Vísir - 15.08.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 15.08.1964, Blaðsíða 15
V í S I R . Laugardagur 15. ágúst 1964. 75 ROBERT STANDISH: / HEFNDIN Framhaldssaga að sjúka móður sfna betur, því að Neil tók að sér að vera fjár- hirðir, til þess að geta verið sem mest undir beru lofti uppi í fjöllunum. Þessu lífi undi hann hið bezta um tíma. Honum féll vel starfið og hreina loftið — og að geta verið einn með hugs- anir sínar. En vitanlega gerðist það, sem hlaut að gerast. Hann og Josette urðu ástfangin hvort í öðru, og þau gengu í heilagt hjónaband, og þegar móðir henn ar var dáin fékk hann hana til þess að selja býlið og fara með sér til Antibes, og vann sér þar dálítið inn með því að teikna myndir af ferðamönnum. Þau bjuggu í litlu húsi uppi í fjöll- unum, sem Marc Rolland útveg- aðl þeim. Neil var eins hamingjusamur og búast mátti við og Josette var hamingjusöm. Árin liðu og þau eignuðust tvö börn. Og svo leið fram til ársins 1954 og Neil fór nú að hugsa um það æ tíð- ar, að hann væri orðinn fertug- ur, og hann yrði að fara að spjara sig vegna framtíðarinnar. Hann vissi, að enn var ekki orð- ið of seint að byrja að mála á ný, og það jafnvel flögraði að honum, að fara aftur til Am- eríku. En lítið varð úr öllum á- formum. Hann hafði misst sinn gamla metnað. og ef sonurinn litli hefði ekki fengið alvarlegan augnsjúkdóm, hefði hann vafa- laust lifað áfram fábreyttu lífi í fjallakofanum í Antibes. Josette var ómenntuð sveita- kona, einlæg og sönn, en sann- arlega gædd heitum tilfinning- um, og þegar hún sá myndimar, vaknaði afbrýðisemi í hug henn- ar. Það fór ekki fram hjá henni, aðdáunin 1 svip Toni, þegar hann virti fyrir sér myndimar. - Ég hata hana, sagði hún og hatursglömpum brá fyrir í augum hennar. - Það geri ég líka, Chérie, sagði Toni, og þú verður að trúa mér, þegar ég segi, að ég met hana einskis nú, — en þessar myndir eru það, sem ég ætla mér að nota til þess að afla fjár til þess að bjarga sjón drengsins okkar. Ég hefi aldrei verið þér ótrúr — og verð aldrei, og nú áttu bara að trúa því, að allt fari vel. • Og Josette gerði það, sem hún gat til þess að bæla niður efa og afbrýðisemi, en næstu mánuðir urðu eina tímabil ævi hennar, sem hún var vansæl. — Toni sat daglangt við málverka- grindina eins og i leiðslu og mál aði af kappi, til þess að ná aftur sinni fyrri leikni, þar til hon- um fannst að hann væri orðinn eins vel fær og forðum daga, og svo tók hann sig til að mála myndir eftir myndunum þrem- ur. Josette fann undir niðri, að miklir hæfileikar vom að koma í ljós hjá manni hennar, en jafn- vel í draumi kvaldist hún af til- hugsuninni um myndimar af hinni fögm, ögrandi konu, sem Toni hafði eitt sinn þekkt, og kannske hafði ekki gleymt. En hún elskaði hann og sagði ekk- ert. Og loks var verkinu lokið og Josette var þvf fegin, að þurfa ekki að hafa myndimar lengur fyrir augum sér — hún fagnaði- yfir að þær voru ekki lengur undir þaki hennar. Toni hafði sett frummyndimar í einn og sama böggul — og eftirlíking- amar í annan. Svo fór hann með þá báða til Marc Rollands, sem lét böggulinn með frum- myndunum í peningaskáp sinn og tók að sér annað, sem gera þurfti, en Marc Rolland þekkti marga og hafði „góð sambönd“. Á meðan hélt Toni áfram að teikna myndir af ferðamönnum, og Josette endurheimti ró sfna, þar sem hún hafði sannfærzt um, að hið dökkhærða fagra flagð myndi aldrei komast upp á milli hennar og Toni Það eitt skipti máli fyrir hana, að eiga áfram ást Toni ein og að sonur þeirra fengi að halda sjóninni. • Málverkin þrjú af Gabrielle Delauney, sem máluð voru fyrir um það bil tuttugu árum, nokkr um árum fyrir heimsstyrjöldina, voru allt í einu til sýnis í lista- verkasölum Raynaud í París — og vakti þetta eigi litla athygli meðal listamanna og listvina, og menn minntust nú aftur hins unga og efnilega bandaríska list málara, Neil Savory, sem hafði málað þau. Og Raynaud, sem hafði verið félagi Marcs Rol- lands í frelsisbaráttunni, varð ekkert undrandi, þegar Paul Lavalliere og frú hringdu til hans og báðu leyfis að fá að sjá myndimar Árin höfðu sett sitt mark á Gabrielle. Enn var hún fögur, en grófir andlitsdrættir leiddu nú í Ijós skýrar en áður hennar sanna eðli, að hún var kona gróf í sér og lítt treystandi, grimm og hefnigjöm, en þessum eigin- leikum hafði fegurðarhjúpurinn leynt fyrir flestum. Eftir styrj- öldina höfðu þau hjón neyðzt til þess að fara til Brazilíu til þess að komast hjá hefndum and- spyrnuhreyfingarmanna, þar til „sérfræðingar", sem fengu ótak- markað fé til umráða, gátu kom ið því til leiðar, að þau vom sýknuð af öllu samstarfi við fjandmennina í stríðinu. — Þrjú gullfalleg málverk, sagði Marc Rolland silkimjúkri röddu. — Já, mér fannst ávallt, að honum hefði tekizt bezt upp, er hann málaði þessar myndir, sagði Gabrielle, — en ég kom hér við sögu, skiljið þér. Við vomm vinir hans og hjálpuðum honum til að flýja, þegar Gesta- po-menn voru á hælum hans, eftir að hann hafði teiknað snilldar vel gerða en meinlega skopmynd af Hitler. — Hvað er verðið á þessum þremur málverkum, herra Ray- naud? spurði Paul, sem þakkaði sínum sæla að Neil Savory var löngu dauður - að hann hugði — og ekki til frásagnar um sein asta fund þeirra - Verðið er eitt hundrað þús- und dollarar, svaraði Marc Rol- land án þess nokkur svipbreyt- ing sæist á andliti hans. — Eruð þér genginn af vitinu? sagði Paul Lavalliére. Víst var Neil Savory hæfileikum gæddur, en hann var ekki neinn Renoir. — Ja - jæja, ég mun ekki reyna að knýja yður til þess að kaupa myndirnar, en ég yrði ekkert hissa, þótt þær yrðu famar á morgun, sagði lista- verkasalinn. — Kauptu þær, Paul, sagði Gabrielle, sem fyrir hvem mun vildi fá þessar sannanir fyrir fyrri fegurð - og vegna þess, að hún hugði sig standa betur að vlgi, ef hún. hefði þær, að halda í Paul, en framhjátökur hans voru famar að verða að hlátursefni, sem fór mjög í taug- arnar á henni. — Gott og vel, sagði Paul, þú verður að ráða. Við listaverkasalann sagði hann: — Sendið okkur myndimar og yður verður afhentur tékki, sem þér getið framvísað í banka mfnum. Nokkrum dögum síðar var boðið til mikillar móttöku f skrauthýsi Paul Lavalliére. Mál- verkunum hafði verið komið fyr ir í „stóra salnum“. og vöktu þau feikna athygli — og Gabri- elle naut sfn vel, enda höfðu fegurðarsérfræðingar haft hana til meðferðar í fullar sex stund- ir, áður en móttakan hófst. Hún var óspör á að lofa frétta ljósmyndurunum að taka af sér myndir. og með tárin í augunum sagði hún: — Neil var indæll maður. Við vomm - eins og yður kannske rennir grun í, mjög góðir vinir — en við vorum bæði of skap- heit, til þess að það gæti orðið nema vinátta okkar í milli Og svo kom Paul — og ég varð hans, og ég hefi aldrei iðrazt neins. Sumir viðstaddir urðu að < kæfa niður hlátur, því að það var á allra vitorði, að sambúðin þeirra milli var orðin slík, að hundi og ketti hefði komið betur saman, - en svo gleymdist allt slíkt, því að vel var veitt af kampavíninu, og í lok móttök- unnar bað Paul menn drekka skál hins látna málara. - Minnumst hins mikla mál- ara og djarfhuga baráttumanns Neil Savory, sem ég er stoltur af að hafa átt að vin. Og menn drukku skálina, há- tíðlega alvarlegir — í minningu hins „látna, mikla listmálara“. Og um tíma var nú mikið skrifað í blöðin f París um Neil Savoiy og saga hans rifjuð upp, og meðal listamanna var mikið um hann rætt, en svo gerist það. að allir ritstjórar Parísar- blaða fá samhljóða bréf frá ó- þekktum Jögbókara í Antibes, og bréfið var vitanlega birt í öllum blöðum borgarinnar: Það var svohljóðandi: Herra ritstjóri. Ég hefi komizt að raun um, að til eru þrjár eftirlíkingar af málverkunum þremur af hinni fyrrverandi Gabrielle Delauney, nú Madame Paul Lavalliére, sem bandaríski mál arinn Neil Savory málaði á sinni tíð. Við Neil Savory vor- um félagar í andspymuhreyf- ingunni og nánir.vinir Hann T A R Z A H MY BONSO FRIENES. ANZ MY OWN EYES, TELL ME THA.T TARZAN IS A BKAVE MAN, WISE AN7 6007! WE TUPIS TRUST YOU! WE ABI7E ...TUPI AN7 BONSO WAÍLTOftS WILL HASTEN 0VEK.LAN7 TO WAÍLUNS A COUNTR.Y, SUT WE WILL NOT < ATTACK UNTIL YOU HAVE FREE7 MY LEOLA... OR SIVEN US THE 5ISNAL TO KILL WARUNSSl a V, I HOPE WE CAN INTERCEPT THE KI7NAPPERS BEFORE THEY REACH WARUNG COUNTRY WITH YOUR 7AUGHTER, CHIEF MATABUSI! Bongoamir, vinir mínir og augu mín segja mér að þú sért hug- rakkur og góður maður, segir Matabusi. Og'einnig vitur. Við munum því hlýða ráðum þínum. Tupi- og Bongoahermenn munu hraða sér til Warungalands, en ekki gera neina árás fyrr en þið eruð búnir að bjarga dóttur minni Þá gefið þið merki um árás og við munum drepa Warungana. Ég vona að okkur takist að ná Warungunum áður en þeir koma til síns lands, segir Tarzan. Ef þú bjargar henni, þá eru öll okk ar auðæfi einnig þfn auðæfi, svarar höfðinginn. Nýkomib iyrir bifreiðar Aurhlífar að framan Aurhlífar að aftan Loftnetsstangir Luktarhringir fyrir ameríska bfla Hleðslutæki Rúðusprautur Speglar Barnasæti Loftdælur Stuðaratjakkar Vökvatjakkar IV2—6 tonna % Startkaplar Æ Trefjaplast til ryðbætinga Redex sóteyðir. Garðar Gíslason Þessi kúlupenni er nýjung á heims- markaðinum Seldur um allt land epoca

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.