Vísir - 17.09.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 17.09.1964, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram ASstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 iínur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. TSSBHHHHnBHnBmBBnmnBHBBBIHBHHHBm Moskvuförin Heyrzt hefur að ráðamenn Sósíalistaflokksins og Al- þýðubandalagsins hafi ekki allir verið ánægðir með að bjóðviljinn birti Moskvu-yfirlýsinguna frægu á dögun- um. Þótti þeim, sem vilja hreinsa kommúnistanafnið flokknum, hún heldur óheppileg. En hér var víst ■kki gott við gerðar. Sendinefndin, sem fór til Moskvu nun hafa lofað því, að yfirlýsingin yrði birt, eða öllu íeldur fengið um það skipun. Moskvudeild flokksins /ar að sjálfsögðu himinlifandi með þetta, og eins og "lestir vita ræður hún öllu hjá Þjóðviljanum. En biitingin dregur óneitanlega þann dilk á eftir ;ér, að hér eftir verður erfitt fyrir Þjóðviljann að halda ,)ví fram, að Sósialistaflokkurinn sé ekki í neinum engslum við kommúnistaflokkinn rússneska. Það irðist nokkuð auðsætt, að tengslin séu töluverð, og .línan frá Moskvu sé annað og meira en tilbúningur mdstæðinga kommúnista, eins og Þjóðviljinn hefur tundum sagt. Þjóðviljinn reynir að breiða yfir hið raunverulega 'rindi þeirra félaga austur, með því að leggja aðal- íherzlu á, að þeir hafi rætt við rússneska ráðamenn im aukin verzlunarviðskipti. Ekki fóru þeir samt aust- ir til þess, enda ekki vitað að þeim hafi verið falið aö undirbúa þar neina verzlunarsamninga. Þessi- skrif >jóðviljans koma heldur ekki vel heim við þáð sem -tóð í Pravda- því'að þar sagði að það hefði aðeins erið minnzt á aukna verzlun og efnahagsleg tengsl nilli íslands og Sovétríkjanna. tslenzk stjórnarvöld eru að sjálfsögðu ekkert mót- fallin viðskiptum við Sovétríkin fremur en önnur lönd, ef þau eru hagkvæm. Það er hreinn uppspuni sem oft nefur verið haldið fram í Þjóðviljanum, að núverandi ríkisstjóm og fyrri stjórnir lýðræðisflokkanna hafi Iielzt ekki viljað skipta við Rússa. En þær hafa hins- vegar ekki viljað fallast á það sjónarmið kommúnista, að leggja svo mikla áherzlu á þau viðskipti, að við glötuðum mörkuðum okkar á Vesturlöndum. Við vilj- um skipti við Rússa, að svo miklu leyti, sem þau eru okkur hagkvæm og án allra pólitískra skuldbindinga. Krúsév hótar K'mverjum J^rá því hefur verið skýrt í fréttum, að Nikita Krúsjeff hafi lýst því yfir á fundi með japanskri þingmanna- nefnd, að Sovétríkin ráði nú yfir gereyðingarvopnum sem hægt sé að útrýma með öllu lífi á jörðunni. Hann kvaðst þó ekki hafa löngun til að beita þessum vopn- um, en bætti við að „sá sem býr meðal úlfa, verður að koma fram sem úlfur:‘! í þetta sinn mun Krúsjeff einkum hafa verið að minna vini sína í Kína á að hegða sér skikkanlega. en eins og kunnugt er gera Kínverjar nú kröfu um 1.500.000 ferkílómetra landsvæði, sem tilheyrir Sovét- ríkjunum. Eftir andanum í orðum Krúsjeffs er víst betra fyrir þá að hafa sig hæga. V í S í R . Fimmtudagur 17. september 196'». AR LANDAFRÆÐI |^yrir um það bil 400 árum dvaldist sænskur landflótta- maður suður á ftalíu. Hann hét Olaus Magnus og hafði áður gegnt hinum mestu virðingar- stöðum heima í Svíþjóð. Bróðir hans, Johannes Magnus, var sfð- asti kaþólski erkibiskup f Upp- sölum og sjálfur gegndi Olaus trúnaðarstarfi hjá Gustavi Vasa konungi. ■ En síðan snerist konungur móti kaþólskri trú, hrakti erki- biskupinn úr landj og fylgdi Olaus þá bróður sínum í útlegð- ina. Þegar Jóhannes erkibiskup dó skömmu síðar, skipaði páfi Olaus Magnus erkibiskup af Uppsölum í hans stað, en kom að litlu haldi. Olaus komst aldrei heim til biskupsstóls sfns, ?nda nýr siður upp tekinn þar. Dvaldist hann síðan til æviloka á ftalíu. Olaus Magnus var fjölmennt- aður maður og í Ítalíudvöl sinni umgekkst hann mjög mennta- stéttirnar. Hann ferðaðist á milli höfuð menntasetranna í Róm, Flórenz og Feneyjum og vann mikil afrek sjálfur f fræðistörf- um. T andakort Olaus Magnus tapað ist svo eða gleymdist inni á söfnum Evrópu og það var ekki fyrr en um 1860, sem þýzkur fræðimaður fann það á gömlu bókasafni í MUnchen. Enn liðu áratugir, þangað til nú fyrir einu ári, að annað eintak fannst afl landabréfi Olaus Magnus. Tókst háskólabókhlöðunni í Upp sölum að festa kaup á því fyrir stórfé. § Fyrir nokkru voru landaupp- drættir Olaus Magnus gefnir út af Bokgillet, en það er kunn fræðibókaútgáfa í Uppsölum. Er þessi útgáfa vönduð og aðgengi- leg. Hún gefur okkur mynd af hugmyndum manna um Norður- Iönd á þeim tíma. Frumútgáfan er í nfu stórum kortablöðum, sem ætlunin var að skyldu lögð saman, og nær kortið yfir allt svæðið frá Grænlandi austur fyrir Hvítahaf og norðan úr ts- hafi suður f Þýzkaland. .Ákaflega er vandað til teikn- ingar kortsins, og er á því ara- grúi ýmiss konar mynda, sem eiga að sýna landslag, gróður- far, dýralíf, borgir, þjóðlíf og ýmiss konar hindurvitni. Má f- mynda sér hve geysimikið verk samning þess hefur verið, þar sem það tekur ekki einungis til Norðurlanda, heldur hefur höf- undur tekið s,r og fyrir hendur að halda sömu gæðum á löndum it ti! kantanna, svo sem Bjarma lands. Lapplands, Kiriálalands. Moskvíu, Hvíta-Rússlands, Líf- lands, Lituaníu, Póllands, Prúss- lands, Pommern, Frfslands og síðan til Bretlandseyja. að sem við hér á landi höf- um mestan áhuga á, er að sjálfsögðu sá hluti, sem snertir ísland, en heita má að einn hluti landabréfsins fjalli einungis um ísland og lffið í sjónum fyrir sunnan land. Uppdráttur Olaus Magnus af íslandi birtist hér á síðunni. — Landið er að vísu ekki búið að taka sína réttu lögun, en þegar við lítum á þessa mynd sjáum við þá þekkingu, sem fólk úti í Evrópu hafði á landi okkar á miðöldunum. Höfundurinn skrifar allmiklar skýringar með uppdrætti sfnum og skal hér getið þeirra helztu. Hann segir, að Island sé þrisvar sinnum stærra en Sikiley og læt- ur það nærri. Fyrst merkir hann með bók- stafnum A, þau þrjú háu fjöll, sem hann segir að ísland sé frægast af. Snjó merkir hann á toppi þeirra, en eld undir þeim. Fyrsta fjallið heitir Hecla, sem er hamslaust í logatungum og reyk og niðri í djúpi þess kvelj- ist sálirnar samkvæmt dómi guðs. Annað fjallið heitir Kross- fjall og þriðja fjallið heitir Helga fell og liggur hjá frægu klaustri. Allt f kringum það liggja stein- töflurnar CSaxa), en á bær eru Tjá voru geysilegar framfarir í landafræði heimsins. Am- eríka var nýlega fundin ,og i það jókst áhuginn á, þessgri fræðigrein stórkostlega. Olaus Magnus skrifaði mikið rit um landafræði Norðurlanda, sem varð sfðar undirstöðurit í land- lýsingum þessa hluta álfunnar í nærri tvær aldir. Hann vann og annað afrek, hann verður með réttu kallaður höfundur norrænnar landabréfa- gerðar. Hann tók sér fyrir hend- ur að gera eitt heildaVkort yfir öll Norðurlöndin. Fram að þeim tíma höfðu landabréf yfir þetta svæði verið ákaflega fábrotin. Nokkuð var þó til yfir sum svæð in eins og Danmörku og Svf- þjóð, en fram að þessum tíma var Island ýmist ekki merkt inn á landabréf, eða þá sem lög- unarlaus hlutur úti f hafi. Fjarri fór því að lögun Is- iands væri rétt á landabréfi OI- aus Magnus, þvi að ekki gat hann byggt uppdráttinn á nein- um mælingum. Staðsetningu á örnefnum var og ábótavant og inn í uppdráttinn blandað ýms- um hindurvitnum, sem voru venjuleg í fræðigreinum þeirra tíma. En sfðari tíma landabréfa- menn höfðu þó á engu örugg- ara að byggja og það er ekki fyrr en alllöngu siðar, sem Is- land fer að fá á sig á erlendum landabréfum haus Vestfjarða og tær Snæfellsness og Reykjanes- skaga. Verður einnig að taka það fram, að heimildasöfnun, rann- sóknir og hugleiðingar Olaus Magnus varðandi landafræði Norðurlanda varð upphafið að þeirri mennta. tefnu á Norður löndum. sem leiddi siðar til á hupa á íslenzku fc-iv öpunum Englendingar kasta við eyju, sem reynist vera stórhveli. LÝST FYRSTA UPPDRÆTTI IS- LANDS EFTIR OLAUS MAGNUS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.