Vísir - 14.07.1964, Síða 4

Vísir - 14.07.1964, Síða 4
VÍSIR . Þriðjuda^ur 14. jú! IÍ' .í?í*rzr; hinum sögulega kappleik Myndin sýnir Ríkharð liggjandi á leikvellinum, þar sem dómarinn stumrar yfir honum. Leikmenn Fram eru niðurlútir. Ekki er það á hverjum degi, sem lögreglulið þarf til að ryðja æst- um áhórfendum af knattspyrnu- leikvöllunum hér á landi. Nokkr- ar róstur urðu norður á Akur- eyri fyrir tveim árum í leik heimamanna og KRinga, auk þess sem slíkir atburðir hafa gerzt einu sinni eða tvisvar á Melavejhfiym fyrr.á árum. Það var hins vegar í fyrsta skipti í fyrrad. sem lögreglan á Akranesi þurfti að láta til sín taka undir þess konar kringumstæðum. — Æstir áhorfendur þyrptust inn á leikvöllinn á Skipaskaga, eftir að tveim leikmönnum úr kapp liðum Fram og Akraness hafði lent saman. Var sagt frá þeim atburði í Vísi í gær, auk þess sem mynd fylgdi af atburð- inum. Sú mynd vakti allmikla athygli. í dag eru tvær myndir enn frá sama tilviki, birtar hér í blaöinu. L'éikmöhhufn beggjá Tiða' bér saman um, hvernig atburður þessi hafi átt sér stað. Rík- harður hafi sþtt að Geir mark- verði og brugðið honum með þeim afleiðingum, að Geir datt. Dómarinn dæmdi þegar brot á Ríkharð, en í sama mund hleypur Geir að Ríkharði, hendir í hann knettinum og hrindir' honum jafnframt, þannig að Ríkharður fellur við. Vísaði þá dómarinn, Baldur Þórðarson, Geir markverði af leikvelli. Og þar sem Geir gengur af velli, gengur hann erm. að "0'g‘sIfet‘nú til háitfs Ríkharður enn. Þótti nú áhorf- endum nóg komið, þyrptust inn á völlinn, en til átaka eða handa lögmála kom ekki. Sameinuð ust leikmenn beggja iiða urn að koma í veg fyrir slíkt. ( Allt er þetta til hinna mestu leiðinda — enda eiga slíkir at- burðir sér ekki oft stað hér — sem betur fer. Forráðamenn beggja aðila, Fram og Akraness, hafa lýst hryggð sinni vegna atburðarins sem minnst um hann I Öfi SÍIiiJÍS ijjUlií illi Þessi mynd sýnir það uppþot, sem varð, þegar áhorfendur þustu inn á leikvanginn. Leikurinn stöðvaðist í nokkrar mín- útúr og lögreglan þurfti að ryðja leikvanginn. Leikmenn beggja félaga standa umhverfis Geir markvörð. Þýzkt sjónvnrp — Framh. af bls 3. þekking okkar á íslandi og íslenzk um málum er vonum minni. Það litla sem Þjóðverjar þekkja til ls- lands a. m. k. úr kvikmyndum og myndurn yfirleitt, er af náttúru landsins, hraun, eldfjöll og gígar, fossar, hverir, eyðimerkur og fjöll. En fólkið skortir inn í þessar myndir, menning þess, áhugamál og viðhorf. Úr þessu var hugmynd in að bæta og þess vegna verðúr sjónvarpssendingin okkar með nokkuð öðrum hætti en venja hef ur verið með landkynningamiynd- ir. — Dveljið þið lengi hérlendis? — Fram í ágústbyrjun og e. t. v. eitthvað lengur ef veðrátta haml ar aðgerðum, sem við vonum að komi ekki til. Við ferðumst meira eða minna um landið eftir þvi sem við verður komið og þörf krefur. Við erum sannfærðir um það að hér gefur margt að lita sem Þjóðverjar hafa gaman af að kynnast. — Hvað tekur sjónvarpssending in langan tíma? — Hún er áætluð 30 minútur. Það er venjuleg lengd á slíkum þáttum. Mega ekki vera öllu lengri nema eitthvað sérstakt komi til. — Eru margar sjónvarpsstöðv- ar til í Þýzkalandi? — Stöðvarnar eru í sjálfu' sér nokkrar, en það eru ekki til nema tvö fyrirtæki, sem annast sjón- varpssendingar. Það er Deutsches Fernsehen, sem er nokkurra ára gamalt og samanstendur af níu • útvarpsstöðvum víðs vegar úr Þýzkalandi. Það hefur síðan sent i dagskrárefni sitt frá ýmsum bækistöðvum í Þýzka- landi. Svo erum það við, Zweites Deutsches Fernsehen, sem er ný- stofnað, tók til starfa 1. april 1963 og hefur aðsetur í Mainz Þaðan sendum við daglega út um gjöryallt Þýzkaland frá því kl. 18.30—23.00 eða 23.30 eftir atvik- um. — Hvers konar efni er það, sem þið sjónvarpið helzt? — Allt milli himins og jarðar, jafnt fræðilegs eðlis sem skemmti efni, en reynum helzt að hafa það hverju sinni sem ólíkast því sjón- varpsefni, sem Deutsches Fernse- hen sjónvarpar. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.