Vísir - 29.06.1964, Blaðsíða 12
111111
VISIK
Mánudagur 29. júní 1964.
Hin fiölmenna Varðnrferð í gær:
ENN EITT TAKN UM SAMSTOBU
SJÁLFSTÆÐISMANNA
mmm sagði Bjarni Benedikfsson
Sex hundruð manns voru í
óvenjulega glæsilegri Varðar-
ferð í gær. Farið var um hinar
breiðu byggðir Árnessýslu.
Bjart var mestalla Ieiðina og
þrátt fyrir kul í Iofti komu allir
til baka með hlýjar endurminn-
ingar úr fjörugri ferð.
Ferðin var frá fyrstu til síð-
ustu mínútu frábærlega vel
skipulögð og var haft sérstakt
orð á því hve öll ferðin, sem
tók nærri sextán tíma, gekk
auðveldlega fyrir sig.
Komið var að Gullfossi og
Geysi og áð á nokkrum öðrum
stöðum. Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, talaði á
Flúðurn. Hann minntist þess að
þennan dag fyrir réttum 50
árum hefðu ríkiserfingi Austur-
ríkis, Franz Ferdinand erki-
hertogi og eiginkona hans ver-
ið rnyrt af ofstækismanni í
Sarajevo. Atburðurinn hefði
verið upphafið að fyrri heims-
styrjöldinni, sem aftur á móti
hefði gefið Evrópu tilefni til
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Kvað hann öldina mestu um-
brotaöld mannkynsins. Skiptzt
hefðu á ægilegustu mann
fórnir sem sögur fara af
og örustu framfarir í þágu
mannkynsins. í þessum átökum
hefðu Evrópuþjóðir misst for-
ystuhlutverk sitt í heiminum.
Framhald á bls. 5.
Strokkur gaus fallega, háu gosi, meðan Varðarfélagar stöldruðu við
á hverasvæðinu í Haukadal. (Ljósm. Vfsis).
Núverandi og fyrrverandi formenn Varðar ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins f Varðarferðinni í
gær frá v. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sveinn Guð-
mundsson, vélfræðingur, núverandi formaður Varðar og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins (Ljósm. Vlgf, Si gurgeirsson).
„w —!■■■!■ -n ... ■ni,„n.l ,■ n.,n,»
Vígðar sumarbúðir við Vest-
manns vatn í gær
30 drengja hópur kom þangað í morgun
Gizkað er á að um 500 manns
hafi verið við vfgslu Sumar-
búða Æskulýðssambands kirkj-
unnar í Hólstifti við Vest-
Biskup talar við vígsluna.
mannsvatn í Þingeyjarsýslu í
gær og var þó ekki sem bezt
veður. Um 200 manns komust
inn í húsið en hinir hlýddu
utan dyra, þar sem komið hafði
verið fyrir gjallarhornum. At-
höfnin var hin hátíðlegasta.
Biskup nefndin v staðinn „Ný-
virki í Fagurhlíð“.
Athöfnin hófst með bæn, sem
ungur piltur, Halldór Sigurðs-
son, flutti. Biskupinn flutti ræðu
og vigði sumarbúðirnar, en
prestarnir Ólafur Skúlason,
Birgir Snæbjörnsson, Sigurður
Haukur Guðjónsson, Þórir
Stephensen og Pétur Sigur-
geirsson lásu ritningargreinar
og fluttu bæn. Kirkjukór
Grenjaðarstaðasóknar söng
undir stjóm Kristjönu Árna-
dóttur, og séra Sigurður Guð-
mundsson, prófastur, flutti
ræðu og rakti sögu þessarar
merku framkvæmdar við Vest-
mannsvatn. Eysteinn Sigurjóns-
son á Húsavík söng einsöng og
að lokum sungu allir saman
þjóðsönginn.
Bygging sumarbúðanna við
Vestmannsvatn hófst 28. maí
Framh. á bls. 5.
SAL TSILDAR-
VERÐÁKVEÐIÐ
VerSIagsráð sjávarútvegsins
ákvað á fundi sínum á laugar-
daginn lágmarksverð á síld til
söltunar og frystingar, það er
sfld, sem veidd er við Norður-
og Austurlandi. Verð á síld li)
söltunar er 230 krónur t’yrír
hverja uppmælda tunnu, 120
lítra. Verð fyrir hverja uppsalt-
aða tunnu, með þremur lögum
í hring, er 313 krónur.
Verð á síld til heilfrysting-
ar er 230 krónur fyrir hverja
uppmælda tunnu, 120 litra.
0UI SKARíTTA STOR-
BRUNA IHAMPIBJUNNI?
Leiða má líkur að því að ein
sígaretta hafi orsakað stór-
bruna í Hampiðjunni sl. laugar-
dagsnótt. Allar llkur benda til
að þarna hafi orðið milljóna
tjón, en mat á skemmdunum
hefst í dag. Hamplðjan fékk um
70 tonn af hampi fyrir skömmu,
en alls voru í vörugeymslunni
um 230 tn. þegar eldurinn kom
upp. Hampurinn er fenginn frá
Filippseyjum og tekur um 3
mán. fyrir Hampiðjuna að fá
hamp þaðan.
Fyrir utan vörugeymslu Hamp
iðjunnar við Stakkholt er nú
stór hrúga af brunnum hampi,
sem ekið hefur verið út úr vöru-
geymslunni.
Vísir hafði f morgun sam-
band við framkvæmdastjóra
Hampiðjunnar, Hannes Pálsson.
Sagðist hann ekki geta sagt um
hversu mikið tjón hefði orðið
í brunanum, enda yrði ekki
byrjað að meta skemmdirnar
fyrr en eftir hádegi í dag. Uann-
es sagðist búast við, að mest all
ur hampurinn, sem nú lægi fyrir
utan vörugeymsluna væri ónýt-
ur. Þegar eldurinn gaus upp í
vörugeymslunni voru þar inni
um 230 tonn af hampi. Fyrir
nokkru fékk 'Hampiðjan um 70
tonn til landsins og hafði þvf
mest öllu verið komið fyrir i
vörugeymsiunni, og er aðeins
lftiðræði eitt á hafnarbakkanum.
Ekki átti fyrirtækið von á hampi
á næstunni, en hann er keyptur
frá Filippseyjum og tekur það
um 3 mánuði að fá hann hingað
frá því hann er pantaður.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliðinu er ekki hægt að
segja neitt ákveðið um íkveikj-
una, en Ieiða má getur að þvi
að sígaretta hafi orsakað þenn-
an stórbruna.
Gunnar Sigurðsson vara-
slökkviliðsstjóri sagði, að þetta
væri dýrasta útkall í sögu
slökkviliðsins. Enn er bruna-
vakt við Hampiðjuna, og bú-
ast má við, að slökkviliðsmenn
verði látnir vera þar á verði i
dag og ef til vill á allanótt.