Vísir - 20.08.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 20.08.1964, Blaðsíða 3
VlSIR. Fimmtudagur 20. ágúst 1964 Kvikmyndað Gorch Fock í hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð. Ef myndin prentast vel má sjá þýzka seglskipið í baksýn. (Myndirnar tók ljósm. Vísis B.G.) ÍSLENZKIR „KÁBOJAR" IFRÖNSKU SJÓNVARPI Þýzka seglskipið Gorch Fock Iá við akkeri skammt undan ströndinni. Hópur ríðandi manna hefur numið staðar á hæð við Kefla- víkurveginn. Þetta eru bæði karlar og konur, og á öllum aldri. Eins og eftir merki, er svo lagt af stað, og hestarnir fara á hröðu brokki. Smám saman er sporið greikkað, þar til allir eru komnir á harðastökk. Fremst fer un;> stúlka á glæsilegri hryssu, sem rykkir í tauminn og hristir sig óþolinmóðlega. En líkami stúlk- unnar sveigist mjúklega og fylgir hverri einustu hreyfingu hryss- unnar, og taumhaldið er þétt og ákveðið. Sítt, Ijóst hárið kemui niður undan knapahúfunni og flaksast um herðarnar. Karl- maður á rauðum hesti kemui upp að hlið hennar og þokasl fram úr. Þegar hann er svo sem eina hestlengd á undan, hlær stúlkan glaðlega og gefur hryss- unni lausan tauminn. Hún tekur óðara viðbragð og geysist fram úr aftur. Jörðin skelfur af hófa- tökunum, og rykmökkurinn þyrl- ast hátt í loft. Á Keflavíkurveg- inum er hvítur Consul Cortina bíll á mikilli ferð. Það er station, og hann er opinn að aftan. Það situr þrekinn maður og dökkur yfirlitum með kvikmyndavél, sem hann beinir að reiðmönnunum. Við stýrið er annar, dökkur yfir- litnum, en grannvaxinn, og hartn gætir þess, að bíllinn sé alltaf heldur á undan hestunum. Á eftir Cortina bílnum kemur svo Opel á mikilli ferð. Clt um hliðarglugga hans teygir sig maður, sem einnig beinir kvikmyndavél að reiðmönnunum. Við stýrið á þein bíl situr ung stúlka, sem bítur hugsandi á neðri vörina í hvert skipti sem kvikmyndatökumað'ir- inn bunar einhverju út úr sér á frönsku, og gerir svo það, sem henni finnst líklegast að hann meini. Hér er á ferðinni enn einn hóp- ur sjónvarpstökumanna, og eru þeir frá franska ríkissjónvarpinu. Hópar þessara sjónvarpstöku- manna eru annars orðnir svo margir, að það liggur við, a-5 annar hver íslendingur sé orðinn „sjónvarpsstjarna". En það er ekkert vafamál, að koma slíkra er til góðs fyrir okkur, ekki sízt hvað ferðamannastrauminn á- hrærir, því að þessir piltar hafa gott auga fyrir því, sem óvenju- legt er og sem ganga mundi i augu manna annars staðar í heiminum. Þeir eru því hvarvetna aufúsugestir og njóta hinnar beztu aðstoðar. Forsprakki hinna frönsku, Du N.oie, hefur ferðazt víða um landið með aðstoðar- mönnum sínum og „filmað“ mörg skemmtileg og þjóðleg fyrirbæri. Það er Ferðaskrifstofa ríkisins, sem hefur séð um allan undirbún ing í sambandi við Ieiðangurinn, stungið upp á efni og m.a. sett á svið fyrir þá glímu og reiðtúrinn, sem sagt er frá hér. Einn kvikmyndatökumannanna sat aftur f Cortina I „Væ maður sérðu kábojana“ sagði lítill drengur i bíl sem ók fram hjá reiðmönr verið að taka fslenzka kábojmynd.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.