Vísir - 02.10.1964, Qupperneq 5
5
V í S IR . Föstudagur 2. október 1964.
»wn.v. ———B—1—
Hreingerningaferð
Frh. af bls. 7:
föstudaginn 25. september s.l.
þegar lagt var í síðustu Kjal-
arferð. Þeir, sem höfðu gef-
ið sig fram voru vegnir, og
býsna margir léttvægir fundn
ir. Aðeins fáir útvaldir fengu
að fljóta með. Og þeir voru
að vonum bæði montnir og
stoltir.
Næturferð
inn í öræfi.
Ferðin hófst klukkan 8 að
kvöldi um það leyti sem
rökkva tók, enda skjótt
myrkt af nóttu. Það kom sér
vel fyrir þá sem ekki höfðu
áður séð eldbjarma leggja frá
Surti, sem nú skartaði sínu
fegursta við yzta sjóndeild-
arhring. Eins fyrir þá sem eitt
hvað vildu aðhafast við önn-
ur skilyrði en dagsins Ijós var
þetta myrkur í alla staði hið
ákjósanlegasta. En tunglið
tók fljótlega af skarið um öll
„myrkraverk“ því það leið
blindfullt upp á himinhvolfið,
og þótti ýmsum þau forrétt-
indi tunglsins næsta öfunds-
verð þótt ekki yrði neitt að
hafzt til að feta í fótspor
þess.
Klukkan rúmlega þrjú eftir
miðnætti var komið í sælu-
húsið í-Kerlingarfjöllum, eftir
að ferðalangarnir höfðu skófl
að burt snjóskafli einum á
leiðinni sem virtist ætla að
hefta ferð bílsins. Hálfri ann
arri klukkustud síðar höfðu
menn satt hungur sitt og
tóku á sig náðir. En svefninn
varð ekki langur, það biðu
æin verkefni og um miðj-
an dag átti hreingerningunni
að vera lokið og halda þá
norður á Hveravelli. Slæp-
ingjarnir, sem ekki nenntu
að vinna, voru reknir upp í
Hveradali svo þeir tefðu ekki
fyrir.
Sæluhúsið í Kerlingarfjöll-
um hefur undanfarin sumur
verið einkum notað af skíða-
fólki, sem dvalið hefur þar
efra við skíðaiðkanir og skíða-
nám. Það hefur verið mikið
sótt og má segja að það hafi
verið fullskipað um allt miðbik
sumarsins. En nú er nýr skáli
að taka við þessu hlutverki í
Kerlingarfjöllum og var hann
byggður í næsta nágrenni við
sæluhús F.I'. á s.l. sumri. Auk
þess er þriðji skálinn til staðar,
en það er eins konar kennara-
bústaður skíðaskólans. Þá má
ekki gleyma tveimur salernis-
byggingum og loks geymsluskúr
við hlið sæluhússins, þannig að
í Árskarði er risið upp heilt
húsahverfi eða þorp með miklu
lífi og fjöri allt starfstímabilið.
Þegar við yfirgáfum Kerling-
arfjöll um miðjan dag voru þar
komnir nýir gestir, gangnamenn
úr Hreppum, sem ætluðu að
gista þar nóttina eftir. Ef til vill
verða það síðustu gestir í
Kerlingarfjöllum á þessu sumri.
Degi var tekið að halla þeg-
ar við þeystum á mótormerinni
okkar í hlað á Hveravöllum. Þar
er önnur borg: Sæluhús, salerni,
íveruhús veðurathuganamanns,
benzínsöluskúr, tveir kofar fjár
varða, hesthús og loks rústir af
hreysj Fjalla-Eyvindar. Á döf-
inni er þó að byggja mesta stór
hýsið, en það er veðurathugun-
arstöð með ársíbúð fyrir gæzlu-
mann stöðvarinnar og fjöl-
skyldu hans. Einum úr okkar
hópi leizt svo vel á staðinn, að
hann vildi koma upp mikilli
gufubaðstöð á Hveravöllum til
lækninga og hressingar fyrir
gigtveika og aðra aumingja til
sálar og líkama. Hver veit
nema slík stöð kunni að rísa
upp í næstu framtíð og gefi
milljónatekjur í arð.
Boðið til veizlu.
En hreingerningarhópur
Ferðafélags íslands kom ekki
að tómum kofunum á Hvera-
völlum. Þar er fyrir hópur góðra
gesta, og var raunar vitað um
þá fyrir. Það er röskur tugur
vaskra manna úr Biskupstung-
um, sem eru nú í seinni leit á
Kili. Það er búin að vera ára-
löng venja að þessir tveir hóp-
ar hittist á Kili þennan ákveðna
laugardag á haustin. Báðir hóp-
armr hlakka til og enginn vill
verða af gamni næturinnar.
Fólk snæðir nesti sitt og að því
búnu er setzt að sameiginlegri
drykkjuveizlu, sem varir fram
yfir miðnætti.
Konungurinn á Kili, þ. e. fjall
kóngur Biskupstungnamanna,
Þórður Kárason á Litla-Fljóti
býður hópinn velkominn. Það
hýrnar yfir fólkinu, það byrjar
að syngja, og er heldur ekki
neinum erfiðleikum bundið því
Tungnamenn eru söngvin þjóð
og raddmenn miklir og góðir.
Einhver hefur sagt mér að þar
væri beztur karlakór i sveit á
íslandi og kjarninn úr þeim kór
fer á hausti hverju inn á Kjöl
til að blanda geði við reykvískt
nreingerningafólk.
Og svo er það einhvern tíma
nætur eftir að mikið hefur ver-
ið sungið nokkrar ræður verið
haldnar, spaugsyrði flogið af
vörum og dátt hlegið, að kon-
ungurinn á Kili rís enn á fætur,
kveður sér hljóðs og segir að
leiknum skuli hætt. Það sé gegn
siður á Islandi að hætta hverjum
leik á meðan hann stendur sem
hæst. Þá verði hann öllum eft-
irminnilegur og menn sækist eft-
ir að taka þátt í honum á næsta
ári.
Veröld Eyvindar.
Og um þaS leyti sem söngur-
inn þagnar og síðustu raddirnar
fjara út gægist tunglið fram úr
skýjarofi og lýsir upp dimmt
Kjalhraun og blikandi jökla í
fjarska. Þetta er veröld Fjalla-
Eyvindar. Hingað flýði hann
undan böðlum. Hann unni frels-
inu og fjallaheiminum, og þótt
móðir náttúra væri á stundum
óblíð og örlögin hörð, var allt
betra en brennimark og ánauð
á Brimarhólmi.
„Ég held það verði þoka í
fyrramálið", sagði Þórður Kára-
son. Svo bauð hann okkur góða
nótt. Þ. Jós.
Ljóst peningaveski tapaðist í gær
innarlega á Laugavegi. Finnandi
vinsamlega hringi í síma 20383.
„Pierpoint" kvenmannsúr með
svartri leðuról tapaðizt mánudags-
kvöld 28. f. m. á leiðinni frá Tóna-
bíói að Kleppsvegi 34. Finnand'i er
vinsamlega beðinn að hringja í
síma 37995.
Tapazt hefur hvítur dúkur hálf-
saumaður með brúnum klaustur-
saumi frá Álfheimum 72 að B.P.-
stöðinni við Suðurlandsbraut. —
Finnandi vinsamlegast hring'i í
síma 13585.
GuIIarmband, mjótt (keðja) tap-
aðist fyrir nokkru síðan. Finnandi
vinsamlegast hringið í síma 13585.
Svartur fressköttur týndist á
laugardagskvöld. Sérkenni: með
litla kúlu á kvið. Uppl. Amtmnns-
stíg 2. Sími 12371 eða 19931.
Gullarmband (keðja) tapaðist sl.
miðvikudag, sennilega á Skóla-
vörðustíg — miðbæ. Skilvís finn-
andj vinsamlega geri aðvart í síma
37350.
Ferðafélag Islands
ráðgerir sunnudagsferð um
Brúarárskörð. Lagt ’ af stað kl.
9,30 frá Austurvelli. — Farmiðar
seldir við bílinn.
Ráðskona óskast
Ráðskona óskast i 1 mánuð út á landi. Gott kaup og fríar
ferðir. Uppl. i síma 11247 frá kl. 5 —7 £ dag.
Sendisveinar
Sendisveinar eða sendimeyjar óskast til sendiferða fyrir
hádegi
OLÍUFÉLAGIÐ H.F. sími 24380.
Afgreiðslustúlka óskast
nú þegar.
SÍLD OG FISKUR Hjarðarhaga 47.
Frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík
Tónlistarskólinn í Reykjavík verður settur
laugardaginn 3. okt. kl. 2 e. h.
Nauðsynlegt er að allir nemendur, taki með
sér stundaskrá.
Skólastjóri.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að leggja hitaveitu i eftirtaldar götur i
Langholtshverfi. Holtaveg, hluta af Langholtsvegi, Sæviöar-
sund, Norðurbrún og hluta af Kleppsvegi. Útboðsgagna skal
vitjað á skrifstofu vora, Vonarstræti 8, gegn 3000 kr.sldla-
tryggingu.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Á útsölunni hjá DANIEL
Hvítar manschettskyrtur kr. 125,00, 136,00 og 150,00 — Mislitar
stærð nr. 14 á kr. 85,00. Sportskyrtur stærðir 14 og 14Vfc á kr. 135,00
175,00 og 180,00 — Ullarúlpur frá kr. 250,00— Nylonúlpur frá kr.
420,00 — Rykfrakkar frá kr. 150,00 — Terelynebindi frá kr. 80,00.
Karlmannablússur frá kr 370,00 — Nylonskyrtur hvítar kr. 280,00.
Verzlunin DANÍÉL Lnugnveg 66
WARREN-skýrslan —
Framh ai bls 4
walds voru skýrustu og nýjustu
förin á kassanum.
Hér verður sem áður að taka
fram, að þessi handarför eru
ekki fullgild sönnun, því að það
gat verið, að Oswald hefði i
starfj sínu þurft að bera þessa
kassa, einhvern tíma rétt áður.
En þegar þetta kemur við hlið-
ina á mörgum öðrum sönnunar
gögnum, og einkum þar sem
handarförin benda til þess að
hann hafi ekki verið að bera
kassann, heldur setið á honum
I og lagt höndina þarna, þá er hér
B um að ræða svo sterkar lfkur
að þær nálgast sönnun.
Sást á 6. hæð.
Einn samstarfsmaður Oswalds
að nafni Charle^ Givens ber vitni
um það, að hann hafi séð Os-
wald uppi [ geymslusalnum á
sjöttu hæð um kl. 11,55 eða
35 mínútum áður en morðið var
framið. Og var hann þá einn í
salnum, Eftir það sá enginn
starfsmaður bókageymslunnar
Oswald fyrr en eftir morðið.
Givens lýsir þessu svo, að
harin hafi verið að vinna með
gólfdúkalagningamönnum f
geymslusalnum á 6. hæð. Kl.
11,45 hættu þeir vinnu og fóru
niður í mat og út til að horfa á
forsetann, Þpir fóru með lyft-
unni niður á 1 hæð. Þegar lyftan
var að fara niður, sá Givens að
Oswald stóð á stigapallinum á
5. hæð. En eftir að þeir í lyft-
unni voru komnir niður á 1. hæð
segir Givens, „tók ég eftir þvf
að ég hafði gleymt sígarettu-
pakka mínum f jakkavasa mín-
um sem hékk uppi á Iofti svo
ég tók lyftuna aftur upp til þess
að ná f sígaretturnar".
Þegar Givens kom aftur með
lyftunni upp á sjöttu hæð, sá
hann Oswald þar. Og meðan
hann var að ná í sfgaretturnar,
spurði hann Oswald: „Heyrðu
ætlarðu ekki að kbma niður. það
er að koma matartími".
Oswald svaraði: „Nei. En þeg-
ar þér komið niður, viljið þér
þá loka lyftuhurðinni"! Mátti
skilja, að hann bað um þetta af
því að hann ætlaði að fá lyft-
una upp til sín með þvf að ýta á
takka. Sjálfur gat hann þá hald
ið lyftunni uppi á hæðinni hjá
sér með því að halda dyrunum
opnum.
Paraffín-prófanir.
Loks verður að vikja að
paraffín-prófunum, sem fram
fóru á Oswald eftir að hann
hafði verið handtekinn. Slíkar
prófanir eru gerðar til að finna
út, hvort púðurryk þegar hleypt
er af byssu hefur setzt á t. d.
hönd manna, er þá algengt að
púðurreyksleifar finnist á hönd-
um manna og stundum á háls-
inn, þegar skotið er af riffli. Slík
ar leifar púðurreyks fundust á
höndum Oswalds, en þær geta
ekkj talizt sönnunargagn varð-
andi forsetamorðið vegna þess
að þær geta verið frá morðinu á
Tippit lögregluþjóni. Hins vegar
fundust engar púðurleifar á hálsi
Osvalds og gerðu sumir aðilar
um tíma mikið úr þvf og töldu,
að það væri sönnun fyrir þvi, að
Oswald gæti ekki hafa skotið af
rifflinum.
Rannsókn sýndi þó að þá á-
lyktun er ekki hægt að draga
einfaldlega vegna þess, að púður
reykur komst ekki út úr skot-
hólfi riffilsins, þar sem það er
lokað með bolta Var þetta sann
að með mörgum tilraunum, þar
sem lögreglumenn voru látnir
skjóta úr rifflinum í venjulegri
miðunarstöðu og leifar púður-
reyks komu ekki á hálsinn á
neinum þeirra. Svo að paraffin
prófanirnar gera hvorki að
sanna né afsanna neitt.