður, að því er virð- ist, og ótruflaður af öllum „ism- um“ dagsins, þó ekki utan tengsla við anda síns tíma. Enda þótt furðu virðist sæta, eru upp- áhalds fyrirmyndir hans hinir miklu meistarar 15. og 16. aldar á Ítalíu. En þangað hefur hann aldrei komið. Hann sá þá í Ber- Iín. Einkar fróðlegt og skemmti- legt er að hlusta á Gunnlaug, er hann lýsir myndum þeirra. Gerir hann það. eins nákvæm- lega og fjörlega og hann hefði skoðað þær í gær; en til Berlín- ar kom hann fyrir rúmum þrjá- tíu árum. Það, sem á erindi til hans í þeirri list, er um leið frá upphafi viðfangsefni, sem honum er hugnæmt: mynd mannsins í strangri kompositi- on. Þannig hefur list hans — burt séð frá áhrifum nútíma- málara — fest sterkar rætur í arf fortíðar og nærist úr djúp- um stráumi listar gegnum ald- irnar. Eins og hver annar skapandi listamaður hefur Guhnlaugur bersýnilega sinn drösul að draga; én hann gerir það með skapfestu og jafnaðargeði. Eng- inn getur kvongazt Iistargyðj- unni, svo að hann megi heimta af henni eins ósvikulan inn- blástur og órofna sköpunar- gæfu og daglegt brauð. Gunn- laugur fer ekki varhluta af því. í verki hans skiptast á flóð og fjara. En sé litið yfir verk hálfs þriðja áratugs, — þann tíma hefur hann starfað, að loknu námi, — þá hefur honum lán- azt að skapa stórfenglegan myndheim: eina þá dýrmætustu íslandslýsingu, er ég þekki til. Þjóðin stendur í mikilli þakkar- skuld við þennan listamann. Ég árna honu... allra heilla á sextugsafmæli og óska þess af einlægni, að honum megi endast starfsorka og sköpunargleði i fjölda mörg ár. Kurt Zier. i MttWSJE Stórborgin London er höfuðsetur lista, mennta og heimsviðskipta. London er brennipunktur flugsamgangná um allan heim. Við fljúgum 10 sinnum í viku til Bretlands í sumar, þar af þrjár ferðir beint til London. Tíðustu ferðirnar, þaegilegustu ferðirnar, beztu ferðirnar, það eru ferðir Flugfélagsins. Knattspymufélagið VALUR HANDKNATTLEIKSDEILD Meistara, I. og II. flokkur kvenna A. Útiæfingar hefjast þriðjudaginn 9. júní kl. 20.30. Nauðsynlegt er að þær, sem ætla að vera með í sumar, mæti á þessa fyrstu æf- ingu. Rabbfundur eftir æfinguna. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Bíleigendur othugið Ef orkan minnkar en eyðslan eykst, eru óþéttir ventlar númer eitt. Okkar sérfag eru ventlaslípingar. Leggjum áherzlu á góða þjónustu. BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ m VENTILU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.