Vísir - 15.08.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 15.08.1964, Blaðsíða 8
V1 S IR . Laugardagur 15. ágúst 1964. 8 m VISIR CJtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. ’JBTIMH I—mn—Ml—1—MM Endurskoðun skattalaganna | viðtali á forsíðu Vísis í dag greinir ríkisskattstjóri 'rá því, að unnið sé nú að breytingum á skattalögun- ím. Persónufrádráttur verði hækkaður og skatt- og ítsvarsþrepunum breytt í samræmi við auknar tekj- ur manna, þannig að þrátt fyrir hækkuð laun þurfi menn ekki að greiða hlutfallslega hærri upphæð í skatta. Hér er verið að leiðrétta það misræmi, sem skapazt hefir í skattlagningunni vegna þeirrar dýrtíð- irþróunar, sem verið hefir í þjóðfélaginu síðustu árin og hinnar miklu aukningar á tekjum manna. Munu rnenn almennt telja þetta góð tíðindi og vissulega má segja, að slíkar breytingar séu tímabærar vegna fyrr- greindrar þróunar. Hún hefir valdið því, að margir skattgreiðendur hafa færzt mun ofar í skattstiganum, bótt aðeins hafi verið um venjulegar launatekjur að ræða. Þetta misræmi var leiðrétt með skattalögun- um í vor, en sökum hinnar miklu tekjuaukningar er nn þörf á endurskoðun, sem taka mun gildi varðandi ;katta næsta árs. Sýna þessar ráðstafanir ríkisstjórn- .rinnar hve fráleitur sá áróður er, sem stjórnarand- taðan hefir rekið undanfarna daga, að ekkert sé gert skattamálum til þess að mæta dýrtíðarþróuninni í ojóðfélaginu. V'ita eigin lög fjlöð stjórnarandstöðunnar reyna þessa dagana að gera sem minnst úr þeim breytingum á skatta- og útsvarslögunu’m, sem nú er unnið að og þeim umbót- um í skattamálum, sem frá var skýrt í ályktun ríkis- tjórnarinnar á miðvikudaginn. Sérstaklega finnst Tím mum það súrt í broti, að ríkisstjórnin hefir ekki fall- izt á þá kröfu Framsóknarflokksins að skipa nefnd neð þátttöku Framsóknar til þess að „bæta úr því óréttlæti, sem röng lagasetning veldur“, eins og blaðið orðar það. Vegna þessara ummæla er rétt að minna Timann og Framsóknarmenn enn einu sinni á þá stað- reynd, að allir þingmenn Framsóknarflokksins með tölu samþykktu þessa „röngu lagasetningu“ skömmu áður en þingi lauk í vor. Þá fann Framsóknarflokk- orinn ekkert athugavert við þau lög og greiddi þeim skilyrt atkvæði sitt. jætir það því nokkurri furðu, að einungis fjórum mánuðum síðar skuli málgagn Framsóknarflokksins varla eiga nógu sterk orð til þess að lýsa vandlætingu sinni vegna laganna. Ekki virðist Framsóknarflokkur- inn sérlega glöggskyggn í þjóðmálum, eftir þessu að dæma, er hann stendur einhuga um samþykkt lög- íjafar, sem hann telur alls óhæfa aðeins fjórum mán- ðum seinna. Auðvitað er sannleikurinn sá, að stjórn- randstaðan gekk þess ekki dulin í vor, að nýju skatta- ígin voru nauðsynlegt og sjálfsagt spor og fólu m. a. í sér tímabæra leiðréttingu á skattstigunum vegna vaxandi kaupgetu og dýrtíðar í landinu. „Heim að Hólum!“ er bæði gamalt og nýtt viðkvæði. Á morgun verður kjörorðinu haldið hátt á loft. Endurreisn HÓLASTAÐAR gá sögustaður íslenzkur, sem einna mestur Ijómi leikur um, er Hólar í Hjalta- dal. Það er tignarlegt að líta þangað heim; sumir staðir hafa reisn, sem aldrei dvín, enda hefur aldrei tekizt að niðumíða Hóla á sarna hátt og nærtæk dæmi eru til um ýmsa aðra merkisstaði: Kirkj- an á Hólum er eitt fegursta guðshús á fslandi - og hafa erlendir ferðamenn haft orð á því, að þeir mundu vera hreyknir af henni í okkar sporum. I kirkjunni em ýms- ar minjar úr kaþólskum sið, róðukross, altaristafla, kerta- stjakar o. f!„ en merkilegast við hana er sá helgsandi, sem ríkir í henni. Ýmsir trúmenn hafa haft orð á því. að óvíða sé betra að biðja en þar. HÓLÁDAGUR Á morgun fara fram hátíða- höld á Hólum, sem efnt er til af Hólafélaginu. í tilefni af því hringdi þlaðamaður Vísis i skáldið Guðmund Friðfinnsson á Egilsá, sem er einn hvata- manna að endurreisn Hólastað- ar ásamt ýmsum öðrum andlega leiðandi mönnum þar fyrir norð- an. „Hvað vakir fyrir ykkur með Hóladegi?" „Við viljum fyrst og fremst kynna Hóla og gera grein fyrir því baráttumáli okkar að gera staðinn að miðstöð kirkjulegs lífs og ennfremur menntalífs í Hólastipti, en hvort tekst að framkvæma, að staðurinn verði kirkjuleg aflstöð í nútímanum eins og hann var í hinu forna Hólastipti, verður tíminn að skera úr“. HÓLABISKUP HEIM! SJcáldið á Egilsá viðurkenndi, að minningin um Jðn Arason biskup kynti undir áhuga manna, og þegar blaðamaður spurði, hvort sú stærð af per- Skáldið á Egilsá. sónu hefði ekki verið eins konar þjóðhetja Norðlinga, sagði Guð- mundur, að Jón biskup hefði verið ein allra glæsilegasta þjóð hetja íslendinga. Þá barst í tal, að einkunnar- orð manna fyrir norðan væru: „Hólabiskup heim“. Sú hug- mynd, ef hún kæmist í fram- kvæmd, myndi efla trúarlífið og auka virðingu þjóðarinnar fyrir kristindóminum. „Við viljum endurreisa virðingu staðarins og það álit, sem Hólar höfðu i fortíðinni", sagði skáldið. Þeg- ar hann var spurður um, hvort turninn, sem reistur er Jóni Ara syni til vegsemdar, þjónaði til- gangi sfnum, sagði hann: „Ég finn alltaf nálægð Jóns Arason- ar, þegar ég er inni í turnin- um“. ÆÐRA MENNTASETUR Hugmynd endurreisnarmanna er einnig sú, að koma á fót æðri menntastofnun að Hólum, ekki lýðskóla eða eitthvað því- umlíkt, heldur collegium að gömlum sið, eins konar Oxford norðursins. Svo stórtækir eru þeir þarna fyrir norðan. Þeir miða ekki við neitt smátt. Gamli Hólaskóli var miðstöð æðri fræða öldum saman, en arftaki hans er Menntaskólinn á Akur- eyri, sem hefur reynt að rísa undir merkinu. i BJARTSÝNI „Hvemig leggst þetta í þig, Guðmundur skáld?“ „Þetta leggst vel í okkur alla hér. Við væntum góðra undir- tekta um gjörvallt land og trú- um ekki öðru en takist að gera staðinn aftur að miðstöð lifandi kristindóms f landinu". — stgr. Viðtal við skáldið á Egilsá Guðmund Friðfinnsson í tilefni af Hóladegi, sem er á morgun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.