Vísir - 14.07.1964, Qupperneq 8
8
V í S I R . Þriðjudag-ar 14. júlí 1964.
*
CJtgetandi: Blaðaútgáfan VISIF
Ritstjóri: Gunnar G Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald er 80 krónur á míe.uöi
t lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 Ifnur)
Prentsmiðja Vísis - Edda h.f
Rödd Seðlabankans
Stjóm Seðlabankans hefir nú beitt sjálfsögðu valdi
sínu. Við samninga milli bankans og ríkisstjómarinn-
ar um 60 millj. króna lán til íbúðabygginga setti banka-
stjómin fram nokkrar mikilvægar meginreglur um
stefnuna í byggingarmálum, sem brýn nauðsyn er á,
að ekki sé hvikað frá. Þær miða að því að hindra of-
þenslu á vinnumarkaðinum og að lánsféð til íbúða-
bygginga nýtist sem bezt. Bendir bankinn réttilega á
þá miklu hættu fyrir almennt jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum, sem af því stafar að veita 250 milljónum
króna í nýjum lánum til íbúðabygginga, án þess að
nauðsynlegar öryggisráðstafanir séu samtímis gerðar.
Sökum íbúðalánanna er nauðsynlegt að auka að sama
skapi sparifjármyndunina og því er nú ákveðið að inn-
lánabindingin verði aukin um 5%. í öðru lagi leggur
bankinn á það áherzlu að hin nýju lán gangi til þess
a'ð ljúka þeim íbúðum, sem framkvæmdir eru hafnar
við, svo framboð íbúða aukist sem örast. Fjármagn
til nýrra íbúða verði hins vegar ekki veitt á næstunni.
í þriðja lagi bendir Seðlabankinn á nauðsyn þess, að
dregið sé úr öðrum byggingarframkvæmdum, bæði
ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja. Allt eru þetta sjálf--.|
sagðar og viturlegar tillögur, og þær verður að f-ranV' u
kvæma ef ný dýrtíðar- og þenslualda á ekki að rísa,
með þeim alkunnu vandkvæðum, sem henni munu
fylgja. Því ber að fagna að Seðlabankinn hefir lagt
skýrar línur í þessum efnum. Það er sjálfsagt starfs-
hlutverk hans, sem hliðstæðra stofnana í öðrum lönd-
um, og fram hjá ábendingum hans verður ekki gengið
ef vel á að fara.
Framtíðin skipulögð
Á föstudaginn voru merk tímamót í borgarsögu ;
Reykjavíkur. Þá samþykkti borgarstjóm einróma aðal-
skipulag Reykjavíkur í höfuðdráttum. Borgarbúar
munu allir fagna því, að loks eftir langan aðdraganda
er útlit og skipan höfuðborgarinnar ákveðið. Munu
.flestir þeirrar skoðunar, að tillögurnar séu skynsam-
legar og framsýnar, enda hafa færustu sérfræðingar
innlendir og erlendir, unnið að gerð þeirra. Viturlegt
sýnist, að halda gamla Mið- og Vesturbænum sem |
mest í sama móti og reisa þar ekki fleiri atvinnu- og
iðnfyrirtæki. Þau verða innar í bænum eins og hinn nýi
miðbær austan Miklubrautar, sem þegar er orðin
greinileg þörf fyrir. Þá er athyglisvert, að skipulagið |
nýja gerir ráð fyrir notkun Reykjavíkurflugvallar enn
alllangan tíma fyrir innanlandsflug. Athygli vekur
einnig, að ráðgerð eru víðáttumikil útivistarsvæði í
Öskjuhlíð, Fossvogi og Laugardal, og mun það verða jj
borgarbúum til heilbrigði og hressingar eftir því sem
borgin teygir úr sér. 150 þúsund manns munu búa í
borginni eftir 20 ár. Því er nýja skipulagið ráð í tíma
tekið og fer vel á þvi, að allir flokkar skuli sammála |
megindráttum þess. Það sýnir, að vel hefir til tekizt j
um úrlausn hinna mörgu vandamála, sem við var glímt.
g^f til vill er Stefan Zweig
dæmigerðasti fulltrúi þeirrar
andlegu hámenningar, sem dafn.
aði á meginlandi Evrópu á tíma-
bilinu milli heimsstyrjaldanna.
Og kannski finnst þeim, sem
muna síðustu ár þess og enda-
lok að örlög hans og þess hafi
orðið ein og söm — og af sömu
orsökum. Skelfing og flótti frá
tortímandi staðreyndum, ör-
væntingarþrungin leit að ein-
hverjum griðastað; og loks
sjálfsmorðið, þegar sársauki von
brigðanna f hrundum borgum
við lokuð sund og samvizkubitið
vegna sjálfsblekkinganna og and
varaleysisins lamaði allan lffs-
þrótt. Sjálfsmorðið — sfðasta
sjálfsblekkingin; fómardauðinn,
sem átti að vekja samtfðina til
meðvitundar um glæp menning-
armorðingjanna og særa hana til
liðveizlu, áður en það yrði um
seinan, þó að sá mætti gerzt
vita, sem bar marghleypuna að
gagnauga sér og þrýsti á gikk-
Curt Jiirgens leikur. aðalhlutverkið í Manntafl.
STEFAN ZWEIG:
MANNTAFL
inn, að það var um seinan, að
sviðin fræ hinna höggnu og
brenndu laufprúðu og stofn-
beinu skóga gætu aldrei skotið
rótum f sprengigfgunum og
skriðreimaslóðum skriðdrek-
anna. Enda vissi Stefan Zweig
það, vissi að sjálfsmorðið var síð
W ó£‘>um;,i18IðlHifgáf>gáiift;s-
asta flóttatilraunjri, ^ó 'áð hariri
yrði að telja sér trú um hið gagn
stæða, fórnardauðann, að hann
fengi kjark til að þrýsta á gikk-
inn. “
Hið yfirlætislausa og fágaða
listaverk Stefans Zweig, smá-
sagan „Manntafl" verður því að
eins skilið til hlítar, að þetta
sé haft f minni hvorttveggja -
lff, list og örlög hans sjálfs ann-
arsvegar, fjörbrot og andarslit
þeirrar háþroskuðu, húmanist-
isku evrópsku menningar í blóð-
ugum krumlum böðlanna er hún
hafði sjálf kallað yfir sig í and
varalausri trú á göfgi mannsins,
óraunhæfri fegurðardýrkun og
sjálfumglaðri aðdáun á afrek
um f bókmenntum og listum,
sem hafin voru yfir þrúgandi
hversdagsleikann og rofin úr
tengslum við það, sem raunveru
lega var að gerast. Og það
má ekki heldur gleymast, að höf
uðmusteri þeirrar menningar var
í Vfn, borg listanna og lífsgleð
innar, borg mannvinanna, hug-
sjónajátendanna og fagurker-
anna, er lutu Stefan Zweig sem
æðstapresti.
Stefan Zweig flúði, þegar menn
ingarböðlarnir héldu innreið
sína í Vín og taktbundið hæla-
traðk nazistanna yfirgnæfði seið
hljóma Straussvalsanna; kannski
ekki af ótta við fangabúðir og
pyndingar, heldur öllu fremur af
viðbjóði. Sjálfur vildi hann ekki
viðurkenna flótta sinn, sem
aeðstapresti bar honum að koma
gulltöflum musterisins undan,
sá fræjum lífsmeiðsins í nýjan
jarðveg. í>ó fann hann sig knúð
an til að skrifa þessa sögu af
manninum, sem fór hvergi þrátt
fyrir viðvaranir vina sinna, sem
storkaði böðlum sínum og stóðst
þeirra djöfullegu, andlegu pynd
ingar með því að flýja á náðir
þeirrar óhlutlægustu og afstæð-
ustu hugaríþróttar, sem um get-
ur — manntaflsins — og sem
vérður honum þó enn óhlut-
lægari og einangraðri frá raun-
veruleikanum fyrir það, að hann
hefur engan við að kljást, nema
sjálfan sig, ekki taflborð né skák
menn, allar leikfléttur hinna
gömlu meistara, öll átökin,
verða síðast eingöngu að eiga
sér stað á fmynduðum reitum
með ímynduðum mönnum, gegn
ímynduðum mótherja. Þegar svo
langt er komið frá öllu sem
var, er og býður í grun að við
taki, sturlast hann, og vinnur
þar með sinn afstæða skáksigur
á böðlum sínum.
gú saga verður ekki rakin hér.
i kvikmynd þessari, sem nú
er sýnd í Háskólabíó, er sögu-
þræðinum fylgt að mestu leyti,
en þó ekki öllu. Hefði Stefan
Zweig skrifað hana þannig,
mundi hún ekki hafa orðið það
listaverk, sem hún er, hefði sög-
unni verið nákvæmlega fylgt, er
aftur á móti örðugt að hugsa
sér, að hún hefði orðið eins
áhrifamikil og hún er, að endin-
um undanskildum, er mér finnst
henni alls ekki samboðinn, enn
síður listaverki Zweigs og þó
sízt af öllu minningu hans. Leik-
ur Curt Jurgens í hlutverki
Werners von Basil er svo stór-
brotinn og áhrifamikill, að það
þarf meira en lítið fálæti til
að hann ýti ekki við manni og
leikur Claire Bloom í hlutverki
irenu svo fágaður, að flestir
munu sætta sig við það, að því
hefur verið bætt inn í — nema
í leikslokin. Leikur annarra er
að minnsta kosti fyrir ofan með
allag, leikstjórn víðast hvar hnit
miðuð til áhrifa, án þess þar
sé þó oflangt gengið. Þó rís
leikstjórn G. Oswald og leikur
Curt Jurgens ef til vill hæst f
yfirlætislausum smáatriðum —
t.d. viðbrögð von Basils, þegar
þjónninn um borð segir honum
að hann þurfi ekki annars við en
hringja, ef hann vanti eitthvað
og þegar hann hrindir upp klefa
hurðinni til þess að sannfærast
um að hún sé ólæst og enginn
liggi á hleri. Eins þegar hann
hvarflar augum um hina íburðar
miklu og glæsilegu ibúð sína
hirizta sinni...
Enginn, sem eitthvað þekkir
til Stefans Zweig, listar hans og
örlaga eða þess menningartíma
bils, sem leið undir lok með
honum, ætti að láta hjá Iíða að
sjá þessa mynd — og ^ó kannski
enn síður þeir, sem til hvorugs
þekkja nema að takmörkuðu
leyti. Ekki heldur neinn, sem
hrifst af stórbrotnum leik og á-
hrifamikilli innlifun umfram það
sem maður á að venjast á kvik
myndatjaldinu. lg
Da agnótaveiðar tyrir rsorðan
Sjávarútvegsmálaráðuneytið
hefur ákveðið eftirfarandi breyt
ingar á reglum þeim, sem sett-
ar hafa verið um heimild til
dragnótaveiða á tímabilinu 19.
júní til 31. október 1964.
Dragnótavejðar skulu leyfðar
fyrir Norðurlandi á svæðinu frá
línu, sem hugsart dregin frá
Vesturmýrarnesi (utan Ingólfs-
fjarðar) um Selsker og áfram ut
í sömu stefnu, að línu réttvis-
andi norður frá Straumnesi aust
an Málmeyjarfjarðar 19° 20’
v.l.). Þó skulu dragnótaveiða:
óheimilar á eftirtöldum svæð
um:
1. Innanverðum HMtafirði
irinan línu sem hugsast dregin
Framh. á 10. síðu.