Vísir - 29.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 29.06.1964, Blaðsíða 7
• VÍSIR . Mánudagur 29. iúaí J9S4. Fyrir Kjarval er hversdagsleikinn ekki til segir Thor Vilhjálmsson, sem hefur nýlega lokið bók um listamanninn Ekki samtalsbók, ekki ævisaga, ekki listfræði, ekki sagnfræði, ekki vís- indarit, ekki skáldsaga — skilgreining Thors Vilhjálmssonar á hinni nýju bók sinni um Kjar- val rifjar upp lýsingar Búddhistanna á Nir- vana,semaðeins er hægt að skýra með upptaln- ingu á þvi sem það er ekki. „Þetta er bók, sem sýnir Kjarval, eins og ég sé hann og skynja hann“, tekur hann loks af skarið. „Hugrenningar mfn- ar um manninn og listamanninn Kjarval. Hún fellur ekki inn í flokk ævisagna, né heldur get- ur hún talizt listfræði eða sagn- fræði, en snertir kannske að einhverju leyti þau svið, þótt ég sé hvorki list- né sagnfræð- ingur. Margir eiga eftir að skrifa um Kjarval, en ég held ekki, að ég taki neitt frá þeim með þessu“. Hann situr þarna afskaplega hreint listamannslegur i útliti og fasi með brúna skeggið sitt og suðrænu handsveiflurnar, klæddur rauðleitri peysu úr lamaull, grænum molskinns- buxum og ítölskum stígvélaskóm samkvæmt nýjustu herratízku. Allir veggir stofunnar eru prýddir málverkum eftir is- lenzka og erlenda listamenn, þ.e.a.s. þeir sem ekki eru þakt- ir bókum, en eitt lista- verkið er enn ekki búið að hengja upp. Það er sérkennileg mynd af Thor sjálfum, máluð á gagnsætt plast, og handbragð meistara Kjarvals er auðþekkt. Yfirmannlegur fulltrúi listarinnar. „Hvenær fékkstu fyrst áhuga á Kjarvai?" „Ég hef alltaf haft áhuga á Kjarval, a.m.k. frá því að ég fór fyrst að byrja að hugsa eitthvað um list og listamenn. Þegar ég var barn, þá sá ég hann fyrir mér sem yflrmann- legan fulltrúa listarinnar, geng- inn beint út úr ævintýrunum, heimssögulegt stórveldi. Ég hugsaði ekki svo hátt að fá nokkru sinni að kynnast því- iíkum manni persónulega, og nú eftir margra ára kunnings- skap við hann dáist ég ekki síður að h onum en f gamla daga, þegar ég bar lotningu fyrir honum úr fjariægð. Hann hefur alltaf haft sérstakt rúm í huga mfnum og tilfinningum, og það var mér dýrmæt reynsla að skrifa þessa bók“. Kemur slfellt á óvart „Er Iangt síðan þú byrjaðir að vinna að henni?" „Það eru nokkur ár sfðan Ragnar Jónsson stakk upp á, að ég skrifaði hana, og hug- myndin freistaði mfn strax. En ég hef ekki unnið formlega að henni sem ævisðgu eða sam- talsbók; við höfum ræðzt við sem kunningjar og vinir, en aldrei setið með bókina f smíð- um á milli okkar, líkt og menn sem fá sér kontór og hæfileg- ar vinnuvélar, setjast svo við skrifborð og byrja að teikna hús, reikna út pfpulagningar og þar fram eftir götunum. Vand- inn hefur verið mestur sá að setja sér skorður, þvf að efnið var óþrjótandi. Kjarval er svo frjór og margbreytilegur per- sónuieiki og kemur manni svo sífellt á óvart, að olt fannst mér ég þurfa að hefja smfðina að nýju og um- turna þvf sem áður var reist. En ég sá þó, að ég yrði að halda mér við einhvem vissan ramma og skera niður ailt sem ekki kæmist fyrir innan hans, ef mér ætti að takast að full- gera bókina. Það er eins og málarinn verður að einskorða sig við ákveðið mótív — hann getur ekki komið allri náttúr- unni fyrir á einum myndfleti“. Endurskoðunarsinni y' „Hvaða eiginleiki Kjarvals hefur haft mest áhrif á þig?“ „Ja, það er erfitt að segja I fljótu bragði. Maður eins og hann hlýtur óhjákvæmilega að orka sterkt á alla, sem hann hefur samskipti við, með mis- jöfnum hætti þó. Kannske finnst mér skemmtilegasti þátt- urinn f skapgerð hans, hvað hann er mikill endurskoðunar- sinni". „Og hvað áttu við með því?“ „Hann er alltaf að endur- skoða hlutina, endurmeta þá og sjá þá í nýju ljósi. Ekkert staðnar hjá honum, hann sætt- ir sig ekki við, að neins staðar komi þrátefli, heldur er eins og hann sprengi af sér klisjum- ar. Hann sættir sig ekki við, að hversdagsleikinn sé til — og fyrir slfkum manni er hann ekki til. Hann er alltaf ferskur og alltaf frjór, einmitt af því að hann hefur þennan hæfileika tii að staðna ekki í endanleg- um niðurstöðum um neitt f lífinu". Þúsund grímur „Það hiýtur að þurfa lagni til að fá Kjarval til að opna sig, er það ekki?" „Auðvitað verður maður, sem býr yfir svona sterku og næmu geði, að hafa þúsund grfmur sér til vamar. Kjarval er mikill leikari, þegar hann vill það viðhafa, en stundum finnst mér dýpsta aivaran búa á bak við glensið, sem hann notar oft eins og skylminga- sverð". „Hefurðu ekki sjálfur fengizt við myndlist?" „Ég hef fiktað — mér til yndisauka — það hjáipar manni til að skilja aðra hluti“. „Hefurðu ekki myndskreytt sumar bækurnar þínar?" „Tvær þær fyrstu, jú“. „Málarðu stundum núna?“ Thor Vjlhjálmsson rithöfundur (Mynd: I.M.) f (TTiínon ofi 'isjrnisri • ■ „Ég hef liggjandi hjá mér mislita krítarmola. Það trufiar ekki skriftirnar að leika sér að þeim á milli, heldur hjálpar manni stundum f gang. Ég hef ánægju af þvf“. Hringdi fyrir kött málarans „Þú hefur lengi haft áhuga á myndlist?" „Já, alveg frá þvf að ég var smástrákur. Þá var ekkert myndlistarsafn hér, en maður gat skoðað listaverkabækur, og svo var helzt að komast f hús hjá fólki, sem var búið að læsa myndlistina inni ... nei, annars, þetta er ekki fallega sagt, það átti ekki að vera neinn skamma tónn í þvf ... við skulum held- ur segja fólk, sem hafði fengið sólskin inn á heimili sín með þvf að eignast listaverk. 1 hverfinu þar sem ég ólst upp, bjuggu tveir frægir list- málarar, Jón Stefánsson og Ás- grímur. Ég kynntist Ásgrími aidrei, en ég man vel, að ég horfði oft á þennan hægláta mann ganga eftir Bergstaða- strætinu. Jón Stefánsson átti kött, mikinn merkiskött, sem lagði f vana sinn að fara í göngutúra um götur og garða þarna f kring. Og þegar hann hafði fengið sig fullsaddan á þeirri skemmtun, rölti hann heim og beið á tröppunum, þangað til opnað var fyrir hon- um. Ég njósnaði um ferðir katt- arins og sat mig ekki úr færi að hringja fyrir hann bjöliunni — f þeirri von að fá einhvern tfma að sleppa inn í það ævin- týraland, sem var fyrir innan“. „Og fékkstu það?“ „Ég fékk ákaflega fallegar þakkir frá listamanninum fyrir að sýna ketti hans þessa kurt- eisi, en hann vissi náttúrlega ekki, hvaða hvatir lágu þar til grundvallar. Jú, einu sinni man ég, að ég komst inn. Það var mikill viðburður". Nýtt verk í smíðum „Hvað ertu búinn að senda frá þér margar bækur?" „Þetta var sú sjöunda. Fyrsta kom út 1950“. „Ertu ekki með eitthvað nýtt f smiðurn?" „Jú, mikil ósköp, það hefur margt safnazt fyrir hjá mér, alltof margt eiginlega". „Skáldsögu?" „Ég veit það varla; ég á erfitt með að hugsa í afmörk- uðum flokkum eins og bók- menntafræðingar gera — ég geri ekki mikinn greinarmun á því, hvort það er ferðasaga eða smásaga eða eins konar prósaljóð. Ferðasögubrot getur verið smásaga, þetta er allt blandað hvað öðru, skáldskapur og veruleiki.Og ég þorialdreiað taia mikið um það sem ég er að vinna að, því að þræðirnir eru svo hárfínir, meðan þetta er að skapast, að óvariegt orð getur eyðilagt allt saman. En hvenær það kemur — æ, ég veit ekki ... við skulum bíða með að tala um það, þangað til það er fullunnið — ekki megum við rjúfa þann magíska sirkil, sem Karl Einfer, hertogi af Sankti Kildu, er stundum með á vörunum ..." — SSB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.