Vísir - 14.07.1964, Síða 16
VISIR
V.-þýzkur stjórnmálamoður í Reykjavík:
Þriðjudagur 14. júlí 1964.
Þrjú presta-
köll laus
Biskupinn hefur auglýst þrjú
HtRNADARMCT SIIDI
ISLANDS íR ÓDRíYTT
Frá fundí þingmanna Nato-landanna
prestaköll laus til umsókna. Þessi
prestaköll eru: Desjarmýri í N-
Múlaprófastsdæmi, Hveragerði í
Árnesprófastsdæmi og Núpur í
Dýrafirði, í V-ísafjarðarprófasts-
dæmi. Umsóknarfrestur er til 15.
ágúst.
— Ef við hugsum okkur að
til styrjaldar komi og að hún
verði aðallega háð með eldflaug
um, má segja að dregið hafi úr
hernaðarlegu mikilvægi íslands.
Hins vegar hef ég ekki persónu
lega trú á því að hugsanleg
styrjöld verði ekki háð með hin
um hefðbundnu vopnum. Sé
þannig litið á málið, hefur ekki
Frá blaðamannafundinum í Háskólanum í gær. Labberton framkvæmdastjóri Þingmannasambands-
ins (Lv.) og dr. Kliesing forseti (t. h.)
í Háskóla íslands
dregið úr hernaðarlegu mikil-
vægi Isiands, sagði dr. Kiiesing,
vestur-þýzki stjórnmáiamaður-
inn, sem situr í forsæti fasta-
nefndar Þingmannasambands
Atlanzhafsbandalagsins, á fundi
með blaðamönnum í gær.
Fastanefndin hefur setið á
rökstólum í Reykjavik undan-
fama daga til undirbúnings
næstu Parísarfundum Þing-
mannasambandsins. Vinna ýms-
ar nefndir að sérstökum máium
pólitískum, hernaðarlegum, efna
hagslegum og menningarlegum.
Fastanefndin ræddi fjármál sam
bandsins, skipulagsatriði og
ýmis viðkvæm pólitísk vanda-
mál, t.d. Kýpurmálið.
Dr. Kliesing kvað umræður á
fundum fastanefndarinnar vera
trúnaðarmál, en hann kvaðst
Framh. á bls. 6.
Olvaðir hestamenn
teknir úr umferð
Það telst ekki lengur til tiðinda
og þykir ekki í frásögur færandi
þótt ölvaðir ökumenn séu teknir
við akstur og kærðir fyrir þær
sakir.
Hitt sætir meiri nýlundu að slík-
um aðgerðum sé beitt við hesta-
menn og er þö engu síðri ástæða
til þess. Um síðustu helgi rakst lög
reglan í Reykjavík á tvo ofurölvi
reiðgarpa í námunda við Rauða-
vatn sem höfðu fimm til reiðar.
Var ásigkomulag riddaranna með
þeim hætti að lögreglan taldi það
bæði mönnum og hestum fyrir
beztu að hún tæki í taumana. Tók
hún báða reiðmennina og flutti til
borgarinnar, en vörzlumanni voru
fengnir hestarnir í hendur.
Báið ai selja 329 þúsund tunnur af saltsíld
Ósamið við Rússa
Fundur með þeim í dag
Sildarútvegsnefnd hefur sam-
ið um fyrirframsölu á 329 þús.
tunnum af saltsíld til nokkurra
Vestur-Evrópuríkja og Banda-
rikjanna. Ekki hafa enn tekizt
samningar við Sovétríkin. Verð-
ur fundur með fulltrúum Rúss-
anna í dag og verður lögð á-
herzla á það að ná samningum
sem fyrst við þá. í fyrra keyptu
Rússar 120 þús. tunnur af salt-
síld.
Vísi barst í gær eftirfarandi
fréttatilkynning frá Síldarútvegs
nefnd:
Síldarútvegsnefnd hefir sam-
ið um fyrirframsölu á saltaðri
Norðurlandssíld sem hér segir:
Svíþjóð 213.000 tn., Finnland
60.000 tn., Noregur 11.000 tn.,
Danmörk 13.000 tn„ V.-Þýzka-
land 10.000., Bandarikin 22.000
tn. — Samtals 329.000 tunnur.
Hér er um verulega aukningu
að ræða á fyrirframsölu til þess
ara landa samanborið við sl. ár
og ennfremur hefur fengizt tals
verð verðhækkun í öllum þess-
um löndum.
Samningaumleitanir um fyrir-
framsölu til Sovétrikjanna hafa
nú staðið yfir síðan í byrjun
aprílmánaðar, en samningar
hafa ekki tekizt, þar sem Rúss-
ar hafa ekki viljað fallast á að
greiða tilsvarandi verð og aðr-
ir kaupendur, né þá verðhækk-
un sem aðrir kaupendur hafa
samþykkt á þessu ári.
Heildaraflinn hálfri
ón mála meiri en i
50 skip með 30 þúsund mól
Heildaraflinn á vertíðinni er
kominn yfir milljón mál og tunn
ur (1.022 371) og er það rúmri
hálfri milljón meira en á sama
tíma í fyrra (þá 435.994). Þess
ber þö að geta, að i fyrra hafði
verið saltað um 70 þús. tunnum
meira en nú þannig að aflinn er
ekki í sömu hlutföllum verð-
meiri.
Afli síðustu viku var 156.256
mál og tunnur og verður að telj-
ast allsæmilegur, þegar tillit er
Nýjar kartöflui
Undanfarið hafa nýjar kart-
öflur fengizt í verzlunum
Reykjavíkur. Hefur það verið
neytendum sérstakt ánægjuefni,
því pólsku kartöflurnar, sem
seldar hafa verið undanfarnar
Framh, bls. 6
tekið til þess að veður var frem
ur óhagstætt síðustu viku.
Aflinn hefur verið hagnýttur
sem hér segir: í salt 30.578
tunnur (ífyrra 111.582). Á Rauf
arhöfn þar sem mest hefur ver
ið saltað skiptist söltunin þann
ig: Gunnar Halldórsson 733,
Borgir 2562, Hafsilfur 3753,
Hólmsteinn Helgason 33, Skor
497, Óskarsstöð 2277, Norður-
síld 2226, Síldin 1618, Björg
1002 og Óðinn 4478.
í frystingu 16.879 uppmæld-
ar tunnur (í fyrra 13.820).
í bræðslu 974.914 mál (í
fyrra 310.646). Bræðslan skipt-
ist þannig: Siglufjörður 185.970,
Ólafsfjörður 11.292, Hjalteyri
36.042, Krossanes 76.188, Húsa-
vík 20,008, Raufarhöfn 169.934,
Vopnafjörður 112.694, Borgar-
fjörður eystri 8.607, Bakkafjörð-
ur 12.135, Seyðisfjörður 81.249,
Neskaupstaður 102.258, Eski-
millj-
fyrra
fjörður 52.112, Reyðarfjörður
54.202, Fáskrúðsfjörður 39.258
Breiðdalsvík 12.965.
Sæmilegt veður var á svæðinu
frá Hvalbak norður á Tangaflak
og var þar nokkur veiði, en á Hér-
aðsflóa var bræla og engin veiði.
Samtals fengu 50 skip 30.500
mál og tunnur.
Þessi skip fengu 500 tn. og meira
Loftur Baldvinsson 1100, Frey-
faxi 550, Ólafur Magnússon 850,
Hoffell 700, Guðbjörg IS 550, Ein-
ir 700, Stapafell 800, Sigurkarfi
500, Garðar GK 500, Bjarmi 500,
Jón Finnsson 750, Helga 1000, Sig-
urður Jónsson 1600, Jón Jónsson
700, Margrét SI 900, Eldborg 800,
Björgvin 1200, Eldey 550, Haraldur
AK 700, Huginn II. 550, Máni 800,
Framhald ð bls. 6.
Hætt við að rífa braggann
Það gerðist hér í Reykjavík
fyrir skemmstu að braggaeig-
andi nokkur seldi borgaryfirvöld
unum bragga sinn til niðurrifs
og gaf afsal fyrir.
Rétt fyrir síðustu helgi var
svo vinnuflokkur frá Reykjavík
urborg sendur á vettvang til að
rífa braggann, svo sem gert
hafði verið ráð fyrir.
En verkstjóra vinnuflokksins
brá heldur en ekki í brún, því_ í
þann veginn sem hann ætlaði að
hefja aðgerðir rakst hann á pen-
ingaveski í bragganum. Veskið
var vel úttroðið með peningum
og við talningu á þeim kom í
ljós að í veskinu voru samtals
84 þúsund krónur í bankaseðl-
um.
Verkstjórinn sneri sér til lög
reglunnar með fund sinn, en við
eftirgrennslan hennar kom í ljós
að upphaflegur eigandi braggans
hafði léð kunningja sínum þar
húsaskjól unz bragginn yrði rif-
inn. Sá maður var hins vegar
ekki heima þegar vinnuflokkur-
inn frá Reykjavíkurborg kom á
staðinn og vissi ekki að svo
skjótra aðgerða var að vænta.
Hins vegar má segja að hann sé
ekki varkár f vörzlu verðmæta
sinna.
Hætt var við að rífa braggann
í bili.