Vísir - 02.10.1964, Blaðsíða 1
Hervirki umm
á innbrótsstöBm
Mikil hervirki og spjöll voru
unnin í tveim innbrotum í ná-
munda viö Skúlagötu í nótt. Hins
vegar var tiltölulega litla stolið.
Annað þessara innbrota var í
Hafnarbíó. Þar voru sprengdar upp
hurðir og hirzlur og tilraun gerð
til að brjótast í gegnum vegg, en
án árangurs. Þjófurinn hafði 1 þús-
und kr. í peningum upp úr krafs-
inu, en tjónið sem hann olli með
i Framh á Ols 6
Veðurathuganastöð verð-
ur sturfrækt nllt áriB á Kili
Húsi og tækjum komið upp á næstu sumri
Vísindadeild NATO hefur veitt
íslendingum 20 þúsund dollara
styrk til veðurathugana á há-
lendinu.
í gær skýrði Hlynur Sigtryggs
son veðurstofustjóri Vísi frá því
að gert væri ráð fyrir því að
nota fé þetta til að koma upp
veðurathuganastöð á Hveravöll-
um á Kili og til kaupa á tækj-
um í þessa stöð.
Veðurstofustjóri gaf Vísi enn
fremur þær upplýsingar, að fyr-
irhugað væri að veðurathugana-
stöðin yrði starfrækt allt árið
a. m. k. næstu fimm ár, og leng
ur ef fjárhagur og aðrar aðstæð
ur leyfðu.
Undanfarin sumur hafa veður
athuganir verið gerðar á Hvera-
völlum, en þær voru aðeins í
nokkrar vikuityfir hásumarið og
gefa þar af leiðandi enga hug-
mynd um vetrarúrkomuna.
Stöðin verður byggð í 600
metra hæð yfir sjó og þegar
hefur verið gerð bráðabirgðaá-
ætlun um 100 fermetra hús. Ekki
er þó enn fullráðið. hvort það
verður byggt svo stórt. Það fer
eftir fjárhagsástæðum. Gert er
ráð fyrir að í því verði sæmi-
legur dvalarstaður fyrir tvo
menn að vetrinum, en e. t. v.
fyrir fleiri menn yfir sumarmán
uðina, sem þá ynnu að ýmsum
öðrum rannsóknum á hálendinu,
svo sem jöklarannsókum, dýra-
lífi og gróðurrannsóknum, sem
segja má að allt sé að meira eða
minna leyti tengt veðráttunni.
Húsið á að byggja næsta sum-
ar, en undirbúningur að smíði
þess verður hafinn í Reykjavík
í vetur, svo fljótlegra verði
að koma því upp að sumri. Það
á að verða fullbúið til íbúðar
næsta haust.
Jafnframt verður komið upp
veðurathuganatækjum, en sér-
stök áherzla lögð á úrkomu- og
snjómælingar. Verður mælum
komið fyrir á ýmsum holtum og
Framh. á bls. 6.
Hundritumálið er í góðum höndum hjá
hhmm nýju kennslumálu ráðherru DANA
Hinn nýi kennslumálaráð-
herra Dana K.B. Andersen er
49 ára gamall er frá Nörrebro
í Kaupmannahöfn. Hann er af
efnafólki kominn, en snerist til
jafnaðarstefnu á kreppuárunum
um 1930. Á stríðsárunum kynnt
ist hann Hans Hedtoft og Hal
Koch í æskulýðssamtökum er
þei rstofnuðu. Eftir striðið hóf
hann svo þáttttöku í stjórnmál
um.
Hann hefur gegnt fjölda trún-
aðarstarfa aðallega í sambandi
við kennslu og menntamál. Á
sfðasta þingi var hann talsmað-
ur Jafnaðarmannaflokksins á
þingi og þótti þar sterkur á
svellinu.
BLAÐIÐ í DAG
BIs. 3 Myndsjá frá
útlöndum
— 4 Warren-skýrslan
— 7 Hreingemingaferð
í óbyggðir
— 8 I hnattför
öðm hverju
— 9 Draugagangur
eða „telekínetisk
fyrirbæri“?
Samtal við Gylfa Þ. Gíslason me nntamúlarúðherra
Ég er þess alveg fullviss, að danska ríkisstjómin
mun leggja handritafrumvarpið fyrir þingið óbreytt
frá því sem það var á síðasta þingi.
Jafnframt hef ég örugga vissu fyrir því, að á
danska þinginu er traustur og mikill meirihluti með
frumvarpinu óbreyttu.
Þannig mælti menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gísla
son, í viðtali við Vísi í morgun, en ráðherrann er
nýkominn heim úr Tokyo-för sinni.
Hann skýrði Vísi svo frá, að
hann hefði hitt Helweg Petersen
þáverandi kennslumálaráðherra
Dana á fundi menn'ingarmála-
ráðherra Evrópuráðslandanna í
London snemma á árinu. — Þar
fullvissaði hann mig um, að
hvernig sem kosningarnar færu
og hvernig sú stjórn yrði sem
eftir þær settist að völdum, þá
myndi hún leggja frumvarpið
fyrir þingið að nýju. Og hann
sagði mér ennfremur, að afstaða
þeirra flokka og manna, sem
hefðu stutt frumvarpið, væri ó-
breytt, það er Jafnaðarmanna-
flokkurinn og Radikali flokkur-
inn myndu áfram styðja frum-
varpið og fjöldi þingmanna úr
öðrum flokkum.
Vísir spurði menntamálaráð-
herra, hvort hann þekkti hinn
nýja kennslumálaráðherra Dana,
K. B. Andersen. Hann svaraði: •
— Ég er mjög vel kunnugur
honum. Hann er nú ráðherra i
fyrsta skipti en hefur verið tals-
maður Jafnaðarmannaflokksins
á þingi. Ég þekki náið skoðariir
hans í handritamálinu, m. a. frá
því hann var hér á íslandi á
s.l. sumri sem stjórnarmeðlim-
ur í stjórn hins nýja Dansk-ís-
lenzka menningarsjóðs, sem
kom'ið var á fót fyrir skömmu
t'il þess að efla menningartengsl
Daná og íslendinga. En hann er
þannig tilkominn, að Danir
fengu leyfi hjá Bandaríkjunum
til að selja ýmis vopn og vistir
o. fl. sem Bandarfkjamenn höfðu
skilið þar eftir í stríðslok og
notuðu féð til þess að koma á
fót menningarsjóðum við öll hin
Norðurlöndin.
— Ég er þess fullviss, sagði
Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra, að hjá K. B. Ander-
sen er málið i góðum höndum.
Vísir spurði menntamálaráð-
herra að lokum, hvað hann teldi
að afhending handritanna myndi
taka langan tíma eftir að
danska þing'ið hefði samþykkt
lög þar að Iútandi. Hann svar-
aði:
— Það veit enginn hvað lang
an tima það tekur danska þjóð-
Framh. á bls. 6.
Gylfi Þ. Gíslason
Engin brýn nuuðsyn fyrír SA S!
uð berjust á móti LOFTLEIÐUM
Flugvélar félagsins gefa ekki annað eftirspurninni
Það er nú upplýst í dönsku
blaði, að á sama tíma og Skand-
ínavíska flugfélagið SAS er að
reyna að gera hlífðarlausar til-
raunir til að drepa niður ís-
lenzka flugfélagið Loftleiðir, þá
er aðsóknin að flugferðum þess
» yfir Atlantshafið og til Vestur-
Istrandar Bandaríkjanna svo mik
il, að varla er hægt að fullnægja
eftirspurninni.
Það er danska blaðið BT, sem
skýrir frá hinn' miklu sætanýt-
ingu SAS í frétt í gær. Blaðið
segir m. a.: ,,! dag byrjar októ-
ber og túristatíminn ætti að
vera fyrir löngu hjá liðinn. En
í dag eins og í gær og eins og
alla næ..u viku og alla síðustu
mánuði sendir SAS þrjár troð-
fullar flugvélar á dag frá Kaup-
mannahöfn til New York, auk
eins fullra flugvéla til Chicago
og Los Angeles".
Og flugvélarnar eru eins full-
ar, jafnvel síðasta 134. sætið í
bakaleiðinni frá Bandaríkjunum
til Norðurlanda. Hin stóru flug-
félögin hafa sömu reynslu og
flugmálamenn klóra sér í hnakk-
anum furðu lostnir yfir þvl hvað
það blæs nú byrlega fyrir flug-
inu eftir fyrsta erfiðleikaár far-
þegaþotanna.
Flugvélarnar eru svo hlaðnar
að stundum verða þær að milli-
lenda f Syðra Straumfirði í
Grænlandi. Þegar þær eru full-
hlaðnar og ef þær mæta mót-
vindi, þá er ekki þorandi annað
en að bæta benzíni á þær.
I söludeild SAS segir BT að
menn séu þó ekkert undrandi á
þessu, því að þar telja menn
að þetta sé aðéins árangurinn
af ákveðnum undirbúningi, bæði
vegna starfsemi á ferðaskrifstof
um og vegna afsláttarmiða.