Vísir - 14.07.1964, Page 3
V í SIR . Þriðjudagur 14. júlí 1964.
3
Svipmyndir frá Siglufirði
Tunnuskipin koma og fara á Siglufirði. Eftir að síldarverksmiðjan brann reyndist óhjá-
kvæmilegt að flytja inn tunnur.
Síldarbátarnir streyma til
Siglufjarðar að austan. Þar hafa
verksmiðjumar ekki imdan að
taka á móti því mikla magni,
sem nú berst að Iandi. Sólar-
hringsaflinn er ævintýralega
mikill, þegar bezt lætur. Eitt
ið á móti 440 þúsundum
nú metið, sett um sl. helgi. Sfld-
arverksmiðjurnar hafa alls tek-
ið á móti fjórum milljónum
mála, samanborið við 165
Hér er Sólrún ÍS 339 á leið inn Siglufjörð drekkhlaðin síld að
austan.
þús. mál á sama tfma í fyrra.
Þetta er ótrúleg aukning, en
staðreynd engu að síður. Verk-
smiðjumar á Siglufirði hafa
tekið á móti um 120 þúsund
málum, sem er fjórum sinnum
meira en á sama tíma f fyrra.
Samt er Siglufjörður ekki síld-
arbær á sama hátt og meðan
síldin veiddist mest fyrir norð-
an land.
TIL SIGLUFJARÐAR
1 STAÐ ÞESS AÐ BÍÐA
Nú veiðist hún austan við
landið en bátarnir sigla til
Siglufjarðar aðeins, þegar
austlægari verksmiðjur geta
ekki annað móttökunni og lönd-
unarbið er þar í nokkra sól-
arhringa. Sfldarbátamir eru
Aflaskipið fræga Guðmundur Þórðarson undir löndunarkrönum
síldarverksmiðjunnar Rauðku á Siglufirði.
ekki nema 10—12 klukkustund-
ir að sigla frá miðunum til
Siglufjarðar, og losna því fyrr
við aflann með þessu móti.
TUNNUR FLUTTAR INN
Mörg tunnuskip hafa að und-
anförnu komið til Siglufjarðar,
og nú eru háir tunnustaflar á
öllum söltunarstöðvunum og
setja þeir mikinn svip á bæ-
inn. Þegar Tunnuverksmiðjan á
Siglufirði brann sl. vetur, hafði
hún aðeins smíðað um 17 þús.
tunnur. Þess vegna er nú óhjá-
kvæmilegt að flytja tunnurnar
inn erlendis frá.
SIGLFIRÐINGAR
VONGÓÐIR
En það gengur lítið á stafl-
ana. Söltun hefur verið sáralítil
á Siglufirði. Meðan bíða Sigl-
firðingar og einstaka aðkomu-
menn, en þeir fyrir austan salta
alltaf eitthvað daglega. Það er
því ekki eins mikið um að vera
á Siglufirði og oft áður, þegar
hupdruð ef ekki þúsundir að-
komumanna hafa verið á staðn
um við löndun, söltun og
bræðslu. Þá var bærinn á fleygi
ferð. Samt eru Siglfirðingar
sjálfir ekki vondaufir. Þeir þykj
ast vita að þeirra tími komi
aftur.
ÞÝZKT SJÓNVARP SÆKIR
EFNIVIÐ TIL ÍSLANDS
Hingað til lands er kominn þýzk
ur sjónvarpsleiðangur til að taka
upp dagskrárefni fyrir þýzka sjón-
varpið og er hugmyndin að það
verði flutt næsta haust eða vetur.
Vísir átti stutt viðtal við leið-
angursstjórana, Heinz Hemming og
Peter Kerstan. Þeir starfa báðir á
vegum sjónvarpsstöðvarinnar
„Zweites Deutsches Fernsehen" er
hefur bækistöðvar sinar í Mainz.
— Á þetta að vera landkynn-
ingarefni, sem þið ætlið að sýna
héðan?
— Að vissu marki, en með allt
öðrum hætti en venjulega er átt
við með venjulegum landkynning-
armyndum.
Okkar ætlun er ekki sú að sýna
landslag nema að litlu leyti. Við
ætlum okkur fyrst og fremst að
gera pólitískri þróun þjóðarinnar
skil og þá um leið • efnahagslegri
afkomu og atvinnulífi svo sem
vera ber.
Það er m. a. hugmynd okkar að
flétta inn í efniviðinn viðhorf Is-
lendinga og samskipti við NATO
og um leið herstöðvarnar á Kefla-
víkurflugvelli. Við höfum líka
hugsað okkur að draga fram I
dagsljósið þorskastríðið við Eng-
lendinga og eftirstöðvar þess. Reyn
um eftir mætti að rekja I stórum
dráttum efnahagslega þróun Is-
lenzku þjóðarinnar og pólitíska
sögu frá því I lok heimsstyrjald-
arinnar síðari. Með hliðsjón af
þessu er ætlunin að kvikmynda
helztu og stærstu atvinnuvegi, svo
sem fiskveiðarnar og fiskiðnað,
samgöngur á sjó, landi og í Iofti,
byggingar o. fl.
— Hvað kom til að þið völduð
efni frá Isjandi til sjónvarpssýn-
inga?
— Það hefur verið ákveðið að
taka ýmis lönd til meðferðar og
þ. á m. öll Norðurlöndin. Við er-
um búnir að vera I Finnlandi. Sjón
varpssendingin þaðan hlaut mjög
lofsamlega dóma. Héðan förum við
eða einhverjir okkar til Færeyja
og Noregur verður eitt þeirra
landa, sem verða næst á dagskrá
hjá okkur.
Island komst eiginlega strax á
Fararstjóri þýzka sjónvarpsleiðangursins Peter Kerstan til vinstri, Heinz
Hemming til hægri.
dagskrá þegar Zweites Deutsches
Fernsehen var stofnað I fyrra. Það
er mikill áhugi á Norðurlönd-
um I Þýzkalandi og þ. á m. Islandi.
Hins vegar verðum við. að játa að
Framh. ð bls. 4