Vísir - 20.08.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 20.08.1964, Blaðsíða 4
 V í S I R . Finimtudagur 20. ágúst 1964 i v’ð yhin’,MMrrr!,. \t:‘21csioí; NoýbeiM - - v ^ Wicaer, sem lézí í marz sí. Ii no læröi að lesa \ þnggja ára, hóf háskólanám, 11 ára, og varð i ... ■ fi— \ doktor í stærðfræði 18 ára. Frá 1919—1964 var s-------------:--------------- ^ hann prófessor við hinn heimsfræga tækni- háskóla í Massachusetts í USA. Dafmagnsheilinn er enn '"á byrjunarstigi, því að það eru aðeins liðin um 13 ár frá „fæðingu" hans. En nú þegar vinna tugþúsundir, í lilrauna- stofum, í verksmiðjum, á skrif- stofum, og í þúsundum annarra stofnana. Það er verið að gera tilraunir með „heila“, sem eiga að geta hugsað sjálfstætt, geta lært, fengið eigin hugmyndir, og byggt aðra rafmagnsheila. Eftirfarandi viðtal er við pró- fessor Norbert Wiener, sem var sérfræðingur á þessu sviði, og vann um margra ára skeið að byggingum rafmagnsheila. — Prófessor, er ástæða til að óttast það að rafmagnsheilarn- ir muni taka völdin af mann- kyninu? — Já að vissu marki og vissu leyti. Rafmagnsheilinn gæti gert okkur að andlegum letidýrum. Vélarnar eiga að vera verkfæri mannanna, en ef við föllum flöt fyrir þeim, og tilbiðjum þær, og ef við látum þær taka á- „kvarðapir, fyrir oþkur, þápr etóci gott að segja hvernig þetta * endar. ' '."'1Ul_ '' f | — Er hægt að byggja vélar, sem eru gáfaðri en mennirnir? — Það er verið að fullkomna vélar, sem eru mjög „gáfaSar" og sem almenningur hefur ekki heyrt um ennþá. En ef við get- um ekki haft stjórn á okkar eigin vélum, er það hreint sjálf skaparvíti. — Koma þær kannski til með að gefa okkur innsýn í fram- tíðina? — Mesta framförin á undan- förnum árum er eiginlega fólg- in í að tekizt hefur aðminnka vélarnar Iygilega mikið. Fyrst þegar rafmagnsheilinn var byggður, var hann mjög rúm- frekur. Og ef hefði átt að fratn leiða hánn sérstaklega fyrir ein- hver erfið verkefni, hefði þurft heilan skýjakljúf til þess að rúma hann. í dag er hægt að koma fyrir „heila“ fyrir sams- koþar starfsemi f litlu þerbergi, Og þessi „heili“ hefur yfir að ráða miklu meiri fróðleik en hin ir stóru höfðu áður. „Minni“ hans er meira. Þetta er vegna þess að nú eru notaðir agnarlitl ir „transistorar“ og þessháttar í stað röranna og víraflækjanha áður. En f þessu sambandi mætti vel spyrja: Hvernig leyslr hinn mannlegi heili sín vandá- mál? Það má segja að genin sem geyma erfðareiginleika okkar séu líffræðilegt minni. Þetta minni er tengt efnum sem kallast nuklein sýrur (kjarna- sýrur) og það lítur út fyrir að „minni“-/heilans sé einnig tengt einhverjum efnum. Nukleinsýru molekulin hafa eiginleika sern hægt er að nota til að hugsa með, og þessir eiginleikar eru einnig f hinum tilbúnu hlutum sem notaðir eru í „minni“ raf- magnsheilanna. Ég reikna með að eftir 10 ár, getum við hag- nýtt okkur þessa vítneskju að verulegu leyti. — Meinið þér þá, með öðrum orðum, að í staðinn fyrir segul- band, verði hægt að nota gen fyrir „minnisgeymslu“? — Nokkurs konar gen já. En það er gífurlegt rannsóknarstarf framundan áður en það gevur orðið. Og það mun taka langan tíma að læra að nota þetta „gen- minni“ og finna hvernig við eigum að byggja upp vitneskiu, og fá hana aftur aukna. — Er ástæða til að óttast þessa fullkomnun? — Að vissu leyti já. Ef við ekki hegðum okkur skynsam- lega. En ef rétt er með farið, geta þessar vélar orðið okkur til ómetanlegs gagns. — Hvað kemur rafmagnsheili með „gen-minni“ til með að geta gert? — Hann mun geta rúmað miklu meiri upplýsingar, og vera samt miklu minni en „bræö ur“ hans í dag. Meira get ég IBM rafmagnsheili, er þetta herra framtíðarinnar? MAÐURINN Á AÐ GETA RÁÐIÐ — '17'erða að lokum fundnar upp vélar sem geta lært meira en mannlegar verur? — Það verður að minnsta kosti ekki á næstunni. Það getur aðeins skeð, ef við menn irnir hættum að læra. Látum okkur segja það svona: Raf- magnsheilinn getur unnið ótrú- breytt töluðu máli í skrifað dul- mál. —Haldið þér að allar þessar sögur og umtal um hugsandi gervimenn, sem taki völdin af mannkyninu eigi bara heima í Science-fiction sögum? (Vísinda skáldsögum). — Já. Það er að segja meðan letin nær ekki yfirhöndinni. Með betur fallin fyrir vélar, eða vél- arnar miklu betur til hennar fallnar en mennirnir. Þetta hef- ur óhjákvæmilega í för með sér að mannlegi vinnukrafturinn verður minna virði. Við getum því ekki lengur dæmt menn eft ir dugnaði þeirra við vinnu. Og ef vélarnar verða notaðar án þess að taka tillit til ma.nn- fólksins, og án þess að hafa 'U ðhav íiled tBgqíj ,l«*v ! nöaóóitj III nioonyg lij Bcqinv | | liJTÍjgffegrn: ístlog ma fEÍþjiv' ovg ógpoJf ?>i.M ; rarru>í RrmRrn , npn'nann rxnoln rrrá? uiaiuikvnsiiis ekki sagt án þess að fara út í nokkuð sem myndi hljóma eins og hreint ævintýri. — Það er þegar talað uni að rafmagnsheilar geti hugsað. Er þetta rétt? — Það eru til vélar sem „læra Prófessor Wiener. af reynslunni“, og sem geta endurbætt sín eigin störf. I-fvort menn vilja kalla það hugsun, fer eftir því hvaða meiningu þeir leggja í orðið. En það eru að minnsta kosti hraðar fram- farir á þessu sviði. lega hratt og örugglega. Hann getur unnið úr upplýsingum mik ið fljótar og nákvæmar en maður, ef hann fær þessar upp- lýsingar í vissu „formi“. En hann getur engan veginn keppt við mennina þegar um er að ræða eitthvað, sem. ekki er á- kveðið, vandamál sém hann her- ur ekki þurft að glíma við áður, eða þessháttar. Ég vil ekki halda því fram að ekki sé hægt að gera vélar, sem geta unnið sjálf Stætt, og fengið hugmýndir, en það getur ekk’i borgáð s’ig að byggja ’vél, til þéss að leysa vandamál serri rnarinsheilinn er betur fallinn til að glfma við. — Hvað er eiginlega vél sem getur lært? — Það er vél sem ekki hlýðir í blindni þeim fyrirmælum sem hún fær, eða leiðbeiningum, heldur- kannar sjálf árangur verka sinna, og endurbætir vinnuaðferðirnar svo að þæi verði fullkomnari. Það var til dæmis maður nokkur sem setti saman vél sem gat teflt skák. Það leið ekki á löngu þar til vé) in byrjaði að sigra „skapara“ sinn. Og það var alveg sama hvað hann reyndi, alltaf vann bannsett vélin. Að lokum greip hann til þess úrræðis að breyta ■ gersamlega skákstíl sínum, og þá vann hann líka, vélin hafði mun takmarkaðra svið. — Það eru líka til vélar sem geta skrifað? — Já, það eru til vélar sem geta þýtt dulmál yfir í venju- legt ritmál, og öfugt. Og það eru einnig til vélar sem geta an við vinnum verk okkar sjálf, en látum ekki gervimenn geia allt, getum við einnig ráðið yfir þeim. — Teljið þér að vélarnar séu skynsamlega notaðar í dag? — í níu tilfellum af tíu, nei. — Þetta er fremur ógnvekj- andi svar, hvemig ber að skilja það? — Vélunum eru alltof oft ætlað ar of miklar „gáfur“. Gáfur sem þær hafa alls ekki. Rafmagns- héili er nákvæmlega jafnmikils virði og maðurinn sem stjórn- ar honum. Vélarnar gera okkur kleift að auka afköst okkir til muna, en það erum við menn- irnir sem eigum að fá hugmynd irnar. — Getið þér nefnt okkur nokk uð af þeim sviðum sem raf- magnsheilarnir eru betur hæfir á, en menn? — Það er til dæmis við oóf- hald, spjaldskrárritun, miðasölu og þessháttar. Ef vélinni er fer.g ið reikningsdæmi, getur hún Ieyst það fljótar og öruggar en nokkur maður. Og rafmagns heilar framtíðarinnar munu gera það á enn skemmri tíma. — Haldið þér að mikið af þeim störfum sem í dag eru unnin af mönnum verði í fram- tíðinni unnin af vélum? — Það er enginn vafi á því. Og það þýðir að við verðum að hætta að meta mannfólkið eftir þeirri vinnu sem það getur af- kastað. Við verðum að byrja að meta manninn sem mann. Mikið af þeirri vinnu sem í dag er unnin af mönnum, er miklu mannfólkið sem aðalatriði, þá fer allt í kaldakol. — Er of seint að stöðva „sjálfvirknina?“ — Alltof seint. Það er ekki bara að vélarnar eru notaðar. Það er nóg að þær séu þarna, og það sé hægt að nota þær. Við höfum kynnzt nokkru, sem við getum ekki gleymt aftur — alveg eins og Adam og Eva. Þegar maður hefur borðað af vizkutrénu, verður maður að lifa með þekkingu sína, og nota hana. — Er nauðsynlegt að nota raf- magnsheila til þess að taka hern- aðarlegar ákvarðanir? — I sumu'm tilfellum, já, en það er einnig hægt að nota hann mjög heimskulega í því sam- bandi. Hvernig læra herforingj arnir hernaðarlist og tækni? Með stríðsleikjum. í hundruð ára, hafa þeir barizt á landa- kortum. Það er aðeins hægt að vinna stríð með rafmagnsheila, ef maður veit hvað það hefur f för með sér að sigra, og hvað það er, sem maður óskar sér. Annars er hætt við því að raf- magnsheilinn vinni stríðið tækni lega, en eyðileggi í sömu and- ránni allt, sem barizt var fyrir. — Er hægt að Iáta rafmagns heila leggja á ráðin um kjarn- orkustyrjöld án þess að hann hafi nokkra ,praktiska‘ reynslu? — Það er ekki hægt, ekki að Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.