Vísir - 20.08.1964, Blaðsíða 7
V'f STR. Fimmtudagur 20. ágúst 1064
/
!; fpSÆ:
•pN'' '
Rætt við fulltrúa Osló-borgar um
vandamáf borgarfélags ’psirra
Í2ö’'S'va '
------------
Við komu Oslóarmanna til Reykjavíkur. Getr
arttjóri býður Brynjulf Bull veikominn.
um bæinn. Norðmennirnir stað-
hæfðu, að það væri ómetanlegt
að hafa ráðhúsið bæði fyrir
skrifstofur og svo einfaldlega
vegna þess, að ráðhúsið gæfi
borgarstjórninni og borginni f
heild vissa festu og svip.
Þeir skýrðu frá því, að hug-
myndir um ráðhús hefðu fyrst
komið fram um 1917, þegar
hægri menn réðu meirihUtta f
stjórn borgarinnar. En hafizt
var handa um byggingu þess
kringum 1930 og húsinu lokið
að utan um það bil, þegar styrj-
öld skall á. Þrátt fyrir það tð
húsinu var þannig komið upp
á árum, þegar byggingakostn-
aður var mjög lágur kostaði hús
ið í heild sem nemur útsvör-
um eins árs. Virtist sem kostn-
aðaráætlun Reykjavíkur-ráð-
hússins vær'i þannig hagstæð
við þennan samanburð, þar'sem
áætlað hefur verið að Reykja-
víkur-ráðhús kosti 120 milljónir
króna, en ársútsvör hér nema
um 400 milljónum króna.
A
i y
á metaskálum
■það kom og í ljós, að ekki
höfðu allir verið á einu
máli um staðsetningu eða útlit
ráðhússins f- Osló. Hugmyndir
höfðu verið uppi um það, að
reisa það upp'i á hæð einni og
virtist sem það yrði útslagið,
en þá kom arkjtekt einn með þá
hugmynd að reisa það á flötu
svæði niðri við fjarðarbotninn.
Urðu nokkrar deilur um þetta,
en þetta varð þó úr, m.a. vegna
þess að það gaf tækifæri tH að
rífa þarna stórt hverfi af görai-
um og óheilnæmum íbúðarhús-
um. Nú virðist sem alfir sén
J>að er mikill stærð- ’
armunur á höfuðborg-
um tveggja Norðurlanda
Osló höfuðborg Noregs
og Reykjavík höfuðborg
íslands. Osló hefur íbúa-
tölu, sem nálgast hálfa
milljón, Reykjavík um
80 þúsund.
Og þrátt fyrir þennan stærð-
armun eru vandamál og við-
fangsefni þessara tveggja syst-
urborga þau sömu. Þetta var sú
ályktun, sem blaðamenn
Reykjavíkurblaðanna drógu af
viðræðum við þá forustumenn
Oslóarborgar, sem hér eru nú
staddir í heimsókn, en fyrir
þessum hópi er Brynjulf Bull
fulltrúi Verkamannaflokksins,
sem nú er forseti borgarstjórnar
eftir að Verkamannaflokkurirm
náði völdum í borgarstjórn í
síðustu kosningum. En í hópn-
um er einnig Rolf Stranger,
foringi hægrimanna í borgar-
stjórn, sem lengi hefur verið á-
hrifamesti niaður í bæjarmál-
efnum Oslóar, þegar hægn
menn höfðu þar meirihluta.
Jjað kom fljótt í ljós á blaða-
mannafundinum, sem þeir
héldu eftir miðdegisverð á
Hótel Sögu, að tekjustofnar
Oslóarborgar eru nær því a'-
veg þeir sömu og Reykjavíkur.
Aðaltekjustofriinn er útsvörir,
og þó ekki sé auðvelt að gera
samanburð, þá virtist sem út-
svörin í Osló væru ÍVið hærri
en í Reykiavík.
Mikill munur er hins vegar
•á álagningaraðferð og innheimtn
í Osló og í Reykjavík. í höfuð-
borg Norðmanna eru útsvörin
innheimt jafnóðum af launum
og þau eru prósentvís þau sömu
hvort sem launin eru há eða lág.
það er um 17%. Útsvarsgreið-
endum er skipt niður í flokka
eftir því, hvort þeir eru fjöi
skyldumenn og hvað mörg böre
þéir eiga. Síðan þurfa launa
greiðendur ekki annað að ger i
en að líta á handhæga töflu,
sem allir geta haft við hendina
og sýnir hvað mikið maður í
hinum eða þessum flokki á að
greiða til ríkisins af vissri upp
hæð. Með þessari aðferð verður
innheimta og álagning sjálfgerö
og ákaflega fyrirhafnarlítil.
Bull forseti bæjarstjórnar gaf
fréttamönnum nokkur dæmi
um það hvað ófaglærðir verka
menn greiddu alls í opinber
gjöld, það er að segja merin
sem eru með um 20 þúsund
norskar krónur í brúttótekjur:
það er um 120 þús. IsL kr. Sé
hann einhleypur greiðir hann
4700 kr. (28,800 ísl. kr.), hjón
greiða 4,000 kr. (24 þús. ísl.
kr.), hjón og 1 barn 3,300
kr. (19,800 ísl. kr.), hjón og 2
börn 2,600 kr. (15,600 ísl. kr.).
rJ'aIinu var vikið að raforku
verum Oslóar, en eins og
kunnugt er, er Noregur eitt
mesta vatnsorkuland í Evrópu
Skýrðu Norðmennirnir frá þvi,
að Oslóborg hefði sjálf reist
raforkuver sín og enn héldi
borgin áfram að kaupa upp
vatnsréttindi og auka virkjan-
irnar. Raforkan er einhver sú
ódýrasta sem þekkist í Evrópu,
aðeins 5 aurar á kwstund na
(30 ísl. aurar), en vatnsvirkj-
anirnar eru nú farnar að verða
dýrari og dýrari með hverri
nýrri virkjun, þar sem smám
saman er búið að fullnýta þau
vatnsföll, sem hagkvæmust
voru. Nú er aðallega verið að
virkja fossa í Hallingdal, en þó
verður Osló að leita enn lengra
eftir rafmagni, og mun borgin
virkja á næsta ári 550 þúsund
kílóvött á vesturströnd Noregs
í Sognsæ.
Tjað var bent á það á fund-
inum að eitt væri ólíkt
með Osló og Reykjavík. Það er
Frá blaðamannafundinum með borgarfulltrúum Oslóborgar. Vinstra megin við súluna sést Brynjulf Bull forseti borgarstjórnar Oslóar, hægra
megin við súluna Egil Storstein borgarstjóri fjármála. Geir Hallgrímsson borgarstjóri snýr baki að Ijósmyndara f nærsýn vinstra megin
á myndinni.
að.Osló á ráðhús, en Reykjavík
ekki. Einn fréttamaðurinn
spurði, hvort það væri nokkuð
betra að hafa ráðhús en a3
koma skrifstofunum aðeins fyrii
í húsnæði hingað og þangað
mjög ánægðir með staðarvalið.
Ráðhúsið rís þarna upp rét.t
fyrir ofan vatnsflötinn og air
hin mesta prýði að því og Osló-
arbúum þykir vænt um húsið
Framh. á 10. síðu.