Vísir - 15.08.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 15.08.1964, Blaðsíða 10
f0 V I S I R . Laugardagur 15. ágúst 1964. BRÉF TIL VISIS: y Listakonan Nína Sæmundsson "JVTú nýlega hafa verið sett upp ágæt listaverk hér í bæ. og er það vel þegar ráðandi menn í þjóðfélaginu hafa augun opin fyrir því sem fagurt er í listum, og glætt getur listasmekk al- mennings. Af þessu tilefni kom mér í hug að fýrir þremur árum var sagt frá því í blöðum, að menntamálaráð hefði falið lista konunni Nínu Sæmundsson að gera höggmynd af Nonna (Jóni Sveinssyni) sem sett skyldi upp á Akureyri. Þar hafði Nonni, sem kunnugt er, búið sem barn, og voru birtar myndir af lista- verkinu við það tækifæri. Svo langt mun málið hafa verið komið, að gipsafsteypa af lista- verkinu var komin á afgreiðslu Eimskipafélagsins, en þaðan skyldi það sent til Kaupmanna hafnar, þar sem gera átti af- steypu úr málmi. Fyrir sinnuleysi hlutaðeigandi aðila, lá þetta ágæta listaverk mánuðum saman í hirðuleysi án þess að nauðsynleg leyfi væru útveguð fyrir flutningi til Hafn- ar. Þar kom að, að ekki var hægt að hýsa listaverkið lengur í vöruskemmum Eimskipafélags ins, og þar sem það var aðeins merkt með nafni listakonunnar, fór svo að það komst á flæking, og týndist um tíma, en fannst að lokum fyrir tilviljun úti í bæ, og var tekið í vörzlu menntamálaráðs. Slðan er eteki vitað hvað af því befur orðið. Grænlond — Framhald at bls 9 árið og Þormóður á Arnarstapa sótti um leyfi til Grænlandsfat- ar fór annar Tálknfirðingur : skyndiferð með hollenzkum ti' Grænlands og ste'ig þar á land. Sá hét Björn Jónsson og var bóndi í Krossdal. Réðist Björn á hollenzka duggu sumarlangt hana bar vestur um haf, alla leið til Grænlands og höfðust skipverjar þar við skamma hríð Gengu þeir á land til að svip- ast um og lét Björn mik’ið af starargróðri, sem hann kvað hafa náð sér í mitti, og sömo- leiðis af veiðiám, sem fullar væru fiskjar. Ekki varð Björo manna var meðan hann dvald- ist á grænlenzkri grund. Grænlandsferð Árna frá Geitastekk Tálknfirðingarnir tveir eru ekki einir um hituna að sækja til Grænlands, eða gera tilraun t'il þess. Fleiri íslendingar skjóta upp kollinum í Græn- landi einmitt um þessar mundir og þeirra frægastur Árni Magn- ússon frá Geitastekk, sem skrif- að hefur snjalla og bráð- skemmtilega ferðasögu úr Grænlandsferð sinni. Árni telur Grænland „í mörgum póstum betra land en ísland“. Þó seg- ir hann á öðrum stað í ferða sögu sinni, að þegar hann gekk út fyrst í stað hafi hann ekk- ert séð annað en snjó, kletta og ís og Skrælingja Veizlumatur Skrælingja Árni frá Geifastekk segir ve og skilmerkilega frá grænlenzk- um og dvöl sinni meðal þeirra Hann segir að á sumrin far: Þar sem vitað er að listakon- unni hefur borizt mjög gott tii- boð í þetta verk sitt erlendis frá. þar sem hún er vel þekkt, og mikils metin af ábyrgum list- unnendum, væri ekki úr vegi að fá vitneskju um hvort mennta- málaráð ætli sér að koma upp þessu ágæta listaverki, eða hvort listakonan hafi enn rétt til að ráðstafa því til sölu úr landi. Annars eru margir undrandi yfir þvf, að þessi listakona, sem hlot ið hefur viðurkennigu víða um heim, fyrir listaverk sitt Spirit of Achivement, sem á sínum tíma var valið úr fjölda lista- verka til þess að skreyta hið þekkkta hótel Waldorf Astoria, skuli ekki hafa fundið náð fyrir augum þeirra manna sem falið hefur verið að úthluta lista- mannalaunum, og er mér spurn: hvaða mælikvarði er lagður á hæfileika listamanna þegar þess um styrk er úthlutað. Við sem dáum verk þessarar ágætu og dugmiklu listakonu, eigum erfitt með að sætta okkur við að hún sé sniðgengin við styrkveitingar á sama tíma og margir þeir sem að okkar dómi hafa síður unnið til viðurkeningar, njóta árlega fastra styrkja. Er ekki kominn tími til að Nína Sæmundsson fái verðskuld aða viðurkenninnu, og verði sett á bekk méð okkar beztu lista- mönnum. Listunnandi. þeir til hreindýraveiða og hafi þá með sér aleigu sína, þ. á m. konur og börn og búslóð alla. Matföng skilji þeir að vísu eftir heima hjá sér, grafin í jörð, Ekki þurfi þeir að óttast að þeim verð'i stolið, því heiðnir stela ekki,. nema þá ef vera skyldi frá kaupmönnum, þvi þeir voru ríkir og aflögufærir. Þegar grænlenzkir koma heini til sín úr hreindýraferðunum á haust’in, halda þeir hver öðrum veizlur. Þær standa yfir í 3—4 daga með gómsætum hátíða- mat, en aðalréttirnir, sem fram eru bornir, eru þessir: 1. vind- þurrkuð síld, 2. rotnað selket, 3. vindþurrkað selket, 4. soðið selket, 5. blóðsúpa úr selum, 6. hreindýrágor í skálum frambor ið með spikbitum, 7. krækiber með selspiki, 8. marhnútasúpa með lýsisútáláti, 9. sjósöl, 10. hart héraket. Verst fannst Árna upp á að sjá þegar konur jafnt sem karlar átu lýsnar af sér, og það annað, „að þær sleiktu börn sín með tungunni, þegar þau höfðu gjört sig óhrein, og hræktu svo út af munni sínum" Eins og þegar hundar setja upp spangýlur. Árni segir að grænlenzkum konum þyki það virðing „að liggja undir útlenzkum, þó gift ar séu“, og eiginmönnunum þótti það héiður mikill ef kon- ur þeirra eignuðust börn með dönskum kauþmanni. I einni ferð sinni segir Árm frá því er hann kom þar sem tvö grænlenzk tjöld voru fyrir Þar var ekkert að heyra nema grát og gól. Allir grétu, jafnt kariar sem konur. „Kvinnurnar grétu eins og þegar hundai setja upp spangýlur", skrifar Árni, og allur þessi grátur var út af ástvinamissi og gift'ingar- standi. Fleiri íslendingar. Með Árna voru í þessari ferð a. m. k. 2 aðrir íslendingar, Guð mundur Jörensen úr Miðfirði, sem dvalið hafði 4 ár í kóngs- ins Khöfn og var svo forfram- aður orðinn að hann vildi ekki tala íslenzku. Hinn íslend'ingur- inn hét líka Guðmundur. Hann var úr Dölum vestur. Þegar hann kom til Grænlands, lang- aði hann að læra að róa kajak, en tókst ekki betur en svo, að hann fór úr liði á vinstri hand- legg „og varð aldrei jafngóður til hans dauða“. Þá má geta enn eins íslend- ings, sem fyrir var í Grænlandi, þegar Árni kom þangað, og var þá prestur í Godthaab. Sá mað ur var síra Egill Þórhallason, en eftir hann er gagnmerk bók, sem kom út í Khöfn 1776 og ber heitið „Efterretning om Rudera eller Levninger af de gamle Nordmænds og Islænderes Bygginger paa Grönlands Vester Side, tilligemed et Anhang om deres Undergang sammesteds" Enn nafngreinir Árni tvo s- lenzka menn þar á Grænlandi. Hét annar Halldór Eiríksson og átti barn við ekkju nokkurri, sem skreið á hnjánum öll þau ár sem Árni var búsettur i Grænlandi. Hinn manninn nefn ir Árni Jón Jónsson og var sá kvæntur grænlenzkri. En fleir'i munu íslendingarnir þó verið hafa heldur en þeir sem hér eru nefndir, því Árni segir á einum stað í ferðalýsingu sinni, að „marg'ir íslenzkir" hafi dáið úr skyrbjúgi, sem mjög var þá algengur í Grænlandi. Loks segir Árni frá því f lok frá- sögu sinnar af Grænlandsver- unni, að þegar skip'ið kom ti> Grænlands, sem flutti hann til Danmerkur aftur, hafi á því verið íslenzkur maður, Maghús að nafni. íslandsfar týnist við Grænland? Um, eða laust eftir 1760, komst á orðrómur um það, að kaupfar sem sigldi frá Húsavfk en aldre'i spurðist til eftir það hefði farizt í ís við Grænland og Eskimóar drepið áhöfnina. Líklegt má telja, að einhverjir Islendingar hafi ver’ið farþegar á skipinu, þótt ekki sé það með öllu kunnugt. Hitt má aftur á móti með ólíkindum telja, að þessi orðrómur eig'i við rök að styðjast og þeim mun síðu” sem Eskimóar eru yfirleitt frið- samir menn og ólíklegir til ó- dæð'isverka. íslendingar kenna Grænlendingum hákarlaveiðar. Rétt eftir 1770 var ákveðið að senda nokkra fslenzka hákarla- menn til Grænlands til að kenna Skrælingjum að veiða hákarl með lagvaði. Var um það sam- ið, að þeir skyldu dveljast þrjú ár við þess'i kennslustörf sfn. Árin næstu á eftir var vitað um þrjá íslendinga til viðbótar, sem fóru þessara erinda til Grænlands. 1 staðinn fyr’ir íslendingana, sem utan fóru til að kenna Grænlendingum hákarlaveiðar, kom til tals að fá grænlenzka hingað annars vegar til að skutla seli á Ströndum og hins vegar til selveiði við Ölfusár- ósa. Var hugmyndin að þeir kæmu með húðkéipa og ölJ veiðitæk'i, sem þeir notuðu t5l selveiða í heimalandi sínu. Allar þessar frásagnir benda til að allmargt íslenzkra manna hafi gist Grænland og dvalið þar lengur eða skemur á 18. öld Munu þe'ir þó vafalaust vera fleiri heldur en hér eru taldir. Þ. J. Slvsavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Simi 21230 Nætur og helgidagslæknir f sama síma. Læknavakt í Hafnarfirði laugar dag til mánudagsmorguns 15.— 17. ágúst: Bragi Guðmundsson, Bröttukinn 33, sími 50523. 15.—22. ágúst verður í Reykjavík urapóteki. Útvarpið Laugardagur 15. ágúst Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 Óskalög sjúklinga 14.30 I vikulokin 16.00 Um sumardag: Andrés Ind riðason kynnir fjörug lög. 17.05 Þetta vil ég heyra: Sig- hvatur Jónasson, bankafuil- trúi velur sér hljómplötur 18.00 Söngvar í Iéttum tón 20.00 „Rauður máni‘„ smásaga BLÖÐUM FLETT En strengir tveir kveða á langaleiki, líðandi tíminn með óbreyttum rómi og mannsandans lifandi ljóð á reiki, sem leitar að eilífð í stundlegum hljómi. í öðrum býr lífið, sem gang sinn gengur Hinn grætur og hlær, það er sálnanna strengu*. Einar Benediktsson. Spilað af áhuga. Þegar Björn Guðmundsson, fyrrum póstur, dvaldist á Vopnafirði, var hann oft á ferðum milli góðkunningjanna þar í nærsveitunum, og var þá oft glatt á hjalla. Eitt sinn gisti hann í Fagradal. Sátu pienn við spil um kvöldið. Var baðstofan gömul pallbaðstofa og hrör- leg, og kýr undir palli. Er nú spilað af kappi um hríð og sennilega .fylgt allfast eftir, því að allt í einu brotnar pallurinn undir þeim, og kemur Björn sitjandi klofvega niður á eina kúna. En svo var mikill áhugi hans fyrir spilinu og ákafi, að hann fæst ekkert um fallið, held- ur kallar upp, hátt og snjallt: „Hver átti úti?“ Helgi Valtýsson: Söguþættir Landpóstanna II. MÉR ER SAMA hvað hver segir ... það kann að verða læknanemunum lærdómsrík ferð þetta, að skreppa út til lík krufninga ... en það verður þeim varla ferð til fjár — þeir finna varla neitt verðmætt innan í Skot unum ... ? ? ? 9 W 9 ... að það muni verða efst í tízku í útlöndum áður en langt um Iíður, að öll glæsikvendi spóki sig á klofháum gúmístígvéium eft ir að myndin sem tekin var af sýningarstúlku Harpers í Vest- mannaeyjum, hefur birzt — meira að segja ekki ósennilegt að Vestmannaeyingar geti hafið stórútflutning á notuðum og slor ugum klofstígvélum til selskaps- brúks ... Og vitanlega verður þessi tízka svo tekin upp hér, og þá er ekkert líklegra en að vestmanneysku sjóstígvélin verði endurinnflutt í hérlendar tfzsu- verzlanir ... en hvað þau soma þá til með að kosta? SNEIÐ EINA Margir voru hálft í hvoru farnir að kvíða þvf, að varla gæti hjá því farið, að þetta yrði viðburða snautt sumar eftir allar hinar merkilegu tignargestakomur hing að þá að undanförnu . . en því fer fjarri, enn sem komið er, hvort heldur sem maður á nú að segja að þar sé betur eða verr farið — . það virðist ekkert lát ætla að verða á alls konar stórum smá- atburðum eða smáum stóratburð um, eftir því hvernig á það er litið. Kvikmyndatökuleiðangrar flykkjast hingað úr öllum áttum og er það fullyrðing fróðra manna að erlendir sjónvarpsneyt endur verði margs vísari um ís land nú á næstunni... eitt er það þó, sem þessir tökumenn kváðu kvíða ... að sjónvarpsneytendur verði fyrir sárustu vonbrigðum þegar þeir sjá hvergi hina marg umtöluðu Eskimóa, slafrandi í sig selskjötið úti fyrir snjókofum sínum, og hafa þeir af þeim sökum jafnvel við orð, að fá hingað nokkra slíka, svo að Kom ið verði í veg fyrir að neytend- urnir skrúfi fyrir viðtæki <ín í bræði og kalli allt þetta plat og lygi . . þá hafa ítalskir kvik- myndatökumeistarar verið úti t Surtsey, að filma þar stórkvik- mynd, sem kvað eiga að verða ný útgáfa af sköpunarsögunni hjá Móse gamla, sem fyrir löngu er orðin úrelt og stenzt ekki vís- indalega gagnrýni.. . samkvæmt þessari nýju útgáfu gerist sköp- un Adams og Evu þarna úti í Surtsey — þeir hafa löngum ver ið banghagir á þess háttar, Vest mannaeyingar — gerist semsagt ' úti í Surtsey, þar sem Adam myndast úr hraunstorkunni, og síðan Eva, til þess að Adam verði ekki einn á næstu þjóðhátíð, Og svo finnur hún sjórekinn skreið- arbita og etur af honum . og gefur manni sínum, sem etur af honum líka . .. og svo fara þaa að hlusta og heyra óminn af öU- um gleðskapnum í Herjólfsda: og það verður upphaf syndafalls- ins ... Hvað svó sem guðfræð- ingar annars vegar og Áskell Löve hins vegar hafa um þessa sköpunarsögu að segja, þá er vist að hún verður aldeilis gífur'eg auglýsing fyrir Vestmannaeyja skreiðina, og má gera ráð fyrii að útflutningur á henni til Ítalíi stóraukist á næsunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.